Stjórnmálastéttin niðurlægir sig

Auglýsing

„Vig­dís­ar­skýrslu­mál­ið“ heldur áfram að blása upp póli­tísku ryki en engu öðru. Það er stór­merki­legt að stjórn­mála­menn sjái enga ástæðu til­ þess að gleðj­ast yfir því þegar þeir standa sig vel, þvert á flokka, í risa­vöxnu hags­muna­máli fyrir almenn­ing.

Mesta afrekið á hinu póli­tíska sviði eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins, er end­ur­reisn þess. Í því verk­efni þurfti póli­tíska for­yst­u, ­sam­vinnu við erlenda og inn­lenda sér­fræð­inga, Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn, mála­miðl­an­ir og að lokum þann loka­hnykk sem oft er erfitt að ná fram þegar það er ver­ið að ljúka mál­um. Þá reynir á virð­ingu fyrir sjón­ar­miðum ann­arra, og blákalt ­stöðu­mat.

Það nötr­aði og skalf á hinu póli­tíska sviði, vissu­lega, og reglu­legar frétt­ir af deildum mein­ingum stjórn­ar­flokk­anna og hags­muna­gæslu vog­un­ar­sjóð­anna á Wall Street (Deutsche Bank alltaf grun­sam­lega nærri), sem þekktir eru fyrir að svífast einskis til að ná sínu fram, lýstu upp­ hversu erfitt verk­efni þetta var í reynd.

Auglýsing

Nú tæpum átta árum eftir að Þor­steinn Már Bald­vins­son, þá­ver­andi stjórn­ar­for­maður Glitn­is, fór á fund Dav­íðs Odds­son­ar, þáver­and­i ­stjórn­ar­for­manns Seðla­banka Íslands, vegna slæmrar stöðu Glitn­is, þá er kannski ­tíma­bært að horfa yfir far­inn veg.

Rík­is­stjórnir eiga heiður skil­inn

Rík­is­stjórnir Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur og Sig­mundar Dav­íðs G­unn­laugs­sonar eiga þakkir skildar fyrir að klára gríð­ar­lega umfangs­mikla vinnu, sem hefur fært almenn­ingi ávinn­ing af end­ur­reisn­ar­starf­inu sem erfitt var að sjá fyrir að myndi nást fram þegar staðan var sem verst. Í grunn­inn vor­u svo aðgerðir sem rík­is­stjórn Geirs H. Haarde greip til í hrun­inu, með sam­starf­i við Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn (AGS), árang­urs­miklar og reynd­ust vel. Það er búið að end­ur­greiða AGS allt, og rík­is­sjóður stendur traustum fót­u­m. 

Núna er staðan sú, að íslenska ríkið á 80 pró­sent af fjár­mála­kerf­inu, og eigið fé þess – mun traust­ara en það var áður – nemur tæp­lega 500 millj­örðum króna. Almenn­ingur á þennan ávinn­ing núna og getur í gegn­um lýð­ræð­is­legar umbætur ráðið því hvernig fjár­mála­kerfið verður byggt upp til­ fram­tíðar lit­ið.



Þetta er mik­ill árangur og um margt ein­stak­ur.

Hvers vegna ákveða nefnd­ar­menn í fjár­laga­nefnd að nið­ur­lægja emb­ætt­is­menn og sér­fræð­inga sem störf­uðu í póli­tísku umboði stjórn­mála­manna úr ­mörgum flokk­um? 

Öll skrefin í þessu rúm­lega átta ára langa ferli, skiptu máli. Allt frá haustinu 2008 og fram á þetta ár. Upp­gjörið við slitabú hinna föllnu banka var ákveð­inn loka­punktur í því ferli ­sem hófst með sam­starfi rík­is­ins og kröfu­hafa. Ævin­týra­leg óráðsía, marg­vís­leg lög­brot stjórn­enda og van­efndir stærstu skuld­ara hinna föllnu banka gerðu stöð­una hrika­lega erf­iða. En það tókst að leysa úr þessu.

Vig­dís Hauks­dóttir hefur því miður farið með fleip­ur, og ­nið­ur­lægt Fram­sókn­ar­flokk­inn og stjórn­málin í leið­inni. Ég veit um eitt dæmi þess, þar sem hún gaf í skyn að ég hefði sjálfur tekið þátt í lög­brotum með því ­taka til mín gögn um samn­inga­ferlið við kröfu­haf­ana, og staðið í makki með­ ­stjórn­mála­mönn­um. Hún lét þessi orð falla á Útvarpi Sögu. Mér finnst þetta meið­andi vegna þess að ég hef í gegnum tíð­ina átt í ágætum sam­skiptum við stjórn­mála­menn úr öllum flokk­um.

Nákvæm­lega svona kom orða­sam­setn­ingin frá Vig­dísi, þar sem hún ræddi um pistla­skrif Þórðar Snæs kollegga míns í útvarp­inu: „Ég veit ekki hvort það hafi áhrif, að aðili sem er með honum þarna á Kjarn­an­um, er bróðir fyrr­ver­andi aðstoð­ar­manns Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar…Þannig að það gæt­u nú alveg verið þarna ein­hverjar upp­lýs­ingar sem lægu þarna inni skil­uru, sem eru til varnar fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra. Ég ætla einmitt að spyrja hann að þessu, þegar þar að kem­ur, þegar hann kemur fyrir nefnd­ina, hvort það hafi haft á­hrif á skrif hans. Síðan nátt­úru­lega aðstoð­ar­maður fjár­mála­ráð­herra, lak ­upp­lýs­ingum úr ráðu­neyt­inu og var að reyna að afvega­leiða fjöl­miðla, þeg­ar hérna, fyr­ir­gefðu orð­bragð­ið, þegar póst­ur­inn sem að nefnd­ist tussu­fínt, að af­vega­leiða, fjöl­miðla, þetta var nú sá tími sjáðu.“

Allt rangt

Allt sem hún sagði, á innan við 30 sek­únd­um, var rang­t. ­Tíma­línan röng, talað um rangt fólk í sam­hengi við umræðu­efn­ið, ráðu­neyt­u­m ruglað sam­an, og inni­hald ekki óná­kvæmt heldur sam­heng­is­laus della. Bróðir minn réð sig sem aðstoð­ar­mann ráð­herra í atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu árið 2012, en samið var við kröfu­hafa árið 2009 og var þá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið með það helst á sinni könnu. Hann kom hvergi nærri og gat það ekki, og ég hafði reyndar ekki heldur verið að skrifa neitt um mál­ið. Þarna er ákveð­inn ó­mögu­leiki, svo vitnað sé í stjórn­mála­stétt­ina.

Vig­dís virð­ist lítið skyn­bragð hafa á það, hvenær hún er komin yfir strikið og hvenær ekki. Það er fyrst og síð­ast sorg­legt fyrir hana, Fram­sókn­ar­flokk­inn og stjórn­mál­in.

Nú þegar hún er að yfir­gefa Alþingi, þá finnst henni og ­fé­lögum hennar eðli­legt að hætta með því gera end­ur­reisn banka­kerf­is­ins, og ein­staka þætti henn­ar, tor­tryggi­lega með því að ráð­ast að fólki sem vann í póli­tísku umboði stétt­ar­innar sem þau til­heyra. 

Loka­nið­ur­staðan var „fram­ar ­björt­ustu von­um“ svo vitnað sé Lee Bucheit. 

Neyð­ar­lögin eins og Wild Card í borð­spili

Eðli­leg­ast væri hjá henni að gleðj­ast yfir stöð­unni, benda á góðan árangur í mál­inu þegar öll kurl eru komin til graf­ar. Almenn­ingur átt­ar ­sig vel á því að með neyð­ar­lög­unum 6. októ­ber 2008 og fjár­magns­höft­unum í nóv­em­ber sama ár, auk laga­setn­ingar sem skerpti á höft­unum gagn­vart slita­búnum árið 2012, þá tókst Íslandi að ná vopnum til að takast við erf­ið­leik­ana. Þetta voru efna­hags­legar neyð­ar­að­gerðir sem skiptu sköp­um, og skópu samn­ings­stöðu Íslands í gegnum allt end­ur­reisn­ar­ferlið þar sem kröfu­hafar fjár­mála­kerf­is­ins áttu að sjálf­sögðu aðkomu.

Mörg svæði um allan heim, með miklu fleiri íbúa en Ísland gátu ekki beitt ­neyð­ar­rétti til bjarga sér í fjár­málakrepp­unni, með skelfi­legum afleið­ingum fyr­ir­ ­fólk á öllum aldri. 

Nefna má svæði með mörg hund­ruð þús­und íbúa í Kali­forn­íu, Flori­da, Virg­iníu og Iowa í Banda­ríkj­un­um, en einnig má nefna mörg svæði og borgir um alla ­Evr­ópu. Fjár­málakreppan var­an­lega rústaði lífi fólks á þessum svæðum og það var ekki hægt að kasta út neinu neyð­ar­laga-Wild Cardi eins og við gerðum á Ísland­i. Skell­ur­inn kom bara og eftir var sviðin jörð. Fólk varð heim­il­is­laust, venju­legt fólk. Tap­aði öllu. 

Með­al­tals­töl­urnar segja ekki alla sög­una, þegar örríkið Ísland er borið saman við stór­þjóðir út í heim­i. 

Meiri auð­mýkt

Stjórn­mála­menn, og Vig­dís og sam­starfs­fólk hennar í fjár­laga­nefnd alveg sér­stak­lega, mætti sýna örlítið meiri auð­mýkt gagn­vart þeim ­störfum sem stjórn­mála­stéttin hefur sinnt ásamt sér­fræð­ingum á und­an­förnum átta árum. Og það með góðum árangri.

Það er þessi þvæla, eins og ég vitna til hér að ofan, og aug­ljósa van­traust milli stjórn­mála­manna í stjórn og stjórn­ar­and­stöðu, sem er að grafa undan til­trú almenn­ings á stjórn­mál­un­um, eins og koll­steypur á fylgi í kosn­ing­unum 2009, 2010, 2013 og 2014 sýna. 

Stjórn­mála­stéttin þarf ekk­ert að ­nið­ur­lægja sig með innri deilum og illa skrif­uðum skýrsl­um. Það sést alltaf að þverpóli­tísku sam­starfi og virð­ingu þvert á flokka er vel tekið hjá almenn­ingi. Má nefna full­gild­ingu Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins sem dæmi þar um. Það gekk næstum hljóða­laust fyrir sig. Hratt og örugg­lega. Það er risa­vaxið mál sem mun breyta lífi fólks.

Efna­hags­leg staða Íslands er líka góð á flesta mæli­kvarða, þó alltaf sé hætta á rús­sí­ban­areið sem endar ein­hvern veg­inn hjá örríki með sjál­stæða mynt. En ef það fer illa aftur þá er gott að læra af reynslu und­an­far­inna ára, og byggja upp traust með góðri sam­vinnu frekar en skæt­ingi, þvælu og nið­ur­broti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None