Um róluvelli og rekstur bæjar – ársreikningur Hafnarfjarðar

Guðlaug Kristjánsdóttir
Auglýsing

Á rólu­velli þjóð­fé­lags­ins

er vega­saltið 

lang­sam­lega mik­il­væg­ast

Samt skal alltaf vera

lengsta bið­röðin

við hoppukast­al­ana

 

Þetta ljóð, Þjóð­vega­salt eftir Sig­urð Páls­son, er að mín­u mati vel við hæfi við lestur árs­reikn­inga og und­ir­bún­ing fjár­hags­á­ætl­ana.

Löng­unin til að opna fyrir aðgang í hoppukast­ala og finna fiðr­ing­inn í mag­anum er alltaf jafn­sterk, enda þótt skyn­semin segi okkur að ­jafn­vægið sé grund­völl­ur­inn, að við verðum að geta staðið áður en við göngum og ­gengið áður en við hlaup­um.

Skyn­semi er almennt ekki mikið tekin í póli­tík, hún kemst ekki í fyr­ir­sagnir blaða og fær hjartað ekki til að slá hraðar af spenn­ingi. En ­skyn­semin er samt for­senda gleð­inn­ar, grunn­ur­inn undir fjör­inu.

Árs­reikn­ingur Hafn­ar­fjarðar fyrir árið 2015 ber merki um langvar­and­i ­jafn­væg­is­skort. Þætt­irnir sem draga niður eru hlut­falls­lega þungir og þeg­ar horft er lengra aftur í tím­ann sést að jafn­væg­inu hefur verið náð með herkj­u­m trekk í trekk og að rekst­ur­inn á erfitt með að standa af sér ytra áreiti.

Upp­safnað ójafn­vægi

Jafn­væg­is­skort­ur­inn er upp­safn­að­ur, hvort sem horft er til­ langvar­andi kyrr­stöðu í launa­þróun starfs­fólks sveit­ar­fé­laga sem tók síðan kipp ­síð­ustu tvö árin, langvar­andi frest­unar á við­haldi eigna sem skapar þörf á bráða­að­gerð­um, upp­söfn­unar líf­eyr­is­skuld­bind­inga sem ekki er brugð­ist við með­ inn­greiðsl­um, eða þeirra fjöl­mörgu ára þar sem skuldir eru ekki greidd­ar öðru­vísi en með nýrri lán­töku.

Auglýsing

Á síð­asta árinu sem kom út í plús hjá Hafn­ar­firði, var það ­geng­is­munur gjald­miðla sem gerði gæfumun­inn. Geng­is­munur gjald­miðla er ekki á for­ræði bæj­ar­stjórnar Hafn­ar­fjarð­ar. Það að hag­stætt gengi skuli geta vipp­að bæj­ar­sjóði upp um hund­ruð millj­óna end­ur­speglar reyndar þá stað­reynd að skuld­ir bæj­ar­ins í erlendri mynt voru umfangs­miklar, þannig að happa­feng­ur­inn sem ýtt­i bænum upp fyrir núllið árið 2013 var í raun ekki kom­inn til af góðu. Hann var ekki styrk­ur, heldur mun frekar veik­leiki. Þung skuld, sem hefði allt eins get­að ýtt okkur niður eins og upp eftir því hvernig vindar blésu í gjald­miðla­þróun á al­þjóða­mark­aði.

Árið 2015

Á miðju ári 2015 var gripið til hag­ræð­ingar á grunn­i ­rekstr­ar­út­tektar sem unnin var vet­ur­inn á und­an. Áhrifa þeirra aðgerða gætir á hálf­u ­rekstr­ar­ár­inu, en aðlög­un­ar­tími fylgir þó flestum breyt­ing­un­um. Ljóst má ver­a af lestri árs­reikn­ings­ins að ráð­staf­anir til hag­ræð­ingar voru bæði nauð­syn­leg­ar og tíma­bær­ar.

Nið­ur­staða árs­ins 2015 sveifl­ast niður fyrir áætlun af ýmsum­ or­sök­um. End­ur­krafa um útsvars­greiðslur upp á um 400 millj­ónir var ófyr­ir­séð og þung­bært bakslag á tímum hækk­andi launa.

Fram- og aft­ur­virkar launa­hækk­anir vógu líka þungt sem var ­tíma­bær og óum­flýj­an­leg þró­un, enda langt tíma­bil kjara­fryst­ingar að baki. Kjör op­in­berra starfs­manna ein­kenn­ast því miður af stöðnun og átökum til skipt­is, ­sem leiðir til stórra stökka. Áhrif þess­arar vinnu­mark­aðsvenju á sveit­ar­fé­lög ­sjást greini­lega í árs­reikn­ingi 2015, snörp breyt­ing sem slær út fyrri áætl­un.

Aukn­ing líf­eyr­is­skuld­bind­ingar um millj­arð, til við­bótar við hálfs millj­arðs aukn­ingu árið 2014 er fylgi­fiskur launa­breyt­inga. Upp­söfn­un líf­eyr­is­skuld­bind­inga í bók­hald­inu byggir hins vegar á vali bæj­ar­stjórna í gegnum tíð­ina, þar sem hægt er að grynnka á þeim með inn­greiðsl­um.

Líf­eyr­is­skuld­bind­ing í bókum bæj­ar­ins sem er orðin á pari við heild­ar­tölu árlegra launa­út­gjalda og vex á tveimur árum um 1,5 millj­arð kall­ar ó­neit­an­lega á það að bæj­ar­stjórn skoði inn­greiðslur á skuld­bind­ing­una til jafn­s við inn­borg­anir á lán.

Nið­ur­greiðslur skulda

Síðusta rúma ára­tug hefur Hafn­ar­fjörður ekki greitt af lán­um öðru­vísi en með nýrri lán­töku. Núver­andi meiri­hluti Bjartrar fram­tíðar og ­Sjálf­stæð­is­flokks ein­setur sér að nið­ur­greiða skuldir bæj­ar­ins með virkum hætt­i og bæta þannig jafn­vægið í rekstr­in­um. Í fjár­hags­á­ætlun árs­ins 2016 eru bein­ar ­nið­ur­greiðslur lána upp á 200 millj­ón­ir, auk þess sem til­fallandi tekju­aukn­ing­u er að jafn­aði ráð­stafað til við­bót­ar­upp­greiðslu lána. Það er skyn­sam­leg og á­byrg ráð­stöfun sem horfir til lengri tíma en yfir­stand­andi augna­bliks.

Rekstr­ar­nið­ur­staða árs­ins 2015 sýnir það glöggt að Hafn­ar­fjörður þarf á skyn­semi að halda næstu miss­er­in. Við verðum að létta á þeim þáttum sem draga rekst­ur­inn nið­ur, skuldum og líf­eyr­is­skuld­bind­ingum þar á meðal um leið og mark­visst er unnið að því að efla allt það sem lyft get­ur ­rekstr­inum upp.

Verum óhrædd við að rýna stað­reynd­ir, skoða orsök og af­leið­ingu og læra af reynsl­unni. Tökum síðan höndum saman um að treysta grunn­inn til langrar fram­tíðar og bæta jafn­vægið í rekstri Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar.

Höf­undur er for­seti bæj­ar­stjórnar Hafn­ar­fjarð­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None