Af hverju Andri Snær forseti?

Kristín Vala Ragnarsdóttir
Kristín Vala Ragnarsdóttir
Auglýsing

Ein af ástæð­unum fyrir því að ég sá Ísland sem ­mögu­leika fyrir mig að búa á var sú að ég hafði lesið Drauma­land­ið.  Eftir 30 ára búsetu erlendis kom ég bein­t heim í hrunið - en vissi að hér var fólk með opinn huga og nýjar hug­myndir - og þar var Andri Snær Magna­son fremstur í flokki. Ég hafði sam­band við hann og átti við hann skemmti­legt sam­tal í kaffi­húsi á Laug­ar­veg­in­um. 

Síðan var Þjóð­fund­ur­inn hald­inn 2009 og þar var Andri Snær fram­ar­lega í flokki. Ég varð þeirrar ánægju njót­andi að vera flokk­stjóri og kenna þeim aðferða­fræð­ina og upp­lifa þennan frá­bæra dag sem er dáður út um allan heim. Þjóð­fund­ur­inn varð ­síðan fyr­ir­mynd Þjóð­fundar um stjórn­ar­skrá 2010, en nið­ur­stöður hans urð­u und­ir­staða nýju stjórn­ar­skár­innar frá Stjórn­laga­ráði. Andri Snær vill draga þessa nýju lýð­ræð­is­lega skrif­uðu stjórn­ar­skrá upp úr skúff­unum og lenda henni far­sæl­lega til þess að unnt sá að byggja upp nýtt Ísland.

Seinna var mér boðið að vera í stjórn­ Fram­tíð­ar­lands­ins - sem hefur verið ánægju­leg reynsla vegna þess að þar eru lista­menn á borð við Andra Snæ - og í stjórn­inni er skemmti­leg hug­ar­flugsvinna í fyr­ir­rúmi. Sú sam­vinna okkar Andra Snæs hélt áfram með því að við sitjum bæði í stjórn Land­vernd­ar.

Auglýsing

Nú er ég afar stolt af því að vera í stuðn­ings­hópi Andra Snæs til for­seta.  Hann er frjór hug­s­uður og hefur sterka fram­tíð­ar­sýn um nátt­úru­vernd með stofn­un mið­há­lend­is­þjóð­garðs, styrk­ingu lýð­ræð­is­ins með nýrri stjórn­ar­skrá með rætur í Þjóð­fundi og upp­bygg­ingu menn­ingar á grunni tungu­máls­l­ins okkar og inn­flytj­enda. Hann leggur áherslur á allar vídd­ir ­sjálf­bærni - sem eru mér mikið hjart­ans mál. 

Nýsköpun er Andra í blóð bor­in. Hann ber lang­tíma­hugs­un og fram­tíð­ina í fyr­ir­rúmi. Hann eflir hug­mynda­flug barn­anna og unga fólks­ins í land­inu og út um allan heim. Þess vegna er Andri Snær minn for­seti.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None