Forseti Íslands

Andri Snær segir að forseti Íslands eigi ekki að hafa staðið utan fylkinga, heldur innan þeirra sem hafa komið góðu til leiðar á síðustu árum. Þannig muni hann greina tækifæri til að bæta samfélagið.
Andri Snær segir að forseti Íslands eigi ekki að hafa staðið utan fylkinga, heldur innan þeirra sem hafa komið góðu til leiðar á síðustu árum. Þannig muni hann greina tækifæri til að bæta samfélagið.
Auglýsing

Sá sem býður sig fram í emb­ætti for­seta Íslands er mann­eskja sem hefur með sér í fartesk­inu allt það sem hann eða hún hefur gert. For­seti Íslands er full­trúi þjóð­ar­innar og tekur hlut­verk sitt alvar­lega fær vett­vang til að ræða málin og setja þau á dag­skrá.

For­seti Íslands á ekki að hafa staðið utan fylk­inga, hann á að hafa reynslu af því að starfa með fylk­ingum sem hafa komið góðu til leiðar á síð­ustu árum og hann á að greina tæki­færi til að bæta sam­fé­lag­ið. For­seti Íslands á að setja hluti í sam­hengi og tala til fólks á manna­máli og hann á ekki að hefja sig yfir aðra.

For­seti Íslands á að vera meðal fólks­ins, hann kíkir ekki í heim­sókn heldur dvelur meðal lands­manna. For­seti Íslands á að fara á „Aldrei fór ég suð­ur“ en um leið og hann lofar Mug­i­son og pabba hans og alla vini þeirra fyrir fram­lagið þá spyr hann aug­ljósrar spurn­ing­ar: Ef einn strákur með gítar hringir í vini sína og skapar allt þetta, hvað gætu 200 stærstu fyr­ir­tæki lands­ins gert fyrir Ísa­fjörð? Hvað myndi ger­ast ef þau kæmu sér saman um að búa til spenn­andi vett­vang eins og Sjáv­ar­kla­s­ann úti á Granda? Það er hægt að gera krafta­verk þótt maður kunni ekki á gít­ar. Ef hópur af hug­sjóna­fólki hefur breytt heilu hrað­frysti­húsi í skap­andi mið­stöð á Stöðv­ar­firði - af hverju getur heill banki ekki haldið úti hrað­banka í bæn­um?

Auglýsing

For­seti Íslands á ekki að taka þátt í póli­tísku dæg­ur­þrasi, hann á ekki að vera í beinu sam­tali við þing­heim en hann má gjarnan ávarpa stóru mynd­ina. For­seti Íslands á að hafa reynslu af því að fá ólíka hópa til að vinna sam­an. Byggða­mál eru eitt af okkar mik­il­væg­ustu málum og við þurfum og viljum halda uppi byggð um allt land. Byggða­mál eru mál sem er ekki aðeins á fram­færi Alþingis og ráð­herra heldur mál sem snertir okkur öll og við verðum að bera ábyrgð á sem þjóð.

For­seti Íslands á að hafa reynslu af skap­andi starfi vegna þess að fram­tíðin byggir í auknum mæli á skap­andi greinum eða bættri nýt­ingu á hrá­efni sem fellur til hér­lend­is. For­seti Íslands á hafa gagn­rýnt stór­iðju og stór­fyr­ir­tæki sem hafa valdið tjóni á nátt­úru lands­ins um leið og hagn­að­ur­inn lekur úr landi. Fyrri orð og áherslur for­set­ans veita aðhald en fyrst og fremst er hann jákvæður og leggur áherslu á tæki­færi til að skapa meiri verð­mæti úr öllu því hrá­efni sem er skipað óunnið úr landi.

For­seti Íslands á hafa gagn­rýnt stór­iðju og stór­fyr­ir­tæki sem hafa valdið tjóni á nátt­úru lands­ins um leið og hagn­að­ur­inn lekur úr landi.

For­seti Íslands skiptir sér ekki af öllu en hann er með sterk gildi sem eru hans sið­ferði­lega und­ir­staða og hann getur staðið í lapp­irnar þegar reynir á. For­set­inn á að hafa reynslu af því að berj­ast fyrir vit­und­ar­vakn­ingu hvað varðar læsi og ólæsi barna, hann á að þekkja menn­ing­ar­arf­inn frá Eddu­kvæðum til rímna­skálda 17. aldar og rapp­skálda okkar daga. For­set­inn á að hafa verið í fylk­ingu þeirra sem vilja bætt lýð­ræði, hann á að hafa tekið þátt í umræðu um sið­væð­ingu, gegn­sæi og traust í við­skipta­líf­inu.

For­seti Íslands á að hafa putt­ann á púls­in­um. Hann á að hafa talað máli nátt­úr­unnar og nýsköp­un­ar­krafts manns­ins. Hann á að hafa kynnt land og þjóð erlend­is. Hann á að hafa talað máli Þjórs­ár­vera þegar þau voru í hættu. Hann á að þekkja og umgang­ast Sig­ríðar í Bratt­holti okkar daga. For­seti Íslands á að hafa áhuga á umhverf­is­málum enda lifum við ein­staka breyt­ing­ar­tíma í jarð­sögu­legu tillliti. For­seti Íslands á að vera í nánum tengslum við okkar fremstu nátt­úru­vís­inda­menn, jökla­fræð­inga, grasa­fræð­inga og sjáv­ar­líf­fræð­inga. Hann á að hafa áhuga á starfi þeirra og hann á að taka þátt í að miðla nið­ur­stöðum þeirra til þjóð­ar­innar og til umheims­ins. Hann á að styðja starf þeirra og taka virkan þátt í að efla tengsla­net þeirra.

 For­set­inn á að hafa reynslu af því að berj­ast fyrir vit­und­ar­vakn­ingu hvað varðar læsi og ólæsi barna, hann á að þekkja menn­ing­ar­arf­inn frá Eddu­kvæðum til rímna­skálda 17. aldar og rapp­skálda okkar daga. 

For­seti Íslands á að vera skap­andi mann­eskja, hann á að hafa tekið áhættur í líf­inu og fært mál af jaðr­inum inn á miðj­una eða jafn­vel lengra. For­seti Íslands á að hafa ára­tuga reynslu af því að tala við börn lands­ins um mennt­un, lýð­ræði og nátt­úru. For­seti Íslands á að kunna að segja ævin­týri, hann skilur að ást á land­inu skilar sér - ef við sáum fræjum þar, upp­skerum við ríku­lega í fram­tíð­inni.

For­seti Íslands á að þora að segja upp­hátt hvar Ísland á að standa í sam­fé­lagi þjóð­anna. Við viljum vera rödd sem talar fyrir mann­rétt­ind­um, fyrir nátt­úru­vernd, fyrir lýð­ræði en til þess að rödd okkar sé sönn og hrein þarf und­ir­staðan heima að vera sterk og vilj­inn til að gera bet­ur. For­seti Íslands á að hrósa fólki fyrir það sem er vel gert en skilja að allur árangur byggir á því að við getum alltaf gert bet­ur. Við eigum margt sem við getum státað okkur af og við eigum ótal spenn­andi mögu­leika í fram­tíð­inni. For­seti Íslands á að skilja von­ar­glampann í augum útlend­inga þegar þeir tala um þjóð­fund­inn og vinnu okkar við að bæta lýð­ræðið og auka vald fólks­ins með ritun nýrrar stjórn­ar­skrár. Hann skilur að þar höfum við hlut­verki að gegna sem inn­blástur fyrir aðra og bætt lýð­ræði á heims­vísu. For­seti Íslands sér tæki­færi til að taka þátt í þjóð­fundum um allt land þar sem fólk kemur saman og ræðir fram­tíð­ina.

For­seti Íslands á að koma hlutum í verk og hann á að hafa staðið fyrir stórum við­burð­um, eins og stór­tón­leikum til góð­gerð­ar­mála eða hafa sýnt þraut­seigju við rekstur nýsköp­un­ar­mið­stöðv­ar. For­seti Íslands á að vera vel tengdur erlendis og hann á að geta hnippt í gott fólk þegar Ísland þarf á góðum stuðn­ingi að halda.

For­seti Íslands á að vera nátengdur við nátt­úru og sköp­un­ar­kraft lands­ins. Hann á að greina mögu­leika til að skapa meiri verð­mæti til sjávar og sveita, hann á að þekkja bænd­ur, kenn­ara, eldri borg­ara og sjó­menn, nátt­úru og nýsköp­un­ina og hann á að draga til lands­ins fólk sem getur auðgað okkur á öllum þessum svið­um.

For­seti Íslands á að vera hug­sjóna­mann­eskja, for­set­inn á að vita að heim­ur­inn er í stöðugri þróun og að við getum alltaf gert bet­ur. For­set­inn á að benda á að við getum gert betur í umhverf­is­mál­um, betur í mennta­mál­um, betur í mann­rétt­indum og sjálf­sögðum rétt­indum fatl­aðra. Hann á að styðja góð mann­úð­ar­mál og frjáls félaga­sam­tök um allt land. En for­set­inn á líka að elska Ísland eins og það er með öllum sínum kostum og göll­um, allri sinni feg­urð en líka það sem er eilítið á skjön, eilítið skakkt og snú­ið.

En for­set­inn á líka að elska Ísland eins og það er með öllum sínum kostum og göll­um, allri sinni feg­urð en líka það sem er eilítið á skjön, eilítið skakkt og snúið.

Ég býð mig fram með alla ofan­greinda reynslu í fartesk­inu, sem eig­in­mað­ur, fað­ir, sonur og barna­barn. Ég býð fram krafta mína, áhuga og hug­sjónir varð­andi menn­ingu og læsi, umhverfis og mennta­mál, tengsl mín við fólk um allt land og um allan heim, teng­ingar við vís­inda og fræða­heim­inn og fram­tíð­ar­sýn sem á að vera okkur til góðs.

For­seti Íslands á að vera eins og viti, hann á að halda ákveðnum gildum á lofti hvernig sem viðrar í póli­tík en hann á líka bara að vera mann­skja. Hann á að vera einn af okk­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None