Gryfja hinna skapandi greina

Aðsend grein eftir Snæbjörn Brynjarsson, frambjóðanda Pírata í Reykja­vík norður.

Snæbjörn Brynjarsson
Auglýsing

Ímyndið ykkur í smá­stund að það sé eng­inn háskóli á Íslandi sem kenni list­sköp­un, hönn­un, tón­list eða dans. Að í hans stað sé bara djúp hola ein­hvers staðar milli Bænda­hallar og Þjóð­ar­bók­hlöðu sem smám saman fyllist vatni. Ímyndið ykkur að íslenska ríkið hafi enga mennta- eða atvinnu­stefnu til að bregð­ast við breyttri heims­mynd auk­innar sjálf­virkni­væð­ingar og gíf­ur­legrar tækni­fram­þró­unar. Ímyndið ykkur þetta í smá­stund? Var það erfitt?

Ungur nemi í mygl­uðum skóla

Ég hóf nám við Lista­há­skóla Íslands árið 2005 á fram­úr­stefnu­legri braut sem nefnd­ist Fræði og Fram­kvæmd (og heitir núna sviðs­höf­unda­braut). Fram að þessum tíma­punkti hafði ekki verið nám á Íslandi sem kenndi leik­stjórn, leik­hús­fræði eða leik­rit­un. Ári síðar var svo komið nám á háskóla­stigi í dansi. Það olli því að ég kynnt­ist konu minni sem var við þá braut. Ef ekki hefði verið fyrir þessi tvö skóla­stig hefðum við eflaust bæði farið út í nám, og miðað við töl­fræð­ina eru ágæt­is líkur á því að annað okkar hefði síðan aldrei komið heim. (Nema um jól­in).

Slík eru reyndar örlög margra af minni kyn­slóð sem mennta sig í ein­hverju óvenju­legu. Starfs­fram­inn togar mann út og ekk­ert togar mann heim aftur af því stjórn­völd kunna ekki að skapa starfs­skil­yrði fyrir menntað fólk. Það er munur á áburð­ar­verk­smiðju og því að sækja um inn­göngu í evr­ópsku geim­vís­inda­stofn­un­ina með fullri virð­ingu fyrir Hvíta Rúss­landi, stærsta áburð­ar­fram­leið­anda Evr­ópu.

Auglýsing

Lista­há­skól­inn er metn­að­ar­fullur skóli en ég upp­götv­aði snemma í nám­inu að stjórn­völd töldu hann ann­ars flokks. Hús­næðið við Sölv­hóls­götu þar sem helstu leik­arar Íslands hafa menntað sig, eins og t.d. Ingvar E. Sig­urðs­son og Nína Dögg Fil­ippus­ar­dóttir er hrip­lekt hús, það er illa hljóð­ein­angrað þannig að þú heyrir gaulið í faggott­leik­ur­um, básún­um, fiðlum og raf­mögn­uð­um sag­vél­mennum sem tón­smíða­brautin hef­ur prógrammerað allan lið­langan dag­inn og með myglu­sveppi í veggj­um. Hluti hús­næð­is­ins er ónot­hæft af því það er ekki hit­að, ekk­ert mötu­neyti og bóka­safn er í hús­inu sökum nið­ur­skurð­ar. Það er þröngt og lyftu­laust til að tryggja að eng­inn í hjóla­stól geti lært á hljóð­færi og að dáð­asti óperu­söngv­ari Íslands, Krist­inn Sig­munds­son, þurfi á gam­als aldri að klöngr­ast upp á ris til að kenna list sína.

Svona átti þetta aldrei að vera. Samt er þetta svona. Og á tutt­ug­ustu og fyrstu öld­inni, öld upp­lifana­hag­kerf­is­ins, þar sem skap­andi greinar verða drif­kraft­ur­inn í hag­vexti er þetta bein­línis þjóðar­ör­ygg­is­mál.

Fjórða iðn­bylt­ingin kemur

Það er eig­in­lega aldrei talað um fram­tíð­ina þegar talið berst að atvinnu eða efna­hags­stefnu. Við erum bara að reyna að halda niðri verð­bólgu næsta árs, ríf­ast um hvort það eigi að vera almenn­ings­kló­sett nærri nátt­úruperlum og hver eigi að borga fyrir það, ríf­ast um eina raf­línu eða eina virkjun eða eina verk­smiðju. Þetta eru allt skamm­tíma­lausnir og plástr­ar. Und­an­þágur án gæða­eft­ir­lits. Aldrei fram­tíð­ar­sýn eða raun­veru­leg stefnu­mót­un.

Aðrar þró­aðar þjóðir eru búnar að ákveða hvert þær stefna næst. Hvort fók­us­inn sé á lyfja­tækni, for­rit­un, hönnun eða hið marg­fræga „eitt­hvað ann­að.“ Þær þjálfa kenn­ar­ana sína svo þeir geti kennt börnum að hugsa og skapa í nýjum og fram­andi heimi. Börnin okkar hins vegar eru að búa sig undir iðn­bylt­ing­una. Ekki þá sem er í vænd­um, heldur þessa á nítj­ándu öld.

Í ár sagði hol­lenski bank­inn ING upp 5600 manns og færði 1200 manns til í starfi. Ástæðan var sú að ekki var lengur þörf á þessu fólki. Tölvu­for­rit önn­uð­ust starf­semi þeirra full­kom­lega. Þetta er ein­ungis upp­haf­ið. Banka­fólk sem og annað afgreiðslu­fólk mun ekki bara missa vinn­una á næsta ára­tug. Það sama mun ger­ast fyrir þá sem hafa atvinnu af því að keyra. Sjálf­keyr­andi bílar verða á göt­unni innan skamms í stað leigu og vöru­bíl­stjóra, og það mun sam­kvæmt iðn­að­ar­ráðu­neyti Bank­a­ríkj­anna kosta fimm milljón manns vinn­una.

Hversu marga hér?

Atvinna fram­tíð­ar­innar er skap­andi

Nú þegar eru skap­andi greinar á Íslandi um tutt­ugu þús­und störf. Ein­ungis ferða­þjón­ustan hefur jafn­mikið af fólki á sínum snærum og þessir tveir geirar skar­ast víða. Að miklu leyti er þetta heppni. Við erum heppin að ­ís­lenskt lista­fólk hefur náð þeim árangri sem það hef­ur, við erum heppin að Eyja­fjalla­jök­ull gaus og vakti á okkur heims­at­hygli.

En núna er þetta spurn­ing um að slá járnið meðan það er heitt. Sú ímynd sem við reynum að selja erlendis er úrelt. Í stað þess að kynna fyrir þeim nítj­ándu öld­ina, torf­þök og lopa­peys­ur, ættum við að reyna að selja íslenskt hug­vit og nýsköp­un. Það er ein­ungis þannig sem við förum upp á næsta stig.

Íslensk stjórn­sýsla og mennta­kerfi eru van­búin undir þetta verk­efni. Að vísu er list­nám á grunn­stigi býsna gott og ekki til að van­meta, en allur fókus í atvinnu­vega­ráðu­neytum er á land­búnað og sjáv­ar­út­veg. Mögu­lega þarf ein­hvers konar end­urstokk­un. Er tíma­bært að stofna ráðu­neyti menn­ingar eða ferða­mála, ráðu­neyti hinna skap­andi greina?

Lista­há­skól­inn sem mynd­lík­ing

Lista­há­skól­inn mun gegna lyk­il­hlut­verki í upp­bygg­ingu fram­tíð­ar­-at­vinnu­vega á Íslandi, en staða hans er býsna lýsandi fyrir Ísland í heild sinni. Hús­næði LHÍ er óboð­legt, rétt eins og land­spít­al­inn. Fjársvelti tryggir að allur tækja­bún­aður er úrelt­ur, mygla hefur sest í veggi og inn­viðir fún­að­ir. Á sama tíma eru póli­tíkusar enn að ríf­ast um það hvar skól­inn eigi að vera, eða það sem verra er, hafa ekki einu sinni hug­rekki til að taka afstöðu. Aug­ljós­lega er tíma­bært að sú ákvörðun sé tek­inn. Skól­inn hefur verið til í tvo ára­tugi, ef við viljum ekki að hann sé hús­næð­is­laus næstu tutt­ugu ár þá þurfum við að negla niður hvort hann eigi að fara í Vatns­mýr­ina við hlið ann­arra háskóla eða á Lauga­nes­ið. Þetta þarf ekki að vera flók­ið, bara vilja­yf­ir­lýs­ing frá mennta­mála­ráð­herra eftir einn fund með borg­ar­stjórn. Skóli í Lauga­nesi hefur nú þegar verið teikn­að­ur. Þarfa­grein­ing hefur farið fram á Lista­há­skól­an­um.

Við vitum að 21. öldin verður öðru­vísi en sú síð­asta. 80% af þeim störfum sem við munum vinna við í fram­tíð­inni eru ekki til ennþá. Slatti af þeim störfum sem við vinnum við í dag verða ekki til leng­ur, hvort sem það verða ný for­rit sem koma í stað okkar eða sjálf­stýr­andi tæki. Við erum óund­ir­búin þess­ari fram­tíð, en þetta þarf ekki allt að koma aftan að okk­ur.

Íslend­ingar eru nefni­lega mikil menn­ing­ar­þjóð sem hefur alla burði til að takast á við þessa áskor­un. Póli­tíkusarnir okkar vita það bara ekki ennþá.

Höf­undur er fram­bjóð­andi Pírata í Reykja­vík Norð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None