Lítil sem engin verðbólga en vextir í hæstu hæðum

Auglýsing

Krón­an hefur styrkst mikið gagn­vart öllum helstu við­skipta­myntum und­an­farið ár, nema jap­anska j­en­inu. Á einu ári hefur króna styrkst um 24,47 pró­sent gagn­vart pund­in­u (Pundið 157 ISK), 10,2 pró­sent gagn­vart Banda­ríkja­dal (Dalur 119 ISK), 10 ­pró­sent gagn­vart evru (133 krón­ur), 14,2 pró­sent gagn­vart norsku krón­unn­i (Norsk króna 13,98 ISK), og svo fram­veg­is.

Mik­ið inn­streymi

Þetta er athygl­is­verð þró­un, og greini­legt að mikið inn­streymi gjald­eyr­is, ekki síst frá erlendum ferða­mönn­um, er að hafa áhrif á gengi krón­unnar til­ ­styrk­ingar gagn­vart erlendum mynt­um. Til við­bótar hafa svo komið atburðir úr í heimi, sem má segja að séu ófyr­ir­sjá­an­leg­ir. Þar er Brex­it-­kosn­ingin áhrifa­mest, en á einum mán­uði hefur pundið hríð­fallið gagn­vart Banda­ríkja­dal og evru, og póli­tísk og efna­hags­leg óvissa í Bret­landi hefur auk­ist.

Á und­an­förnum mán­uði hefur hrá­ol­íu­verð lækkað um ríf­lega tíu pró­sent, en tunn­an ­kost­aði rúm­lega 40 Banda­ríkja­dali við lokun markað á föstu­dag­inn eftir skarpa ­lækkun í vik­unni. Skýrsla sem sér­fræð­ingar Morgan Stanley birtu dregur fram fremur dökka mynd þegar kemur að olíu­mark­aði.

Auglýsing

Ein­ung­is fast­eigna­verðið

Það eina ­sem heldur lífi í verð­bólg­unni, er gríð­ar­lega mikil og hröð hækk­un fast­eigna­verðs. Hún mælist nú 1,1 pró­sent, en væri við núllið án hús­næð­islið­ar­ins.

Þó laun hafi hækk­að, og séu að hækka, þá virð­ist það ekki vera nándar nærri  eins og áhrifa­mikið til hækk­unar á verð­bólg­unni og þessir fyrr­nefndu kraftar sem verka til lækk­un­ar. Verð­bólgu­spár ­Seðla­banka Íslands hafa engan veg­inn gengið eftir en þær gerðu ráð fyrir miklu verð­bólgu­skoti eftir kjara­samn­inga með til­heyr­andi lífs­kjara­skerð­ingu og vanda­málaum. Sumar mynd­irnar sem seðla­bank­inn dró upp og sýndi á fundum voru ansi dökk­ar, en bless­un­ar­lega hefur ekk­ert af því gengið eft­ir.

Vext­ir ­samt í hæstu hæðum

Þrátt ­fyrir að verð­bólgu­horfur séu betri en oftast, og fátt bendi í augna­blik­inu til­ þessa að verð­bólgan sé að fara úr bönd­un­um, þá telur pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands eðli­legt að vera með 5 pró­sent raun­vexti. Svo­nefndir meg­in­vextir eru 5,75 pró­sent. Oft hafa stjórn­end­ur ­seðla­bank­ans – í gegnum tíð­ina – talað um að þó stýr­ir­vextir bank­ans séu háir í al­þjóð­legum sam­an­burði, þá verði að horfa til þess hvernig raun­vaxta­stigið sé.

Verðbólga og vextir.

Það verður að grípa til ein­hverra ann­arra raka núna. Rökin um að verð­bólgu­draug­ur­inn sé á leið­inni, eru heldur frekar mátt­lítil virð­ast ekki eiga við, enda styrk­ist krónan hröðum skrefum og staða þjóð­ar­búss­ins er einnig mun betri eftir 500 millj­arða nið­ur­greiðslu rík­is­skulda á fimm árum, lítið sem ekk­ert atvinnu­leysi og ágætar horfur á flesta mæli­kvarða.

Agn­ar Tómas Möll­er, sjóðs­stjóri hjá GAMMA, benti á það í við­tali við Við­skipta­blað Morg­un­blaðs­ins, að Seðla­bank­inn væri far­inn að að herða höft­in, fremur að liðka þau, með því að hamla gegn lang­tíma­fjár­fest­ingu erlendis frá. ,,Raun­veru­leg á­stæða fyrir þess­ari óláns­sömu veg­ferð bank­ans liggur í því að raun­vext­ir ­bank­ans hafi farið úr bönd­un­um. Þeir standa nú í um 5% á sama tíma og gjald­eyrir flæðir inn til lands­ins og bank­inn ein­fald­lega tímir ekki að greiða sína eigin háu vexti í gegnum gjald­eyr­is­kaup sín. Ef ráðið við því er að loka ­fyrir erlenda lang­tíma­fjár­fest­ingu er óhætt að segja að pen­inga­stefnan hafi beðið skip­brot.”

Svo mörg voru þau orð. Þetta eru athygl­is­verð sjón­ar­mið.

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans segir í síð­ustu birt­u fund­ar­gerð sinni, frá 15. júní, að „vís­bend­ing­ar“ væru um að pen­inga­stefn­an hefði skapað „verð­bólgu­vænt­ingum traust­ari kjöl­festu“ og stuðlað að því að hækkun launa hefði stuðlað að minni verð­bólgu en bank­inn hafði spáð fyrir um ­sjálf­ur. Það er erfitt að átta sig á því hvað nefndin á við þarna, þar sem hún­ eyðir tölu­verðu púðri að útskýra það, að verð­bólgan hefði þró­ast með þeim hætt­i ­sem hún gerði, vegna þess að krónan hefði styrkst og þróun erlendis ver­ið hag­felld Íslandi. Einka­neysla heldur áfram að aukast mikið og kaup­mátt­ur ­sömu­leið­is. Vaxta­stefnan hefur ekki verið að halda niðri verð­bólg­unni, held­ur hlutir sem koma inn­lendum þáttum ekki við.  

Jón Dan­í­els­son, pró­fessor í hag­fræði við London School of Economics, hélt fróð­legt erindi á fundi Sam­taka atvinnu­lífs­ins fyrr á árinu, þar sem hann færð­i rök fyrir því að akademískt bak­bein pen­inga­stefnu Seðla­bank­ans – þar sem svo­nefnd Taylor-­kenn­ing er kjarn­inn í nálg­un­inni – ætti ekki við um íslenskar aðstæð­ur­. Það væri hægt að not­ast við þá aðferða­fræði í stærri hag­kerf­um, en ekki á Ís­landi. Það er alltaf svo­lítið slá­andi að heyra þessar efa­semdir frá virtum fræði­mönn­um, enda er mikið í húfi þegar kemur að pen­inga­stefn­unni og mik­il­vægt að sátt ríki um virkni henn­ar.

Úr takti við umheim­inn

Nú þegar vaxta­stigið á Íslandi virð­ist ekki vera í nein­u ­sam­hengi við veru­leik­ann, þá væri ágætt að fá fram ít­ar­legri rök hjá pen­inga­stefnu­nefnd­inni í næstu fund­ar­gerð sinni fyr­ir­ ­vaxta­okr­inu sem nefndin ákveður að leggja á almenn­ing og fyr­ir­tæki. Það má ver­a að nefnd­ar­menn, með sína menntun og reynslu í fartesk­inu, taki lítið mark á gagn­rýni og telji almenn­ing, sér­fræð­inga, blaða­menn og for­svars­menn ­fyr­ir­tækja á Íslandi – svo ein­hverjir séu nefndir – ekki hafa nægi­legan skiln­ing hag­fræði­legum ákvörð­un­um.

Ef svo er, þá ætti að vera auð­velt að draga fram á­stæð­urnar fyrir því að vaxta­stigið á Íslandi er eins og það er núna. Í al­gjörum ótakti við verð­bólg­una, alþjóð­legar aðstæður og verð­bólgu­horfur næst­u miss­era. Það er ekki auð­velt að átta sig á því, hvað það er sem ræður ferð­inni þegar kemur að vaxta­stig­inu, og því er mikil þörf fyrir mikla umræðu um þessi mál. Eitt er víst, og það er að það er ekki hægt að treysta því að stjórn­mála­menn leiði umræð­una um mál­ið, enda hafa þeir lít­inn sem engan áhuga á því að breyta fram­kvæmd pen­inga­stefn­unnar sé litið til reynslu síð­ustu ára­tuga. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None