Matarmarkaður Krás
Auglýsing

Ísland verður æ vinsælla meðal erlendra ferðamanna eins og mikið hefur verið rætt um. Með þessum aukna fjölda ferðafólks hefur landslag verslunar og þjónustu breyst mikið undanfarin ár í miðbæ Reykjavíkur; stærsta ferðamannastað landsins. Slíkt á auðvitað einnig við um fleiri ferðamannastaði.

Með hverju hótelinu sem sprettur við Laugaveg verða til aukin tækifæri fyrir veitingastaði, verslanir og þjónustu í næsta nágrenni. Út um gluggann á ritstjórn Kjarnans fylgdist starfsfólkið hér til dæmis með uppbyggingu ofarlega á Laugaveginum, þar sem nýtt hótel glæddi nærumhverfið nýju lífi.

Það má lengi ræða og gagnrýna einstaka skipulagsákvarðanir og hvernig íslenska ríkið á að regluvæða stærri ferðaþjónustumarkað. Það má hins vegar ekki gleyma því sem ekki verður auðveldlega metið til fjár: menninguna.

Auglýsing

Um helgina opnar götumatarmarkaðurinn Krás í Fógetagarði og er þar orðið um árlegan viðburð að ræða. Þar munu íslenskir veitingamenn bjóða upp á götumat í takti við matseðla sína allar helgar fram til 20. ágúst. Á slíkum götumarkaði er matarmenningu Íslendinga gerð góð skil. Ráðgert er að annar matarmarkaður muni opna á Hlemmtorgi í skjóli frá veðri og vindum. Þá eru einnig uppi hugmyndir um að opna veitinga- og matarmarkað í Holtagörðum.

Slíkum menningarsuðupottum er vissulega tilefni til að fagna og njóta í samfélagi með þeim ferðamönnum sem hingað hafa ferðast langar leiðir til að kynnast Íslandi og Íslendingum.

Verði ykkur að góðu!

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None