Háskólar í hættu: Sultarólin

Grein þessi er önnur grein í greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla.

Háskólar í hættu: Sultarólin
Auglýsing

Fjársvelti háskól­anna er hið alvar­leg­asta mál fyrir íslenskt sam­fé­lag. Til að telj­ast sam­keppn­is­hæf á alþjóða­vett­vangi þurfa stofn­anir íslenska rík­is­ins sem veita íslenskum, sem og erlendum almenn­ing, háskóla­menntun að njóta fjár­hags­legs öryggis. Það er orðið mjög svo ljóst að háskól­arnir geta ekki haldið áfram að sinna sínu hlut­verki á þann máta sem þeir gera í dag. Með þeirri fram­tíð sem við okkur blasir þurfa skól­arnir að skera mun meira niður og eftir nið­ur­skurð síð­ustu ára erum við kom­inn á þann stað að frek­ari nið­ur­skurður getur ein­ungis leitt til lok­unar á náms­braut­um, jafn­vel deild­um. Til þess tryggja okkur aðra og betri fram­tíð mega háskól­arnir ekki sitja eftir í fjár­mála­á­ætlun rík­is­ins fyrir árin 2017-2021. 

Við þekkjum þetta hér á Akur­eyri, sultar­ólin herð­ist og herð­ist og við kján­arn­ir, sem stóðum okkur svo vel að halda að okkur höndum eftir hrun­ið, bíðum von­góð að ólin mun­i ein­hvern tím­ann slakna sem hún svo gerir aldrei. Svo virð­ist ríkið ekki einu sinni geta tryggt fjár­magn fyrir hækkun á kjara­samn­ing­um, samn­ingum sem ríkið gerði sjálft. Við getum ekki látið bjóða okkur þetta leng­ur!

Auglýsing

Háskól­inn á Akur­eyri hefur boðið lengi vel upp á fjöl­breyti­legt nám í sveigj­an­legu formi til þess að kom­ast til móts við alla, hvort sem þeir eru A eða B mann­eskjur eða jafn­vel hafi ekk­ert, eitt eða fjögur börn á sínu fram­færi. Með tækn­ina að vopni hefur háskóla­sam­fé­lagið hér á Akur­eyri orðið virkara og opn­ara, þá hefur það styrkst til muna með fram­sæk­inni kennslu­þróun og verður þessi jákvæða þróun að halda braut sinni. Það verð­ur­ hins veg­ar erf­ið­ara með ári hverju að halda uppi gæðum náms­ins og bjóða upp á nýja kennslu­hætti með óeðli­lega litlu fjár­magni, þá sér­stak­lega þegar litið er til tækn­innar sem er sífellt að þró­ast. Tryggja þarf fjár­magn til end­ur­nýj­unar á tækni­bún­aði reglu­lega, ann­ars eigum við á hættu á að gæði náms skerð­ist til muna.

Þess má geta að nem­enda­í­gildum hefur fjölgað á ári hverju í Háskól­anum á Akur­eyri sem er góð vís­bend­ing til mik­il­vægis mennta­stofn­un­ar­innar á lands­byggð­inni og eitt­hvað sem vekja þarf athygli á. Það er gríð­ar­lega mik­il­vægt fyrir lands­byggð­ina að hafa þessa stóru mennta­stofnun til stað­ar, hún á því að standa jafn­fætis við háskól­ana á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þá ber þing­mönnum okkar á lands­byggð­inni að tryggja fjár­magn hingað norð­ur, alveg eins og þing­mönnum í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­um ber að tryggja fram­tíð háskól­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ef við viljum standa jafn­fætis hinum Norð­ur­landa­þjóð­unum ber okkur einnig að gæta að við stöndum öll jafn­fætis inn­an­lands.

Ég tel Háskól­ann á Akur­eyri ekki hugs­aðan sem stofnun sem ein­ungis sinni náms­þörfum lands­byggð­ar­fólks, heldur þvert á móti hefur sveigj­an­legt nám Háskól­ans á Akur­eyri opnað faðm sinn fyrir höf­uð­borg­ar­búum sem leit­ast við að sinna vinnu og eðli­leg­u heim­il­is­lífi ásamt því að mennta sig, af því að okkur var talin trú um það frá blautu barns­beini að mennt sé mátt­ur. Háskól­inn á Akur­eyri er líka eft­ir­sóttur af erlendum náms­mönnum sem þyrstir í þekk­ingu um norð­ur­slóð­irn­ar. Hér á Akur­eyri eru sókn­ar­færin mörg, nálægðin við atvinnu­lífið er mikil og tæki­færin gríð­ar­leg í mál­efnum norð­ur­slóða. Með óbreyttu ástandi verður erf­ið­ara að taka þátt í þeim fjöl­mörgu tæki­færum sem gefst. 

Í lokin þarf að minn­ast stutt­lega á raun­veru­leika íslenska náms­manns­ins; til að mennta sig þurfa náms­menn í mörgum til­fellum að vinna fulla vinnu til að fleyta sér og sínum áfram. Þetta gerir ein­stak­lingum kleyft að ná hærra mennt­un­ar­stigi, sem er lyk­ill­inn inn á atvinnu­mark­að­inn og á sama tíma borga skatta. Erlendis njóta náms­menn stuðn­ings­ ­rík­is­ins og styrkja­kerfa á meðan íslenskir náms­menn skila inn í rík­is­kass­ann eins og aðrir virkir aðili í sam­fé­lag­inu.

Ein­stak­lingar sem útskrif­aðir eru með háskóla­menntun skila þekk­ingu sinni aftur inn í sam­fé­lag­ið, þannig græða allir og er það frekar sjálf­gef­ið, en náms­menn hér­lendis sem eru í námi og hafa því ekki aflað sér neinnar sér­fræði­þekk­ingar borga skatta af auka­vinnu sinni og skila sam­hliða nám­inu beint inn í sam­fé­lag­ið. Það er úrelt hugsun að náms­menn hangi bara eins lengi og þeir geta á hótel mömmu og pabba og skili eng­u til bak­a.  

Meira fjár­magn til háskól­anna og ætti með réttu að vera á stefnu­skrá stjórn­mála­flokk­anna, því þetta er mál sem varðar stóran hluta þjóð­ar­innar og fram­tíð barn­anna okk­ar. Ég skora á stjórn­völd að bjarga háskólum í hættu!

Höf­undur er meist­ara­nemi í lög­fræði við Háskól­ann á Akur­eyri.

Við hvetjum alla til þess að skrifa und­ir áskorun til stjórn­­­valda þess efnis að setja mennta­­mál í for­­gang. #há­­skólarí­hættu

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None