Um róluvelli og rekstur bæjar – ársreikningur Hafnarfjarðar

Guðlaug Kristjánsdóttir
Auglýsing

Á rólu­velli þjóð­fé­lags­ins

er vega­saltið 

lang­sam­lega mik­il­væg­ast

Samt skal alltaf vera

lengsta bið­röðin

við hoppukast­al­ana

 

Þetta ljóð, Þjóð­vega­salt eftir Sig­urð Páls­son, er að mín­u mati vel við hæfi við lestur árs­reikn­inga og und­ir­bún­ing fjár­hags­á­ætl­ana.

Löng­unin til að opna fyrir aðgang í hoppukast­ala og finna fiðr­ing­inn í mag­anum er alltaf jafn­sterk, enda þótt skyn­semin segi okkur að ­jafn­vægið sé grund­völl­ur­inn, að við verðum að geta staðið áður en við göngum og ­gengið áður en við hlaup­um.

Skyn­semi er almennt ekki mikið tekin í póli­tík, hún kemst ekki í fyr­ir­sagnir blaða og fær hjartað ekki til að slá hraðar af spenn­ingi. En ­skyn­semin er samt for­senda gleð­inn­ar, grunn­ur­inn undir fjör­inu.

Árs­reikn­ingur Hafn­ar­fjarðar fyrir árið 2015 ber merki um langvar­and­i ­jafn­væg­is­skort. Þætt­irnir sem draga niður eru hlut­falls­lega þungir og þeg­ar horft er lengra aftur í tím­ann sést að jafn­væg­inu hefur verið náð með herkj­u­m trekk í trekk og að rekst­ur­inn á erfitt með að standa af sér ytra áreiti.

Upp­safnað ójafn­vægi

Jafn­væg­is­skort­ur­inn er upp­safn­að­ur, hvort sem horft er til­ langvar­andi kyrr­stöðu í launa­þróun starfs­fólks sveit­ar­fé­laga sem tók síðan kipp ­síð­ustu tvö árin, langvar­andi frest­unar á við­haldi eigna sem skapar þörf á bráða­að­gerð­um, upp­söfn­unar líf­eyr­is­skuld­bind­inga sem ekki er brugð­ist við með­ inn­greiðsl­um, eða þeirra fjöl­mörgu ára þar sem skuldir eru ekki greidd­ar öðru­vísi en með nýrri lán­töku.

Auglýsing

Á síð­asta árinu sem kom út í plús hjá Hafn­ar­firði, var það ­geng­is­munur gjald­miðla sem gerði gæfumun­inn. Geng­is­munur gjald­miðla er ekki á for­ræði bæj­ar­stjórnar Hafn­ar­fjarð­ar. Það að hag­stætt gengi skuli geta vipp­að bæj­ar­sjóði upp um hund­ruð millj­óna end­ur­speglar reyndar þá stað­reynd að skuld­ir bæj­ar­ins í erlendri mynt voru umfangs­miklar, þannig að happa­feng­ur­inn sem ýtt­i bænum upp fyrir núllið árið 2013 var í raun ekki kom­inn til af góðu. Hann var ekki styrk­ur, heldur mun frekar veik­leiki. Þung skuld, sem hefði allt eins get­að ýtt okkur niður eins og upp eftir því hvernig vindar blésu í gjald­miðla­þróun á al­þjóða­mark­aði.

Árið 2015

Á miðju ári 2015 var gripið til hag­ræð­ingar á grunn­i ­rekstr­ar­út­tektar sem unnin var vet­ur­inn á und­an. Áhrifa þeirra aðgerða gætir á hálf­u ­rekstr­ar­ár­inu, en aðlög­un­ar­tími fylgir þó flestum breyt­ing­un­um. Ljóst má ver­a af lestri árs­reikn­ings­ins að ráð­staf­anir til hag­ræð­ingar voru bæði nauð­syn­leg­ar og tíma­bær­ar.

Nið­ur­staða árs­ins 2015 sveifl­ast niður fyrir áætlun af ýmsum­ or­sök­um. End­ur­krafa um útsvars­greiðslur upp á um 400 millj­ónir var ófyr­ir­séð og þung­bært bakslag á tímum hækk­andi launa.

Fram- og aft­ur­virkar launa­hækk­anir vógu líka þungt sem var ­tíma­bær og óum­flýj­an­leg þró­un, enda langt tíma­bil kjara­fryst­ingar að baki. Kjör op­in­berra starfs­manna ein­kenn­ast því miður af stöðnun og átökum til skipt­is, ­sem leiðir til stórra stökka. Áhrif þess­arar vinnu­mark­aðsvenju á sveit­ar­fé­lög ­sjást greini­lega í árs­reikn­ingi 2015, snörp breyt­ing sem slær út fyrri áætl­un.

Aukn­ing líf­eyr­is­skuld­bind­ingar um millj­arð, til við­bótar við hálfs millj­arðs aukn­ingu árið 2014 er fylgi­fiskur launa­breyt­inga. Upp­söfn­un líf­eyr­is­skuld­bind­inga í bók­hald­inu byggir hins vegar á vali bæj­ar­stjórna í gegnum tíð­ina, þar sem hægt er að grynnka á þeim með inn­greiðsl­um.

Líf­eyr­is­skuld­bind­ing í bókum bæj­ar­ins sem er orðin á pari við heild­ar­tölu árlegra launa­út­gjalda og vex á tveimur árum um 1,5 millj­arð kall­ar ó­neit­an­lega á það að bæj­ar­stjórn skoði inn­greiðslur á skuld­bind­ing­una til jafn­s við inn­borg­anir á lán.

Nið­ur­greiðslur skulda

Síðusta rúma ára­tug hefur Hafn­ar­fjörður ekki greitt af lán­um öðru­vísi en með nýrri lán­töku. Núver­andi meiri­hluti Bjartrar fram­tíðar og ­Sjálf­stæð­is­flokks ein­setur sér að nið­ur­greiða skuldir bæj­ar­ins með virkum hætt­i og bæta þannig jafn­vægið í rekstr­in­um. Í fjár­hags­á­ætlun árs­ins 2016 eru bein­ar ­nið­ur­greiðslur lána upp á 200 millj­ón­ir, auk þess sem til­fallandi tekju­aukn­ing­u er að jafn­aði ráð­stafað til við­bót­ar­upp­greiðslu lána. Það er skyn­sam­leg og á­byrg ráð­stöfun sem horfir til lengri tíma en yfir­stand­andi augna­bliks.

Rekstr­ar­nið­ur­staða árs­ins 2015 sýnir það glöggt að Hafn­ar­fjörður þarf á skyn­semi að halda næstu miss­er­in. Við verðum að létta á þeim þáttum sem draga rekst­ur­inn nið­ur, skuldum og líf­eyr­is­skuld­bind­ingum þar á meðal um leið og mark­visst er unnið að því að efla allt það sem lyft get­ur ­rekstr­inum upp.

Verum óhrædd við að rýna stað­reynd­ir, skoða orsök og af­leið­ingu og læra af reynsl­unni. Tökum síðan höndum saman um að treysta grunn­inn til langrar fram­tíðar og bæta jafn­vægið í rekstri Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar.

Höf­undur er for­seti bæj­ar­stjórnar Hafn­ar­fjarð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None