Af hverju erum við ekki öll meira eins og Hannes Smárason?

Auglýsing

Í ára­mótaskaup­inu árið 2006 var gegn­um­gang­andi brand­ari þar sem sem ólukku­legur maður var ítrekað spurður af hverju hann væri ekki, eða gerði ekki, eins og Hannes Smára­son. Á þeim tíma var Hann­es, þá for­stjóri hins gríð­ar­lega umsvifa­mikla fjár­fest­inga­fé­lags FL Group, nokk­urs konar hálf­guð í huga hluta þjóðar á eyðslu­fyll­eríi með lán­aða þýska spari­sjóða­pen­inga. Hann virt­ist ekki geta gert neitt rangt og allt sem þessi snjalli fjár­festir snerti virt­ist verða að gulli.

Í umfjöllun Mark­að­ar­ins, fylgi­blaðs Frétta­blaðs­ins um við­skipti og efna­hags­mál, þegar Hannes var val­inn maður árs­ins 2006, sagði m.a.: „Hann fór inn í þetta ár með ýmsar hrakspár á bak­inu og efa­semdir um stefnu, en kemur út úr því með inn­leystan hagnað fyrir á fimmta tug millj­arða og með öfl­ug­asta fjár­fest­inga­fé­lag Evr­ópu sem getur fjár­fest fyrir 200 millj­arða króna.“

Þar sagði Hannes að „við viljum helst ekki skrifa tékka sem er minni en fimm til tíu millj­arðar í ein­stakri fjár­fest­ing­u.[...]Við erum rétt að verða þekkt í alþjóð­legum fjár­fest­inga­heimi, en það á algjör­lega eftir að nýta þann mögu­leika að gera Ísland að spenn­andi fyr­ir­tæki fyrir fjár­mála­fyr­ir­tæki og banka.“

Auglýsing

Tæpu ári eftir að við­talið var tekið hætti Hannes sem for­stjóri FL Group eftir að hafa ekki haft fjár­hags­lega burði til að taka þátt í hluta­fjár­aukn­ingu sem átti að bjarga félag­inu. Það gekk ekki betur en að það fór í greiðslu­stöðvun nokkrum dögum áður en að Geir H. Haarde bað guð að blessa Ísland og kröfu­hafar þess eru enn að vinda ofan af veisl­unni í dag, átta árum síð­ar. Þús­undir hlut­hafa sáu eign sína í félag­inu verða að engu.

Pen­ingar til Panama

Hannes var líkt, og margir aðrir sam­ferða­menn hans í skýja­borgum fjár­mála­steypunnar sem átti sér stað fyrir hrun, til rann­sóknar hjá alls kyns emb­ætt­um. Tvö mál vöktu þar mesta athygli: hin svo­kall­aða Pace-flétta og milli­færsla á fé almenn­ings­hluta­fé­lags­ins FL Group inn á banka­reikn­ing fjár­fest­inga­fé­lags­ins Fons til að kaupa danska flug­fé­lagið Sterl­ing. Erf­ið­lega gekk þó að nálg­ast gögn og þeir aðilar máls sem höfðu upp­lýs­ingar um þau sem gætu varpað ljósi á málin kusu margir hverjir að varpa engu slíku ljósi.

Pace-­málið er á meðal þekkt­ustu íslensku hrun­mál­anna. Alls hafa verið sagðar um hund­rað fréttar af því frá byrjun árs 2010. Það kom fyrst upp á yfir­borðið þegar slitabú Fons, eign­ar­halds­fé­lags sem stýrt var af fjár­fest­inum Pálma Har­alds­syni en var þá orðið gjald­þrota, fór að rann­saka hvað hefði orðið um þrjá millj­arða króna sem milli­færðir höfðu verið af reikn­ingum félags­ins í apríl 2007 inn á banka­reikn­ing í eigu panamska félags­ins Pace Associ­ates. Eng­inn virt­ist vita hver ætti félagið sem tók við þessum miklu fjár­mun­um.

Það vakti líka athygli að milli­færslan var ekki færð end­an­lega í bók­hald Fons fyrr en rúmu ári eftir að hún átti sér stað, eða í júlí 2008. Þá var gjörn­ing­ur­inn færður inn sem lán og það lán afskrifað sam­hliða án útskýr­inga.

Skipta­stóri bús Fons kærði málið til emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara, sem nú heitir hér­aðs­sak­sókn­ari, í nóv­em­ber 2010. Skömmu síðar hófst form­leg rann­sókn. Að hans mati áttu millj­arð­arnir þrír að fara til kröfu­hafa Fons, sem þá var veru­lega gjald­þrota, og ljóst að lítið sem ekk­ert myndi fást upp í tug­millj­arða króna kröf­ur.

Þetta má

Í Panama­skjöl­unum kom fram að Hannes Smára­son var með pró­kúru í Pace og stýrði því félag­inu. Nokkrum dögum eftir að sú frétt var sögð, í maí síð­ast­liðn­um, var til­kynnt að ekki yrði ákært í mál­inu. Ástæðan var sú að tveir hæsta­rétt­ar­dóm­arar hefðu fall­ist á í nið­ur­stöðu sinni í öðrum málum tengdum félag­inu að Fons hefði verið gjald­fært og með góða eig­in­fjár­stöðu allt fram að efna­hags­hrun­inu. Því mat emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara að minni líkur væru á því en meiri að sak­fell­ing myndi fást í mál­inu.

Í rök­stuðn­ingi sem hér­aðs­sak­sókn­ari veitti skipta­stjóra Fons, og Kjarn­inn hefur undir hönd­um, er Pace málið hins vegar skýrt. Þar kemur fram að Hannes Smára­son hafi ráð­stafað þeim þremur millj­örðum króna sem Fons lán­aði til Pace. 900 millj­ónir króna fóru inn á reikn­ing aflands­fé­lags fjár­fest­is­ins Magn­úsar Ármann vegna þátt­töku Hann­esar í fast­eigna­verk­efni í Ind­landi en að öðru leyti var fjár­mun­unum ráð­stafað „að stærstum hluta til hluta­bréfa­við­skipta erlendis fyrir reikn­ing Pace eða ann­ars með öðrum hætti í eigin þágu, annað hvort þá með greiðslu per­sónu­legra skuld­bind­inga eða beinum greiðslum til hans eða náinna tengsla­manna eða hins vegar með beinum greiðslum til inn­lendra og erlendra félaga á hans veg­um.“

Það lá sem sagt fyrir að Fons mátti milli­færa þrjá millj­arða króna inn á aflands­fé­lag í eigu við­skipta­fé­laga ann­ars eig­anda þess, færa þá upp­hæð síðan í reikn­ing ári síðar sem lán, afskrifa það strax án afleið­inga og fara síðan í tug­millj­arða þrot innan við ári síð­ar. Allt vegna þess að Hæsta­rétt­ar­dóm­arar töldu hók­u­s-pókus efna­hags­reikn­ing félags­ins sýna góða stöðu þegar raun­veru­leik­inn stað­festi að svo var aug­ljós­lega ekki.

Milli­færsla úr almenn­ings­hluta­fé­lagi

Ef Pace-­málið var eitt mest umtal­aða hrun­málið þá var Sterl­ing-­málið eitt fræg­asta fyr­ir­hruns­mál­ið. Í mjög stuttu máli sner­ist það um að Hannes Smárá­son lét milli­færa þrjá millj­arða króna sum­arið 2005 af reikn­ingum FL Group, félags sem hann var þá stjórn­ar­for­maður í, inn á nýjan banka­­­reikn­ing FL Group hjá Kaup­­­þingi í Lúx­em­borg sem Hannes hafði látið stofna fimm dögum áður. Sam­­­kvæmt sér­­­­­stöku umboði hafði Hannes fullt og ótak­­­markað umboð til ráð­staf­ana á fjár­­­munum félags­­­ins á þeim banka­­­reikn­ing. Fjár­­­mun­irnir voru sama dag færðir frá nýja banka­­­reikn­ingnum yfir á banka­­­reikn­ing Fons eign­­­ar­halds­­­­­fé­lags. Sama Fons og lán­að­i/gaf Pace þrjá millj­arða króna sum­arið 2007. Þar var fjár­­­hæð­inni skipt í danskar krónur og í kjöl­farið lagðar inn á félagið Fred. Olsen & Co., þáver­andi eig­anda flug­­­­­fé­lags­ins Sterl­ing Air­lines, sem Fons var að kaupa. Millj­­­arð­­­arnir þrír mynd­uðu stóran hluta af þeim fjórum millj­­­örðum króna sem Fons greiddi fyrir kaup á Sterl­ing á þessum tíma.

Hannes neit­aði árum saman að milli­færslan hafi átt sér stað. Hann mætti t.d. í Kast­ljós við­tal í októ­ber 2005 og sagði ávirð­ing­arnar vera „þvælu“.

Hvorki þáver­andi for­stjóri, fjár­mála­stjóri eða stjórn FL Group höfðu hug­mynd um að þetta ætti sér stað né höfðu haft aðkomu að ákvörðun um milli­færsl­una. For­stjór­inn hætti í kjöl­farið og stjórnin sagði af sér. Hannes tók sjálfur við sem for­stjóri. FL Group var á þessum tíma almenn­ings­hluta­­­fé­lag í eigu rúm­­­lega fjögur þús­und aðila.

Eftir mik­inn þrýst­ing frá for­stjóra og stjórn skil­uðu fjár­mun­irnir sér til baka, en ekki frá Fons heldur var um lán frá Kaup­þingi í Lúx­em­borg að ræða. Hannes og Jón Ásgeir Jóhann­es­son, sem átti líka stóran hlut í FL Group, geng­ust sam­kvæmt ákæru í mál­inu í per­sónu­legar ábyrgðir fyrir end­ur­greiðslu láns­ins.

Mála­rekstur Sterl­ing-­máls­ins hefur tekið ótrú­lega langan tíma. Hið meinta brot var framið sum­arið 2005, rann­sókn hófst fyrst árið 2008 og mál­inu var vísað frá einu sinni áður en það fékk efn­is­lega með­ferð fyrir hér­aðs­dómi í upp­hafi árs 2015. Þar var Hannes sýkn­aður en þeirri nið­ur­stöðu áfrýjað til Hæsta­rétt­ar.

Hann til­kynnti í lok síð­ustu viku að málið hefði verið fellt nið­ur. Ástæð­an: rík­is­sak­sókn­ari sem sá um áfrýjun máls­ins skil­aði ekki grein­ar­gerð í mál­inu fyrr en eftir að frestur til þess var lið­inn. Samt höfðu verið veittir auka­frestir til að skila grein­ar­gerð­inni.

Skiptir máli að draga línu í sand­inn

Rann­sóknir og eftir atvikum ákærur í málum vegna gjörn­inga sem áttu sér stað fyrir og í aðdrag­anda hruns­ins eru mjög mik­il­væg­ar. Um er að ræða atvik sem mörg hver eru for­dæma­laus og því er áríð­andi að Hæsti­réttur skili nið­ur­stöðu í þeim.

Ekki til að svala ein­hverjum hefnd­ar­þorsta eða vegna frið­þæg­ingarraka, heldur til að fá á hreint hvað má og hvað má ekki í íslensku við­skipta­lífi. Mörg mál­anna eru enda, í besta falli, á gráu svæði. Ef það sem var gert í þeim er ekki ólög­legt þá ætti það að vera það, og lög­gjaf­inn ætti að breyta lög­un­um. Ann­ars er hætt við að galna hegð­unin sem sigldi okkur í strand haustið 2008 fari að gera aftur vart við sig og valdir aðilar kom­ist upp með að kaupa sér stöðu ofar rétt­ar­rík­inu.

Þess vegna er svo alvar­legt að ótrú­legt klúður rík­is­sak­sókn­ara verði til þess að mik­il­vægt mál sem snertir hvað má gera með fjár­muni almenn­ings­hluta­fé­laga sé ekki tekið til efn­is­legrar með­ferð­ar. Það nægir ekk­ert að bera fyrir sig mann­eklu og að verk­ferlum hafi verið breytt í kjöl­far­ið. Mis­tökin eru það alvar­leg að trú­verð­ug­leiki emb­ættis rík­is­sak­sókn­ara er und­ir. Ein­hver verður að bera ábyrgð.

En þangað til er ekki hægt að draga aðra ályktun að þeir gjörn­ingar sem lýst er hér að ofan sé eitt­hvað sem má. Íslenska rétt­ar­kerfið hefur að minnsta kosti ekki ráðið við að sýna fram á ann­að. Það er þá gott að vita það.

Kannski ættum við eftir allt saman bara öll að vera meira eins og Hannes Smára­son. Það yrði áhuga­vert sam­fé­lag sem úr yrði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None