Píratar og námsmenn

Aðsend grein eftir Þór Saari, frambjóðanda Pírata.

Þór Saari
Auglýsing

Píratar eru, umfram aðra flokka, hreyf­ing ungs fólks og með­al­aldur fram­bjóð­enda er í sam­ræmi við það. Þrátt fyrir marga unga fram­bjóð­endur er mennt­un­ar­stig Pírata einnig hátt og reynsla Pírata af lang­skóla­námi og reynslan af nauð­syn skil­virks fjár­stuðn­ings fyrir náms­menn er mik­il. Vask­leg fram­ganga þing­manna Pírata gegn frum­varpi Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokks sem hefði stór­skaðað mögu­leika ungs fólks til náms, var til fyr­ir­myndar og byggði einmitt á reynslu og þekk­ingu.

Menntun og lang­skóla­nám er orðin hluti af lífs­hlaupi nán­ast alls ungs fólks og það að full­komið jafn­ræði til náms óháð fjár­hag, sé til stað­ar, er grund­vall­ar­at­riði sem ekki má víkja frá. Sveigj­an­leg náms­fram­vinda er einnig krafa, þar sem ungt fólk þarf að hafa mögu­leika á að skipta um náms­greinar sem og að geta stýrt því sjálf hvað, hvar og hvenær þau mennta sig.

Það er því þörf á nýrri hugsun í stuðn­ingi hins opin­bera við náms­menn og við­snún­ingur þarf að verða í þeim sam­skipta­örð­ug­leikum sem ávallt hafa ein­kennt tangó námsmana við LÍN. Slík hugsun þarf að taka mið af örum sam­fé­lags­breyt­ingum og breyttum og síbreyti­legum kröfum ein­stak­ling­anna til að þroskast og menntast, sem og þörfum sam­fé­lags­ins og atvinnu­lífs­ins fyrir vel menntað fólk. Lang­skóla­nám, og þá sér í lagi erlend­is, er ein­hver sá mesti og besti þroska­fer­ill sem ungt fólk getur lagt í og eykur víð­sýni, þekk­ingu og reynslu til muna umfram nám sem stundað er hér á landi. Svo er menntun sem slík ein­fald­lega þjóða­hags­lega hag­kvæm á heild­ina litið og ein­hver besta fjár­fest­ing sem sam­fé­lagið getur lagt út í. Hins vegar er ekki hægt að líta á menntun fólks sem fjár­fest­ingu ein­stak­lings­ins til fram­tíðar enda engar for­sendur til, svo hægt sé að leggja slíkt kalt pen­inga­legt mat á mennt­un.

Auglýsing

Nýtt námlána- og styrkja­kerfi fyrir náms­menn mun þurfa að sækja fé í sjóði hins opin­bera og þarf því einnig að taka mið af því hversu aflögu­færir þeir eru. Það kostar mikla pen­inga að mennta fólk í tutt­ugu ár sem er um það bil sá tími sem tekur fyrir menn­eskju að ljúka háskóla­prófi með meistara­gráðu að með­töldum grunn- og fram­halds­skóla.  Nýtt kerfi þarf því einnig að búa að inn­byggðum hvötum fyrir náms­menn til að starfa hér á landi að loknu námi, því það er mikil blóð­taka fyrir sam­fé­lagið fjár­hags­lega og menn­ing­ar­lega að mennta fólk í tvo ára­tugi eða lengur hverfi það svo til starfa utan land­stein­ana.

Slíkt kerfi þarf að tryggja að stuðn­ingur við náms­menn sé nægi­legur og það er að fram­færslan, hvort sem um er að ræða lán eða styrk, dugi raun­veru­lega til fram­færslu miðað við fjöl­skyldu­stærð. Slík kerfi þarf að greiða út stuðn­ingin fyr­ir­fram, en ekki láta náms­menn verða að leiksoppi bank­anna hvað varðar pen­inga eins og núver­andi kerfi. Slíkt kerfi þarf líka að vera hvetj­andi fyrir náms­menn til að sækja sér menntun út fyrir land­stein­ana, því hvað svo sem má segja um íslenska háskóla, þá eru þeir of margir og of mis­jafnir að gæðum til að standa allir undir alvöru kröfum um akademískt nám. Nám við erlenda háskóla eykur og hraðar miðlun nýrra hug­mynda, veitir inn­lendum háskólum og inn­rækt­uðum aka­demíkerum (há­skóla­mönn­um) nauð­syn­legt aðhald og eflir og eykur víð­sýni og þekk­ingu náms­manna til muna, umfram nám inn­an­lands.

Útfærsla slíks kerfis er ekki endi­lega flókin en hún þaf að vera skýr og fram­kvæmdin þarf ætíð að vera rétt­sýn og með þá sýn á þörf náms­manns­ins að nám sé gott, alltaf. Því má gera því skóna að slíkt kerfi þurfi auk nægj­an­legrar fram­færslu, að duga til mennt­un­ar, það er fyrir fram­færslu og skóla­gjöldum fram yfir dokt­ors­próf hvað tíma­lengd varð­ar, það sé óháð aldri nem­enda, og að hluti stuðn­ings­ins breyt­ist í styrk að loknu námi. Jafn­framt þarf það að taka mið af kostn­aði sam­eign­legra sjóða og sam­fé­lags­legum ábata. Nýtt kerfi yrði því einnig ein­hvers konar sam­bland lána- og styrkja­kerfis og í upp­hafi afgreitt sem lán í upp­hafi hverrrar ann­ar, hvers end­ur­greiðsla hæf­ist fimm árum eftir námslok, en hluti þess, fram­færslu­hlut­inn, breytt­ist í styrk ef við­kom­andi hefði starfað inn­an­lands þessi fimm ár. Náms­menn erlendis fengju enn frek­ari hvata til að snúa heim með nið­ur­fell­ingu skóla­gjalda að loknu ákveðnu starfs­tíma­bili hér­lend­is, auk lána til heim­ferða einu sinni til tvisvar á ári. End­ur­greiðsla lána, ef til kem­ur, þarf að vera vel við­ráð­an­leg og taka mið af tekjum við­kom­and­i. 

Slík umbreyt­ing sem hér er talað fyrir er rót­tæk en skyn­söm, hennar er þörf og um hana þarf að nást víð­tæk sátt svo nið­ur­rif­s­öfl mis­skipt­ingar nái ekki að eyði­leggja mögu­leika ungs fólks til náms undir yfir­skini úrbóta. Náms­menn þurfa því sjálfir einnig að sýna sam­stöðu og krefj­ast úrbóta og taka sér stöðu utan flókkspóli­tískra stúd­enta­hreyf­inga sem eru alger tíma­skekkja í nútíma­sam­fé­lagi. Stúd­enta­ráð háskóla þurfa að vera með hags­muni allra stúd­enta í fyr­ir­rúmi og lista­kosn­ingar eyði­leggja hags­muni heild­ar­in­ar. Lík­lega væri einnig best að leggja niður LÍN í núver­andi mynd vegna enda­lausra flokkspóli­tískra afskipta af starfs­háttum þar á bæ í gegnum stjórn­ina og stofna nýja skrif­stofu hverrar stjórn yrði skipuð náms­mönnum og fag­fólki úr skóla­kerf­inu.

Helsta áherslu­mál Pírata er nýja stjórn­ar­skráin og sú áhersla er meðal ann­ars til komin vegna sífelldra lof­orða­svika stjórn­mála­manna. Með nýrri stjórn­ar­skrá getur allur almenn­ingur og þar með einnig náms­menn, kraf­ist þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hags­muna­mál sín með und­ir­skifta­söfnun sem og lagt fram þing­mál. Þannig og þannig ein­göngu er hægt að veita sitj­andi stjórn­völdum hvers tíma aðhald og tryggja að almanna­hags­munir verði í fyr­ir­rúmi. Þess vegna eiga náms­menn sam­leið með Píröt­um.

Að lokum læt ég fylgja með fimm helstu mark­mið Pírata fyrir næsta kjör­tíma­bil en þau eru:

1. Upp­færa Ísland með nýrri stjórn­ar­skrá.

2. Tryggja rétt­láta dreif­ingu arðs af auð­lind­um.

3. End­ur­reisa gjald­frjálsa heil­brigð­is­þjón­ustu.

4. Efla aðkomu almenn­ings að ákvarð­ana­töku.

5. End­ur­vekja traust og tækla spill­ingu.

Kom­ist Píratar til valda mun ég tala fyrir þessum áhersl­um.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur, fyrr­ver­andi alþing­is­maður og í fram­boði fyrir Pírata.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None