Nýsköpun fyrir hin 17 prósentin

Auglýsing

Í heim­inum hefur 1,2 millj­arður manna ekki aðgang að raf­magni. Til að gera sér í hug­ar­lund hversu miklu máli skiptir að hafa áreið­an­legt aðgengi að raf­magni þarf ekki nema að líta í kringum sig og ímynda  sér hvernig lífið væri án raf­magns. Ekki þarf að reyna mikið á ímynd­un­ar­aflið, því hægt er að skoða sögu Íslands og aðstæður þeirra sem bjuggu hér fyrir tíma raf­væð­ing­ar. Engin upp­þvotta­vél, þvotta­vél, útvarp, sjón­varp, tölva eða sími. Ekki einu sinni hægt að elda mat án þess að fylla eld­húsið af reyk. Þetta er enn raun­veru­leik­inn sem um 17 pró­sent af íbúum jarðar búa við. Þessu fylgja alvara­leg áhrif á heilsu, mennt­un, tæki­færi og lífs­gæði þeirra. 

Á sama tíma og brýnt er að draga úr umhverf­is­á­hrifum af manna­völdum þurfum við að finna leiðir til að beisla meiri raf­orku – auka hag­kvæmni, bæta nýt­ingu og dreif­ingu. Kom­andi kyn­slóðir munu ekki hafa sömu for­rétt­indi. Þær munu ekki geta reitt sig á elds­neyt­is­forða sem hefur safn­ast í jarð­lögum á tveimur millj­örðum ára. Jafn­vel á Íslandi þar sem við búum yfir miklum ónýttum orku­lindum er vert að hafa hug­fast að þær eru ekki óþrjót­andi.

Það eru því góðar fréttir að í fyrra var sett met í hnatt­rænum fjár­fest­ingum í nýt­ingu á end­ur­nýj­an­legri og hreinni orku; upp­hæð sem nam tæp­lega 30 billjónum íslenskra króna. Það sam­svarar rúm­lega fimmt­án­faldri vergri lands­fram­leiðslu Íslands. Það eru marg­vís­legar ástæður fyrir því að árið 2015 var sér­stak­lega gott ár fyrir nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki í orku­geir­an­um. Til að gera langa sögu stutta þá er ávinn­ing­ur­inn af hreinni orku orð­inn ljós – ekki ein­ungis í fjar­lægri fram­tíð heldur einnig fyrir þá jarð­ar­búa sem hafa ekki aðgang að raf­magni.

Auglýsing

Í haust verður við­skipta­hrað­all­inn Startup Energy Reykja­vík hald­inn í þriðja sinn. Mark­miðið er að leggja þeim lið sem vilja fram­kvæma við­skipta­hug­myndir á sviði orku­mála í sinni breið­ustu mynd. Við hvetjum alla þá sem vilja sporna gegn lofts­lags­breyt­ing­um, bæta aðgengi að hreinni orku eða skapa og stuðla að fram­þróun á sviði vís­inda og tækni í orku­tengdum iðn­aði til að sækja um!

Upp­lýs­inga um Startup Energy Reykja­vík veitir starfs­fólk Icelandic Startups.

Höf­undur er verk­efna­stjóri Icelandic Startups

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None