Þegar ég flaug með hjálpargögn til Írak var það fyrsta borgaralega flugið sem lenti í Baghdad eftir fyrra Írakstríðið. Að baki var margra mánaða vinna þar sem samið var um aðgang að lofthelgi sem hafði verið lokað um árabil. Til þurfti samþykki stjórnvalda í Írak og sérstakt leyfi frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Fæstir gera sér grein fyrir því hvað þarf að opna margar dyr og kippa í marga spotta til að brjótast í gegn með svona verkefni.
Í loftinu lágu áætlanir Clinton stjórnarinnar að ráðast aftur á Írak. Flug Friðar2000 í þessum andrúmslofti vakti slíka heimsathygli að í fleiri daga var fjallað um það í nær öllum helstu fréttamiðlum heims. Inní þetta fléttuðust örlög lítillar stúlku sem var við dauðans dyr vegna þess að ekki voru til lyf í landinu vegna viðskiptabanns. Ég þurfti að berjast fyrir því að fá leyfi til að fljúga með hana til Amsterdam á sjúkrahús bæði við stjórnvöld Saddam´s og yfirmenn S.Þ. Þegar ég neitaði að yfirgefa landið án hennar vakti það heimsathygli á þjáningum saklausra barna og afleiðingum af stríðsbrjálaðri utanríkisstefnu vesturlanda.
Í kjölfarið risu upp mikil mótmæli í fjölmörgum löndum gegn nýju stríði. Clinton fékk enga pólitíska samstöðu annarra landa til að hefja árásir. Stríðsplanið fór út um þúfur. Ég fékk síðar boð frá UNESCO að koma til Grikklands og taka þar við Heilögum gullkross Grísku réttrúnaðarkirkjunnar. Mér var sagt að þetta væri vegna þess að friðarflugið til Baghdad hefði hjálpað við að afstýra styrjöld.
Ég skýri frá þessu hér til að fólk geti kannski aðeins áttað sig á því hve rödd friðar frá litlu landi getur verið áhrifamikil. Ef forseti Íslands væri þessi rödd væru áhrifin margföld þar sem hann hefur greiðan aðgang að öðrum þjóðarleiðtogum. Á meðan sumir forsetaframbjóðenda og ráðamenn þjóðarinnar horfa litlu málin er Ísland að færast nær stríðsátökum. Stærsti atvinnuvegur Íslendingar, ferðamannaiðnaðurinn gæti hrunið á einni nóttu í kjölfar hryðjuverka á farþegaflug.
Ég skýri frá þessu hér til að fólk geti kannski aðeins áttað sig á því hve rödd friðar frá litlu landi getur verið áhrifamikil.
Evrópa er á barmi styrjaldar. Milljónir flóttamanna. Árekstrar menningarheima. Upphafið rakið til hernaðarbrölts Bandaríkjanna. Íslenskir ráðamenn eru búnir að setja okkur á lista hinna viljugu þjóða í átök við Rússland. NATO hernaðaruppbygging er nú slík að Rússar hafa ekki séð neitt viðlíka nálægt landamærum sínum síðan árið 1941 þegar Þýskaland gerði innrás í Sovétríkin.
Ég vil afstýra því að Ísland verði skotmark í stríði stórveldanna. Þjóðin getur treyst því að enginn verður staðfastari en ég á Bessastöðum. Ég mun standa dyggan vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslensku þjóðarinnar gegn hernaðarlegri og fjármálalegri íhlutun.
Íslendingar hafa einstakt tækifæri til að láta til sín taka í friðarmálum. Það var engin tilviljum að leiðtogafundurinn var haldinn að Höfða fyrir þrjátíu árum. Sá fundur markaði lok kalda stríðsins. Forseti Íslands getur leitt saman deiluaðila og afstýrt átökum.
Evrópa er á barmi styrjaldar. Milljónir flóttamanna. Árekstrar menningarheima. Upphafið rakið til hernaðarbrölts Bandaríkjanna. Íslenskir ráðamenn eru búnir að setja okkur á lista hinna viljugu þjóða í átök við Rússland.
Ísland á að gerast friðarríki. Forseti Íslands getur laðað hingað starfsemi tengda friðarmálum, lýðræðisþróun og náttúruvernd. Talað fyrir því að stofnanir á vegum Sameinuðu þjóðanna rísi á Íslandi. Þannig má byggja upp nýjan atvinnuveg sem getur skilað fleiri hundruð milljörðum í þjóðarbúið og veitt þúsundum manns blómleg störf í framtíðinni.
Með slíkri tekjuaukningu sem land friðarins getum við veitt ókeypis heilbrigðisþjónustu, bætt kjör eldri borgara og öryrkja og hjálpað ungu fólki að koma undir sig fótunum.