Ísland þarf mikið á útlendingum að halda

ingsetning-hausti-2015_21280734625_o.jpg
Auglýsing

Ásmundur Frið­­riks­­son og Brynjar Níels­­son, þing­­menn Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, sátu hjá þegar ný útlend­inga­lög voru sam­­þykkt á Alþingi í síð­­­ustu viku. Þeir voru einu þing­­menn­irnir sem ekki greiddu atkvæði með nýju lög­­un­um, sem ann­­ars voru sam­­þykkt í þverpóli­­tískri sam­­stöð­u. 

Brynjar sagði við atkvæða­greiðslu í þing­inu að það væri alveg aug­­ljóst að í frum­varp­inu væri margt „mjög gott, sér­­stak­­lega sem snýr að rétt­indum útlend­inga, stjórn­­­sýsl­unni og öðrum mik­il­vægum atrið­u­m.“ Hann sat hjá vegna þess að honum þótti málið hafa fengið litla sem enga umræðu í þing­inu, sem væri ekki gott í máli sem væri gjör­­bylt­ing og risa­­mál. „Við ætlum að afgreiða þetta hér á síð­­asta degi, það er ekki mik­ill bragur á því.“ Ekki væri búið að gera neina úttekt á sam­­fé­lags­­legum áhrifum breyt­ing­anna, og Ísland væri að fara aðra leið að mörgu leyti en aðrar þjóð­­ir.

Ásmundur var ekki á alveg sömu slóðum í rök­stuðn­ingi sín­um. Hann sagði að vel eigi að taka á móti þeim sem komi til Íslands í „rétt­­mætum erind­um“. Umsækj­endum um hæli standi til boða hús­næði, lág­­marks­fram­­færsla og nauð­­syn­­leg heil­brigð­is­­þjón­usta, þar á meðal vegna geð­ra­sk­ana. „Þetta er auð­vitað vel boðið og mun betri kjör en við Íslend­ingar búum ­sjálfir við. Hér er hús­næð­is­skort­­ur, við erum að sam­­þykkja hér lög í þing­inu um almennar íbúð­ir, að byggja 2.300 íbúð­ir ­fyrir þá sem minnst hafa á milli hand­anna. Eldri borg­­arar fá ekki inn á dval­­ar­heim­ilum og þeir sem þar búa búa við þau kjör að fá dag­pen­inga, rúmar 60 þús­und krónur á mán­uði og þurfa að ­borga lækn­is­­þjón­­ustu og heil­brigð­is­­þjón­­ustu. Varla eru það þau kjör sem við ætlum að bjóða þeim útlend­ingum sem hing­að vilja kom­a.“

Auglýsing

Svo mörg voru þau orð. Ásmundur ætti að hafa það í huga, að Ísland er algjör­lega háð útlend­ing­um, og benda hag­spár til þess að mörg þús­und útlend­ingar í við­bót þurfi að flytja til lands­ins til þess að manna störf. Það er stað­an. Eftir tvö ár er gert ráð fyrir að inn­flytj­endur verði tíu pró­sent íbúa lands­ins. 

Það er algjör óþarfi hjá Ásmundi að bera útlend­inga saman við Íslend­inga með þessum hætti sem hann ger­ir, og ýta undir þau við­horf að útlend­ingar séu að koma hingað til að taka tæki­færin af Íslend­ing­um. Það er þver­öf­ugt. Þeir koma hingað til að leggja sitt af mörk­um, skapa tæki­færi og vinna störf sem mikil þörf er á að þeir sinni. Rann­sóknir hafa sýnt það end­ur­tek­ið, að útlend­ingar eru upp til hópa dugn­að­ar­forkar í vinnu sem halda meðal ann­ars uppi fyr­ir­tækjum víða um land­ið, meðal ann­ars í sjáv­ar­út­veg­i. 

Ásmundur ætti að hugsa sinn gang, og velta heild­ar­sam­hengi hlut­anna fyrir sér. Ísland þarf miklu fleiri útlend­inga, eins og staða mála er núna, og þeir eiga að fá fullan rétt til þess að verða sínir gæfusmið­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None