Bréf til hugrakka frambjóðandans

Guðmundur Haukur Sigurðarson
Auglýsing

Yfir­stand­andi kosn­inga­bar­átta ein­kenn­ist að venju af lof­orðum og yfir­boðum en það er hefð­bund­inn fylgi­fiskur kosn­inga. Nán­ast allir flokkar nefna sam­göngu­bætur sem eitt af verk­efnum verð­andi rík­is­stjórnar en lítið hefur borið á umræðu um útfærslur og leiðir varð­andi fjár­mögn­un.

Það er lítil hefð fyrir einka­fram­kvæmdum í sam­göngum á Íslandi að und­an­skildum tvennum jarð­göngum þ.e.a.s. undir Hval­fjörð og gegnum Vaðla­heiði. Öll önnur upp­bygg­ing er greidd þráð­beint úr sam­eig­in­legum sjóðum lands­manna. 

Það má skipta sam­göngu­út­gjöldum í tvennt þ.e. upp­bygg­ingu og síð­an við­hald. Við­hald sam­göngu­mann­virkja þarf stöðugan tekju­stofn ef ekki á illa að fara en upp­bygg­ingin þolir sveigj­an­legri fjár­mögn­un. Í dag koma allar tekjur sem standa eiga undir bæði upp­bygg­ingu og við­haldi vega frá skatt­tekjum af olíu­notkun bif­reiða. Það er í grunn­inn mein­gallað kerfi af þeirri ein­földu ástæðu að orku- og umhverf­is­stefna stjórn­valda miðar að því að minnka skatt­stofn­inn þ.e. olíu­notk­un. Þetta er svipað því að sveit­ar­fé­lag, sem lifir á útsvari, væri mark­visst að reyna lækka laun íbú­a. 

Auglýsing

Reynsla und­an­far­inna ára sýnir að olía er óstöð­ugur skatt­greið­andi og ekki lík­leg til afreka næstu árin þar sem nýrri, betri og umhverf­is­vænni tækni er komin á mark­að. Með öðrum orðum þá fara ekki saman hug­myndir stjórn­mála­flokka um orku­skipti og minni útblást­ur ann­ars veg­ar og stór­aukna upp­bygg­ingu sam­gangna hins veg­ar.

Næsta rík­is­stjórn þarf því að huga að breyttri fjár­mögnun sam­gangna. 

Til­laga!

Skipta fjár­mögnun í tvennt:

  1. Við­hald vega sem allar bif­reiðar óháð elds­neyt­i/orku eiga að greiða. Stilla þarf þessa gjald­töku af þannig að nýorku­bílar verði samt sem áður hag­stæð­ari kostur en olíu­drifnar bif­reið­ar­.  
  2. Upp­bygg­ing eins og mis­lægra gatna­móta, breikkun vega, brú­ar­smíði , gangna­gerð, nýlagn­ing­ar o.s.frv.. Slíkar fram­kvæmdir mætti fjár­magna næsta ára­tug­inn með sér­stöku olíu­gjald­i. 

Þannig má slá tvær flugur í einu höggi þ.e. flýta orku­skiptum í sam­göngum og standa við skuld­bind­ingar lands­ins í loft­lags­mál­um. Olían verður von­andi aðeins tíma­bund­inn skatt­greið­andi næstu tíu til tutt­ugu árin, af hverju ekki að nýta hana til að greiða fyrir þá upp­bygg­ingu sem kallað er eft­ir. Ein­hvers stað­ar­ verður að taka þá pen­inga, ef ekki af olí­unni þá hvar? Þessar olíu­tekjur munu vissu­lega minnka með árunum en líka þörfin fyrir upp­bygg­ingu því von­andi verður kostn­aður við vega­kerfið eftir tutt­ugu ár að mestu bundið við við­hald frekar en upp­bygg­ingu. Vissu­lega þýðir þetta hærra olíu­verð en ef menn sætta sig ekki við það þá skulu menn ekki á sama tíma lofa orku­skiptum og upp­bygg­ingu í sam­göng­um. Nú reynir á hug­rekki og skyn­semi stjórn­mála­manna. Það er ekki hægt að fá allt fyrir ekk­ert. 

Lágir elds­neyt­is­skattar + orku­skipti í sam­göngum + minni útblástur = betra vega­kerfi án gjald­töku er ein­fald­lega jafna sem gengur ekki upp.

Höf­undur er Fram­kvæmda­stjóri Vistorku ehf.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None