Tekinn upp hanskinn fyrir MS

Guðmundur Þorsteinsson fjallar um nýsamþykkta búvörusamninga.

neysluvorur_15535315495_o.jpg
Auglýsing

Í umræðum um nýsam­þykkta búvöru­samn­inga hafa mál­efni Mjólk­ur­sam­söl­unnar nokkuð borið á góma með ýmsum hætti og stundum vand­séð hvort heldur ræður þar ferð van­þekk­ing eða mein­fýsi.

Mig langar til að koma á fram­færi nokkrum atriðum þeim til umhugs­unar sem kynnu að vilja hafa heldur það sem sann­ara er. Mér til hægri verka mun ég nota skamm­stöf­un­ina MS um þetta fyr­ir­tæki, móð­ur­fé­lag MS (Auð­humlu svf.) og fyr­ir­renn­ara þeirra, Mjólk­ur­sam­söl­una svf. Þessi félög eru svo nátengd að það ætti ekki að rugla neinn í rím­inu. Þess skal getið að ég hef stundað kúa­bú­skap síðan 1962 og sat í stjórn MS um ára­bil, sem og í stjórn Lands­sam­bands Kúa­bænda.

Rangar full­yrð­ingar sem oft heyrast:

Auglýsing

1. MS er rík­is­styrkt ein­ok­un­ar­fyr­ir­tæki. 

Þetta er alrangt. Þarna villa bein­greiðslur til bænda mönnum sýn en þær eiga upp­haf sitt í ráð­stöf­unum stjórn­valda til að halda niðri vísi­tölu neyslu­verðs en eru rekstri MS óvið­kom­andi fyrir utan að lækka verð á mjólk sem keypt er af bænd­um. Það verð er reyndar ákveðið af stjórn­völdum sem og útsölu­verð á stærstu vöru­flokkum í fram­leiðslu fyr­ir­tæk­is­ins. MS nýtur því engra rík­is­styrkja en býr við víð­tæk­ari afskipti rík­is­ins um rekstr­ar­for­sendur en nokk­urt annað fyr­ir­tæki utan rík­is­geirans. Öll­um, sem hafa boð­lega aðstöðu til mjólk­ur­vinnslu, er frjálst að stunda hana svo á því sviði er engri ein­okun til að dreifa. Hins vegar er MS í mark­aðs­ráð­andi stöðu á mjólk­ur­vöru­mark­aði sem skap­ast af því að nær allir kúa­bændur á land­inu eru eign­ar­að­ilar að fyr­ir­tæk­inu og treysta því best fyrir afurðum sín­um.

2. MS er und­an­þegið Sam­keppn­is­lög­um.

Skv. lögum frá 2004 eru afurða­stöðvar í mjólk und­an­þegnar ákvæðum Sam­keppn­islaga um  ­sam­ein­ingu fyr­ir­tækja og sam­ráð um verð­lagn­ingu og verka­skipt­ingu. Hins vegar gilda önnur ákvæði lag­anna um MS eins og önnur fyr­ir­tæki s.s. bann við mis­notkun á mark­aðs­ráð­andi stöðu. Reyndar hefur MS ítrekað sætt ásök­unum um slík brot og verið tekið til rann­sóknar en ávallt verið sýknað af þeim nema í einu máli sem enn er til með­ferðar og því ekki hægt að full­yrða neitt um lyktir þess.

3. Nýir búvöru­samn­ingar festa enn í sessi ein­ok­un­ar­að­stöðu MS.

Ekki er ljóst hvað liggur að baki þess­ari full­yrð­ingu. Þegar er svarað rang­færsl­unni um ein­okun og ekk­ert í samn­ing­unum gefur til­efni til þess­arar álykt­un­ar. Þvert á móti eru MS þar lagðar nýjar kvaðir á herðar s.s. að safna mjólk um allt land, greiða hana öllum á sama verði og selja öðrum vinnslu­að­ilum mjólk og mjólk­ur­af­urðir til frek­ari vinnslu á verði sem opin­ber aðili ákveð­ur.

4. MS hefur reynt að kné­setja keppi­nauta í mjólk­ur­vinnslu.

Þetta er ósatt. MS hefur ekki lagt stein í götu þess­ara aðila; þvert á móti hljóp félagið undir bagga með Ólafi Magn­ús­syni í Mjólku og lán­aði honum t.d. mjólk­ur­bíl  þegar hans bíll bil­aði. Þegar hann svo gafst upp á söfnun mjólkur seldi MS honum þá mjólk sem hann óskaði. Síðan hafa ýmsir reynt að kaupa mjólk til vinnslu af bænd­um, en ætíð orðið frá að hverfa, ekki vegna aðgerða MS heldur vegna þess að það er meira en að segja sæll vertu að gera út ­mjólk­ur­bíla, ann­ast gæða­eft­ir­lit o.sfrv. Þetta ann­ast MS nú fyrir sam­keppn­is­að­il­ana og selur þeim svo mjólk­ina á sama verði og það greiðir bændum og tekur því á sig kostn­að­inn við gæða­eft­ir­lit og umsýslu. Ég hygg að Örnu ehf. á Bol­ung­ar­vík eða Kú ehf yrði þröngt fyrir dyrum ef þau gætu ekki ein­fald­lega hringt í MS og pantað þá mjólk sem þau þarfn­ast hverju sinni. Þetta kemur Örnu ehf. til góða í sam­keppni um sölu á laktósa­frírri mjólk þar sem hún fær hrá­efnið frá MS á nið­ur­settu verði. Því er rang­lega haldið fram að MS hafi hafið fram­leiðslu á þeirri vöru til höf­uðs Örnu ehf. Hið rétta er að MS hóf þróun hennar löngu áður en Arna kom með sína vöru enda var MS á undan að setja hana á mark­að. Einnig hefur MS eft­ir­látið Bíó-­búi mark­aðs­hill­una fyrir líf­ræna mjólk.

5. Um stuðn­ing við mjólk­ur­fram­leiðslu.

Skv. samn­ing­unum nemur árlegur stuðn­ingur rík­is­ins við mjólk­ur­fram­leiðslu árið 2017 6.550 mkr og skal fara lækk­andi um ca 1% á ári til loka samn­ings. Þetta er auð­vitað allhá upp­hæð en í umræð­unni er hún oft talin miklu hærri. Þá er tek­inn með hinn svo­kall­aði „út­reikn­aður mark­aðs­stuðn­ing­ur“ sem er byggður á heims­mark­aðs­verði á smjöri og und­an­rennu­dufti hverju sinni með sam­an­burði við verð á mjólk­ur­vörum í því landi, sem er til athug­un­ar. Þetta er gert til að fá grund­völl til að bera sam­an þenna „stuðn­ing“ milli landa, en óprút­tnir aðilar halda því fram að verð­lag inn­an­lands myndi lækka að þessu marki ef inn­flutn­ingur væri frjáls og ótoll­aður. Það er auð­vitað fjarri lagi því að þó hægt sé að búa til t.d. ost úr smjöri og und­an­rennu­dufti er inn­kaups­verðið ekki eini kostn­að­ar­lið­ur­inn heldur bæt­ist við flutn­ings­kostn­aður með öllu sem honum fylgir, vinnslu­kostn­að­ur, birgða­hald, umbúð­ir, fjár­magns­kostn­að­ur, versl­un­ar­á­lagn­ing og virð­is­auka­skatt­ur.

Álykt­anir höf­und­ar:

Þetta læt ég nægja um helstu rang­færsl­urn­ar, en vil bæta nokkru við. Mikið veður er gert útaf und­an­þágu MS frá vissum ákvæð­um sam­keppn­islaga.Til að átta sig á ástæðum fyrir þess­ari und­an­þágu þarf að rifja upp for­sög­una. Árið 1991 voru 15 mjólk­ur­sam­lög starf­andi á land­inu við mjög mis­mun­and­i ­rekstr­ar­skil­yrði. Samt var þeim gert að greiða bændum ákveðið lág­marks­verð fyrir mjólk og selja flestar fram­leiðslu­vörur sínar á opin­ber­lega ákveðnu verði. Til að þeim væri þetta unnt var í gangi víð­tækt milli­færslu­kerfi gegnum verð­jöfn­un­ar­sjóð. Skilj­an­lega dró þetta úr áhuga manna á hag­ræð­ingu í starf­sem­inni og jafn­vel var grunur um mis­notk­un. A.m.k. tvær opin­berar nefndir höfðu leitt í ljós að mik­illi hag­ræð­ingu mætti ná með fækkun sam­laga. Hófust þá víð­tækar aðgerðir í þá átt. Fyrst með lokun á Pat­reks­firði og í Borg­ar­nesi og síðar á Horna­firð­i, ­Nes­kaup­stað, Vopna­firð­i,  Húsa­vík, Blöndu­ósi, Hvamms­tanga og Ísa­firði. Nú er mjólk vegin inn í fimm stöðv­um. En enn sáu menn færi til frek­ari hag­ræð­ingar með því að skipu­lag iðn­að­ar­ins væri á einni hendi sem ákvæði verka­skipt­ingu milli allra fyr­ir­tækj­anna. Í skjóli und­an­þág­unnar frá nefndum ákvæðum sam­keppn­islaga 2004 var myndað nýtt sam­vinnu­fé­lag allra mjólk­ur­fram­leið­enda utan Skaga­fjarð­ar, Auð­humla svf., sem á og rekur Mjólk­ur­sam­söl­una ehf. með 10% aðild Kf. Skag­firð­inga svf., sem hefur með stöð­ina á Sauð­ár­króki að gera, en hún lýtur engu að síður heild­ar­skipu­lagi iðn­að­ar­ins.

Þannig hefur náðst gríð­ar­leg hag­ræð­ing, sem metin er á þrjá millj­arða króna sem árlegan sparnað skv. mati MS. Það hefur gert félag­inu kleift að greiða bændum fullt verð og einnig að skila neyt­endum ávinn­ingi með lægra verði. Nú kunna ein­hverjir að van­treysta þessu mati en nið­ur­stöð­ur­ Hag­fræð­is­deild­ar H.Í. og grein­inga­deild­ar Arion banka styðja við þetta mat. Það má því telja hafið yfir skyn­sam­legan vafa að umrædd und­an­þága sé rétt­læt­an­leg og hafi leitt til mik­ils ávinn­ings fyrir bæði bændur og neyt­end­ur.

Í þessu sam­bandi vil ég benda á að um þessar aðgerðir urðu að sjálf­sögðu mikil átök og oft sár­indi. Það er áfall fyrir fámennar byggðir þegar störf eru lögð af þó reynt sé að skapa önnur í stað­inn. Innan raða kúa­bænda voru einnig skiptar skoð­an­ir. Það var því félags­lega mjög erfitt að ganga svo langt sem gert var í þessum mál­um, en vilj­inn var ein­beittur og sann­fær­ing til stað­ar. Þess má líka geta að Lands­sam­band Kúa­bænda studdi þessar aðgerðir frá fyrstu stundu. Vert er að benda á að allt frum­kvæði að þess­ari hag­ræð­ingu er komið frá eig­endum MS, bænd­un­um, sem gengur þvert á þá kenn­ingu að félag á borð við MS, (í mark­aðs­ráð­andi stöðu, með und­an­þágu frá vissum ákvæðum sam­keppn­islaga og und­ir­orpið opin­berri verð­lagn­ingu) sé lík­legt til að falla í væru­kærð og kæru­leysi um hag­kvæmni í rekstri og þjón­ustu við neyt­end­ur.

Því er haldið fram að það væri bændum til hags­bóta að meiri sam­keppni ríkti á mjólk­ur­mark­aði. Erfitt er að leggja trúnað á það t.d. í ljósi reynslu sauð­fjár­bænda. Okkur kúa­bændum er ljóst að starf­semi MS er sá grunnur sem afkoma okkar bygg­ist á og sterk staða félags­ins gagn­vart smá­söl­unni gerir okkur kleift að verj­ast þeim bola­brögðum sem stór fyr­ir­tæki á því sviði beita gjarna. Við höfum ekki gert kröfu um ágóða af rekstr­inum þó stundum hafi náðst örlítil ávöxtun eigin fjár þá hefur hún verið svo lág að óvið­un­andi þætti í öðrum rekstri. Við lítum miklu fremur á MS sem hluta af félags­kerfi okk­ar, ekki ósvipað því sem stétt­ar­fé­lög eru laun­þegum þar sem til­gangur beggja er að tryggja félags­mönn­unum við­un­andi afrakstur vinnu sinn­ar. Dæmi um hina ríku félags­kennd innan MS er að allir inn­leggj­endur greiða sama gjald fyrir flutn­ing mjólkur frá býli hvort sem það stendur nærri afurða­stöð­inni eða fjarri. Sama gildir um verð á sölu­vörum félags­ins.

Ég bið les­endur þessa pistils, sér­stak­lega þá sem fjalla um mál­efni MS í fjöl­miðl­um, að hyggja að þeim atriðum sem ég hef sett hér fram.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None