Hér verða engin helvítis ferðalok

Ísland er komið úr blazernum. Liðið hefur fullkomnað það að leika ljótan fótbolta og í þeirri fullkomnum felast mikil gæði. Þau gæði sáust á miðvikudaginn og munu sjást aftur á mánudag. Ísland er nefnilega mjög líklega að fara að vinna EM.

Ísland
Auglýsing

Það skal við­ur­kennt að ég bæði dauð­öf­unda og finn til með þeim íslensku stuðn­ings­her­mönnum sem eru núna að ferja sig þvert yfir Frakk­land til Nice. Auð­vitað vilja allir sem hafa tekið þátt í þess­ari ótrú­legu upp­lifun sem EM-æv­in­týri Íslands er vera hér áfram og klára mót­ið. En sárs­auk­inn sem fylgir því að deila litlum vista­verum með þvöl­um, og sífullum vinum og/eða ætt­ingjum með krónískar melt­inga­trufl­anir í enn eina vik­una er aug­ljós­lega far­inn að taka sinn toll af ýms­um. 

Menn (þessi teg­und stuðn­ings­manna eru að lang­mestu leyti menn) sem maður hitti í St. Etienne ferska og sum­ar­lega eru nú orðnir þrútnir og Breta-­sól­brunnir með gler­augna­för. Menn sem eru rétt um þrí­tugt og uppúr líta allt í einu út fyrir að vera 65 ára. Ef maður rekst á þá að morgni þá sést tóm­leik­inn í aug­unum og óveð­ur­skýið hang­andi yfir þeim. Lík­ams­tján­ingin seg­ir: mig langar í heim­il­is­mat sem kostar ekki 20 evrur á túrista­bi­stro, mig langar að sofa í hreinu rúmi en ekki klesstur upp við loðna og aðeins of þunga ferða­fé­lag­ann á ódýrasta hostel­inu sem fannst í Par­ís, mig þyrstir í rútínu hvers­dags­ins.

Auglýsing

En eins og Big-Pete sagði í við­tali teknu á Ölveri við öðling­inn Roger Benn­ett þá er þetta stærsta vík­inga­inn­rás á meg­in­land Evr­ópu síðan á ell­eftu öld. (Senu­þjófn­aður Big Pete er í lok mynd­bands­ins).

Ef frá er skilin sú litla stað­reynd að þessi inn­rás snýst ekki um morð, grip­deildir og kyn­ferð­is­brot heldur að öskra „ÁFRAAAM ÍÍÍÍSSSLAAAANND­DD“ þá er margt sam­eig­in­legt með stuðn­ings­manna­her­mönn­unum og vík­ingum til forna. Á hverjum morgni galla þeir sig upp í súran bún­ing­inn, þröngva fyrsta drykknum inn í lík­amann og ganga svo hreint til verka.

Snittur og glor­yhunt

Það tók smá tíma að jafna sig á von­brigð­unum í Marseille. En það var líka eitt­hvað svo stór­kost­legt við það að eiga „meik or breik“ í París á fimmta stærsta velli Evr­ópu um hvert fram­hald upp­á­halds­fót­bolta­æv­in­týris allra yrði. Ný send­ing af ferskum vinum og ætt­ingjum var á leið­inni til að leggja sitt af mörkum og búist var við fleiri Íslend­ingum á leik­inn gegn Aust­ur­ríki en höfðu verið á hinum tveim­ur.

Eftir því sem árangur íslenska liðs­ins verður áþreif­an­legri þá fjölgar við­hengj­unum sem vilja gera hann að sín­um. Og kjána­legu upp­á­kom­unum í kringum slíkt munu bara verða fleiri á næst­unni. Sú fyrsta í keðju slíkra var sjón­varpað fyr­ir­mannap­artí við Signu­bakka þar sem Siggi Hall henti í snittur og elítan sem mætt er hingað til Frakk­lands gat skálað í kampa­víni í friði frá skrílslátum íslenska bols­ins. Það var 2007 í loft­inu og maður fór ósjálfrátt að hugsa um hvernig heim­koma liðs­ins verð­ur. Ef hún verður eitt­hvað í námunda við kjána­hrolls­hryll­ing­inn sem lend­ing Silf­ur­drengj­anna var eftir Ólymp­íu­leik­anna í ágúst 2008 þá getum við aðdá­endur óþægi­legra aðstæðna farið að hlakka til.

Öllum blaz­erum lagt

Vinur minn átti auka­miða á leik­inn sem hann var til­bú­inn að gefa mér og því ákvað ég að sitja með stuðn­ings­mönn­unum í þetta skiptið frekar en í blaða­manna­stúkunni. Það reynd­ist kór­rétt ákvörð­un, enda slíkt miklu skemmti­legra.

Leik­dag­ur­inn var um margt merki­leg­ur. Þann 22. júní er nefni­lega Mara­dona-­dag­ur­inn og nú voru liðin nákvæm­lega 30 ár síðan að hann nið­ur­lægði Eng­land með and­legri hendi og fár­an­legri tækni. Það boð­aði gott fyrir Ísland.

Ljóst var að Íslend­ing­arnir ætl­uðu ekki að lenda í sama vanda og í Marseille með að kom­ast inn á völl­inn. Það var orðið þétt­setið í íslenska hlut­anum einum og hálfum tíma fyrir leik og und­ir­tekt­irnar með „Ferða­lok­um“, eða hvað sem þetta ung­verska lag heit­ir, voru sterk­ar. Þótt að Aust­ur­rík­is­menn væru rúm­lega 30 þús­und á vell­inum en Íslend­ing­arnir „bara“ tíu þús­und þá var taktur sleg­inn fyrir bar­átt­una strax í fyr­ir­-­leik-­söngn­um. Aust­ur­ríska lagið sem fylgdi á eftir var nefni­lega þurrt, langt og hund­leið­in­legt. Ísland gat alveg átt þessa stúku. Það var rosa­leg sam­staða og sam­hugur hjá Íslend­ing­um. Meira að segja blaz­er­menn­irnir frá því í St. Etienne voru komnir í lands­lið­slit­ina.

Ákveð­inn fersk­leiki fylgdi „nýju“ stuðn­ings­mönn­unum sem mættir voru á sinn fyrsta leik. Og Rík­harður Daða­son, sem átti lík­lega stærstu stund íslenskrar knatt­spyrnu­sögu áður en að núver­andi lands­liðs­hópur varð til, fær þumal upp fyrir að taka svo­kall­aðan Erik Meijer með því að mæta á völl­inn í eigin lands­liðs­peysu (Meijer er frægur fyrir að hafa mætt á úrslita­leik Liver­pool og AC Milan í meist­ara­deild­inni 2005 í Liver­pool-­bún­ing með nafnið Meijer ritað aftan á). Hjörvar Haf­liða­son fær slíkan líka fyrir að taka eina ein­beitt­ustu úr að ofan rifu sem sést hef­ur.

Það var ein­stakt að horfa á hvað öllum þessum Íslend­ingum fannst þetta allt saman ein­stakt. Þeir upp­lifðu sig sem sér­staka, nán­ast útvalda, að fá að sjá þennan leik. Og annar hver þeirra deildi þeirri upp­lifun auð­vitað á sam­fé­lags­miðl­um.

Umsátrið um Ísland

Það er fátt eftir ósagt um leik­inn sjálf­an. Fyrri hálf­leikur var stór­góður að hálfu íslenska liðs­ins. Stuðn­ings­menn­irnir áttu stúk­una og liðið hefði getað skorað fullt af mörk­um. Auð­vitað vorum við heppnir líka, sér­stak­lega þegar Aust­ur­rík­is­menn brenndu af rétt­dæmdu víti og þegar Hann­esi Hall­dórs­syni var ekki refsað fyrir bolta­hangs sem hefði getað endað í hræði­leika. En heilt yfir var þetta ljótur fót­bolti eins og hann ger­ist best­ur. Loka öllum leiðum and­stæð­ing­anna og sækja síðan hratt þegar tæki­færi gefst til. Skalla allt burt og setja alla lausa bolta á hættu­svæðum mjög langt upp í stúku. Íslenska mið­varða­par­ið, Kári Árna­son og Ragnar Sig­urðs­son, hljóta að vera menn móts­ins hingað til. Ekki bara í íslenska lið­inu heldur heilt yfir. What men.

Seinni hálf­leikur var allt öðru­vísi. Aust­ur­ríska umsátrið um Ísland hófst strax. Og 30 þús­und stuðn­ings­menn fóru að skipta máli. Síð­ustu 25 mín­út­urnar þá ríg­hélt ég mér í eitt­hvað hand­rið þar til hend­urnar blán­uðu og var flök­urt af stressi. Sek­úndur liðu eins og mín­útur og hverri snert­ingu okkar manna á bolt­ann inni á vall­ar­helm­ingi and­stæð­ing­anna var fagnað eins og sig­ur­marki. Þegar fersku vara­menn­irnir gerðu það sem þeir gerðu á 94 mín­útu, og fram­kvæmdu þar með magn­að­asta and­ar­tak móts­ins til þessa (sem hefur gert Guð­mund Bene­dikts­son heims­frægan), greip mann ofsa­lega skrýt­inn ham­ur. Ein­hvers konar löm­un­ar­til­finn­ing sem lag­að­ist síðan á skot­stundu þegar adrena­línið skaust upp í haus­inn eins og byssu­kúla. Hér að neðan sést markið upp­tekið af mann­inum við hlið­ina á mér, og sýnir því mitt sjón­ar­horn á það algjör­lega.

Maður gat lítið annað gert en að öskra bara „jááááááá“ síend­ur­tekið og faðmað þvala búka sam­landa sinna í kringum sig til­vilj­un­ar­kennt. Gleðin var svo mikil að maður nennti ekki einu sinni að láta hall­æris­legt glor­yhuntið í for­sæt­is­ráð­herr­an­um, sem mætti inn á grasið til að faðma fót­bolta­menn, fara í taug­arnar á sér.

Hreimur í Landi og sonum hefur lík­lega ekki ímyndað sér þegar hann söng þjóð­há­tíð­ar­lagið árið 2001 að það myndi hljóma á Stade De France ell­efu árum síð­ar, þar sem tíu þús­und Íslend­ingar sungu allir með þessu skelfi­lega leið­in­lega lagi af barns­legri ánægju, fyrir framan heims­byggð­ina alla.

Það eru gæði að vera klár

Það er auð­vitað búið að ræna þessum leik á mánu­dag og klæða hann í ein­hvern íslenskan póli­tískan bún­ing þar sem þetta snýst á ein­hvern afbak­aðan hátt um þorska­stríð, Ices­a­ve, hryðju­verka­lög og Evr­ópu­sam­band­ið. Verði þeim sem verða að skil­greina allt í líf­inu út frá ein­hverjum slíkum mælistikum að því. Mark­mið næstu daga verður að leiða slíka sósu fram­hjá sér. Ég hlakka bara til að horfa á fót­bolta.

Ummæli Danny Mills, lík­lega eins slakasta leik­manns sem leikið hefur fyrir enska lands­lið­ið, um að það íslenska væri lið án gæða, hafa vakið nokkra athygli. Þetta er nefni­lega ein­hvers­konar mantra í fót­bolta­heim­inum sem er síend­ur­tek­in. Að lið sem eru ekki með leik­menn sem búa yfir ofur­hraða eða yfir­burð­ar­tækni, geti ekki gefið 700 send­ingar í leik eða eru með svindl­kalla eins og Gar­eth Bale, skorti gæði. En hvað eru gæði? Það er nefni­lega skil­grein­ing­ar­at­riði.

Íslenska liðið er skipu­lagð­ara, skyn­sam­ara og harð­ara en öll önnur lið í þess­ari keppni. Það að geta bætt upp fyrir skort á ofur­kröftum með því að nýta hvern ein­asta eig­in­leika sem þú hefur til hins ítrasta, það eru gæði. Að geta notað höf­uðið til að hugsa sig út úr aðstæðum þar sem lík­am­legar tak­mark­anir eru til stað­ar, það eru gæði. Það getur hver sem er verið með góða tækni, en það getur ekki hver sem er verið klár. Það eru gæði að vera ekki heimsk­ur.

Prent­aðu það

Áætl­aðri veru minni á EM er lok­ið. Heim­ferð er fyr­ir­huguð á morg­un, laug­ar­dag. Það skal við­ur­kennt að haus­inn fór á fullt við að reyna að finna leiðir sem gætu skilað mér til Nice í stað Reykja­víkur á mánu­dag, sem fælu ekki í sér blöndu af gjald­þroti og skiln­aði. En með því að beita skyn­sem­inni, eða sjálfs­blekk­ing­unni, sann­færði ég sjálfan mig um að það væri taktískur afleikur að fara þang­að. Þetta verður nefni­lega ekki síð­asta leikur Íslands á þessu móti. Eftir að við vinnum Eng­land eigum við þrjá aðra eft­ir. Og þá er best að stefna á nýja utan­för þegar kemur að úrslita­leikn­um.

Líkt og Big-Pete sagði við Roger Benn­ett þá er Ísland nefni­lega að fara að vinna þessa Evr­ópu­keppni. „YOU CAN PRINT THAT!“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None