Um róluvelli og rekstur bæjar – ársreikningur Hafnarfjarðar

Guðlaug Kristjánsdóttir
Auglýsing

Á róluvelli þjóðfélagsins
er vegasaltið 
langsamlega mikilvægast

Samt skal alltaf vera
lengsta biðröðin
við hoppukastalana

 

Þetta ljóð, Þjóðvegasalt eftir Sigurð Pálsson, er að mínu mati vel við hæfi við lestur ársreikninga og undirbúning fjárhagsáætlana.

Löngunin til að opna fyrir aðgang í hoppukastala og finna fiðringinn í maganum er alltaf jafnsterk, enda þótt skynsemin segi okkur að jafnvægið sé grundvöllurinn, að við verðum að geta staðið áður en við göngum og gengið áður en við hlaupum.

Skynsemi er almennt ekki mikið tekin í pólitík, hún kemst ekki í fyrirsagnir blaða og fær hjartað ekki til að slá hraðar af spenningi. En skynsemin er samt forsenda gleðinnar, grunnurinn undir fjörinu.

Ársreikningur Hafnarfjarðar fyrir árið 2015 ber merki um langvarandi jafnvægisskort. Þættirnir sem draga niður eru hlutfallslega þungir og þegar horft er lengra aftur í tímann sést að jafnvæginu hefur verið náð með herkjum trekk í trekk og að reksturinn á erfitt með að standa af sér ytra áreiti.

Uppsafnað ójafnvægi

Jafnvægisskorturinn er uppsafnaður, hvort sem horft er til langvarandi kyrrstöðu í launaþróun starfsfólks sveitarfélaga sem tók síðan kipp síðustu tvö árin, langvarandi frestunar á viðhaldi eigna sem skapar þörf á bráðaaðgerðum, uppsöfnunar lífeyrisskuldbindinga sem ekki er brugðist við með inngreiðslum, eða þeirra fjölmörgu ára þar sem skuldir eru ekki greiddar öðruvísi en með nýrri lántöku.

Auglýsing

Á síðasta árinu sem kom út í plús hjá Hafnarfirði, var það gengismunur gjaldmiðla sem gerði gæfumuninn. Gengismunur gjaldmiðla er ekki á forræði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Það að hagstætt gengi skuli geta vippað bæjarsjóði upp um hundruð milljóna endurspeglar reyndar þá staðreynd að skuldir bæjarins í erlendri mynt voru umfangsmiklar, þannig að happafengurinn sem ýtti bænum upp fyrir núllið árið 2013 var í raun ekki kominn til af góðu. Hann var ekki styrkur, heldur mun frekar veikleiki. Þung skuld, sem hefði allt eins getað ýtt okkur niður eins og upp eftir því hvernig vindar blésu í gjaldmiðlaþróun á alþjóðamarkaði.

Árið 2015

Á miðju ári 2015 var gripið til hagræðingar á grunni rekstrarúttektar sem unnin var veturinn á undan. Áhrifa þeirra aðgerða gætir á hálfu rekstrarárinu, en aðlögunartími fylgir þó flestum breytingunum. Ljóst má vera af lestri ársreikningsins að ráðstafanir til hagræðingar voru bæði nauðsynlegar og tímabærar.

Niðurstaða ársins 2015 sveiflast niður fyrir áætlun af ýmsum orsökum. Endurkrafa um útsvarsgreiðslur upp á um 400 milljónir var ófyrirséð og þungbært bakslag á tímum hækkandi launa.

Fram- og afturvirkar launahækkanir vógu líka þungt sem var tímabær og óumflýjanleg þróun, enda langt tímabil kjarafrystingar að baki. Kjör opinberra starfsmanna einkennast því miður af stöðnun og átökum til skiptis, sem leiðir til stórra stökka. Áhrif þessarar vinnumarkaðsvenju á sveitarfélög sjást greinilega í ársreikningi 2015, snörp breyting sem slær út fyrri áætlun.

Aukning lífeyrisskuldbindingar um milljarð, til viðbótar við hálfs milljarðs aukningu árið 2014 er fylgifiskur launabreytinga. Uppsöfnun lífeyrisskuldbindinga í bókhaldinu byggir hins vegar á vali bæjarstjórna í gegnum tíðina, þar sem hægt er að grynnka á þeim með inngreiðslum.

Lífeyrisskuldbinding í bókum bæjarins sem er orðin á pari við heildartölu árlegra launaútgjalda og vex á tveimur árum um 1,5 milljarð kallar óneitanlega á það að bæjarstjórn skoði inngreiðslur á skuldbindinguna til jafns við innborganir á lán.

Niðurgreiðslur skulda

Síðusta rúma áratug hefur Hafnarfjörður ekki greitt af lánum öðruvísi en með nýrri lántöku. Núverandi meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks einsetur sér að niðurgreiða skuldir bæjarins með virkum hætti og bæta þannig jafnvægið í rekstrinum. Í fjárhagsáætlun ársins 2016 eru beinar niðurgreiðslur lána upp á 200 milljónir, auk þess sem tilfallandi tekjuaukningu er að jafnaði ráðstafað til viðbótaruppgreiðslu lána. Það er skynsamleg og ábyrg ráðstöfun sem horfir til lengri tíma en yfirstandandi augnabliks.

Rekstrarniðurstaða ársins 2015 sýnir það glöggt að Hafnarfjörður þarf á skynsemi að halda næstu misserin. Við verðum að létta á þeim þáttum sem draga reksturinn niður, skuldum og lífeyrisskuldbindingum þar á meðal um leið og markvisst er unnið að því að efla allt það sem lyft getur rekstrinum upp.

Verum óhrædd við að rýna staðreyndir, skoða orsök og afleiðingu og læra af reynslunni. Tökum síðan höndum saman um að treysta grunninn til langrar framtíðar og bæta jafnvægið í rekstri Hafnarfjarðarbæjar.

Höfundur er forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None