Forseti landsins

Auglýsing

Einu sinni átti ég land. Ég var bara smá­stelpa en ég átti mjúka móa sem ilm­uðu af blóð­bergi og þar mátti gleyma sér heilu dag­ana meðan lóan og spó­inn köll­uð­ust á og Esjan skipti lit­um. Stundum fór ég út í móa til að leika mér, stundum til að gráta, stundum bara til að sitja uppi á Álfa­steini og horfa dreymin yfir Mos­fells­dal­inn.

Börn sem eiga heima í sveit verða litlir kóngar sem eyrna­merkja sér hvern stein og hverja þúfu. En ég átti þessa móa ekki ein. Sá sem átti mest í þeim var afi minn sem gekk létt­stígur út í holtið á hverjum morgni, stikl­aði á steinum og tal­aði við fugl­ana. Suma daga slóst ég í för með honum og hund­inum og þá gengum við upp að steini sem hann kall­aði Álfa­stein og vís­aði í beinni sjón­línu út í gamla húsið í Lax­nesi þar sem hann hafði búið þegar hann var lít­ill strák­ur. Hann sagði mér frá fólk­inu sínu þar, pabba sínum sem hafði ræktað landið og hlúð að því og hann sagði mér að í steinum byggi lítið fólk sem gætti lands­ins og hefði verið svo vænt að skilja þar eftir fullan poka af rauðum og hvítum Bis­mark-brjóst­sykri handa mér því ég væri svo væn að rífa aldrei upp mosa eins og sum óþekk börn.

Og við bruddum brjóst­syk­ur­inn, ég, afi minn og tann­lausi hund­ur­inn okkar, og allt var lif­andi allt um kring; berja­lyng­ið, smá­stein­arnir og strá­in, mos­inn og litlu blóm­in.

Auglýsing

Um hádeg­is­bil, nán­ast á hverjum degi, rauk afi minn síðan upp til handa og fóta þegar hann gekk niður stig­ann í Gljúfra­steini, nýbú­inn að baða sig fyrir hádeg­is­mat­inn, því alltaf varð honum litið út um glugg­ann við miðjan stig­ann og alltaf blasti við honum sama sjón: Hest­arnir hans Póra í Lax­nesi að naga móana niður í rót.

Hann sagði þetta vera dýra­níð og nátt­úr­u­níð af verstu sort. En hann gat ekk­ert gert, sama hvernig hann fjarg­viðr­að­ist og skamm­að­ist og var­aði fólk við. Því hesta­bónd­inn var í rjúk­andi feitum við­skiptum og senni­lega með nógu góð tök á hrepps­nefnd­inni til að þetta fengi að við­gang­ast ár eftir ár – og enn þann dag í dag.

Um dag­inn fór ég í fyrsta skipti í mörg ár í göngutúr í holt­inu við æsku­heim­ili mitt, nýkomin frá útlönd­um.

Það var í einu orði sagt hræði­legt að sjá land­ið. Þarna voru ekki lengur móar. Þarna var skrælnað lyng í mold­ar­flög­um, ryðg­aður gadda­vír, hrossa­skít­ur. Girð­ing, sem mig grun­aði að væri ef til vill raf­magns­girð­ing, risti holtið þvert við hlið­ina á breiðri reið­götu sem breiddi úr sér í báða enda, nán­ast jafn breið og þjóð­veg­ur­inn. Hinum megin við girð­ing­una voru stærð­ar­innar lúpínu­beð sem skriðu yfir mold­ar­flæm­in. En mín meg­in: Ekki neitt.

Mér lá við gráti.

Mikið mátt þú skamm­ast þín, Póri í Lax­nessi. Karlkjáni með doll­ara­seðl­ana upp úr rass­skor­unni á reið­bux­unum þín­um. Skammastu þín fyrir að eyði­leggja nátt­úru Íslands og skammastu þín fyrir að fara svona illa með hest­ana þína að bjóða þeim upp á strá og mold. Og skammist þið ykkar líka, þið sem hafði leyft þessu þrí­hrossi að kom­ast upp með að eyði­leggja svona óheyri­lega mik­ið.

En þar sem ég sat þarna, á gamla Álfa­stein­inum okkar afa, varð mér hugsað til Andra Snæs Magna­sonar og Mar­grétar Sjafnar Torp, eig­in­konu hans. Í höfði mér berg­mál­aði vissan um að þetta land þyrfti sér tals­mann. Þetta land, Ísland. Því sann­leik­ur­inn er sá að svo víða ver eng­inn nátt­úr­una.

For­seti Íslands getur ekki sagt að hann ætli bæði að vera for­seti þeirra sem eyði­leggja landið og þeirra sem vilja líkna því. Því land­ið, landið sjálft, þarf að eiga sér for­seta. For­set­inn þarf að vera for­seti lands­ins, ekki bara fólks­ins.

Þarna á stein­inum sá ég Mar­gréti Sjöfn fyrir mér. Ekki bara af því að í tíg­ul­leika sínum lík­ist hún álf­konu heldur af því að einu sinni, fyrir mörgum árum, spurði ég hana af hverju hún hefði valið að vera hjúkr­un­ar­fræð­ingur frekar en lækn­ir. Hún sagði að það væri af því að hún vildi hafa sem mesta nálægð við sjúk­ling­ana. Líkna þeim. Hún er mann­eskja sem hefur fylgt ófáum mann­eskjum síð­asta spöl­inn og lifir fyrir að líkna.

Þau hjónin eru það bæði. Því svo lengi sem ég man eftir Andra Snæ hefur hann barist fyrir því að bjarga Íslandi frá Íslend­ing­um. Körlum og kerl­ingum eins og Póra í Lax­nessi sem eygja ekki nátt­úr­una heldur bara pen­inga. Það sem hefur lifað og dafnað í þús­undir ára er skemmt á auga­bragði svo firrt fólk geti keypt sér nýtt sófa­sett eða farið í skemmti­sigl­ingu, gott ef ekki stofnað póst­kassa­fyr­ir­tæki á suð­rænni eyju og sent þangað féð sem ætti með réttu að vera burð­ar­stoð sam­fé­lags­ins.

Við hin vorum bara ungskáld með hor þegar Andri Snær var far­inn að nota hverja dauða stund til að berj­ast gegn rányrkju. Berj­ast fyrir börn­unum okk­ar, þá ennþá ófædd­um; fram­tíð­inni og land­inu. Hann virkj­aði fólk til að hugsa, skilja og sjá hvað væri að ger­ast í kringum það. Hann var aldrei að þessu í póli­tísku hags­muna­poti heldur ein­ungis til að bjarga því sem afi hans og amma höfðu kennt honum að væri svo dýr­mætt að eng­inn fengi hönd á það fest.

Hann er ennþá að berj­ast fyrir því sem á sér fáa tals­menn en heldur okkur á lífi.

Ég hef séð til hans í útlönd­um. Að halda fyr­ir­lestra um þetta land sem hann elskar svo mikið að sumir hata hann. Og hann talar máli lands­ins með ein­dæmum vel. Frjór og bein­skeyttur hug­sjóna­maður sem veit að réttur nátt­úr­unnar á að vera jafn sjálf­sagður og réttur manna. Starf hans í þágu nátt­úr­unnar vegur jafn þungt og allt það sem Vig­dís Finn­boga­dóttir gaf okk­ur, konum og körlum, með til­veru sinni.

Mig grunar að margir átti sig ekki á hversu mikið Andri Snær hefur nú þegar gefið okk­ur. Hann hef­ur, að mínu mati, vakið heilu kyn­slóð­irnar til vit­undar um nátt­úr­una og til­veru­rétt hennar og fengið fólk til að hugsa hlut­ina upp á nýtt.

Ég veit að það er margt gott að segja um ýmsa aðra fram­bjóð­endur í þessum for­seta­kosn­ing­um.  En það væri rangt að kjósa ekki Andra Snæ eftir allt sem hann hefur gert fyrir landið og þá um leið sam­fé­lag­ið, innan lands jafnt sem utan, í bráðum tvo ára­tugi. Svo rangt.

Þannig er það nú bara.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None