Þjóð á tímamótum

Guðrún Margrét segir að guð hafi hjálpað sér mikið þegar sonur hennar leiddist út í kannabisneyslu og kvíða og þunglyndi í kjölfarið.
Guðrún Margrét segir að guð hafi hjálpað sér mikið þegar sonur hennar leiddist út í kannabisneyslu og kvíða og þunglyndi í kjölfarið.
Auglýsing

Þrátt fyrir að Ísland sé í 4. sæti um þessar mundir yfir lönd þar sem lífs­gæði eru mest þá á ógn­væn­leg þróun sér stað hér á landi. Margir taka kannski ekk­ert eftir henni en hún snertir aðra hins vegar djúpt. Kvíði, þung­lyndi, fjötrar fíkna, van­líðan og sjálf­skaði eru vax­andi vanda­mál í þjóð­fé­lagi okkar sem fjöldi barna og ung­linga glíma við. Úrræðin eru tak­mörkuð og allt of langir biðlistar eftir hjálp. Ég trúi því að það sé ekki síst vegna þess­ara mála sem ég er komin í fram­boð til for­seta því ég veit hvar lausn er að fá.

Í gegnum ald­irnar hefur trúin verið hald­reipi fólks í raunum og erf­ið­leik­um, í glímunni við harða vetur með nístandi kulda, myrkur og ein­angr­un, auk drep­sótta, eld­gosa, fjár­fellis, hung­urs og sjúk­dóma. Prestar og trú­ar­skáld blésu kjark og hug­hreyst­ingu í brjóst lands­manna. Trúin var eina hald­reip­ið, vonin að Guð myndi hjálpa, sker­ast í leik­inn á ein­hvern hátt og bjarga mál­um. Öll börn lærðu bænir og Bibl­íu­vers þar sem ömmur og afar gegndu mik­il­vægu hlut­verki. Mik­il­vægi kristn­innar í land­inu með sínum góðu gildum má glöggt sjá á þjóð­söngnum okkar Ó Guð vors lands, fán­an­um, kirkjum og bæna­húsum víðs vegar um land­ið, hátíð­is­dögum okk­ar, tíma­tali, skírnum og ferm­ing­um.

En hvað hefur breyst? Af hverju kastar þjóðin trúnni á Guð þegar lífs­gæðin í land­inu eru orðin svo góð sem raun ber vitni? Glíman við hungrið, kuld­ann og myrkrið eru löngu gleymd og Guð orð­inn óþarfur í allri vel­sæld­inni. En er hann óþarf­ur? Þurfum við ekki bara á honum að halda á annan hátt? Sálm­arnir Ó, Jesú bróðir besti og Ó, þá náð að eiga Jesú, einka­vin í hverri þraut... hafa lifað með þjóð­inni og minnt hana á að við eigum traustan vin í Guði. Ég spyr því: Er það venjan þegar manni gengur bet­ur, að yfir­gefa vini sína sem hafa reynst manni vel í afstöðnum erf­ið­leik­um? Nei. Af hverju þá að yfir­gefa Guð?

Er það venjan þegar manni gengur bet­ur, að yfir­gefa vini sína sem hafa reynst manni vel í afstöðnum erf­ið­leik­um? Nei. Af hverju þá að yfir­gefa Guð?

Auglýsing

Nú er svo komið að kristin trú og upp­fræðsla hefur með skipu­lögðum hætti verið afnumin víða úr skólum lands­ins. Gídon­fé­lagið sem hefur starfað hér á landi í 70 ár og gefið skóla­börnum Nýja testa­menti í ára­tugi er nú ekki lengur boðið vel­komið í marga skóla og í stað krist­in­fræði­kennslu er komin trú­ar­bragða­fræði. Fyrir mér er þetta eins og bjóða upp á tungu­mála­fræði í stað íslensku­kennslu, svo mik­il­vægt er að við höldum kristnu arf­leifð­inni okk­ar. Eða viljum við hætta að vera kristin þjóð? Börn sem ekki hafa þennan trú­ar­grunn eru miklu mót­tæki­legri fyrir alls kyns áhrif­um. Er það virki­lega það sem við vilj­um, að börnin okkar verði trú­laus eða skipti yfir í aðra trú? Þegar kristna trú­ar­grunn­inn vant­ar, vantar sömu­leiðis teng­ing­una við gildin sem þetta þjóð­fé­lag bygg­ist á. Ef eng­inn Guð er til í huga fólks, hvernig eigum við þá að fá bjarg­fastan grunn til að standa á? Hvar ætlum við þá að leita hjálpar þegar vind­ur­inn skekur okk­ur?

Ef eng­inn Guð er til í huga fólks, hvernig eigum við þá að fá bjarg­fastan grunn til að standa á? Hvar ætlum við þá að leita hjálpar þegar vind­ur­inn skekur okk­ur?

Ég tel Ísland á það alvar­legum tíma­mótum að rót­tæka beygju þurfi til að leið­rétta stefn­una. Við sem þjóð þurfum að vakna upp og taka ákvörðun um hvort við ætlum að vera kristin þjóð eða ekki. Börnin okkar hafa mjög tak­mark­aða þekk­ingu á krist­inni trú og mörg hver hafa aldrei fengið að kynn­ast henni. Er það ásætt­an­legt? Ætlum við að tapa rótum okkar si svona? Og hverju missa börnin okkar af þegar þau hafa ekki þennan trú­ar­grunn til að standa á? 

Vit­neskjan um að Guð sé kær­leiks­ríkur faðir sem þau hafa ótak­mark­aðan aðgang að og geta leitað til í öllum kring­um­stæðum er afar mik­il­væg og getur sann­ar­lega spornað gegn kvíða, myrk­fælni, þung­lyndi og fíkn og skipt sköpum á ögur­stundum í lífi þeirra. Jesús sýndi okkur hvernig Guð faðir er. Hann getur læknað sjúka, leyst þá sem bundnir eru og fyr­ir­gefið synd­ir. Hann mætir þeim sem eru í þörf og þján­ingum og gengur ekki fram­hjá neinum sem þarfn­ast hjálp­ar. Guð er það sem þjóð­fé­lag okkar þarf fyrst og fremst á að halda. Hvort sem það er hægri eða vinstri stjórn eða hvort stjórn­ar­skránni verður breytt á þennan hátt­inn eða hinn þá mun það varla leysa fólk úr þján­ing­um. Það eina sem virki­lega getur hjálpað er að þjóðin snúi sér til Guðs af heilum huga. Við það myndi fara af stað ótrú­leg keðja þar sem frið­ur, vellíð­an, lækn­ing og lausn kæmi inn í líf fólks.

Win­ston Churchill stóð fyrir því að kalla Breta til bæna til verndar þjóð sinni klukkan níu á hverju ein­asta kvöldi frá 1940 og þar til stríð­inu lauk. Á sama hátt yrði það eitt fyrsta verk mitt sem for­seta að opna Bessa­staða­kirkju og kalla fólk saman til bæna fyrir þjóð­inni. Við þurfum að biðja fyrir ungu kyn­slóð­inni sem heyir þessa glímu. Bænin er máttug og getur gert krafta­verk. Sem móðir tala ég af reynslu. Sjálf á ég son sem leidd­ist um tíma út í neyslu kanna­bis­efna og upp­lifði í kjöl­farið mik­inn kvíða og þung­lyndi. Í hans til­felli skipti miklu máli að hann hafði þennan trú­ar­grunn frá barn­æsku og með mark­vissri bæn fyrir honum og með því að standa á fyr­ir­heitum Bibl­í­unnar greip Guð inn í líf hans og honum var borg­ið. Ég veit ekki hvar ég hefði staðið eða hvernig ég hefði snúið mér í mál­inu ef ég hefði ekki átt þetta sam­band við Guð sem er mér dýr­mæt­ara en allt ann­að. En mér nægir ekki að sonur minn hafi bjarg­ast. Ég vil sjá öll börn og ung­menni kom­ast út úr vanda sínum og veit ekk­ert betra og mátt­ugra en Guð með sinn kær­leika og kraft sem getur sann­ar­lega umbreytt aðstæð­um.

Win­ston Churchill stóð fyrir því að kalla Breta til bæna til verndar þjóð sinni klukkan níu á hverju ein­asta kvöldi frá 1940 og þar til stríð­inu lauk. Á sama hátt yrði það eitt fyrsta verk mitt sem for­seta að opna Bessa­staða­kirkju og kalla fólk saman til bæna fyrir þjóð­inni.

Í Jes­aja 29.11 stend­ur: Því að ég þekki sjálfur þær fyr­ir­ætl­anir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drott­inn, fyr­ir­ætl­anir til heilla en ekki til óham­ingju, að veita yður von­ar­ríka fram­tíð. Þegar þér ákallið mig og komið og biðjið til mín mun ég bæn­heyra yður. Ef þér leitið mín munuð þér finna mig. Þegar þér leitið mín af öllu hjarta læt ég yður finna mig, segir Drott­inn. Ég mun snúa við högum yðar­...

Ég trúi að Guð hafi frá­bæra áætlun með þessa þjóð og við höfum val um að ganga inn í þá áætl­un. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None