Freki karlinn er dauður...við drápum hann

Auglýsing

Kosn­ing­arnar sem fram fóru á laug­ar­dag eru þær merki­leg­ustu í lýð­veld­is­sög­unni. Í þeim skila­boðum sem kjós­endur sendu fel­ast skýr skila­boð. Þeir hafna bylt­ingu en þeir hafna líka óbreyttu ástandi. Nið­ur­staðan er ákall um breyt­ingar og aukna sam­vinnu ólíkra afla, enda fengu flokkar sem stofn­aðir eru eftir árið 2012 38 pró­sent atkvæða.

Hinn svo­kall­aði fjór­flokk­ur, hryggjar­stykkið í íslenskum stjórn­málum alla tíð, fékk 62 pró­sent. Til að setja þá tölu í sam­hengi er vert að benda á að flokk­arnir fjór­ir; Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokk­ur, Sam­fylk­ing og Vinstri græn, fengu um 75 pró­sent í kosn­ing­unum 2013 og um 90 pró­sent í tveimur kosn­ingum þar á und­an.

Það sem er líka mjög merki­legt er að rík­is­stjórn kerf­is­varn­ar­flokk­anna tveggja, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, var hafnað með afger­andi hætti. Ein­ungis fjórir af hverjum tíu kjós­endum kusu þá. Þeir hafa ein­ungis einu sinni fengið verri sam­eig­in­lega útreið, í kosn­ing­unum 2009 þegar flokk­unum tveimur var refsað fyrir hrun­ið. Og allir stjórn­mála­flokkar utan þeirra tveggja virð­ast hafa hafnað mögu­leik­anum á að mynda rík­is­stjórn með báðum þessum flokk­um.

Auglýsing

Því er ljóst að kosið var með kerf­is­breyt­ingum á lyk­il­kerfum íslensks sam­fé­lags, sem allir hinir flokk­arnir fimm sem náðu inn þing­mönn­um, voru með á stefnu­skrá sinni. Þar má nefna breyt­ingar á skipan sjáv­ar­út­vegs­mála með þeim hætti að arð­ur­inn af nýt­ingu auð­lind­ar­innar skipt­ist jafnar á milli þeirra sem nota hana og þeirra sem fá að nýta hana. Breyt­ingar á land­bún­að­ar­kerf­inu með hags­muni neyt­enda og bænda að leið­ar­ljósi. Umbætur á stjórn­ar­skrá lands­ins. Breyt­ingar á stjórn­sýsl­unni sem fela í sér skýr­ari ábyrgð­ar­ferla, meiri fag­mennsku og minni mögu­leika á hinni sér íslensku mjúku spill­ingu sem frænd­hyglin og stroku­sam­fé­lagið okkar hefur búið.

Fyrir utan þetta þá virð­ast allir flokkar sem voru í fram­boði sam­mála um að bæta þurfi mjög í fjár­fest­ingu í vel­ferð­ar­kerf­inu, jafnt í heil­brigð­is­mál­um, mál­efnum aldr­aðra og öryrkja, mennta­málum og til að styrkja stöðu ungs fólks með við­gerð á fæð­ing­ar­or­lofi, dag­gæslu­ferlum og með aðgerðum vegna bráða­vanda sem við blasir á hús­næð­is­mark­aði.

Allt þetta verður á borð­inu þegar ólíkir flokkar þurfa að semja um hvað næsta rík­is­stjórn á að gera. Og hún verður alltaf sam­sett af afar ólíkum flokk­um.

Tap­arar og sig­ur­veg­arar

Það voru margir sig­ur­veg­arar í kosn­ing­un­um. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er stærsti flokk­ur­inn í öllum kjör­dæmum og bætir við sig tveimur þing­mönnum milli kosn­inga. Nið­ur­staðan var umtals­vert betri en kann­anir höfðu gefið til kynna og sýna hversu mik­il­vægir sterkir inn­viðir þessa stærstu stjórn­mála­hreyf­ingar lands­ins eru þegar kemur að því að sigla kosn­ingum í höfn. Allt skipu­lag varð­andi virkjun kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins var í annarri deild en það sem hinir stjórn­mála­flokk­arnir gátu ráð­ist í. Þá er kjós­enda­hópur Sjálf­stæð­is­flokks­ins eldri en flestra ann­arra og mun lík­legri til að skila sér á kjör­stað. Það skiptir máli í kosn­ingum þar sem nýtt met er sett í slakri kosn­inga­þátt­töku. Það ber þó að nefna að þetta er ein­ungis í fjórða sinn í sögu Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem hann fær undir 30 pró­sent atkvæða. Sögu­lega hefur því staða flokks­ins í íslenskum stjórn­málum nær alltaf verið mun sterk­ari.

Svo er það ein­fald­lega þannig að á Íslandi er stór hópur manns, sér­stak­lega á lands­byggð­inni, sem vill rugga bátnum sem minnst. Það kýs stöð­ug­leika og ótt­ast miklar breyt­ing­ar. Þessi gjá sem er milli þeirra sem búa í Reykja­vík ann­ars vegar og í öðrum kjör­dæmum hins vegar er nokkuð slá­andi. Í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum tveimur er fylgi Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sóknar sam­an­lagt 30-32 pró­sent. Í Krag­anum er það um 41 pró­sent. Í hinum þremur kjör­dæmum lands­ins er það frá 46,5 pró­sentum til tæp­lega 51 pró­sent.

Í þessum kosn­ingum var stærð þess hóps sam­an­lagt um 40 pró­sent og þrír af hverjum fjórum hans sem mætti á kjör­stað kaus Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Hinir kusu Fram­sókn.

Við­reisn var sig­ur­veg­ari með sinn sjö manna þing­flokk og næst besta árang­urs nýs flokks í kosn­ingum frá upp­hafi. Píratar unnu súr­sætan sig­ur, nær þre­földu fylgið sitt en fengu fjarri því sem skoð­ana­kann­anir höfðu spáð. Björt fram­tíð vann varn­ar­sigur þótt að flokk­ur­inn hafi tapað tveimur þing­sæt­um. Og hann er allt í einu kom­inn í lyk­il­stöðu, ásamt Við­reisn, um myndun nýrrar rík­is­stjórn­ar.

Tap­ar­arnir eru aug­ljós­lega tveir rót­grónir flokk­ar. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem fær sína verstu kosn­ingu í 100 ára sögu flokks­ins, og Sam­fylk­ing­in, sem hefur nú loks tek­ist að nán­ast eyða sér með því að átta sig ekki á að hún sjálf er vanda­mál­ið, ekki kjós­endur eða fjöl­miðlar sem skilja hana ekki.

Þingið end­ur­speglar þjóð­ina betur

Stóra ávinn­ing­ur­inn sem þessar sögu­legu kosn­ingar hafa skilað okkur er sú að þingið end­ur­speglar nú með betri hætti en nokkru sinni áður fjöl­breyti­leika íslensku þjóð­ar­inn­ar. Konur hafa aldrei verið fleiri, aldrei hefur jafn fjöl­breyttur hópur fólks með jafn fjöl­breyttan bak­grunn myndað þing­manna­hóp lands­manna og ein­ungis einu sinni áður hafa sjö flokkar átt full­trúa á Alþingi. Það var eftir hinar frægu kosn­ingar 1987 þegar eins manns klofn­ings­fram­boð úr Fram­sókn sem bauð fram í einu kjör­dæmi var sjötti þing­flokk­ur­inn með einn þing­mann, hann Stefán Val­geirs­son.

Þá er ákaf­lega jákvætt að þeir nýju flokkar sem sprottið hafa upp á Íslandi á und­an­förnum fimm árum, og taka nú til sín fjögur af hverjum tíu atkvæð­um, eru nær allir jákvæðir umbóta­flokk­ar. Þ.e. þótt stefnur þeirra séu mis­mun­andi rót­tækar og rað­ist mis­mun­andi á hinn póli­tíska skala þá ríkir góð hugsun að baki þeim öll­um. Öfga­hyggju­flokkar sem ala á hræðslu og hatri og treysta á van­þekk­ingu sem far­veg fyrir stefnu­mál sín hafa risið upp í flestum nágranna­ríkja okkar og náð miklum árangri, sér­stak­lega með því að styðj­ast við rasíska stefnu og útlend­inga­andúð. Eini flokk­ur­inn sem bauð fram þannig mat­seðil í kosn­ing­unum hér fékk 0,2 pró­sent atkvæða, eða 303 atkvæði. Það er sigur í sjálfu sér.

Standi breyt­inga-/um­bóta­flokk­arnir við þær yfir­lýs­ingar að mynda ekki rík­is­stjórn með bæði Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn þá er ljóst að sá tími er lið­inn, að minnsta kosti í bili, að einn hópur sam­fé­lags­ins með sam­bæri­legar skoð­anir geti í krafti rík­is­stjórnar valtað yfir hina hópanna.

Tími freka karls­ins er lið­inn, að minnsta kosti í bili

Þannig hefur kerfið okkar nefni­lega verið að lang­mestu leyti hingað til. And­stæðir pólar hafa tek­ist á og þegar þeir kom­ast til valda þá hafa þeir keyrt yfir hina. Þannig var ástandið þegar nýfrjáls­hyggjan var inn­leidd og til­beðin á árunum 1991 til 2009 af þeim flokkum sem þá stýrðu. Þannig var það líka þegar fyrsta hreina tveggja flokka vinstri­st­jórnin var kjörin í til­tekt eftir hrunið en reyndi að nota tæki­færið til að koma öllum sínum hugð­ar­málum á kopp­inn í bull­andi átökum sam­hliða. Og þannig var það sann­ar­lega á síð­asta kjör­tíma­bili þegar mjög sterk rík­is­stjórn íhalds­flokka fór að vinda ofan af öllu sem síð­asta rík­is­stjórn á undan gerði og óð áfram í hverju mál­inu á fætur öðru í krafti sterks þing­meiri­hluta síns.

Nið­ur­staðan er sú að það van­traust sem Íslend­ingar hafa gagn­vart helstu stofn­unum lands­ins, og sér­stak­lega stjórn­mál­un­um, hefur ekk­ert lag­ast. Gjáin hefur þvert á móti stækk­að.

Nú er skýr krafa um að tími freka karls­ins sé lið­inn, að minnsta kosti í bili. Sú krafa birt­ist skýrt í for­seta­kosn­ing­unum í sumar þegar frekasta karl­inum af öllum sem hafa frekj­ast hér und­an­farna ára­tugi var hafnað með afger­andi hætti, hann fékk ein­ungis 13,7 pró­sent atkvæða.

Það er krafa um sam­starf ólíkra afla sem end­ur­spegla stærri hluta sífellt fjöl­breytt­ara sam­fé­lags og í því felst að takast þarf á við að finna lausnir á helstu ágrein­ings­efnum sem klofið hafa þjóð­ina í herðar nið­ur. Nið­ur­staða kosn­ing­anna kallar aug­ljós­lega á það og stjórn­mála­leið­tog­arnir virð­ast skynja þessa kröfu miðað við orð þeirra í umræðu­þáttum helg­ar­inn­ar.

Það er því ástæða til að vera bjart­sýnn. Eðl­is­breyt­ing hefur átt sér stað í íslenskum stjórn­mál­um. Hún er jákvæð og von­andi er hún komin til að vera.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None