Auglýsing

Ísland á að heita besta landið í jafn­rétti kynja. Það segja alla­vega alþjóð­legir staðlar og stoltir ráða­menn á tylli­dög­um. Þegar búið er að leggja saman árangur kvenna í stjórn­mál­um, þátt­töku í atvinnu­lífi, mennt­un, heil­brigð­is­þjón­ustu og efna­hags­legan jöfnuð þykjum við best. Samt er ein­ungis búið að brúa rúm­lega 80 pró­sent af kynja­bil­inu á Íslandi sam­kvæmt Alþjóða­efna­hags­ráð­inu, svo að í raun­inni erum við bara skást. 

Staðan er þessi:

Rík­is­stjórn­inni er stýrt af tveimur körlum, og var lengst af skipuð körlum að meiri­hluta til, þótt nú síð­ustu mán­uði hennar hafi kynja­hlut­föllin verði jöfn. For­seti Alþingis er karl, og for­seti Íslands er karl. Það lítur fátt út fyrir að það muni breyt­ast með kosn­ing­unum um helg­ina.

Kjarn­inn hefur und­an­farin þrjú ár tekið saman stöðu kynj­anna í fjár­mála­geir­an­um, og þar er staðan væg­ast sagt skökk. Í síð­ustu úttekt­inni frá því í vor kom í ljós að af 87 æðstu stjórn­endum fyr­ir­tækja í íslensku fjár­fest­inga- og fjár­mála­kerfi eru sjö kon­ur. 80 karl­ar, sjö kon­ur. Það þýðir níu pró­sent konur og 91 pró­sent karl­ar. 

Auglýsing

Ein kona stýrir banka á Íslandi og ein spari­­­sjóði. Ein kona stýr­ir lána­­fyr­ir­tæki, tvær líf­eyr­is­­sjóð­um, ein Fram­taks­­sjóð­i Ís­lands, og einu skráðu félagi á mark­aði er stýrt af kon­u. Þetta þýðir meðal ann­­ars að engu verð­bréfa­­fyr­ir­tæki er stýrt af konu og engu orku­­fyr­ir­tæki eða óskráðu trygg­inga­­fé­lagi. Sex ­konur eru stjórn­­­ar­­for­­menn í skráðum fyr­ir­tækjum og tíu karl­­ar. Svo er for­­stjóri Kaup­hall­­ar­innar karl, það eru líka seðla­­banka­­stjóri, að­­stoð­­ar­­seðla­­banka­­stjóri og aðal­­hag­fræð­ingur Seðla­­bank­ans. Og þrátt fyrir að lög séu í gildi um að hlut­­föll hvors kyns í stjórnum fyr­ir­tækja með fleiri en 50 starfs­­menn væri að minnsta kosti 40 pró­­sent er það langt frá því að vera til­­­fellið. Í annarri sam­an­­tekt Kjarn­ans kom fram að af 982 stjórn­­­ar­­mönnum í 270 stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins væru 665 karlar og 317 kon­­ur. Það þýðir 32% konur og 68% karl­­ar. Dæmi­­gerður stjórn­­­ar­­maður í íslensku atvinn­u­­lífi er karl­­maður á sex­tugs­aldri. 

Óþol­andi og óásætt­an­legt

Jafn­rétti hefur nefni­lega ekk­ert verið náð á Íslandi frekar en ann­ars staðar og í gær fengum við enn eina harka­lega áminn­ingu um það. Hjá Banda­lagi háskóla­manna jókst kyn­bund­inn launa­munur nefni­lega milli ára. Árið 2016 er það veru­leik­inn hjá háskóla­mennt­uðum kon­um. Þær eru að drag­ast aftur úr þegar allir héldu að þró­unin væri öfug. Það er svo óþol­andi að það nær engri átt. 

Það sem meira er, launa­mun­ur­inn minnkar hjá einka­fyr­ir­tækjum og sjálf­stæðum atvinnu­rek­endum en eykst hjá rík­inu og sveit­ar­fé­lög­um, reyndar með Reykja­vík sem und­an­tekn­ing­u. Stærstu vinnu­veit­endur lands­ins, og þeir sem ættu í raun að vera í far­ar­broddi þegar kemur að þessum mál­um, meta karla meira en kon­ur. 

Það er ofboðs­lega auð­velt og gaman að hreykja sér af jafn­rétt­is­ár­angrinum á tylli­dög­um, vera He for She og einn fremsti karl­femínisti heims­ins og ég veit ekki hvað og hvað. En þetta er samt staðan hjá rík­inu. Karlar fá hærri laun en konur af því að þeir eru karl­ar. 

Þegar þeir sem bera ábyrgð á laga­setn­ingu sem á að tryggja jafn­rétti gera ekki betur en þetta, hvað þá? Við vitum líka að laga­setn­ing dugar ekki til, ann­ars væri jafn­rétti löngu náð, það þarf við­horfs­breyt­ingu til að þetta lag­ist. En þá komum við að því: hvaða trú­verð­ug­leika hafa þessir aðilar þegar þeir hvetja aðra til dáða? 

Launa­jafn­rétti eitt stærsta jafn­rétt­is­málið

Jafn­rétti á vinnu­mark­aði, þar með talið launa­jafn­rétti er eitt stærsta jafn­rétt­is­mál­ið. Launa­jafn­rétti teygir anga sína svo víða, því pen­ingar skipta gríð­ar­legu máli í sam­fé­lag­inu. Ójafn­rétti í launum getur skapað valda­ó­jafn­vægi, hvort sem er inni á vinnu­stöð­um, á heim­ilum eða bara í sam­fé­lag­in­u. 

Bara svo eitt dæmi sé tekið er launa­jafn­rétti for­senda þess að við getum bætt for­eldra­jafn­rétti á Íslandi. Ef við hættum að borga konum minna en körlum eru líkur á því að karlar hætti að sleppa fæð­ing­ar­or­lof­inu sem þeir eiga lög­vernd­aðan rétt á. Ef karlar verja meiri tíma með börn­unum sínum græða all­ir. Ef for­eldrar bera jafn­ari byrðar á heim­il­inu eru líka meiri líkur á því að konur þurfi ekki í eins miklum mæli að vera í hluta­störf­um, sem bæði hefur áhrif á óleið­réttan launa­mun og leið­réttan því ábyrgð kvenna gagn­vart heim­ili er iðu­lega notuð sem afsökun fyrir lægri laun­um. 

Nú þurfa stjórn­völd og sveit­ar­fé­lög að svara til saka. En það er ekki nóg. Það verður að gera eitt­hvað í mál­un­um. Því stjórn­völd geta malað um jafn­rétt­is­mál eins og þau vilja og montað sig af árangrinum á tylli­dög­um, en á meðan svona er staðið að jafn­rétt­is­málum hjá þeim sjálfum verður þetta tal aldrei neitt annað en inn­an­tómt og inni­stæðu­laust hjal. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None