Áhyggjudúkkur á leið í kosningar

Auglýsing

Í upp­hafi 21. ald­ar, þegar ártalið 2000-og eitt­hvað hljóm­aði ennþá eins og í vís­inda­skáld­sögu, gaf Steinar Bragi út skáld­sög­una Áhyggju­dúkkur hjá bóka­for­lag­inu Bjarti – sem var þá smartasta bóka­for­lag­ið, rétta galla­buxna­merkið fyrir rit­höf­und að merkja sig með. Og ekki að ástæðu­lausu því hjá Snæja í Bjarti virt­ist eitt­hvað nýtt stöðugt vera í fæð­ingu og þar var eft­ir­sókn­ar­vert að vera meðan hippa­legi for­leggj­ar­inn leit­aði að klinki í vös­unum þegar hann mætti höf­und­unum sínum á götu. Seinna varð hinn hippa­legi Snæji – sem var eitt­hvað allt annað en hippi – að áber­andi far­sælum bóka­út­gef­anda í Kaup­manna­höfn þar sem hann söls­aði undir sig alþjóð­lega met­sölu­höf­unda af fádæma við­skipta­viti, dönskum for­leggj­urum til tölu­verðrar mæð­u. Allt átti jú eftir að breyt­ast svo mik­ið, árið 2000- og eitt­hvað, og eftir á séð virð­ist manni Steinar Bragi hafa verið að hlæja að hinum grun­lausu þegar hann skrif­aði Áhyggju­dúkk­ur. Öllum full­orðnu jóla­börn­unum sem trítl­uðu græsku­laus um í jólainn­kaup­unum og létu pakka inn jóla­gjöf­unum fyrir sig í íslensku ­deild­inni í Bóka­búð Máls og menn­ing­ar, mar­íneruð í syk­ur­sætri lífs­sýn áranna níu­tíu og eitt­hvað; trúnni á að héðan í frá yrði heim­ur­inn á enda­lausri upp­leið.  

Auglýsing

Hryll­ing­ur­inn í hvers­deg­inum

Sögu­svið bók­ar­innar er téð bóka­búð og næsta nágrenni í mestu jóla­ösinni, hún ger­ist á nokkrum klukku­stundum og sögu­hetj­urnar eru marg­ar, það er stöðugt farið úr einum kolli yfir í annan í and­rúms­lofti þrungnu jólastemn­ingu, sódómu, björtum engla­röddum og óhugn­að­i.  Þannig er hún miklu frekar til­finn­ing en saga. Verkið er blend­ingur af eins ólíkum skáld­sögum og Býkúp­unni eftir Camilo José Cela og Aula­banda­lag­inu eftir John Kenn­edy Toole – en þó fyrst og fremst eitt­hvað sem gæti aðeins orðið til í koll­inum á Stein­ari Braga; afmörk­uðu svæði þar sem ein­stök sam­setn­ing öreind­anna lýsir upp hryll­ing­inn í hvers­deg­in­um. 

Ef ég fer rangt með eitt­hvað í lýs­ing­unum á þess­ari bók er það vegna þess að ég hef ekki meikað að opna hana síð­an. Hún fylgir mér samt ennþá svo jólin verða aldrei söm. Hún afmeyjaði jólin – svo þau urðu gredda græðginn­ar.

Ógnin fær­ist nær

Öll mín ung­lingsár vann ég í jóla­frí­inu við að afgreiða bækur í Bóka­búð Máls og menn­ing­ar. Jólin voru jóla­bóka­flóðið fyrir mér; stemn­ingin í bóka­búð­inni seint á Þor­láks­messu­kvöldi. Þangað til Steinar fyllti leik­sviðið af ­fólk­inu sem ég ­kjaft­aði góð­lát­lega við yfir búð­ar­borðið og bauð gleði­leg jól – nema í bók­inni var það ýmist í kyn­lífs­org­íum, fullt af greddu & græðgi, barns­lega hégóm­legt eða á tali við afgreiðslu­mann með sjúk­legan áhuga á hinum alræmdu fjöldamorð­ingj­um, West-hjón­un­um; að því virt­ist venju­leg hjón í Englandi, Fred og Ros­emary, sem dund­uðu sér við að myrða fólk mitt í hvunn­dags­venj­un­um. Eitt­hvað á þessa leið var bók­in. Gott ef það var ekki úlfa­hjörð á leið til borg­ar­inn­ar, ógn sem færð­ist stöðugt nær og bár­ust óljósar fregnir af í sjón­varp­inu. Í dag er ég ekki viss um hvort úlfa­hjörðin hafi verið í bók­inni eða hvort upp­lifun mín af bók­inni bjó til úlfa­hjörð­ina. En það breytir ekki því að úlfa­hjörðin sækir ítrekað á mig. Ég hugs­aði um hana í Hrun­inu þegar lyfja­skortur blasti við eða þegar Ices­ave vom­aði yfir okk­ur, rétt eins og ég hafði hugsað um hana þegar fregnir af fuglaflens­unni tröll­riðu okk­ur.  Til­hugs­unin um mögu­lega ógn veldur kvíða og um leið birt­ist másandi úlfa­hjörðin á hraða­hlaup­um.

Úlfar í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um 

Úlfa­hjörðin hefur verið svo ágeng síð­ustu mán­uði að það jaðrar við þrá­hyggju. Varla að maður opni net­ið, dag­blað eða kveiki á sjón­varp­inu að úlfa­hjörð­in birtist ekki í sjón­hend­ingu. Í þýsku frétt­unum brosir lag­leg frauka – Frauke Petry – með snotra klipp­ingu í smekk­legri dragt. Af mynd­inni að dæma sjar­mer­andi kona með syfju­legt augna­ráð og vina­legt bros en er í raun for­maður öfga­flokks­ins AFD, flokki sem mælti með því að skjóta á flótta­fólk við landa­mær­in. Hún brosir því flokk­ur­inn er á hraðri sigl­ingu. Hver veit nema hún gæti orðið kansl­ari einn dag­inn? Já, úlfa­hjörðin er á stöðugri hreyf­ing­u. Í Banda­ríkj­unum er helst í fréttum að hvirf­il­bylur nálgast: Don­ald Trump gæti orðið for­seti heims­ins – þó að opin­ber­anir síð­ustu daga hafi dregið tals­vert úr lík­unum á því er mögu­leik­inn ennþá til stað­ar. 

Mann­hat­ari með alla helstu eig­in­leika ein­ræð­is­herra. Í sjón­varp­inu eru stöðugt sagðar fréttir af honum um leið og skýr­ing­ar­myndir af hvirf­il­byl, sem tor­tímir öllu sem á vegi hans verð­ur, sjást s­mækk­aðar í horn­inu. Hvirf­il­byljum á eftir að fjölga, þeir eiga eftir að fara víðar og verða meiri – verði ekk­ert að gert til að sporna við loft­lags­meng­un, segja vís­inda­menn. En Don­ald Trump hvetur fólk til að hræð­ast Mexík­ana og fólk kennt við trú á Múhameð frekar en nátt­úru­öfl, svipað og Frauke Petry sem gerir Grýlu úr litlu barni á flótta undan dauð­an­um.

Hvern hefði órað fyrir vin­sældum þess­ara fram­bjóð­enda þegar við skál­uðum fyrir því að öld öfganna væri liðin – búin að heyra svo mikið um ­seinni heims­styrj­öld­ina að hún var orðin klisja.

Snáka­olía

En það eru ekki bara úlf­arnir sem hreyfast. Allur heim­ur­inn er á hreyf­ingu. Valda­hlut­föll fær­ast til, stjórn­skipu­lag það sem við köllum lýð­ræði á víða á bratt­ann að sækja og á svo marga vegu, fólks­flutn­ingar eru bensín í popúlistapóli­tík og breyt­ingar sem fylgja bæði sam­runa menn­ing­ar­heima og ævin­týra­lega miklum tækni­fram­förum virð­ast valda ótta við að glata því gamla; ver­öld sem var og fólk þekkti (eða fannst það þekkja). Þessi ótti gerir marga ginn­keypta fyrir grunn­hyggn­um snáka­ol­íu­ræðum fram­bjóð­enda öfga­flokka í helstu lýð­ræð­is­ríkjum heims­ins – sem fá enda­laust for­síður fjöl­miðl­anna. 

Heim­ur­inn á morgun verður allt annar heimur en við héldum að hann yrði um það leyti sem Bill Clinton og Mon­ica Lewin­sky voru helsta frétta­efni heims­ins. Hann er að vissu leyti betri, í fjöl­miðlum dags­ins í dag birt­ast greinar um Lewin­sky sem fórn­ar­lamb feðra­veldis og net­ein­elt­is, hug­tök sem fæstir þekktu þarna níu­tíu og eitt­hvað. En það breytir ekki því að óvissan er svo mikil að okkur sundlar ef við lítum ofan í hyl­dýpi henn­ar. Þunga­vigtar breyt­ingar í heim­inum slíkar að þörfin fyrir ábyrgð­ar­fulla, ­gagn­sæj­a ­stjórn­ar­hætti helst í hendur við þörf­ina fyrir vand­aða, gagn­rýna og marg­þætta fjöl­miðlun og vex með hverjum deg­inum sem líð­ur.

Dallas í hverri viku

Mitt í allri þess­ari óvissu hefur kast­ljós flestra íslenskra fjöl­miðla, dag eftir dag, beinst að inn­an­flokksá­tökum í Fram­sókn­ar­flokkn­um. Litlum flokki í eilífri odda­stöðu. Sem þrátt fyrir smæð sína hefur plægt jarð­veg­inn fyrir svo inn­gróna hags­munapóli­tík að það mun taka næstu kyn­slóðir ára­tugi að hreinsa burt arf­a­nn, fái þær tæki­færi til þess. 

Auð­vitað klikkum við áköf á þessar fréttir og fylgj­umst með lit­ríkum karakt­erum í Fram­sókn af svip­aðri græðgi og for­eldrar manns biðu eftir næsta Dallasþætti þegar ég var lít­il. Það er jú og verður alltaf spenn­andi að fylgj­ast með mein­göll­uðu fólki með of mikla pen­inga og of mikil völd. 

Við verðum að vita allt um Sig­mund Davíð og fylg­is­menn hans norður í landi hjá flokki sem hefur verið stjórnað úr ein­hverju kaup­fé­lagi, að mati jarð­bundn­asta fólks. Fylg­is­menn hans eru enda áhuga­verð­ir, fólk sem virð­ist hafa lesið yfir sig af Íslend­inga­sög­unum – ef það hefur þá yfir höfuð lesið eitt­hvað annað en les­enda­bréf Morg­un­blaðs­ins. 

Fólk í fréttum

Maður les stans­laust um þetta fólk og veit innst inni (þrátt fyrir Davíð Odds­son og allt það) að árið níu­tíu og eitt­hvað hefði hug­myndin ein þótt fárán­leg að stjórn­mála­menn sem hög­uðu sér svona skringi­lega, svo vægt sé til orða tek­ið, gætu orðið eins vold­ugir í unga lýð­veld­inu og raun bar vitni á nýliðnu kjör­tíma­bil­i. 

Les fregnir af póli­tík eins og dálk­inn Fólk í fréttum – því þetta er nán­ast orðið hið eitt og sama. Skemmtifréttir af fólki að gera lygi­lega fárán­lega hluti. En frétt­irnar eru ekki bara frétt­ir, þær eru þess megn­ugar að búa til heims­mynd og skapa þannig veru­leika. Það veit til dæmis Pútín og nýtir sér fjöl­miðla óspart til að lita heims­mynd borg­ar­anna, bæði í Rúss­landi og utan þess. Og það veit líka Don­ald Trump.

Enda­laus frétta­flutn­ingur af Fram­sókn skrum­skælir veru­leik­ann svo að okkar marg­slungna sam­fé­lag virð­ist hring­snú­ast um flokk­inn – og gerir það á end­an­um. Allt verður ankanna­legt og kosn­ing­arnar framundan martraða­kennd­ar, rétt eins og jólainn­kaupin eftir lest­ur­inn á Áhyggju­dúkk­um. 

Allt getur gerst

Raunar er stjórn­mála­menn­ingin orðin frekar furðu­leg eftir kjör­tíma­bil þar sem fárán­leg spill­ing­ar­mál stjórn­mála­manna hafa fengið að dumma á lágum hita og fólk í rík­is­stjórn­ar­flokk­unum hefur ítrekað sagt hluti sem sæma ekki ráða­mönnum í lýð­ræð­is­ríki – ým­is­legt sem stenst ekki nán­ari skoðun – en samt fengið að kom­ast upp með það. Fyrir vikið hætta stjórn­málin að meika sens. Þau verða rugl. Og eftir nokkrar vikur getur allt gerst. Allt. 

Áhyggju­dúkk­urnar gætu vaknað upp í martröð, mitt í öllum dægi­lega vana­gang­in­um, við það að tvö eft­ir­læti fjöl­miðl­anna – sem eiga það sam­eig­in­legt að víla ekki fyrir sér að hag­ræða stað­reyndum á opin­berum vett­vangi – verði orðin nægi­lega vel nærð af athygl­inni til að fagna sigri: Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son orð­inn fjár­mála­ráð­herra. Og Don­ald Trump for­seti Banda­ríkj­anna. 

Þá verða úlf­arnir komnir til byggða. 

Kim Jong-yang nýkjörinn forseti Interpol.
Óvæntur sigur í forsetakjöri Interpol
Fulltrúi Rússa var talinn líklegastur til þess að verða kjörinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol en hann tapaði óvænt fyrir Suður-kóreumanninum Kim Jong-yang. Kosið var um nýjan forseti eftir að sitjandi forseta Interpol hvarf í október.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Fimmtíu milljónir í neyslurými sem opnar á næsta ári
Opnun neyslurýmis fyrir langt leidda vímuefnaneytendur er fyrirhuguð í Reykjavík á næsta ári.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Þórður Snær Júlíusson
Konur að taka sér pláss
Kjarninn 21. nóvember 2018
Fjárfestingar Eaton Vance hátt í 70 milljarða
Sjóðir í stýringu Eaton Vance áttu ríkisskuldabréf, íslensk hlutabréf og kröfur á íslensk félög fyrir samanlagt um 70 milljarða króna í lok júlí. Hlutabréfaeign sjóðanna nam 29 milljörðum króna en sjóðirnir eiga mest í löngum ríkisskuldabréfum hér á landi
Kjarninn 21. nóvember 2018
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiSleggjan
None