Gamla, danska flíkin

Í væntanlegri bók sinni segir Guðni frá þeim hugmyndum um endurskoðun stjórnarskrárinnar sem ræddar voru í forsetatíð Sveins Björnssonar.
Í væntanlegri bók sinni segir Guðni frá þeim hugmyndum um endurskoðun stjórnarskrárinnar sem ræddar voru í forsetatíð Sveins Björnssonar.
Auglýsing

Kafli úr vænt­an­legri bók Guðna um for­seta­emb­ætt­ið: 

Í stjórn­ar­sátt­mála nýsköp­un­ar­stjórn­ar­innar var ekki töluð nein tæpitunga. Nú skyldi ráð­ist í þá sönnu stjórn­ar­bót sem ekki var hægt að hefja þegar Íslend­ingar þurftu að standa saman um stofnun lýð­veld­is. Nauð­syn­legri end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar skyldi lokið sem fyrst þannig að frum­varp yrði sam­þykkt, þing rofið og kosn­ingar haldnar „eigi síðar en síð­ari hluta næsta vetr­ar.“

Auð­velt var að sjá fingraför sós­í­alista og jafn­að­ar­manna á sátt­mál­an­um. Setja átti „ótví­ræð ákvæði“ um rétt­indi allra til atvinnu eða fram­fær­is, mennt­unar og félags­legs örygg­is. Allir voru stjórn­ar­flokk­arnir sam­mála um aðra breyt­ingu, jafnan kosn­inga­rétt. Í stjórn­ar­and­stöðu mæltu fram­sókn­ar­menn einnig fyrir breyt­ingum á stjórn­ar­skrá. Ekki vildu þeir þó jöfnun atkvæða. Ein­menn­ings­kjör­dæmi voru þeim ofar­lega í huga og jafn­framt að blásið yrði til stjórn­laga­þings, þjóð­fund­ar, sem setti land­inu nýja stjórn­ar­skrá. „Póli­tískra dæg­ur­sjón­ar­miða“ myndi þá ekki gæta og „þjóðin fengi stór­bætta aðstöðu til að hafa áhrif á gang máls­ins“.

Auglýsing

Sveinn Björnsson, fyrsti forseti lýðveldisins. Í sam­fé­lag­inu öllu mátti heyra ákall um nýja stjórn­ar­skrá. Fræði­menn fylgdu for­dæmi Ólafs Lár­us­sonar frá 17. júní 1944 og sögðu að hana yrði í það minnsta að taka til „ræki­legrar end­ur­skoð­un­ar“ eins og Ólafur Jóhann­es­son komst að orði. Sam­tök kvenna vildu að sett yrðu í stjórn­ar­skrána ákvæði um jafn­rétti kynj­anna. Síðar meir var Stjórn­ar­skrár­fé­lagið stofnað í Reykja­vík, félags­skapur áhuga­manna um breyt­ingar á stjórn­ar­skránni, og önnur sam­tök urðu til á lands­byggð­inni.

Allir vildu breyt­ing­ar. Þótt Bjarni Bene­dikts­son megi með réttu kall­ast aðal­höf­undur lýð­veld­is­stjórn­ar­skrár­innar við­ur­kenndi hann eins og aðrir að henni var ekki ætlað að standa óhreyfð til lang­frama. Síðla árs 1940 hafði hann sagt „karl­mann­legra“ að semja alveg ný grunn­lög. Þá gætu Íslend­ingar leitað fyr­ir­mynda víðar en í Dan­mörku, til dæmis í Sviss eða Banda­ríkj­unum þar sem fram­kvæmd­ar­valdið laut ekki vilja þings­ins. Við svip­aðan tón hafði kveðið innan stjórn­ar­skrár­nefnd­ar­innar sem gerði drög Bjarna og hæsta­rétt­ar­dóm­ar­anna að sínum árin 1942–1943. Að ófriði loknum yrði unnt að afla gagna ytra og gaum­gæfa reynslu ann­arra þjóða sem síðan nýtt­ist við gerð nýs sam­fé­lags­sátt­mála á Íslandi: „Þangað til því verki yrði lokið ætti sú stjórn­ar­skrá sem hér er lögð fram að nægja.“

 Allir vildu breyt­ing­ar. Þótt Bjarni Bene­dikts­son megi með réttu kall­ast aðal­höf­undur lýð­veld­is­stjórn­ar­skrár­innar við­ur­kenndi hann eins og aðrir að henni var ekki ætlað að standa óhreyfð til lang­frama. 

Nýsköp­un­ar­stjórnin sat ekki við orðin tóm. Skipuð var tólf manna ráð­gjaf­ar­nefnd til stuðn­ings stjórn­ar­skrár­nefnd Alþingis sem hélt áfram störf­um. Gunnar Thorodd­sen, nú bæði laga­pró­fessor og þing­mað­ur, var ráð­inn fram­kvæmda­stjóri hennar og hélt sum­arið 1945 í tveggja og hálfs mánðar rann­sókn­ar­ferð um Evr­ópu með Völu eig­in­konu sinni, dóttur Ásgeirs Ásgeirs­son­ar. Þeir Gunnar skipt­ust á skoð­unum um stjórn­ar­skrár­mál. Ásgeir skrif­aði tengda­syni sín­um: „Ann­að­hvort verður stjórn­ar­skrár­breyt­ing að vera bara það nauð­syn­lega – eða þá veru­lega radikal svo skapi nýja trú hjá fólk­in­u.“ Í Dan­mörku fann Gunnar vel hve köldu and­aði í garð Íslend­inga. Í Frakk­landi kynnti hann sér sögu sundr­ungar árin milli stríða, með ara­grúa smá­flokka á þingi og laus­ung í lands­mál­um. Stöð­ug­leik­inn í Sviss höfð­aði frekar til hans og hið sér­staka stjórn­skipu­lag þar, vald kantón­anna, tíðar þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­ur, fastar reglur um fjög­urra ára kjör­tíma­bil og skipt­ingu ráðu­neyta milli stjórn­mála­flokka. Vildu menn ekki ganga svo langt velti Gunnar Thorodd­sen fyrir sér hvort lög­festa bæri völd for­seta til að skipa eigin stjórn ef í nauðir ræki og skýra ákvæði um þing­rof til að forð­ast ill­deil­ur.

Gunnar kom heim. Ekk­ert gerð­ist. Efna­hags­mál áttu hug for­ystu­manna nýsköp­un­ar­stjórn­ar­innar og þeir þurftu að glíma við her­stöðvakröfur Banda­ríkj­anna. Þeim hefði líka reynst örð­ugt að ná sáttum um þær viða­miklu breyt­ingar sem boð­aðar voru í stjórn­ar­sátt­mála. Eitt var að lofa öllu fögru í þeim yfir­lýs­inga­flaumi, annað að láta verkin tala.

Þegar „Stef­an­ía“ tók við völdum kvað við sama tón. Sú stjórn lof­aði að „beita sér fyrir því að lokið verði end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar og setn­ingu nýrrar stjórn­ar­skrár eftir því sem frekast er unn­t“. Skipuð var ný stjórn­ar­skrár­nefnd. Enn á ný urðu efndir eng­ar.

 Eitt var að lofa öllu fögru í þeim yfir­lýs­inga­flaumi, annað að láta verkin tala. 

Hvað olli stöðn­un­inni? Í fyrsta lagi var þörfin aldrei brýn. Annir dags­ins áttu hug ráða­manna. Í öðru lagi gátu stjórn­mála­menn í meiri­hluta á Alþingi vel við unað. Í þriðja lagi stóð krafan um ein­ingu í vegi fyrir breyt­ing­um. Þótt full­trúar allra stjórn­mála­flokka segð­ust vilja end­ur­skoða stjórn­ar­skrána deildu þeir vita­skuld um hverju ætti að breyta og hvern­ig. Svo lengi sem ein­hugur var for­senda aðgerða myndi ekk­ert ger­ast. Loks átti Gunnar Thorodd­sen koll­gát­una þegar hann sagði ára­tugum síðar að sinnu­leysið hefði ráð­ist nokkuð af „því ósýni­lega, ósjálf­ráða við­horfi stjórn­valda að oft sé þægi­legra að gera ekki neitt heldur en að fá deilur um stór­mál“.

End­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar hlaut að snerta for­seta Íslands. Um þau mál var Sveinn Björns­son fáorður í emb­ætt­is­tíð sinni. Þeim mun meiri þungi var því í ummælum hans, þá sjaldan þau féllu. Í nýársár­varpi 1949 vék Sveinn að því öng­stræti sem Íslend­ingar hefðu ratað í. Vand­fund­inn er magn­aðri áfell­is­dómur yfir bráða­birgða­stjórn­ar­skránni frá 1944: 

„Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofnun lýð­veld­is­ins, rofar ekki enn fyrir þeirri nýju stjórn­ar­skrá sem vér þurftum að fá sem fyrst og almennur áhugi var um hjá þjóð­inni og stjórn­mála­leið­tog­unum að sett yrði sem fyrst. Í því efni búum vér því ennþá við bætta flík, sem sniðin var upp­runa­lega fyrir annað land, með öðrum við­horf­um, fyrir heilli öld. Er lýð­veldið var stofnað var þess gætt að breyta engu öðru í stjórn­ar­skránni en því sem óum­flýj­an­legt þótti vegna breyt­ing­ar­innar úr kon­ungs­ríki í lýð­veldi. Mikil þróun hefir orðið á síð­ustu öld­inni með mjög breyttum við­horfum um margt. Von­andi dregst eigi lengi úr þessu að setja nýja stjórn­ar­skrá.“

Svo mörg voru þau orð. Sveinn Björns­son lifði ekki þann dag að Íslend­ingar settu sér nýja stjórn­ar­skrá. Hann lést úr hjartaslagi 25. jan­úar 1952, 71 árs gam­all. Við tók leit að nýjum for­seta sem gæti gegnt skyldum emb­ætt­is­ins með sama sóma og flestum lands­mönnum fannst Sveinn hafa gert. En hverjar voru þær skyld­ur? Hvert var hlut­verk for­seta? Hvaða kostum þyrfti hann að vera búinn? Við þessu feng­ust ekki ein­hlít svör. Gilti þá einu hvort menn rýndu í stjórn­ar­skrá lands­ins eða reynslu lið­inna ára.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None