Viltu stofna fyrirtæki tengt umhverfisvænni orkunýtingu?

Auglýsing

Með síauk­inni áherslur á end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa, sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og orku­ör­yggi, hafa orku­kerfi sem byggja á sam­þætt­ingu mis­mun­andi orku­gjafa fengið auk­inn byr í segl­in. Á COP21 í París í des­em­ber síð­ast­liðn­um, náð­ist t.d. sögu­legur árangur í vit­und­ar­vakn­ingu þjóða sem ekki er þörf á að útlista hér. Jarð­hit­inn getur leikið hér mjög mik­il­vægt hlut­verk ásamt vind-, vatns-, sjáv­ar­falla- og sól­ar­orku.

Ísland er ein af þeim þjóðum sem nýtt hefur jarð­hita hvað lengst og hefur tek­ist með eft­ir­tekt­ar­verðum hætti að gera það á mjög fjöl­breyti­legan máta. Hug­djörf notkun affalls­vatns jarð­hita­virkj­un­ar­innar í Svarts­engi, sem varð að Bláa Lón­inu er gott dæmi sem allir þekkja, sem og fjöl­breyti­leg notkun jarð­hit­ans í öllum Auð­linda­garð­inum á Reykja­nesi og víð­ar. Hvergi ann­ars staðar heim­inum er jarð­hiti eins stór hluti af frumorku­notkun heillar þjóðar og hér. Mörg okkar hafa því alist upp með jarð­hit­anum og kannski aldrei þekkt neitt annað en ofgnógt af heitu vatni. En það er þó eins með jarð­hit­ann og annað að hann er ekki óþrjót­andi auð­lind. Með auk­inni áherslu á nátt­úru­vernd og arð­greiðslur orku­fyr­ir­tækja eykst krafan um betri nýt­ingu þeirra svæða sem tekin hafa verið fyrir og hug­mynda­auðgi um hvernig auka megi orku­fram­leiðslu svæð­anna með því t.d. að bora dýpra eða beita nýjum aðferð­um. Nýverið fékkst t.d. 20 milljón evra styrkur úr Rann­sókna­á­ætlun Evr­ópu­sam­bands­ins í verk­efnið DEEPEGS sem miðar einmitt að djúp­borun á Reykja­nesi og í suður Frakk­landi.

Auglýsing

Það er við þessar aðstæður sem nýsköpun og frjó hugsun þrífst best. Und­an­farin tvö ár hefur Arion Banki, Lands­virkj­un, GEORG og Nýsköp­un­ar­mið­stöð staðið fyrir við­skipta­hraðl­inum Startup Energy Reykja­vik og mun gera það í þriðja sinn nú í haust. Mark­mið hrað­als­ins er að leggja þeim lið sem vilja fram­kvæma við­skipta­hug­myndir á sviði orku­mála í sinni breið­ustu mynd. Valdar hug­myndir fá 5 millj­ónir kr. í hlutafé og hjálp við að setja hug­mynd­ina fram í 10 vikna þjálf­un­ar­búð­um. Opnað hefur verið fyrir umsóknir á heima­síðu hrað­als­ins og hvetjum við alla til að sækja um sem hafa áhuga á að láta gott af sér leiða, og um leið ganga á vit skemmti­legs ævin­týris undir styrkri leið­sögn fag­manna.

Upp­lýs­ingar um Startup Energy Reykja­vik er að finna á heima­síðu hrað­als­ins eða hjá starfs­fólki Icelandic Startups og Iceland Geothermal

Höf­undur er rekstr­ar­stjóri GEORG -Rann­sókna­klasa í jarð­hita, sem er einn af bak­hjörlum og eig­endum Startup Energy Reykja­vik

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu.Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun eins og nú er stefnt að og hugmyndir að stærri virkjun se
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None