Kerfisbreytingar eiga að snúast um loftslagsbreytingar

Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar um loftlagsmál og kerfisbreytingar.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Auglýsing

Eitt af vin­sæl­ustu orð­unum fyrir þessar kosn­ingar er orðið kerf­is­breyt­ing­ar. For­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur lýst því yfir að undir hans stjórn verði ekki ráð­ist í neinar kerf­is­breyt­ingar og vilji þar með við­halda núver­andi ástandi að öllu leyti. Við hin í stjórn­ar­and­stöðu­flokk­unum höfum mörg hver talað um að ráð­ast í nauð­syn­legar kerf­is­breyt­ing­ar. Það er mis­mikið eftir stjórn­mála­flokkum hvaða breyt­ingum við­kom­andi flokkur vill beita sér fyrir og hversu rót­tækar þær kerf­is­breyt­ingar eiga að vera.

Við í Vinstri grænum höfum til að mynda talað um kerf­is­breyt­ingar þegar kemur end­ur­reisn heil­brigð­is­kerf­is­ins og vel­ferð­ar­kerf­is­ins. Það er líka bráð­nauð­syn­legt að breyta þeim grunn­kerfum til að við höfum öll jafnan rétt að góðri heil­brigð­is­þjón­ustu og til að draga úr stig­vax­andi ójöfn­uð­i. 

Hverjar eru kerf­is­breyt­ingar fram­tíð­ar­innar ? 

En ein stærsta kerf­is­breyt­ing nútím­ans og til fram­tíðar eru án efa loft­lags­mál­in. Og ekki að ástæðu­lausu; lofts­lags­breyt­ing­arnar ógna ekki ein­göngu hags­munum umheims­ins alls, heldur er hags­munum Íslands og ekki síst fram­tíð­ar­kyn­slóðum ógnað vegna þeirra. 

Auglýsing

Vegna hlýn­unar lofts­lags er mikil hætta á að jökl­arnir hverfi innan 150-200 ára, sem hefur gríð­ar­leg áhrif á raf­orku­fram­leiðslu hér og við þurfum því að end­ur­hugsa orku­kerfið hér ef fram heldur sem horf­ir. Bráðnun jökla hefur líka í för með sér land­ris sem getur valdið tíð­ari eldsum­brot­u­m. Úrkomu­mynstur á land­inu mun breyt­ast tölu­vert, sem getur haft áhrif á land­búnað og flóða­hættu. Áhrif hækk­andi sjáv­ar­borðs á heims­vísu gætu orðið þónokkur hér. Alvar­leg­ustu áhrifin yrðu þó vegna súrn­unar sjáv­ar, sem er áhrif af losun koltví­sýr­ings. Hafið tekur upp um 1/3 af los­un­inni sem veldur því að það súrn­ar. Súrt haf leysir upp skel kalk­mynd­andi líf­vera sem eru und­ir­stöður mjög stórra vist­kerfa í hafi. Hrynji þær teg­undir eru allri keðj­unni ógn­að, þar á meðal teg­unda sem Ísland byggir sjáv­ar­út­veg­inn á. 

Gott og vel. Er þá ekki bara nóg að við ein­stak­ling­arnir hlýðum ákall­inu og drögum úr meng­andi lífs­háttum okkar ? Flokkum ruslið betur og vöndum okkur enn meir við inn­kaupin ? Veljum meira líf­rænt, tökum strætó oft­ar, pössum upp á að eyða minna raf­magni, sleppum plast­pok­un­um, hendum ekki afgöngum og veljum líf­rænt vott­aðar snyrti­vörur ? 

Þetta er allt gott og bless­að, en við þurfum miklu rót­tæk­ari og víð­tæk­ari aðgerðir til að sporna við ­lofts­lags­breyt­ing­un­um. 

Ein­stak­lingar geta ekki einir snúið við loft­lags­breyt­ingum

Við höfum engan tíma til að bíða eftir því að ein­stak­lingar eða mark­að­ur­inn taki við sér og leysi lofts­lags­vand­ann af sjálfs­dáð­um. Hið opin­bera þarf og verður að taka af skar­ið. En hvernig ? Það er okkar skoðun í Vinstri grænum að Ísland á að verða kolefn­is­hlut­laust árið 2050 og helst mun fyrr en það. Það þarf að hverfa frá áformum um olíu­vinnslu, skipta jarð­efna­elds­neyti út fyrir end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa og strika út af borð­inu frek­ari áform um meng­andi stór­iðju. Efla þarf rann­sóknir á áhrifum hlýn­unar á vist­kerfi lands og sjávar með sér­stakri áherslu á súrnun sjávar og huga að við­brögðum vegna hækk­unar sjáv­ar­borðs um allt land. Tryggja þarf að gengið verði um nátt­úru­auð­lindir Íslands af ábyrgum hætt­i. 

Það er líka hlut­verk rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga að skapa umhverfi sem beinir neyslu fólks að lofts­lagsvænum vör­um. Skattaí­viln­anir fyrir grænar lausnir og græn inn­kaup og grænir skattar á meng­andi starf­semi eru nauð­syn­leg­ir. Hvat­inn fyrir grunnatvinnu­vegi lands­ins til að vera minna meng­andi og sem græn­astir verður að vera raun­veru­legur og þar með koma frá hinu opin­bera, ekki bara frá mark­aðn­um. Og í opin­berri atvinnu­stefnu verðum við að leggja áherslu á fjöl­breytt atvinnu­líf með minni og með­al­stór fyr­ir­tæki sem hafa grænar áherslur í hví­vetna. 

Ríki og sveit­ar­fé­lög verða líka að vera með „grænu gler­aug­un“ á nef­inu við all­ar á­kvarð­ana­töku. Allar áætl­anir rík­is­ins, rekstur rík­is­stofn­ana og frum­vörp þarf ávallt að skoða og meta út frá lofts­lags­á­hrifum og með til­liti til umhverf­is­sjón­ar­miða. Efla þarf almenn­ings­sam­göngur enn frekar og byggja upp af krafti inn­viði sam­göngu­kerf­is­ins í þágu umhverf­is­ins. Kannski væri ráð að stofna ráðu­neyti lofts­lags­mála, eins og í mörgum löndum í kringum okk­ur. Svo þarf auð­vitað að tryggja að stjórn­ar­skráin hafi alvöru umhverf­is­á­kvæði og að nátt­úru­auð­lindir séu í þjóð­ar­eign. Þetta og meira þarf að tryggja til árangur til að draga úr lofts­lags­breyt­ingum og við þurfum að byrja opin­berar aðgerðir strax. Fögur orð duga ekki því við megum engan tíma missa. Ráðumst í alvöru kerf­is­breyt­ingar í lofts­lags­mál­unum og for­gangs­röðum fyrir fram­tíð­ina. 

Höf­undur er í 1.sæti Vinstri grænna í Suð­vest­ur­kjör­dæmi.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None