Græskulaust um forseta, flugfreyjur og gömul tröll

bjorgarnadottir.jpg
Auglýsing

Ég ek um með galop­inn glugga í blíð­unni hér nyrðra, hleypi inn ferskum vindum og syng hástöfum með Önnu Pálínu heit­inni í ljóði Aðal­steins Ásbergs: „Sól mín sól, þú sækir illa að gömlum tröll­um, gerir þau að grjóti, græsku­laust er það.“ Kosn­inga­bar­áttan vekur mér bjart­sýni og ég finn þörf fyrir að skrifa um útþvælt efn­ið. Það er gott hvað við erum dug­leg að tjá okk­ur. Þannig hreinsum við til í þjóð­arsál­inni og leggjum okkar af mörkum til skil­grein­ingar á þessu örlítið vand­ræða­lega emb­ætti sem okkur þykir svo vænt um.

Vel­komin um borð

Starf for­seta lík­ist flug­freyju­starf­inu. Flug­freyjan heilsar slétt og felld í vel sniðnum en óper­sónu­legum bún­ingi og útskýrir örygg­is­at­riði sam­eig­in­legrar veg­ferð­ar. Þegar vélin snertir fóst­ur­jörð­ina verður hún sam­ein­ing­ar­tákn sem býður okkur „vel­komin heim“. Hún er erlendum gestum and­lit þjóð­ar­innar enda á hún við þá sam­skipti á ýmsum tung­um. Verði ókyrrð í lofti grípur flug­freyjan hljóð­nem­ann og róar okkur með ræðu sinni. Þótt dag­legt amstur snú­ist mikið um að bera í fólk veit­ingar og selja íslenska hönnun er flug­freyjan um borð í allt öðrum erinda­gjörð­um. Flug­freyja er örygg­is­vent­ill. Þegar hætta steðjar að breyt­ist vel greidd flug­freyjan í þraut­þjálf­aðan bjarg­vætt. Auk þess er hún tengiliður við flug­stjórn­ar­klef­ann. Mynd­ist gjá milli flug­stjóra og far­þega ger­ist flug­freyjan milli­lið­ur. Mun­ur­inn á starfi flug­freyju og for­seta er einkum sá að starf hennar er nið­ur­njörvað með starfs­lýs­ingum en hans er nokkuð ómót­að. For­seti gæti jafn­vel átt það til að setj­ast í flug­stjóra­sætið eða reyna að hafa áhrif á val áfanga­staða.

Takk Ólafur Ragnar

Það er til siðs að þakka fólki störf í þágu sam­fé­lags­ins. Ég kynnt­ist Ólafi Ragn­ari hluta úr degi þegar for­seta­hjónin komu í fyrstu opin­beru heim­sókn sína í byggð­ar­lag­ið. Dóttir mín fékk það ábyrgð­ar­hlut­verk að færa for­seta­frúnni blóm­vönd og taka í hönd henn­ar. Þegar for­set­inn rétti líka fram hönd­ina vand­að­ist mál­ið. Þetta var ekki í verk­efna­lýs­ing­unni. Sú stutta brást við með því að setja hönd sína með áherslu aftur fyrir bak. Þá var hleg­ið. Á eftir var boðið til hádeg­is­verðar á hót­el­inu. Auð­mjúk for­seta­hjónin virt­ust hrærð og hissa yfir til­stand­inu. Ég ylja mér við minn­ingar um fólk sem gaf fal­leg fyr­ir­heit og hreif okkur hvar sem atkvæðin lentu árinu áður.

Auglýsing

Ég veit ekki nákvæm­lega hvenær við­horf mitt tók að breyt­ast. Það var ekki þegar Ólafur Ragnar gerð­ist flug­þjónn í einka­þotum heldur þegar ég smám saman tók eftir að hann var að tapa úr orða­forða sínum for­nafni sem okkur hinum gagn­ast svo ljóm­andi vel þegar við tölum um okkur sjálf. Einn góðan veð­ur­dag var Ólafur Ragnar hættur að nota orðið „ég“ um egó sitt heldur sagði ævin­lega „For­set­inn“ með stórum staf og greini. Þá taldi ég setu hans á valda­stóli orðna nægi­lega langa.

Ég ótt­ast að minn­ing­arnar um for­seta­tíð Ólafs Ragn­ars verði eins og minn­ingar mínar um verð­lagið á Costa Rica. Þar borg­aði ég fimmtán doll­ara fyrir gist­ingu en sjö doll­ara fyrir vatns­flösku á flug­vell­inum á leið­inni heim. Nú yfir­færi ég ósjálfrátt allar minn­ingar um verð­lag á Costa Rica á vatns­flösku­okrið. Það er hætta á að síð­ustu mán­uð­irnir í valda­tíð Ólafs Ragn­ars verði þeir sem ég man, mán­uð­irnir þegar hann flaug of nærri sólu í vissu sinni um eigin ódauð­leika.

Takk fram­bjóð­endur

Lík­lega mun ég styðja breyt­ingar um auk­inn fjölda und­ir­skrifta að baki for­seta­fram­bjóð­enda. Samt finnst mér eitt­hvað fal­lega íslenskt við að stelpan í næsta húsi bjóði sig fram. Ég vil þakka fram­bjóð­endum fyrir að nenna að leggja meira á sig en við hin til umræð­unnar um þróun for­seta­emb­ætt­is­ins og þar með lýð­ræð­is­ins. Ég þakka sér­stak­lega þeim sem ekki styðj­ast við öfl­ugar mask­ínur fyrir að sýna okkur hvernig hægt er að kom­ast með mál­stað sinn nálægt stórum gjall­ar­hornum sam­fé­lags­ins. Þá vil ég þakka trúðnum sem afhjúpar valdið í þess­ari bar­áttu. Sem sönnum trúði er Elísa­betu Jök­uls­dóttur dauð­ans alvara. Hún leiðir okkur fyrir sjónir hvernig efl­ast má og styrkj­ast með því að horfast í augu við for­tíð­ina. Af henni geta margir lært eins og ég kem að síð­ar.

Ferskur and­blær fylgir Andra, Guðna og Höllu þegar þau tala af vin­semd og virð­ingu um og við hvert ann­að. Ég vildi að þau væru öll með yfir fimm­tíu pró­senta fylgi í skoð­ana­könn­un­um. Gætu þau ekki tekið að sér emb­ættið í sam­ein­ingu? Þau yrðu frá­bær for­seti, Guðni með þekk­ingu sína á for­tíð­inni, Andri sem kann að lesa í fram­tíð­ina og Halla, hinn þraut­þjálf­aði fund­ar­stjóri. Þau yrðu aldrei ein á for­seta­vakt­inni. Af hverju búum við til emb­ætti sem sagt er að þurfi ofur­menni til að sinna? Hvers vegna stofnum við yfir­höfuð til starfa sem eru svo ábyrgð­ar­full að freista þarf umsækj­enda með ofur­laun­um, hlunn­ind­um, kaupauk­um, eft­ir­launum og fall­hlíf­ar­samn­ing­um? Af hverju er slíkum störfum ekki ein­fald­lega skipt á milli fleiri?

Eitt­hvað svo eld­járnskt

Hvernig á ég að ráð­stafa utan­kjör­fund­ar­at­kvæði mínu? Mér líður eins og ég sé að ákveða hvað eigi að vera í mat­inn í fjöl­skyldu­boð­inu. Sumir eru hættir að borða kjöt og vilja ekki Davíð en aðrir eru ekki byrj­aðir í vegan­fæð­inu og fúlsa við Andra. Guðni er hlað­borð þar sem flestir finna eitt­hvað við sitt hæfi. Ég sá honum bregða fyrir á Akur­eyri um dag­inn. Fas hans minnir á Obama, þann fal­lega mann. Það er eitt­hvað alþýð­legt og eld­járnskt við Guðna Th. Jóhann­es­son.

Já, hjarta mitt tekur að hall­ast að Guðna. Það sem hann segir höfðar til heila míns en fram­setn­ingin til hjart­ans. Það fal­lega við for­seta­kjör er að það má velja með hjart­anu. Ég er ein þeirra sem hreifst af Guðna eftir umtal­aðan Kast­ljós­þátt. Ég horfði hissa á jakka­fata­klæddan karl­mann þora að sýna í beinni að hann var undr­andi og særður eins og við hin. Seinna sá ég sama hrekklausa undr­un­ar­svip­inn þegar honum var borið á brýn að hafa kallað okkur fávísa alþýðu. Skýr­ingin fannst í gömlu mynd­bandi þar sem Guðni í hlut­verki fræði­manns tekur sér orðin í munn í aðstæðum þar sem allir heyra gæsalapp­irn­ar. Talandi um orð­notkun held ég að múlattaum­mæli Dav­íðs séu heldur ekki eins for­dóma­full og þau hljóma. Lík­lega hélt um penn­ann skáld sem stenst ekki að nota sterk orð en sér ekki alltaf fyrir afleið­ing­arn­ar. 

Takk Davíð

Ég vil taka upp hansk­ann fyrir Davíð Odds­son eins og hann gerði einu sinni fyrir mig. Ég stóð á tröppum húss í mið­bænum þegar ég missti annan leð­ur­hansk­ann. Bar þar að rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins sem rétti mér hansk­ann og sagði kurt­eis­lega: gjörðu svo vel ung­frú. Ég sagði takk en bætti við í hug­an­um: gamli mað­ur. Þegar ég horfði á eftir honum velti ég fyrir mér af hverju mér finn­ast þau níu ár sem aðskilja okkur í aldri vera ljósár. Lík­lega stafar það af háum valdaldri hans. Hann hefur alltaf verið til sýnis opin­ber­lega. Ég var bara barn þegar hann birt­ist á fjöl­unum í hlut­verki kóngs og síðan hefur hann verið í hlut­verki valds­manns í hverju stykk­inu á fætur öðru. Aum­ingja bless­aður mað­ur­inn, hugs­aði ég þegar ég horfði á eftir honum hoknum af gömlu valdi, ekki vildi ég skipta við hann um for­tíð. 

En ég vil þakka Davíð hug­rekkið að ganga sjálf­vilj­ugur fyrir lands­dóm og auð­velda þjóð­inni upp­gjörið við sig. Davíð er af sumum sagður fórn­ar­lamb hat­urs­orð­ræðu. Það er röng orð­notkun af því að hat­urs­orð­ræða er fag­hug­tak um þá refsi­verðu iðju að kynda undir hatri á minni­hluta­hóp­um. Það er ekki refsi­vert á Íslandi að gagn­rýna vald­hafa þótt vissu­lega sé hvim­leitt hve oft eru notuð til þess hat­urs­full orð. En það er heldur ekki bannað að hata þótt fæstir kjósi að burð­ast með þá erf­iðu til­finn­ingu að gamni sínu. Hatur sam­fé­lags­ins í garð Dav­íðs er kýli sem þarf að stinga á. Þjóð­inni líður ekki betur með það en honum sjálf­um. 

Sjálf íþyngi ég mér ekki með skoð­unum á eðli Dav­íðs og sóma­kennd, fram­komu og gjörðum en hjarta mitt veit að Davíð hefur vondan mál­stað að verja, nýfrjáls­hyggj­una sem kvikn­aði eins og engi­sprettu­far­aldur og eirir engum jöfn­uði. En ég er bjart­sýn í sól­inni og spyr hve langt sé síðan þessi ósköp dundu yfir. Innan við þrjá­tíu ár! Og hvað er langt síðan stefnan strand­aði með hruni? Innan við tíu ár! Það er stuttur tími í lífi þjóð­ar. Innan skamms verða þessi þrjá­tíu ár innan sviga í Íslands­sög­unni. Við furðum okkur á hvernig þetta gat gerst og setjum á svið söng­leik eins og þann um Hunda­dag­ana og kon­ung þeirra á land­inu blá­a. 

Gömul tröll og ljósið

Sól mín sól, þú sækir illa að gömlum tröll­um, syng ég akandi með­fram Dimmu­borg­um. Hingað streyma hund­ruð þús­unda til að sjá nátt­tröll sem þekktu ekki vitj­un­ar­tíma sinn. Við vísum ekki í aldur og kyn þegar við nefnum orðin gamlir valda­karlar heldur til við­horfa sem orðið hafa ljós­inu að bráð. 

Ég hélt að til­gangur Dav­íðs með fram­boði sínu væri að gera þjóð­inni kleift að fyr­ir­gefa hon­um. Ég bjóst ekki við að hann sækti sér ráð­gjafa í Jöt­un­heima heldur hélt ég að hann fyndi fólk eins og Elísa­betu Jök­uls­dóttur sem gæti samið fyrir hann eft­ir­far­andi ræðu: „Vissu­lega gerð­ust hræði­legir atburðir á vakt minni. Ég hef að sjálf­sögðu grann­skoðað þátt minn í atburða­rásinni og dregið af honum lær­dóm. Því kem ég ferskur inn í þessa bar­átt­u.“ Með þessum orðum hefði Davíð opnað sam­tal við þjóð­ina. Í stað­inn sjáum við mann sem segir að helsti kostur sinn sé að við þekkjum galla hans. Eig­in­kona hans lýsir yfir á for­síðu blaðs að hún hafi aldrei sóst eftir neinu. Er hún að ráð­leggja okkur að vera jafn lít­il­þæg og kjósa Davíð sem hefur upp­lýst að hann nenni ekki að sinna flug­freyju­hlut­verki for­seta á alþjóða­vett­vangi heldur ætli að hanga á Bessa­stöðum og bjóða þangað fimmta hverjum manni úr síma­skránni að skoða sig?

Fram­tíðin byrj­aði með blíð­unni í vor. Ég gleðst í birtu og yl, set punkt­inn fyrir aftan efnið og ég held til utan­kjör­fundar að ráð­stafa þessu atkvæði sem er eitt það dýr­mætasta sem ég á. Ég er búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa og ekki að kjósa. Gleymið ekki að mæta á kjör­stað!

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None