Auglýsing

Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, hefur ítrekað hald­ið því fram á seinna kjör­tíma­bili sínu, sem hófst árið 2012 og lýkur í nóv­em­ber, að Wall Street hafi breyst. „Þetta er ekki eins og það var. Wall Street hef­ur breyst. Reglu­verkið er breytt, og það á eftir að breyt­ast enn meira,“ sagð­i hann meðal ann­ars í ræðu sinni, þegar hann átti starfs­fund með aðil­u­m fjár­mála­mark­að­ar­ins í mars á þessu ári.

Alvar­legar afleið­ingar

Hann byrj­aði fund­inn á því að segja að það væri tákn­rænt, að eiga þenn­an ­stöðu­mats­fund, átta árum upp á dag, frá því að Bear Sterns hrundi. Hann fór svo í stuttu máli yfir afleið­ingar fjár­málakrepp­unnar frá­ 2007 til 2009. Millj­ónir misstu allan sparn­að, atvinnu og fast­eign­ir. Bara í Banda­ríkj­unum ein­um.

Stór hluti af skýr­ing­unni fyrir krepp­unni var léleg­t fjár­mála­eft­ir­lit á fjár­mála­mörk­uð­um, og ónæg yfir­sýn. Eng­inn (eða fáir) sá vanda­mál­in hrann­ast upp og lítið sem ekk­ert var gert. Í stuttu máli má skýra flókna atburða­rás með­ þessum hætti.

Auglýsing

Obama segir sjálf­ur, að það sé til vin­sælda fallið að tala um að „ekk­ert hafi breyst“ og „Wall Street ráði öllu“. „Ég end­ur­tek, að þetta er ekki rétt. Okkar aðgerðir hafa virk­að. Eft­ir­litið er strang­ara og ­banka­kerfið er sterkara fyrir vikið [...] Þetta hefur líka hjálpað við að kom­ast til botns í málum þar sem óábyrg hegðun leiddi til vanda­mála,“ sagð­i Obama.



Inn­við­irnir hafa styrkst

En hvað hefur breyst? Þannig var upp­leggið á fundi Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja á dög­un­um, þar sem ný skýrsla um breyt­ingar á reglu­verk­inu á fjár­mála­mörk­uðum í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum var kynnt. Höf­undar hennar eru Dr. Ás­geir Jóns­son, kenn­ari í hag­fræði við Háskóla Íslands og fyrr­ver­andi aðal­hag­fræð­ing­ur ­Kaup­þings, Jónas Fr. Jóns­son, fyrr­ver­andi for­stjóri FME, og Yngvi Örn Krist­ins­son, hag­fræð­ingur og fyrr­ver­andi for­stöðu­maður verð­bréfa­sviðs Lands­bank­ans gamla.

Það er ekki hægt að segja ann­að, en að höf­undar séu að vissu ­leyti að horfa í eigin barm, og skoða banka­kerfið ræki­lega, enda voru þeir í fram­varða­sveit banka­kerf­is­ins sem hrundi eins og spila­borg á þremur dög­um, 7. til­ 9. októ­ber 2008.

Í skýrsl­unni er fjallað nokkuð ítar­lega um breyt­ing­arnar sem ­gerðar hafa ver­ið. Málið að miklu leyti tækni­legt, en sam­an­dregið má segja að ­nið­ur­staða þeirra sé svipuð og sú sem Obama hefur margend­ur­tek­ið: Fjár­mála­kerfið er gjör­breytt. Inn­við­irnir eru örugg­ari, og eft­ir­litið er skil­virkara. Kröfur um sterk­ari veð fyrir lán­um, betri ferla við ákvarð­anir og ör­ugg­ari starf­semi (meira af sterku eigin fé), hafa verið leiddar í lög.

Sárs­auka­fullt upp­gjör mik­il­vægt

Á Íslandi hefur þetta verið gert, og vafa­at­riði meðal ann­ar­s verið skýrð í gegnum sárs­auka­fullt upp­gjör fyrir dóm­stól­um, sem ekki sér fyrir end­ann á enn­þá. Það upp­gjör er hluti af mik­il­vægum lær­dómi sem kom­andi kyn­slóðir mun­u ­búa að, og það er óhjá­kvæmi­legt, í ljósi hvernig hlutafé hinna föllnu íslensku ­banka var fjár­magnað að stórum hluta. Af þeim sjálf­um.

Ólíkt því sem margir halda, þá eru umfangs­mikil mál enn­þá til rann­sóknar í Banda­ríkj­unum vegna hruns­ins árið 2008, fyrir utan síð­an ­sekt­ar­greiðslur sem fjár­mála­fyri­tæki hafa greitt í rík­is­sjóð. Þær nema sam­tals ­yfir 50 millj­örðum Banda­ríkja­dala, og ekki öll kurl komin til grafar enn­þá. 

Dóms­mála­ráð­herra ­Banda­ríkj­anna, Sally Yates, sagð­i í ræðu sem hún hélt við laga­­deild NYU fyrir rúm­lega ári síð­an, að nú væri kom­inn upp tími þar sem ekki væri verið að velja úr til­­­tekin mál. Með þess­­ari ný­legu stefn­u­breyt­ingu, væri verið að horfa til langs tíma, og að áherslan yrði að vera á öll afbrot ein­stak­l­inga en ekki fyr­ir­tækja­­sam­­steyp­­ur. „Það er allt, eða ekk­ert,“ sagði hún og lagði áherslu á að eng­inn ætti að ­geta verfið haf­inn yfir lögin eða geta samið sig frá lög­­broti sem sann­­ar­­lega var framið. Þá væri ekki fram­hjá því horft, að ef það festi rætur í við­­skipta­heim­in­um, að það væri raun­veru­­lega hægt að kom­­ast upp með umfangs­­mikla glæpi, sem hefðu mikl áhrif á almanna­hag, þá væri það alvar­­legt mál. Slíkt mætti ekki ­ger­­ast.

Hvergi nærri lokið

Andrew Ross Sork­in, höf­und­ur ­bók­ar­innar Too Big to Fail og rit­stjóri Deal­book hluta vef New York Times, hefur sjálfur sagt að þessi orð Yates hafi gefið banka­mönnum vís­bend­ingu um að rann­sókn­um sé langt í frá lok­ið. Sá tími verður tek­inn í þær sem þarf.

Ísland er eyland og eins og mál standa nú er fjár­mála­kerf­ið að litlu leyti sam­bæri­legt við það sem þekk­ist ann­ars stað­ar. Ríkið á 80 ­pró­sent af því, og mun fá til sín sölu­and­virði Arion banka, hvernig sem fer með­ þá sölu á end­an­um. Kannski eign­ast ríkið þann banka líka, hver veit. Síðan er það hin ein­staka staða, að vera með eigin mynt og sjálf­stæðan seðla­banka á vinnu­mark­aði sem telur 190 þús­und manns. Sú staða mun alltaf hafa afger­and­i á­hrif á það hvernig fjár­mála­kerfið verður upp­byggt.

Hvað ger­ist næst?

Too Big to Fail-­vanda­málið er ekki farið neitt og baká­byrgð ­seðla­banka – hug­myndin um að seðla­bankar séu bankar bank­anna ef í harð­bakk­ann slær – er ennþá grund­völlur fjár­mála­kerf­anna. Þrátt fyrir að inn­við­irnir hafi mik­ið breyt­st, þá er þetta staða sem er umhugs­un­ar­efni fyrir mark­aði. Þetta er ekki einka­mál­efni fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna til að ræða né heldur stjórn­mála­manna. Í grunn­inn er þetta sið­ferð­is­legt mál að miklu leyti, og almanna­hags­munir eru und­ir í því að tryggja, að hvat­arnir í fjár­mála­kerf­inu virki í réttar átt­ir. Þeir ­mega ekki ýta undir fífldirfsku, í ljósi þessa grund­vall­ar.

Almenn­ingur fjár­magnar íslenska fjár­mála­kerfið með inn­lán­um sín­um, og enn sem komið hafa bank­arnir ekki stigið stór skref inn á alþjóð­lega ­mark­aði þegar kemur að fjár­mögn­un. En þau skref sem hafa verið stigin eru ­mik­il­væg, engu að síð­ur, enda er teng­ing íslenska hag­kerf­is­ins við útlönd afar ­mik­il­væg til langs tíma lit­ið, og þá á ekki að van­meta það hversu mik­il­vægt er að við­halda henni.

Skýrsla SFF gefur tón í þá átt, að íslenska fjár­mála­kerf­ið þurfi að þró­ast í takt við það sem er að ger­ast alþjóð­lega. Þetta er stóri punkt­ur­inn í skýrsl­unni, eins og ég með­tek þessar upp­lýs­ing­ar. Þetta held ég að sé rétt mat höf­unda, í það minnsta upp að vissu marki. Ísland stendur þó á öðrum stað með sitt fjár­mála­kerfi, eftir hremm­ing­arnar og end­ur­reisn­ar­starfið á und­an­förnum árum. Ef það er hægt að stíga stór skref í þá átt, að tak­marka ­rík­is­á­byrgð á mis­tökum banka­manna og minnka Too Big to Fail-­vand­ann, þá væri það ósk­andi.

Það er vinnan sem að hluta til er í undir í því að skýra ít­ar­lega hvernig fjár­mála­kerfið á að virka, sem almenn­ingur á að næstum öllu ­leyti, og hvaða starf­semi það er sem á að starfa án nokk­urrar rík­is­á­byrgð­ar. Á að brjóta bank­anna upp og aðskilja við­skipta­banka- og fjár­fest­inga­banka­starf­sem­i al­veg? Þetta er stór spurn­ing í þessu sam­hengi.

Rík­is­stjórnin sem tekur við stjórn­ar­taumunum eft­ir ­kosn­ing­arnar 29. októ­ber mun óhjá­kvæmi­lega þurfa að marka stefnu í þessum ­mál­um. Það verður spenn­andi að fylgj­ast með henni. Mik­il­væg­ast er að hún fari fram fyrir opnum tjöld­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None