Viltu stofna fyrirtæki tengt umhverfisvænni orkunýtingu?

Auglýsing

Með síauk­inni áherslur á end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa, sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og orku­ör­yggi, hafa orku­kerfi sem byggja á sam­þætt­ingu mis­mun­andi orku­gjafa fengið auk­inn byr í segl­in. Á COP21 í París í des­em­ber síð­ast­liðn­um, náð­ist t.d. sögu­legur árangur í vit­und­ar­vakn­ingu þjóða sem ekki er þörf á að útlista hér. Jarð­hit­inn getur leikið hér mjög mik­il­vægt hlut­verk ásamt vind-, vatns-, sjáv­ar­falla- og sól­ar­orku.

Ísland er ein af þeim þjóðum sem nýtt hefur jarð­hita hvað lengst og hefur tek­ist með eft­ir­tekt­ar­verðum hætti að gera það á mjög fjöl­breyti­legan máta. Hug­djörf notkun affalls­vatns jarð­hita­virkj­un­ar­innar í Svarts­engi, sem varð að Bláa Lón­inu er gott dæmi sem allir þekkja, sem og fjöl­breyti­leg notkun jarð­hit­ans í öllum Auð­linda­garð­inum á Reykja­nesi og víð­ar. Hvergi ann­ars staðar heim­inum er jarð­hiti eins stór hluti af frumorku­notkun heillar þjóðar og hér. Mörg okkar hafa því alist upp með jarð­hit­anum og kannski aldrei þekkt neitt annað en ofgnógt af heitu vatni. En það er þó eins með jarð­hit­ann og annað að hann er ekki óþrjót­andi auð­lind. Með auk­inni áherslu á nátt­úru­vernd og arð­greiðslur orku­fyr­ir­tækja eykst krafan um betri nýt­ingu þeirra svæða sem tekin hafa verið fyrir og hug­mynda­auðgi um hvernig auka megi orku­fram­leiðslu svæð­anna með því t.d. að bora dýpra eða beita nýjum aðferð­um. Nýverið fékkst t.d. 20 milljón evra styrkur úr Rann­sókna­á­ætlun Evr­ópu­sam­bands­ins í verk­efnið DEEPEGS sem miðar einmitt að djúp­borun á Reykja­nesi og í suður Frakk­landi.

Auglýsing

Það er við þessar aðstæður sem nýsköpun og frjó hugsun þrífst best. Und­an­farin tvö ár hefur Arion Banki, Lands­virkj­un, GEORG og Nýsköp­un­ar­mið­stöð staðið fyrir við­skipta­hraðl­inum Startup Energy Reykja­vik og mun gera það í þriðja sinn nú í haust. Mark­mið hrað­als­ins er að leggja þeim lið sem vilja fram­kvæma við­skipta­hug­myndir á sviði orku­mála í sinni breið­ustu mynd. Valdar hug­myndir fá 5 millj­ónir kr. í hlutafé og hjálp við að setja hug­mynd­ina fram í 10 vikna þjálf­un­ar­búð­um. Opnað hefur verið fyrir umsóknir á heima­síðu hrað­als­ins og hvetjum við alla til að sækja um sem hafa áhuga á að láta gott af sér leiða, og um leið ganga á vit skemmti­legs ævin­týris undir styrkri leið­sögn fag­manna.

Upp­lýs­ingar um Startup Energy Reykja­vik er að finna á heima­síðu hrað­als­ins eða hjá starfs­fólki Icelandic Startups og Iceland Geothermal

Höf­undur er rekstr­ar­stjóri GEORG -Rann­sókna­klasa í jarð­hita, sem er einn af bak­hjörlum og eig­endum Startup Energy Reykja­vik

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None