Nýsköpun fyrir hin 17 prósentin

Auglýsing

Í heim­inum hefur 1,2 millj­arður manna ekki aðgang að raf­magni. Til að gera sér í hug­ar­lund hversu miklu máli skiptir að hafa áreið­an­legt aðgengi að raf­magni þarf ekki nema að líta í kringum sig og ímynda  sér hvernig lífið væri án raf­magns. Ekki þarf að reyna mikið á ímynd­un­ar­aflið, því hægt er að skoða sögu Íslands og aðstæður þeirra sem bjuggu hér fyrir tíma raf­væð­ing­ar. Engin upp­þvotta­vél, þvotta­vél, útvarp, sjón­varp, tölva eða sími. Ekki einu sinni hægt að elda mat án þess að fylla eld­húsið af reyk. Þetta er enn raun­veru­leik­inn sem um 17 pró­sent af íbúum jarðar búa við. Þessu fylgja alvara­leg áhrif á heilsu, mennt­un, tæki­færi og lífs­gæði þeirra. 

Á sama tíma og brýnt er að draga úr umhverf­is­á­hrifum af manna­völdum þurfum við að finna leiðir til að beisla meiri raf­orku – auka hag­kvæmni, bæta nýt­ingu og dreif­ingu. Kom­andi kyn­slóðir munu ekki hafa sömu for­rétt­indi. Þær munu ekki geta reitt sig á elds­neyt­is­forða sem hefur safn­ast í jarð­lögum á tveimur millj­örðum ára. Jafn­vel á Íslandi þar sem við búum yfir miklum ónýttum orku­lindum er vert að hafa hug­fast að þær eru ekki óþrjót­andi.

Það eru því góðar fréttir að í fyrra var sett met í hnatt­rænum fjár­fest­ingum í nýt­ingu á end­ur­nýj­an­legri og hreinni orku; upp­hæð sem nam tæp­lega 30 billjónum íslenskra króna. Það sam­svarar rúm­lega fimmt­án­faldri vergri lands­fram­leiðslu Íslands. Það eru marg­vís­legar ástæður fyrir því að árið 2015 var sér­stak­lega gott ár fyrir nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki í orku­geir­an­um. Til að gera langa sögu stutta þá er ávinn­ing­ur­inn af hreinni orku orð­inn ljós – ekki ein­ungis í fjar­lægri fram­tíð heldur einnig fyrir þá jarð­ar­búa sem hafa ekki aðgang að raf­magni.

Auglýsing

Í haust verður við­skipta­hrað­all­inn Startup Energy Reykja­vík hald­inn í þriðja sinn. Mark­miðið er að leggja þeim lið sem vilja fram­kvæma við­skipta­hug­myndir á sviði orku­mála í sinni breið­ustu mynd. Við hvetjum alla þá sem vilja sporna gegn lofts­lags­breyt­ing­um, bæta aðgengi að hreinni orku eða skapa og stuðla að fram­þróun á sviði vís­inda og tækni í orku­tengdum iðn­aði til að sækja um!

Upp­lýs­inga um Startup Energy Reykja­vík veitir starfs­fólk Icelandic Startups.

Höf­undur er verk­efna­stjóri Icelandic Startups

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None