Auglýsing

Það er bjart yfir nýja for­set­anum okkar og fjöl­skyldu hans. Loks­ins börn, vor og líf á Bessa­stöðum og drengi­leg mann­eskja í emb­ætt­inu sem fólk er upp til hópa ánægt með – að minnsta kosti enn sem komið er – líka margir sem kusu ein­hvern annan en Guðna, eins og þessir sjö, vinir og fjöl­skyldu­með­lim­ir, sem ég hitti á sunnu­dag­inn og kváð­ust allir hafa kosið ein­hvern annan en væru samt hæstá­nægðir með Guðna. Reyndar er svo­lítið gaman að þessu dálæti fólks á honum – Guðna sín­um. 

Við mæðginin röltum að heim­ili Guðna og Elizu á sunnu­dag­inn þar sem fólk fagn­aði fjöl­skyld­unni og ein­hver hafði á orði að nú vant­aði sár­lega lúðra­sveit. En þó að þarna væri engin lúðra­sveit þá sveif fal­lega alþýð­legur hátíð­leiki yfir vötnum og fimm ára sonur minn vand­aði sig við að lag­færa hip­stera­hatt­inn á hausnum áður en hann klapp­aði ákaft fyrir fram­tíð­inni, eins og allir hin­ir. 

Ýmsar raddir

Síð­asta spöl­inn í kosn­inga­bar­átt­unni voru ýmsir (m.a. und­ir­rit­uð) farnir að hafa á orði þeim þætti Guðni óþarf­lega passív­ur, hann færi jafn­vel dult með skoð­anir sínar og stein­inn tók úr síð­asta kvöldið fyrir kosn­ingar þegar mörgum þótti hann fara heldur ein­dregið jákvæðum orðum um Brex­it. Aðrir bentu á að Guðni hefði þurft að sæta ómak­legri gagn­rýni Dav­íðs Odds­sonar út af Evr­ópu­sam­band­inu og svarið hefði átt að snúa upp á þá gagn­rýn­i. 

Auglýsing

Þeir voru líka ófáir sem bentu á bækur hans og fræði­manna­störf til marks um að þarna færi engin skoð­ana­dula. Og strax dag­inn eftir að úrslitin í for­seta­kosn­ing­unum urðu ljós voru ein­hverjir Face­book-vinir á því að þarna væri Guðni aftur kom­inn í sitt reffi­lega frum­el­em­ent; orð­inn gamli, góði Guðn­i. 

Hvernig verða næstu kosn­ing­ar?

Það verður for­vitni­legt að fylgj­ast með Guðna í þessu starfi sem allir hafa skoð­anir á. Hann virð­ist vera vand­aður og hóg­vær maður með bein í nef­inu og jafn­vel þó að maður hefði viljað sjá hann grípa bolt­ann á lofti og ræða ýmis mál sem lúta að brýnum umhverf­is­málum við Andra Snæ og að sama skapi bera á borð marg­þætt­ari grein­ingu á Brex­it, sem hefur meðal ann­ars verið knúið áfram af var­huga­verðum þjóð­ern­is­öflum sem eiga rætur sínar í hættu­lega öflugri undir­öldu í stjórn­málum Evr­ópu, þá er kannski ómak­legt að bauna á fólk á síð­ustu metr­unum í kosn­inga­bar­áttu sem náði aldrei því marki að verða mál­efna­lega djúp. 

Kannski af því að það voru svo margir í fram­boði en þó helst vegna þess að það er eng­inn þáttur helg­aður stjórn­málum í sjón­varp­inu, þáttur þar sem ein spurn­ing leiðir af sér þá næstu – og svo fram­veg­is. Þar sem við­mæl­endur þurfa að taka for­tíð­ina með í reikn­ing­inn þegar þeir tala um fram­tíð­ina, kafa á djúpið í svörum sínum og spila rök­ræðu­borð­tennis við aðra við­mæl­end­ur.  

Nú líður (von­andi) senn að alþing­is­kosn­ing­um, þeir sem ég hef spurt síðan ég kom til lands­ins virð­ast nokkuð vissir í sinni sök að það verði kosin ný rík­is­stjórn í haust. En maður spyr sig. Á að blása aftur til kosn­inga án þess að for­svars­menn Rík­is­sjón­varps­ins fari á stúf­ana til að finna hæft fólk til að stýra alvöru þætti um stjórn­mál? 

Ótta­stjórnun

Um dag­inn hitti ég mann­eskju sem er vel kunnug inn­an­búð­ar­málum í Efstaleitinu og spurði við­kom­andi út í þennan átak­an­lega skort á þætti í öfl­ug­asta fjöl­miðl­inum um það sem þó ræður lífs­kjörum okkar og fram­tíð: stjórn­mál bæði hér heima og á alþjóða­vett­vang­i. 

Þessi ágæti aðili setti upp kynd­ugan svip og lækk­aði eilítið róm­inn þegar hann svar­aði eitt­hvað á þessa leið: Það verður bara að segj­ast eins og er, að það er svo mik­ill ótti hér inn­an­húss við enn eina árás­ina á Rík­is­út­varpið að mönnum finnst ekki á það hætt­andi að byrja núna með slíkan þátt. 

Ef satt skal segja hef ég aldrei heyrt brýnni ástæðu fyrir slíkum þætti. Því hvað er eggið og hvað er hæn­an? Ef stjórn­völd þagga óbeint niður í allri alvöru umræðu í Rík­is­út­varp­inu hver á þá að standa vörð um ólíkar en gagn­rýnar raddir þjóðar og pall­borð þeirra? Áger­ist þá ekki bara ótta­stjórnun yfir­valda þangað til sér ekki fyrir end­ann á henn­i? 

En sem betur fer eru kosn­ingar í haust – og við erum loks­ins búin að fá nýjan for­seta sem markar enda­lok tíma­bils þar sem gamlir kóngar virt­ust öllu ráða – svo ég ætla að leyfa mér að vera von­glöð. 

Stærsta gjöfin

Samt, á sama tíma, von­ast ég svo inni­lega til þess að þeir sem fara með stjórn­ina í Rík­is­út­varp­inu rífi sig úr viðjum hinnar ósýni­legu rit­skoð­un­ar, kalli til sitt hæf­asta fólk, bæði utan stofn­un­ar­innar og innan henn­ar, og búi til nýjan þátt um stjórn­mál til að senda út að minnsta kosti einu sinni í viku, bæði fyrir og eftir kosn­ing­ar. Öðru­vísi verða þessar kosn­ingar aldrei vit­rænar og það er ekki seinna vænna en að byrja núna.

Rík­is­út­varpið hefur þá einu skyldu að þjóna þjóð­inni og þetta er stærsta gjöfin sem það getur gefið henni, hlut­laus vett­vangur þar sem ólíkar raddir kryfja allt sem við­kemur lífs­kjörum hennar og sam­bandi við umheim­inn.

Þeir sem vita ekki betur en að saka rödd­ina okk­ar, Rík­is­út­varp­ið, um hlut­drægni afhjúpa fátæk­lega heims­mynd. Þeir hinir sömu ættu að gefa því séns að nýta fleiri tungu­mál í dag­legu lífi og venja sig á að hlusta á umræðu í skand­in­av­ískum, þýskum og breskum sjón­varps­þátt­um. Vit­rænar umræður sem þaul­reyndir spyrlar leiða og leyfa þá öllum röddum að heyr­ast og afhjúpa sig um leið.

Gall­inn er bara sá að í hvert skipti sem maður horfir á góð­an  umræðu­þátt á danskri eða þýskri sjón­varps­stöð hellist yfir mann eymsla­til­finn­ing yfir því að Íslend­ingar skuli vera sviknir um annað eins. 

Við höfum nóg af vatni og fiski til að vera heil­brigð en við þurfum líka að vera heil­brigð í hugsun og til þess að vera það þurfum við að lifa við upp­lýsta, líf­lega, djarfa, leit­andi, fjöl­breytta, hug­aða, marg­slungna og lýð­ræð­is­lega umræðu alla daga, alltaf. 

Full­nægja hug­ans

Reyndar er nóg af fólki hér á landi til­búið til að segja að það hafi heyrt allt sem það þurfti að heyra í nýliðnum kosn­ing­um, sam­tín­ing úr hinum og þessum miðl­um, og að það fái ábyggi­lega að heyra nóg fyrir næstu. Við allt það ofur nægju­sama fólk vil ég segja: Þið vitið ekki af hverju þið missið! Hug­ur­inn fær ekki full­nægju nema upp­lifa örvun úr ólíkum áttum á sama augna­blik­inu, nokkuð sem sjón­varpið getur miðlað á ein­stakan hátt.

En, nóg um tuð, við státum af glæ­nýjum for­seta, íslenska karla­lands­liðið í fót­bolta er búið að fanga und­urfagrar stjörnur á him­in­hvolf­inu sem engan óraði fyrir að væru innan seil­ing­ar, bráðum verður ný rík­is­stjórn kos­in, úti er fal­leg­asti tím­inn á árinu og fugl­arnir vekja okkur – það vantar bara bita­stæðan þátt um stjórn­mál í Rík­is­út­varp­in­u. 

Og það sem allra fyrst, því nú eru nýir tím­ar. Vor á Bessa­stöð­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None