Viltu stofna fyrirtæki tengt umhverfisvænni orkunýtingu?

Auglýsing

Með síauk­inni áherslur á end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa, sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og orku­ör­yggi, hafa orku­kerfi sem byggja á sam­þætt­ingu mis­mun­andi orku­gjafa fengið auk­inn byr í segl­in. Á COP21 í París í des­em­ber síð­ast­liðn­um, náð­ist t.d. sögu­legur árangur í vit­und­ar­vakn­ingu þjóða sem ekki er þörf á að útlista hér. Jarð­hit­inn getur leikið hér mjög mik­il­vægt hlut­verk ásamt vind-, vatns-, sjáv­ar­falla- og sól­ar­orku.

Ísland er ein af þeim þjóðum sem nýtt hefur jarð­hita hvað lengst og hefur tek­ist með eft­ir­tekt­ar­verðum hætti að gera það á mjög fjöl­breyti­legan máta. Hug­djörf notkun affalls­vatns jarð­hita­virkj­un­ar­innar í Svarts­engi, sem varð að Bláa Lón­inu er gott dæmi sem allir þekkja, sem og fjöl­breyti­leg notkun jarð­hit­ans í öllum Auð­linda­garð­inum á Reykja­nesi og víð­ar. Hvergi ann­ars staðar heim­inum er jarð­hiti eins stór hluti af frumorku­notkun heillar þjóðar og hér. Mörg okkar hafa því alist upp með jarð­hit­anum og kannski aldrei þekkt neitt annað en ofgnógt af heitu vatni. En það er þó eins með jarð­hit­ann og annað að hann er ekki óþrjót­andi auð­lind. Með auk­inni áherslu á nátt­úru­vernd og arð­greiðslur orku­fyr­ir­tækja eykst krafan um betri nýt­ingu þeirra svæða sem tekin hafa verið fyrir og hug­mynda­auðgi um hvernig auka megi orku­fram­leiðslu svæð­anna með því t.d. að bora dýpra eða beita nýjum aðferð­um. Nýverið fékkst t.d. 20 milljón evra styrkur úr Rann­sókna­á­ætlun Evr­ópu­sam­bands­ins í verk­efnið DEEPEGS sem miðar einmitt að djúp­borun á Reykja­nesi og í suður Frakk­landi.

Auglýsing

Það er við þessar aðstæður sem nýsköpun og frjó hugsun þrífst best. Und­an­farin tvö ár hefur Arion Banki, Lands­virkj­un, GEORG og Nýsköp­un­ar­mið­stöð staðið fyrir við­skipta­hraðl­inum Startup Energy Reykja­vik og mun gera það í þriðja sinn nú í haust. Mark­mið hrað­als­ins er að leggja þeim lið sem vilja fram­kvæma við­skipta­hug­myndir á sviði orku­mála í sinni breið­ustu mynd. Valdar hug­myndir fá 5 millj­ónir kr. í hlutafé og hjálp við að setja hug­mynd­ina fram í 10 vikna þjálf­un­ar­búð­um. Opnað hefur verið fyrir umsóknir á heima­síðu hrað­als­ins og hvetjum við alla til að sækja um sem hafa áhuga á að láta gott af sér leiða, og um leið ganga á vit skemmti­legs ævin­týris undir styrkri leið­sögn fag­manna.

Upp­lýs­ingar um Startup Energy Reykja­vik er að finna á heima­síðu hrað­als­ins eða hjá starfs­fólki Icelandic Startups og Iceland Geothermal

Höf­undur er rekstr­ar­stjóri GEORG -Rann­sókna­klasa í jarð­hita, sem er einn af bak­hjörlum og eig­endum Startup Energy Reykja­vik

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None