Þú skiptir máli

hildur þórðardóttir
Auglýsing

Fyrir 20 árum þegar Vig­dís var að stíga til hliðar eftir far­sæla for­seta­tíð, hugs­aði ég að þetta væri starf fyrir mig. Heim­sækja sam­fé­lög út um allt land, leggja áherslu á allt hið góða og sýna fólki alls staðar vænt­um­þykju og virð­ingu. En þá var þetta eitt­hvað svo fjar­lægt að ég afgreiddi hug­mynd­ina sem fjar­stæðu.  

Svo leið tím­inn. Ég gift­ist, eign­að­ist barn með geð­rask­anir og annað barn líka. Það var dýr­mæt reynsla að ala upp barn sem pass­aði ekki inn í kerf­ið, en líka sárs­auka­fullt að horfa upp á útskúfun þess af hálfu jafn­aldra og úrræða­leysi skóla­kerf­is­ins.  

Það er gíf­ur­lega styrkj­andi að þurfa að berj­ast fyrir barnið sitt. Stundum gekk illa og ég gafst upp á kerf­inu. En kerfið kom líka á móts við okkur og veitti okkur dýr­mætan stuðn­ing. Þessi reynsla gaf mér inn­sýn í líf geð­fatl­aðra og löngun til að stuðla að betra sam­fé­lagi fyrir alla.

Auglýsing

Ég brenn af þeirri hug­sjón að sam­fé­lagið verði einn dag­inn þannig að allir fái að blómstra, að allir fái menntun við hæfi og störf þar sem þeir geti látið ljós sitt skína, þótt þeir glími við fatl­an­ir, skerð­ingar eða afleið­ingar slysa eða sjúk­dóma. Við getum byggt upp hvert ann­að, hjálpað hvert öðru að öðl­ast traust og trú á sjálft sig, kom­ast út úr öng­stræti og öðl­ast trú á lífið á ný.    

Ég býð mig fram því mig langar að leggja mitt af mörkum til að stuðla að betra sam­fé­lagi. Til að breyta sam­fé­lag­inu þurfum við öll að leggj­ast á eitt. Við þurfum öll að finna innri styrk og trúa á að hvert og eitt okkar geti breytt ein­hverju. Ef allir hugsa að þeir geti engu breytt, breyt­ist ekk­ert. En ef allir hugsa, hvað þeir geti gert til að breyta sam­fé­lag­inu, tekst okkur að gera sam­fé­lagið betra. Þú skiptir líka máli.

Ég elska fólk og að heyra sögur þess. Ég hlusta af ein­lægni á sorgir og áföll, sigra og hug­sjónir fólks. Mér finnst gaman að setja afleið­ingar í sam­hengi við orsakir og hjálpa fólki þannig að skilja sig bet­ur. Ég fór sjálf að líta inn á við, end­ur­skoða sjálfs­mynd mína og komst að því að ég er sko alveg nógu góð fyrir hvað sem er. Málið er ekki að breyta sér fyrir starfið heldur finna rétta starfið fyrir sig. 

For­seti þarf ekki að vera hag­fræð­ing­ur, stjórn­mála­fræð­ingur eða frægur til að vera nógu góð­ur.  Aðal­at­riðið er að hún eða hann elski þjóð­ina og vilji gera allt sem í hennar eða hans valdi til að þjóna henni sem best.  Ef for­set­inn er ekki til­bú­inn til að þjóna fólk­inu í land­inu á hann ekk­ert erindi á Bessa­staði. Ef mann­eskja getur ekki þjónað getur hún heldur ekki verið leið­tog­i. 

 Ég fór sjálf að líta inn á við, end­ur­skoða sjálfs­mynd mína og komst að því að ég er sko alveg nógu góð fyrir hvað sem er. Málið er ekki að breyta sér fyrir starfið heldur finna rétta starfið fyrir sig. 

Ég lærði þjóð­fræði því þar er m.a. fjallað um sögur þjóð­ar­inn­ar. Þjóð­sög­urn­ar, Íslend­inga­sög­urnar og ævin­týrin segja svo mikið um hvað mót­aði okkur sem þjóð. Hvernig við ótt­uð­umst myrkrið þegar ekk­ert var raf­magn­ið.  Hvernig við útskýrðum sam­fé­lags­legar hras­anir með álfa­sögum og trölla­sög­um. Þetta eru sögur af for­feðrum okk­ar, sumar í stíl­færðum bún­ingi, en segja miklu meira en hinar opin­beru dóma­bækur eða mann­töl. 

Við höfum í margar aldir þurft að berj­ast við nátt­úr­una. Það var ekk­ert pláss fyrir til­finn­ingar þegar lífið sner­ist um að lifa af. Barna­dauði var mik­ill og ekki mátti fólk láta sorg­ina buga sig, því það þurfti að sjá um hin börnin og búið. 

Það er því ekk­ert skrítið að við séum fyrst núna að leyfa okkur að hafa til­finn­ing­ar. Ég veit að rök­hyggju­fólk er ekk­ert hrifið af til­finn­ingum og myndi helst vilja vera án þeirra. En við hin sem upp­lifum alls konar til­finn­ingar þurfum ekki að skamm­ast okkar fyrir þær. Til­finn­ingar gera sam­fé­lagið mann­legra. Nú höfum við öll tæki­færi til að vinna úr erf­ið­leik­unum og verða sterk­ari. Nú getum við skipt út ótta fyrir hug­rekki. 

Ég er fylgj­andi nátt­úru­vernd, líf­rænni rækt­un, sjálf­bærni og dýra­vernd. Mér finnst að við séum ekki hafin yfir nátt­úr­una, heldur erum við hluti af henni og eigum að sýna henni virð­ingu. Einnig vona ég að við sem neyt­endur verðum sífellt með­vit­aðri um að styðja við mat­væla­fram­leiðslu sem er umhverf­is­væn, mann­úð­leg og sjálf­bær. Að við komum fram við dýr af mannúð og virð­ingu, því þau geta kennt okkur svo marg­t. 

 Nú höfum við öll tæki­færi til að vinna úr erf­ið­leik­unum og verða sterk­ari. Nú getum við skipt út ótta fyrir hug­rekki.

Við erum að ganga í gegnum miklar breyt­ingar þar sem við höfum tæki­færi að end­ur­skoða öll kerfi sam­fé­lags­ins. Við héldum þjóð­fund þar sem við lögðum lín­urnar að hinu nýja sam­fé­lagi, þar sem fólk skipti meira máli en pen­ingar og að sam­fé­lag skipti meira máli en hag­vöxtur og hag­ræð­ing. Við kusum fólk til að semja nýja stjórn­ar­skrá sam­kvæmt vilja fólks­ins, þar sem kveðið er á um dreif­ingu valds­ins á fleiri herðar og meira vald til fólks­ins. 

Ég veit að við getum búið hér til sam­fé­lag þar sem ríkir sam­kennd, virð­ing og traust og þar sem allir fá tæki­færi til að blómstra. Ég veit líka að ein­hvern tím­ann komum við nýju stjórn­ar­skránni í gegn.  Ég hef mikla trú á íslensku þjóð­inni.  

Í fram­tíð­inni getum við orðið boð­berar friðar í heim­in­um. Við erum her­laus þjóð sem hefur ekki hags­muni af stríðs­rekstri og við viljum vera frið­söm. Við þjálfum menn til að bjarga, ekki til að drepa. For­seti hefur aðgang að öllum þjóð­ar­leið­togum heims og öllum fjöl­miðlum og gæti hlustað á sjón­ar­mið allra stríð­andi aðila.

Fyrsta skrefið til alls er að hlusta. Mig langar að hlusta á þjóð­ina og sjá hana efl­ast og dafna. Mig langar að byggja upp traust fólks á að við getum búið til betra sam­fé­lag.  Við erum fámenn þjóð, boð­leiðir stuttar og ef ein­hver getur það, erum það við.

 Við þjálfum menn til að bjarga, ekki til að drepa. 

Við erum öll dýr­mæt, ein­stök og mik­il­væg í sam­fé­lag­inu. Ef allir væru eins væri sam­fé­lagið leið­in­legt. Svo í stað þess að búa til eina sam­fé­lags­gerð sem hentar bara ákveðnum ein­stak­ling­um, eigum við að breyta sam­fé­lag­inu þannig að það sé pláss fyrir alla. Við getum þetta sam­an. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None