Ísland þarf mikið á útlendingum að halda

ingsetning-hausti-2015_21280734625_o.jpg
Auglýsing

Ásmundur Frið­­riks­­son og Brynjar Níels­­son, þing­­menn Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, sátu hjá þegar ný útlend­inga­lög voru sam­­þykkt á Alþingi í síð­­­ustu viku. Þeir voru einu þing­­menn­irnir sem ekki greiddu atkvæði með nýju lög­­un­um, sem ann­­ars voru sam­­þykkt í þverpóli­­tískri sam­­stöð­u. 

Brynjar sagði við atkvæða­greiðslu í þing­inu að það væri alveg aug­­ljóst að í frum­varp­inu væri margt „mjög gott, sér­­stak­­lega sem snýr að rétt­indum útlend­inga, stjórn­­­sýsl­unni og öðrum mik­il­vægum atrið­u­m.“ Hann sat hjá vegna þess að honum þótti málið hafa fengið litla sem enga umræðu í þing­inu, sem væri ekki gott í máli sem væri gjör­­bylt­ing og risa­­mál. „Við ætlum að afgreiða þetta hér á síð­­asta degi, það er ekki mik­ill bragur á því.“ Ekki væri búið að gera neina úttekt á sam­­fé­lags­­legum áhrifum breyt­ing­anna, og Ísland væri að fara aðra leið að mörgu leyti en aðrar þjóð­­ir.

Ásmundur var ekki á alveg sömu slóðum í rök­stuðn­ingi sín­um. Hann sagði að vel eigi að taka á móti þeim sem komi til Íslands í „rétt­­mætum erind­um“. Umsækj­endum um hæli standi til boða hús­næði, lág­­marks­fram­­færsla og nauð­­syn­­leg heil­brigð­is­­þjón­usta, þar á meðal vegna geð­ra­sk­ana. „Þetta er auð­vitað vel boðið og mun betri kjör en við Íslend­ingar búum ­sjálfir við. Hér er hús­næð­is­skort­­ur, við erum að sam­­þykkja hér lög í þing­inu um almennar íbúð­ir, að byggja 2.300 íbúð­ir ­fyrir þá sem minnst hafa á milli hand­anna. Eldri borg­­arar fá ekki inn á dval­­ar­heim­ilum og þeir sem þar búa búa við þau kjör að fá dag­pen­inga, rúmar 60 þús­und krónur á mán­uði og þurfa að ­borga lækn­is­­þjón­­ustu og heil­brigð­is­­þjón­­ustu. Varla eru það þau kjör sem við ætlum að bjóða þeim útlend­ingum sem hing­að vilja kom­a.“

Auglýsing

Svo mörg voru þau orð. Ásmundur ætti að hafa það í huga, að Ísland er algjör­lega háð útlend­ing­um, og benda hag­spár til þess að mörg þús­und útlend­ingar í við­bót þurfi að flytja til lands­ins til þess að manna störf. Það er stað­an. Eftir tvö ár er gert ráð fyrir að inn­flytj­endur verði tíu pró­sent íbúa lands­ins. 

Það er algjör óþarfi hjá Ásmundi að bera útlend­inga saman við Íslend­inga með þessum hætti sem hann ger­ir, og ýta undir þau við­horf að útlend­ingar séu að koma hingað til að taka tæki­færin af Íslend­ing­um. Það er þver­öf­ugt. Þeir koma hingað til að leggja sitt af mörk­um, skapa tæki­færi og vinna störf sem mikil þörf er á að þeir sinni. Rann­sóknir hafa sýnt það end­ur­tek­ið, að útlend­ingar eru upp til hópa dugn­að­ar­forkar í vinnu sem halda meðal ann­ars uppi fyr­ir­tækjum víða um land­ið, meðal ann­ars í sjáv­ar­út­veg­i. 

Ásmundur ætti að hugsa sinn gang, og velta heild­ar­sam­hengi hlut­anna fyrir sér. Ísland þarf miklu fleiri útlend­inga, eins og staða mála er núna, og þeir eiga að fá fullan rétt til þess að verða sínir gæfusmið­ir.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None