Áhyggjudúkkur á leið í kosningar

Auglýsing

Í upp­hafi 21. ald­ar, þegar ártalið 2000-og eitt­hvað hljóm­aði ennþá eins og í vís­inda­skáld­sögu, gaf Steinar Bragi út skáld­sög­una Áhyggju­dúkkur hjá bóka­for­lag­inu Bjarti – sem var þá smartasta bóka­for­lag­ið, rétta galla­buxna­merkið fyrir rit­höf­und að merkja sig með. Og ekki að ástæðu­lausu því hjá Snæja í Bjarti virt­ist eitt­hvað nýtt stöðugt vera í fæð­ingu og þar var eft­ir­sókn­ar­vert að vera meðan hippa­legi for­leggj­ar­inn leit­aði að klinki í vös­unum þegar hann mætti höf­und­unum sínum á götu. Seinna varð hinn hippa­legi Snæji – sem var eitt­hvað allt annað en hippi – að áber­andi far­sælum bóka­út­gef­anda í Kaup­manna­höfn þar sem hann söls­aði undir sig alþjóð­lega met­sölu­höf­unda af fádæma við­skipta­viti, dönskum for­leggj­urum til tölu­verðrar mæð­u. Allt átti jú eftir að breyt­ast svo mik­ið, árið 2000- og eitt­hvað, og eftir á séð virð­ist manni Steinar Bragi hafa verið að hlæja að hinum grun­lausu þegar hann skrif­aði Áhyggju­dúkk­ur. Öllum full­orðnu jóla­börn­unum sem trítl­uðu græsku­laus um í jólainn­kaup­unum og létu pakka inn jóla­gjöf­unum fyrir sig í íslensku ­deild­inni í Bóka­búð Máls og menn­ing­ar, mar­íneruð í syk­ur­sætri lífs­sýn áranna níu­tíu og eitt­hvað; trúnni á að héðan í frá yrði heim­ur­inn á enda­lausri upp­leið.  

Auglýsing

Hryll­ing­ur­inn í hvers­deg­inum

Sögu­svið bók­ar­innar er téð bóka­búð og næsta nágrenni í mestu jóla­ösinni, hún ger­ist á nokkrum klukku­stundum og sögu­hetj­urnar eru marg­ar, það er stöðugt farið úr einum kolli yfir í annan í and­rúms­lofti þrungnu jólastemn­ingu, sódómu, björtum engla­röddum og óhugn­að­i.  Þannig er hún miklu frekar til­finn­ing en saga. Verkið er blend­ingur af eins ólíkum skáld­sögum og Býkúp­unni eftir Camilo José Cela og Aula­banda­lag­inu eftir John Kenn­edy Toole – en þó fyrst og fremst eitt­hvað sem gæti aðeins orðið til í koll­inum á Stein­ari Braga; afmörk­uðu svæði þar sem ein­stök sam­setn­ing öreind­anna lýsir upp hryll­ing­inn í hvers­deg­in­um. 

Ef ég fer rangt með eitt­hvað í lýs­ing­unum á þess­ari bók er það vegna þess að ég hef ekki meikað að opna hana síð­an. Hún fylgir mér samt ennþá svo jólin verða aldrei söm. Hún afmeyjaði jólin – svo þau urðu gredda græðginn­ar.

Ógnin fær­ist nær

Öll mín ung­lingsár vann ég í jóla­frí­inu við að afgreiða bækur í Bóka­búð Máls og menn­ing­ar. Jólin voru jóla­bóka­flóðið fyrir mér; stemn­ingin í bóka­búð­inni seint á Þor­láks­messu­kvöldi. Þangað til Steinar fyllti leik­sviðið af ­fólk­inu sem ég ­kjaft­aði góð­lát­lega við yfir búð­ar­borðið og bauð gleði­leg jól – nema í bók­inni var það ýmist í kyn­lífs­org­íum, fullt af greddu & græðgi, barns­lega hégóm­legt eða á tali við afgreiðslu­mann með sjúk­legan áhuga á hinum alræmdu fjöldamorð­ingj­um, West-hjón­un­um; að því virt­ist venju­leg hjón í Englandi, Fred og Ros­emary, sem dund­uðu sér við að myrða fólk mitt í hvunn­dags­venj­un­um. Eitt­hvað á þessa leið var bók­in. Gott ef það var ekki úlfa­hjörð á leið til borg­ar­inn­ar, ógn sem færð­ist stöðugt nær og bár­ust óljósar fregnir af í sjón­varp­inu. Í dag er ég ekki viss um hvort úlfa­hjörðin hafi verið í bók­inni eða hvort upp­lifun mín af bók­inni bjó til úlfa­hjörð­ina. En það breytir ekki því að úlfa­hjörðin sækir ítrekað á mig. Ég hugs­aði um hana í Hrun­inu þegar lyfja­skortur blasti við eða þegar Ices­ave vom­aði yfir okk­ur, rétt eins og ég hafði hugsað um hana þegar fregnir af fuglaflens­unni tröll­riðu okk­ur.  Til­hugs­unin um mögu­lega ógn veldur kvíða og um leið birt­ist másandi úlfa­hjörðin á hraða­hlaup­um.

Úlfar í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um 

Úlfa­hjörðin hefur verið svo ágeng síð­ustu mán­uði að það jaðrar við þrá­hyggju. Varla að maður opni net­ið, dag­blað eða kveiki á sjón­varp­inu að úlfa­hjörð­in birtist ekki í sjón­hend­ingu. Í þýsku frétt­unum brosir lag­leg frauka – Frauke Petry – með snotra klipp­ingu í smekk­legri dragt. Af mynd­inni að dæma sjar­mer­andi kona með syfju­legt augna­ráð og vina­legt bros en er í raun for­maður öfga­flokks­ins AFD, flokki sem mælti með því að skjóta á flótta­fólk við landa­mær­in. Hún brosir því flokk­ur­inn er á hraðri sigl­ingu. Hver veit nema hún gæti orðið kansl­ari einn dag­inn? Já, úlfa­hjörðin er á stöðugri hreyf­ing­u. Í Banda­ríkj­unum er helst í fréttum að hvirf­il­bylur nálgast: Don­ald Trump gæti orðið for­seti heims­ins – þó að opin­ber­anir síð­ustu daga hafi dregið tals­vert úr lík­unum á því er mögu­leik­inn ennþá til stað­ar. 

Mann­hat­ari með alla helstu eig­in­leika ein­ræð­is­herra. Í sjón­varp­inu eru stöðugt sagðar fréttir af honum um leið og skýr­ing­ar­myndir af hvirf­il­byl, sem tor­tímir öllu sem á vegi hans verð­ur, sjást s­mækk­aðar í horn­inu. Hvirf­il­byljum á eftir að fjölga, þeir eiga eftir að fara víðar og verða meiri – verði ekk­ert að gert til að sporna við loft­lags­meng­un, segja vís­inda­menn. En Don­ald Trump hvetur fólk til að hræð­ast Mexík­ana og fólk kennt við trú á Múhameð frekar en nátt­úru­öfl, svipað og Frauke Petry sem gerir Grýlu úr litlu barni á flótta undan dauð­an­um.

Hvern hefði órað fyrir vin­sældum þess­ara fram­bjóð­enda þegar við skál­uðum fyrir því að öld öfganna væri liðin – búin að heyra svo mikið um ­seinni heims­styrj­öld­ina að hún var orðin klisja.

Snáka­olía

En það eru ekki bara úlf­arnir sem hreyfast. Allur heim­ur­inn er á hreyf­ingu. Valda­hlut­föll fær­ast til, stjórn­skipu­lag það sem við köllum lýð­ræði á víða á bratt­ann að sækja og á svo marga vegu, fólks­flutn­ingar eru bensín í popúlistapóli­tík og breyt­ingar sem fylgja bæði sam­runa menn­ing­ar­heima og ævin­týra­lega miklum tækni­fram­förum virð­ast valda ótta við að glata því gamla; ver­öld sem var og fólk þekkti (eða fannst það þekkja). Þessi ótti gerir marga ginn­keypta fyrir grunn­hyggn­um snáka­ol­íu­ræðum fram­bjóð­enda öfga­flokka í helstu lýð­ræð­is­ríkjum heims­ins – sem fá enda­laust for­síður fjöl­miðl­anna. 

Heim­ur­inn á morgun verður allt annar heimur en við héldum að hann yrði um það leyti sem Bill Clinton og Mon­ica Lewin­sky voru helsta frétta­efni heims­ins. Hann er að vissu leyti betri, í fjöl­miðlum dags­ins í dag birt­ast greinar um Lewin­sky sem fórn­ar­lamb feðra­veldis og net­ein­elt­is, hug­tök sem fæstir þekktu þarna níu­tíu og eitt­hvað. En það breytir ekki því að óvissan er svo mikil að okkur sundlar ef við lítum ofan í hyl­dýpi henn­ar. Þunga­vigtar breyt­ingar í heim­inum slíkar að þörfin fyrir ábyrgð­ar­fulla, ­gagn­sæj­a ­stjórn­ar­hætti helst í hendur við þörf­ina fyrir vand­aða, gagn­rýna og marg­þætta fjöl­miðlun og vex með hverjum deg­inum sem líð­ur.

Dallas í hverri viku

Mitt í allri þess­ari óvissu hefur kast­ljós flestra íslenskra fjöl­miðla, dag eftir dag, beinst að inn­an­flokksá­tökum í Fram­sókn­ar­flokkn­um. Litlum flokki í eilífri odda­stöðu. Sem þrátt fyrir smæð sína hefur plægt jarð­veg­inn fyrir svo inn­gróna hags­munapóli­tík að það mun taka næstu kyn­slóðir ára­tugi að hreinsa burt arf­a­nn, fái þær tæki­færi til þess. 

Auð­vitað klikkum við áköf á þessar fréttir og fylgj­umst með lit­ríkum karakt­erum í Fram­sókn af svip­aðri græðgi og for­eldrar manns biðu eftir næsta Dallasþætti þegar ég var lít­il. Það er jú og verður alltaf spenn­andi að fylgj­ast með mein­göll­uðu fólki með of mikla pen­inga og of mikil völd. 

Við verðum að vita allt um Sig­mund Davíð og fylg­is­menn hans norður í landi hjá flokki sem hefur verið stjórnað úr ein­hverju kaup­fé­lagi, að mati jarð­bundn­asta fólks. Fylg­is­menn hans eru enda áhuga­verð­ir, fólk sem virð­ist hafa lesið yfir sig af Íslend­inga­sög­unum – ef það hefur þá yfir höfuð lesið eitt­hvað annað en les­enda­bréf Morg­un­blaðs­ins. 

Fólk í fréttum

Maður les stans­laust um þetta fólk og veit innst inni (þrátt fyrir Davíð Odds­son og allt það) að árið níu­tíu og eitt­hvað hefði hug­myndin ein þótt fárán­leg að stjórn­mála­menn sem hög­uðu sér svona skringi­lega, svo vægt sé til orða tek­ið, gætu orðið eins vold­ugir í unga lýð­veld­inu og raun bar vitni á nýliðnu kjör­tíma­bil­i. 

Les fregnir af póli­tík eins og dálk­inn Fólk í fréttum – því þetta er nán­ast orðið hið eitt og sama. Skemmtifréttir af fólki að gera lygi­lega fárán­lega hluti. En frétt­irnar eru ekki bara frétt­ir, þær eru þess megn­ugar að búa til heims­mynd og skapa þannig veru­leika. Það veit til dæmis Pútín og nýtir sér fjöl­miðla óspart til að lita heims­mynd borg­ar­anna, bæði í Rúss­landi og utan þess. Og það veit líka Don­ald Trump.

Enda­laus frétta­flutn­ingur af Fram­sókn skrum­skælir veru­leik­ann svo að okkar marg­slungna sam­fé­lag virð­ist hring­snú­ast um flokk­inn – og gerir það á end­an­um. Allt verður ankanna­legt og kosn­ing­arnar framundan martraða­kennd­ar, rétt eins og jólainn­kaupin eftir lest­ur­inn á Áhyggju­dúkk­um. 

Allt getur gerst

Raunar er stjórn­mála­menn­ingin orðin frekar furðu­leg eftir kjör­tíma­bil þar sem fárán­leg spill­ing­ar­mál stjórn­mála­manna hafa fengið að dumma á lágum hita og fólk í rík­is­stjórn­ar­flokk­unum hefur ítrekað sagt hluti sem sæma ekki ráða­mönnum í lýð­ræð­is­ríki – ým­is­legt sem stenst ekki nán­ari skoðun – en samt fengið að kom­ast upp með það. Fyrir vikið hætta stjórn­málin að meika sens. Þau verða rugl. Og eftir nokkrar vikur getur allt gerst. Allt. 

Áhyggju­dúkk­urnar gætu vaknað upp í martröð, mitt í öllum dægi­lega vana­gang­in­um, við það að tvö eft­ir­læti fjöl­miðl­anna – sem eiga það sam­eig­in­legt að víla ekki fyrir sér að hag­ræða stað­reyndum á opin­berum vett­vangi – verði orðin nægi­lega vel nærð af athygl­inni til að fagna sigri: Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son orð­inn fjár­mála­ráð­herra. Og Don­ald Trump for­seti Banda­ríkj­anna. 

Þá verða úlf­arnir komnir til byggða. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiSleggjan
None