Auglýsing

Ferða­menn björg­uðu íslenskum efna­hag. Á því er eng­inn vafi. Það gerðu þeir án aðkomu stjórn­valda. Á síð­ustu fimm árum (2011-2015) fjölg­að­i þeim úr tæp­lega 500 þús­und í 1,3 millj­ón­ir. Í ár er búist við því að þeir verð­i lang­leið­ina í 1,7 millj­ón­ir. For­stjóri stærsta ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækis lands­ins telur að við getum tekið við 3-5 millj­ónum ferða­manna í nán­ustu fram­tíð.

Fyr­ir­tæki hans, Icelandair Group, hagn­að­ist um rúma 14 millj­arða króna í fyrra. Bláa lón­ið, sem fær rúm­lega 900 þús­und gesti á ári sem ­borga á bil­inu 5.600 til 27.500 krónur fyrir að baða sig í gamla affall­inu frá­ orku­veri HS Orku í Svarts­engi, hagn­að­ist um 2,3 millj­arða króna. Kynn­is­ferð­ir, ­sem hagn­ast aðal­lega á því a ferja ferða­menn frá Kefla­vík­ur­flug­velli til Reykja­vík­ur­ ­fyrir 2.200 til 2.800 krónur ferð­ina, hagn­að­ist um 1,2 millj­arða króna á árun­um 2013 og 2014. Fyr­ir­tækið hefur ekki skilað árs­reikn­ingi fyrir árið 2015. 

Þetta eru bara örfá dæmi um þann mikla hagnað sem er að verða til í ferða­þjón­ustu, enda juk­ust tekjur af ferða­mönnum um 90 millj­arða króna á milli áranna 2010 og 2014 (fóru úr 68,5 millj­örðum í 158,5 millj­arða króna). Tekj­urnar í fyrra, og í ár, verða mun meiri, enda gert ráð fyrir að ­ferða­menn í ár verði 70 pró­sent fleiri en þeir voru árið 2014. Ef miðað er við að tekj­urnar hækki í sama hlut­falli þá munu þær verða um 270 millj­arðar króna í ár. Það eru 200 millj­örðum meira en þær voru fyrir sex árum.

Auglýsing

Þessi dæma­lausa staða hefur orsakað mik­inn hag­vöxt, eytt at­vinnu­leysi og búið til gríð­ar­legan gjald­eyri fyrir hag­kerfi sem þurft­i sár­lega á honum að halda. Vöxtur ferða­þjón­ust­unnar upp í að verða stærsta stoð ­ís­lenska hag­kerf­is­ins hefur t.d. gert það að verkum að Seðla­banki Íslands hef­ur ­náð að safna sér 400 millj­arða króna í óskuld­settan gjald­eyr­is­forða sem hann ­getur notað til að bræða aflandskrón­u­snjó­hengj­una í næsta mán­uði, ef eig­end­ur hennar spila með.

Störfin ekki að verða til fyrir Íslend­inga

Sam­kvæmt nýrri könnun Stjórn­stöðvar ferða­mála vinna nú ­rúm­lega tíu pró­sent starfs­manna á íslenskum vinnu­mark­aði í ferða­þjón­ustu. Um 22 ­þús­und manns að vinna að jafn­aði í ferða­þjón­ustu á þessu ári. Um 40 pró­sent þeirra koma erlendis frá vegna þess að ekki er til vinnu­afl á Íslandi til að vinna störf­in.  Alls verða erlend­ir ­starfs­menn grein­ar­innar um sex þús­und á þessu ári. Ef afleidd störf þeirra sem ­starfa í geirum sem hafa meg­in­þorra tekna sinna af ferða­mönnum eru talin með­ hækkar þessi tala ugg­laust um nokkur þús­und. Þá er ótalið t.d. allur sá fjöld­i út­lend­inga sem fluttir eru til lands­ins til að vinna við allar þær miklu fram­kvæmd­ir ­sem eru í gangi, og snú­ast að mestu um að þjón­usta ferða­þjón­ust­una með­ hót­el­bygg­ing­um.

Að lang­mestu leyti er um að ræða lág­launa­störf að ræða sem krefj­ast ekki mennt­un­ar. Verka­manna­störf, ræst­ing­ar, sölu- og afgreiðslu­störf, ­fólks­flutn­ingar eða allskyns störf í eld­húsi.  Nán­ast öll ný störf sem verða til á Ísland­i eru af þessum toga.

Þetta eru ekki störfin sem Íslend­ingar eru að sækj­ast eft­ir. Þvert á móti fjölgar Íslend­ingum sem ljúka háskóla­námi ár frá ári. Ung­t ­ís­lenskt fólk er að skuld­setja sig og sér­hæfa til að vinna störf sem eru ekki að verða til í land­inu sem það býr í. Og þess utan er menntun ekki metin til­ ­launa á Íslandi á sama hátt og hún  er ­metin hjá helstu nágranna­þjóðum okk­ar. Á Íslandi borgar sig ein­fald­lega að fara ekki í lang­tím­a­nám, ef verið er að horfa á hversu mikið af pen­ingum við­kom­and­i ­getur kom­ist yfir á lífs­leið­inni. Hag­kvæm­ast er lík­leg­ast að keyra rútu alla ævi.

Hið ömur­lega ástand á hús­næð­is­mark­aði

Á und­an­förnum árum hefur skap­ast hreint ömur­legt ástand á ís­lenskum hús­næð­is­mark­aði. Í fyrri könnun sem kynnt var í vik­unni kom fram að ­yfir 80 pró­sent Íslend­inga eru óánægðir með fram­boðið á mark­aðnum og mik­ill ­meiri­hluti þeirra sem leigja myndu gjarnan vilja eiga hús­næði, en geta það ekki.

Ástæður þessa eru marg­hátt­að­ar. Í fyrsta lagi var lítið sem ekk­ert byggt á árunum eftir hrun og við það skap­að­ist umfram eft­ir­spurn. Í öðru lagi hafa fjár­magns­höft gert það að verkum að fjár­festar hafa farið að versla ­með íbúð­ar­hús­næði sem hverja aðra fjár­mála­af­urð. Þar hafa verið stór­tæk­ast­ir líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, með óbeinum hætti í gegnum allskyns sjóði sem stund­að hafa stór­tæk upp­kaup á þús­undum íbúða. Fjár­festar gera eðli­lega arð­sem­is­kröf­u til fjár­fest­inga sinna og þessi þróun hefur því ýtt upp verði bæði á eign­ar- og ­leigu­mark­aði.

Í þriðja lagi ákvað rík­is­stjórnin að milli­færa 80 millj­arða króna á valin hóp fólks, aðal­lega eldra fólk sem átti tölu­verðar eign­ir, vegna þess að það kom verð­bólgu­skot á Íslandi. Unga fólkið sem horfir á for­eldra sína og þeirra kyn­slóð fá aukið skot­silf­ur, naut þess­arar aðgerðar ekki með neinum hætt­i. Þvert á móti gerðu ruðn­ings­á­hrif hennar unga fólk­inu enn erf­ið­ara fyrir en ella við að koma þaki yfir höf­uð­ið.

Í fjórða lagi hefur aukn­ing ferða­manna auð­vitað haft gríð­ar­leg áhrif á hús­næð­is­mark­að­inn. Fjöldi hús­næða sem aug­lýst voru til leig­u á vef Air­bn­b.com jókst til að mynda um 124 pró­sent milli jan­ú­ar­mán­aða 2015 og 2016. Í byrjun þessa árs var þar að finna 3.903 aug­lýs­ingar fyrir íslensk g­isti­rými. Því má ætla að mörg þús­und íbúðir sem gætu verið á almennum mark­að­i, og Íslend­ingar gætu búið í til lengri tíma, séu það ekki vegna þess að þær eru ­fyrst og síð­ast í útleigu til ferða­manna. Ljóst er að þessi staða mun bara versna á kom­andi árum þar sem upp­bygg­ing hót­el­her­bergja mun ekki með neinu mót­i halda í við þá fjölgun sem búist er við að verði á ferða­mönn­um. Því má með góð­u ­móti ætla að enn fleiri íbúð­ar­hús­næði muni fara undir hýs­ingu á ferða­mönnum en nú er í fram­tíð­inni, enda hagn­ast eig­endur þeirra meira á slíkri útleigu en annarri nýt­ingu.

Stórar póli­tískar ­spurn­ingar

Ferða­þjón­ustan hefur bjargað okkur efna­hags­lega. Það er ­stað­reynd og við eigum að vera þakk­lát fyrir hana. Við eigum hins vegar ekki að vera það þakk­lát að við látum sem að við skuldum ferða­þjón­ust­unni að láta hana ó­á­reitta við að hámarka arð­semi af verkum sínum þegar hún er ber­sýni­lega far­in að skaða önnur lífs­gæði í land­inu. Atvinnu­veg­ur­inn er enda að nýta sam­eig­in­lega auð­lind okk­ar. Hún nýtir hús­næði, nátt­úru, inn­viði og nær öll önn­ur ­sam­fé­lags­leg gæði. Auð­vitað hefur sú nýt­ing bein og mikil áhrif á þá sem hér­ ­búa og deila nú þessum gæðum með millj­ónum ferða­manna.

Þrátt fyrir að þessi staðan hafi blasað við allt þetta ­kjör­tíma­bil hefur ótrú­legt, og raunar víta­vert, verk­leysi ein­kennt þau ráðu­neyt­i ­sem fara með ferða- og hús­næð­is­mál.  Engin skýr stefna eða reglu­verk liggur fyrir og ekki hefur ver­ið brugð­ist við með nægi­lega miklu við­bragði við að styrkja inn­viði sem eru við þol­mörk.

Sú staða sem er uppi vekur upp stórar póli­tískar ­spurn­ingar sem verður að svara. Ísland er auð­linda­drifið hag­kerfi, ekki ­mannauðs­drif­ið. Þótt sér­fræð­ing­ar, t.d. ráð­gjafa­fyr­ir­tækið McK­insey, hafi ít­rekað bent á að Ísland eigi að nota auð­lindir sínar til að auka hag­sæld með­ ­auk­inni upp­bygg­ingu hug­vits­geira, þá hefur slíkt því miður aldrei ratað inn í póli­tíska sýn íslenskra stjórn­valda. Hér er vaðið áfram við að skapa eins ­miklar tekjur og hægt er af hverjum auð­linda­geira á sem skemmstum tíma. Hag­kerfið hagn­ast auð­vitað á því og það gera eig­endur atvinnu­fyr­ir­tækj­anna sem fá að nýta þessar auð­lindir líka.

En fjöl­margir Íslend­ing­ar, sem vilja mennta sig í sér­hæfð­u­m ­störfum og búa ann­ars staðar en hjá for­eldrum sínum eða í iðn­að­ar­hús­næðum í Hafn­ar­firði þegar þeir verða full­orðn­ir, finna sér ekki stað í þess­ari til­veru. ­Störfin eru ekki til og hús­næðið er notað undir ferð­þjón­ustu.

Það eru tvær leiðir til að takast á við þessa stöðu. Við ­getum ein­fald­lega dregið úr hvötum til mennt­unar og reynt að „af­mennta“ vinnu­aflið þannig að það henti betur þeim störfum sem eru að verða til­ hér­lend­is. Sam­hliða þyrftu stjórn­völd að segja það hreint út að það sé ­mik­il­væg­ara að ferða­menn nýti íbúð­ar­hús­næði lands­ins til að skapa gjald­eyri en að Íslend­ingar búi í eigin hús­næði.   

Á hinn bóg­inn er hægt að grípa til lausna á þess­ari stöðu. Það er til að mynda hægt að tak­marka mjög strax atvinnu­rekstr­ar­mögu­leika á íbúð­ar­hús­næð­i ­með því að setja hámark á þann daga­fjölda sem leigja má það út til ferða­manna. Við það ætti nokkuð mikið magn íbúða að koma aftur inn á almenna mark­að­inn og ­leysa brýn­asta vanda­mál­ið.

Það væri líka hægt að stór­auka skatta­lega hvata og fram­lög til rann­sókna og þró­unar á Íslandi þannig að fyr­ir­tækjum á borð við Öss­ur, Mar­el, CCP, Nox Med­ical og Sól­far fjölgi og Ísland verði eft­ir­sókn­ar­verð­ur­ ­staður fyrir sér­hæft menntað fólk til að búa á.

Fram­tíðin er ekki þróun sem eng­inn mögu­leiki er að hafa á­hrif á. Hún er val. Ef við förum ekki að móta hana sjálf heldur leyf­um ­sér­hags­muna­að­ilum að gera það munu allt of margir Íslend­ingar leita tæki­færanna ann­ars stað­ar. Sá sem hefur hvorki atvinnu­tæki­færi við hæfi né mögu­leika á hús­næði er enda varla nema hálfur sam­fé­lags­þegn, heldur gestur í eigin land­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None