Forseti með fyndinn hatt

Snorri Másson
Snorri Másson
Auglýsing

Í minni tíð hefur ungt fólk jafnan haft góðar ástæður fyrir því að nenna ekki á kjör­stað. Eng­inn séns að hrifsa völdin af Óla, lítið vit í að ómaka sig. Nú er hann far­inn. Það er gomma af fram­bjóð­endum í þetta skipt­ið, þó að þeir kunni að virð­ast mis­hyggi­leg­ir. Við erum með allan skal­ann. Mið­aldra pabb­ar, gamlir gróða­pung­ar, crazy cat ladies og líka bara eðli­legt fólk. Okkur hefur bara vantað ein­hvern alvöru hvata til að koma okkur í þennan kjör­klefa og hann er kom­inn. Við höfum öll heyrt hund­rað sinnum að kosn­inga­réttur sé ekki sjálf­gef­inn en við vitum það alveg. Þó að auð­vitað sé mik­il­vægt að heiðra bar­áttu for­mæðra okkar með því að kjósa, er það ekki næg ástæða. Við þurfum bara ein­hvern almenni­legan til að kjósa. Núna er þetta samt frekar ein­falt reikn­ings­dæmi. Maður þarf ekk­ert að brenna fyrir þessu. Bara velja þann skásta, þess vegna. Ef þú vilt breyt­ing­ar, kjóstu það. Ef þú vilt nýjan Ólaf, kjóstu hann. Á laug­ar­dag­inn eru í alvör­unni fyrstu for­seta­kosn­ingar í tvo ára­tugi þar sem okkar kyn­slóð getur haft áhrif.  Ef þér er sama um kosn­inga­rétt­inn sem þú fékkst í vöggu­gjöf, fínt, slepptu því þá að mæta. En þá afsalarðu þér líka umkvört­un­ar­rétti á Twitter og Face­book næstu fjögur árin. Bannað að kvarta þegar for­seta­bréfin verða í comic sans. Bannað að kvarta þegar for­set­inn mætir í ára­móta­ávarpið með fynd­inn hatt. Bannað að kvarta þegar Bessa­staða­kirkja opnar og strang­lega bannað að kvarta yfir viku­legu tri­bute tón­leik­unum á Bessta­staða­túni. Bannað að kvarta.

 

Auglýsing

Ólafur hefur setið alla mína ævi og hann hefur aldrei skipt mig eða önnur ung­menni neinu máli. Hann var bara þarna. Nú er öldin önn­ur, bók­staf­lega, og mér finnst að allir verði að láta til sín taka. Það er gömul tugga að kjör­sókn ung­menna sé ábóta­vant en sú er raun­in. Sér­stak­lega núna. Við verðum að fatta að það er ekki nóg að væla á Twitt­er, þó að það sé geggj­að. Hér skipta atkvæði okkar raun­veru­legu máli. Ég sjálfur ætla að kjósa Andra Snæ af því að ég vil sjá eitt­hvað ger­ast. Ég skipa þér hins vegar að fara og kjósa það sem þér finnst gáfu­leg­ast. Bara að þú fylgir hjart­anu og kjósir þann eða þá sem gerir landið okkar að betri stað, því það er í alvör­unni ekki langt þangað til við erfum það.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Samfylkingin, Píratar og Viðreisn ætla að fylgjast að við meirihlutamyndun í Reykjavík
Þrír flokkar úr fráfarandi meirihluta ætla að fylgjast að í komandi meirihlutaviðræðum í Reykjavík. Þeir eiga tvo möguleika á meirihlutamyndun en haldi samfylgd flokkanna þá eru engir aðrir mögulegir meirihlutar án þeirra í stöðunni.
Kjarninn 16. maí 2022
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None