Gamla, danska flíkin

Í væntanlegri bók sinni segir Guðni frá þeim hugmyndum um endurskoðun stjórnarskrárinnar sem ræddar voru í forsetatíð Sveins Björnssonar.
Í væntanlegri bók sinni segir Guðni frá þeim hugmyndum um endurskoðun stjórnarskrárinnar sem ræddar voru í forsetatíð Sveins Björnssonar.
Auglýsing

Kafli úr vænt­an­legri bók Guðna um for­seta­emb­ætt­ið: 

Í stjórn­ar­sátt­mála nýsköp­un­ar­stjórn­ar­innar var ekki töluð nein tæpitunga. Nú skyldi ráð­ist í þá sönnu stjórn­ar­bót sem ekki var hægt að hefja þegar Íslend­ingar þurftu að standa saman um stofnun lýð­veld­is. Nauð­syn­legri end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar skyldi lokið sem fyrst þannig að frum­varp yrði sam­þykkt, þing rofið og kosn­ingar haldnar „eigi síðar en síð­ari hluta næsta vetr­ar.“

Auð­velt var að sjá fingraför sós­í­alista og jafn­að­ar­manna á sátt­mál­an­um. Setja átti „ótví­ræð ákvæði“ um rétt­indi allra til atvinnu eða fram­fær­is, mennt­unar og félags­legs örygg­is. Allir voru stjórn­ar­flokk­arnir sam­mála um aðra breyt­ingu, jafnan kosn­inga­rétt. Í stjórn­ar­and­stöðu mæltu fram­sókn­ar­menn einnig fyrir breyt­ingum á stjórn­ar­skrá. Ekki vildu þeir þó jöfnun atkvæða. Ein­menn­ings­kjör­dæmi voru þeim ofar­lega í huga og jafn­framt að blásið yrði til stjórn­laga­þings, þjóð­fund­ar, sem setti land­inu nýja stjórn­ar­skrá. „Póli­tískra dæg­ur­sjón­ar­miða“ myndi þá ekki gæta og „þjóðin fengi stór­bætta aðstöðu til að hafa áhrif á gang máls­ins“.

Auglýsing

Sveinn Björnsson, fyrsti forseti lýðveldisins. Í sam­fé­lag­inu öllu mátti heyra ákall um nýja stjórn­ar­skrá. Fræði­menn fylgdu for­dæmi Ólafs Lár­us­sonar frá 17. júní 1944 og sögðu að hana yrði í það minnsta að taka til „ræki­legrar end­ur­skoð­un­ar“ eins og Ólafur Jóhann­es­son komst að orði. Sam­tök kvenna vildu að sett yrðu í stjórn­ar­skrána ákvæði um jafn­rétti kynj­anna. Síðar meir var Stjórn­ar­skrár­fé­lagið stofnað í Reykja­vík, félags­skapur áhuga­manna um breyt­ingar á stjórn­ar­skránni, og önnur sam­tök urðu til á lands­byggð­inni.

Allir vildu breyt­ing­ar. Þótt Bjarni Bene­dikts­son megi með réttu kall­ast aðal­höf­undur lýð­veld­is­stjórn­ar­skrár­innar við­ur­kenndi hann eins og aðrir að henni var ekki ætlað að standa óhreyfð til lang­frama. Síðla árs 1940 hafði hann sagt „karl­mann­legra“ að semja alveg ný grunn­lög. Þá gætu Íslend­ingar leitað fyr­ir­mynda víðar en í Dan­mörku, til dæmis í Sviss eða Banda­ríkj­unum þar sem fram­kvæmd­ar­valdið laut ekki vilja þings­ins. Við svip­aðan tón hafði kveðið innan stjórn­ar­skrár­nefnd­ar­innar sem gerði drög Bjarna og hæsta­rétt­ar­dóm­ar­anna að sínum árin 1942–1943. Að ófriði loknum yrði unnt að afla gagna ytra og gaum­gæfa reynslu ann­arra þjóða sem síðan nýtt­ist við gerð nýs sam­fé­lags­sátt­mála á Íslandi: „Þangað til því verki yrði lokið ætti sú stjórn­ar­skrá sem hér er lögð fram að nægja.“

 Allir vildu breyt­ing­ar. Þótt Bjarni Bene­dikts­son megi með réttu kall­ast aðal­höf­undur lýð­veld­is­stjórn­ar­skrár­innar við­ur­kenndi hann eins og aðrir að henni var ekki ætlað að standa óhreyfð til lang­frama. 

Nýsköp­un­ar­stjórnin sat ekki við orðin tóm. Skipuð var tólf manna ráð­gjaf­ar­nefnd til stuðn­ings stjórn­ar­skrár­nefnd Alþingis sem hélt áfram störf­um. Gunnar Thorodd­sen, nú bæði laga­pró­fessor og þing­mað­ur, var ráð­inn fram­kvæmda­stjóri hennar og hélt sum­arið 1945 í tveggja og hálfs mánðar rann­sókn­ar­ferð um Evr­ópu með Völu eig­in­konu sinni, dóttur Ásgeirs Ásgeirs­son­ar. Þeir Gunnar skipt­ust á skoð­unum um stjórn­ar­skrár­mál. Ásgeir skrif­aði tengda­syni sín­um: „Ann­að­hvort verður stjórn­ar­skrár­breyt­ing að vera bara það nauð­syn­lega – eða þá veru­lega radikal svo skapi nýja trú hjá fólk­in­u.“ Í Dan­mörku fann Gunnar vel hve köldu and­aði í garð Íslend­inga. Í Frakk­landi kynnti hann sér sögu sundr­ungar árin milli stríða, með ara­grúa smá­flokka á þingi og laus­ung í lands­mál­um. Stöð­ug­leik­inn í Sviss höfð­aði frekar til hans og hið sér­staka stjórn­skipu­lag þar, vald kantón­anna, tíðar þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­ur, fastar reglur um fjög­urra ára kjör­tíma­bil og skipt­ingu ráðu­neyta milli stjórn­mála­flokka. Vildu menn ekki ganga svo langt velti Gunnar Thorodd­sen fyrir sér hvort lög­festa bæri völd for­seta til að skipa eigin stjórn ef í nauðir ræki og skýra ákvæði um þing­rof til að forð­ast ill­deil­ur.

Gunnar kom heim. Ekk­ert gerð­ist. Efna­hags­mál áttu hug for­ystu­manna nýsköp­un­ar­stjórn­ar­innar og þeir þurftu að glíma við her­stöðvakröfur Banda­ríkj­anna. Þeim hefði líka reynst örð­ugt að ná sáttum um þær viða­miklu breyt­ingar sem boð­aðar voru í stjórn­ar­sátt­mála. Eitt var að lofa öllu fögru í þeim yfir­lýs­inga­flaumi, annað að láta verkin tala.

Þegar „Stef­an­ía“ tók við völdum kvað við sama tón. Sú stjórn lof­aði að „beita sér fyrir því að lokið verði end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar og setn­ingu nýrrar stjórn­ar­skrár eftir því sem frekast er unn­t“. Skipuð var ný stjórn­ar­skrár­nefnd. Enn á ný urðu efndir eng­ar.

 Eitt var að lofa öllu fögru í þeim yfir­lýs­inga­flaumi, annað að láta verkin tala. 

Hvað olli stöðn­un­inni? Í fyrsta lagi var þörfin aldrei brýn. Annir dags­ins áttu hug ráða­manna. Í öðru lagi gátu stjórn­mála­menn í meiri­hluta á Alþingi vel við unað. Í þriðja lagi stóð krafan um ein­ingu í vegi fyrir breyt­ing­um. Þótt full­trúar allra stjórn­mála­flokka segð­ust vilja end­ur­skoða stjórn­ar­skrána deildu þeir vita­skuld um hverju ætti að breyta og hvern­ig. Svo lengi sem ein­hugur var for­senda aðgerða myndi ekk­ert ger­ast. Loks átti Gunnar Thorodd­sen koll­gát­una þegar hann sagði ára­tugum síðar að sinnu­leysið hefði ráð­ist nokkuð af „því ósýni­lega, ósjálf­ráða við­horfi stjórn­valda að oft sé þægi­legra að gera ekki neitt heldur en að fá deilur um stór­mál“.

End­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar hlaut að snerta for­seta Íslands. Um þau mál var Sveinn Björns­son fáorður í emb­ætt­is­tíð sinni. Þeim mun meiri þungi var því í ummælum hans, þá sjaldan þau féllu. Í nýársár­varpi 1949 vék Sveinn að því öng­stræti sem Íslend­ingar hefðu ratað í. Vand­fund­inn er magn­aðri áfell­is­dómur yfir bráða­birgða­stjórn­ar­skránni frá 1944: 

„Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofnun lýð­veld­is­ins, rofar ekki enn fyrir þeirri nýju stjórn­ar­skrá sem vér þurftum að fá sem fyrst og almennur áhugi var um hjá þjóð­inni og stjórn­mála­leið­tog­unum að sett yrði sem fyrst. Í því efni búum vér því ennþá við bætta flík, sem sniðin var upp­runa­lega fyrir annað land, með öðrum við­horf­um, fyrir heilli öld. Er lýð­veldið var stofnað var þess gætt að breyta engu öðru í stjórn­ar­skránni en því sem óum­flýj­an­legt þótti vegna breyt­ing­ar­innar úr kon­ungs­ríki í lýð­veldi. Mikil þróun hefir orðið á síð­ustu öld­inni með mjög breyttum við­horfum um margt. Von­andi dregst eigi lengi úr þessu að setja nýja stjórn­ar­skrá.“

Svo mörg voru þau orð. Sveinn Björns­son lifði ekki þann dag að Íslend­ingar settu sér nýja stjórn­ar­skrá. Hann lést úr hjartaslagi 25. jan­úar 1952, 71 árs gam­all. Við tók leit að nýjum for­seta sem gæti gegnt skyldum emb­ætt­is­ins með sama sóma og flestum lands­mönnum fannst Sveinn hafa gert. En hverjar voru þær skyld­ur? Hvert var hlut­verk for­seta? Hvaða kostum þyrfti hann að vera búinn? Við þessu feng­ust ekki ein­hlít svör. Gilti þá einu hvort menn rýndu í stjórn­ar­skrá lands­ins eða reynslu lið­inna ára.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None