Vanvirðing á starfi kennara er óþolandi

klébergsskóli
Auglýsing

Nýverið var ég stödd í Kjarna í Mos­fellsbæ ásamt fjölda ann­arra kenn­ara. Til­efnið var að sýna sam­stöðu og afhenda bæj­ar­stjóra bréf þar sem kjörum kenn­ara er mót­mælt. Við erum ekki eina stéttin sem ofbýður launa­hækkun alþing­is­manna sem er kornið sem fyllti mæl­inn og hafa margar starfs­stéttir séð ástæðu til að senda frá sér harð­orð mót­mæla­bréf. 

Margir undr­ast þá stífni í kenn­urum að hafna samn­ingum ekki einu sinni, heldur tvisvar.  Ég skora á kenn­ara að hafna samn­ingum aftur ef sami grautur í sömu skál verður borin á borð. Við kærum okkur ekki um nýja samn­inga þar sem kenn­arar eru látnir afsala sér áunnum rétt­ind­um. Auk þess er nýi vinnuramm­inn óvin­sæll þar sem hann þjónar engan veg­inn til­ætl­uðum til­gang­i.  Á meðan verið er að auka sveigj­an­leika í starfi á almennum vinnu­mark­aði er verið að skerða hann hjá kenn­ara­stétt­inni. Van­virð­ingin og van­matið á starfi kenn­ara er óþol­andi. Svo margt veldur gremju.

Lítum aðeins á launa­hækkun þing­manna. Launin fara í ell­efu hund­ruð þús­und krónur á mán­uði en þeir geta nær tvö­faldað þá upp­hæð með auka­greiðsl­um. Til gam­ans skulum við ímynda okkur að alþing­is­menn þurfi að fara samn­inga­leið­ina. Til að fá þessa launa­hækkun verða þing­menn að stimpla sig inn klukkan 08:00 og út klukkan 16:00. Þeim er vel­komið að vinna eins mikla yfir­vinnu og þeir vilja án þess að fá hana greidda. Þeir verða að vera við­staddir í þing­sal ef eitt­hvað er þar um að vera og sitja þar í sínum úthlut­uðu sæt­um. Við­vera verður sam­visku­sam­lega skráð og fjar­vera illa séð. Þeir fá 20 mín­útur í kaffi og hálf­tíma í mat en verða að vera í kall­færi ef eitt­hvað kemur upp á og hlaupa til ef þarf. Þeir verða að afsala sér allar auka­greiðslur svo sem fyrir nefnd­ar­störf. Allur ferða­kostn­aður og dag­pen­ingar falla að sjálf­sögðu niður ef alþing­is­menn sam­þykkja launa­samn­ing­inn. Myndu þing­menn sætta sig við það?

Auglýsing

Kenn­arar vilja launa­leið­rétt­ingu. Án skil­mála. Rétt eins og alþing­is­menn eru að fá. Það sama verður yfir alla að ganga. Alþingi á að sýna for­dæmi. Gjörn­ingur kjara­ráðs er for­dæm­is­gef­andi. Launa­hækk­unin ein er hærri en grunn­laun grunn­skóla­kenn­ara. Þótt ég fengi slíka hækkun á mín laun næði ég ekki milljón á mán­uði. Ég myndi samt þiggja 44 pró­sentin með þökk­um!  

Ef ekk­ert er að gert horfum við fram á kenn­ara­skort í náinni fram­tíð. Kröfur hafa verið gerðar á aukna menntun kenn­ara. Nú þarf masters­gráðu til að fá kennslu­rétt­indi og hið besta mál að vera með vel mennt­aða kenn­ara. En háskóla­menntun er tíma­frek og dýr. Ef ráða­menn vilja fá til starfa kenn­ara með fimm ára háskóla­nám að baki verða launin að end­ur­spegla það. Launa­taxtar kenn­ara hafa ekki verið end­ur­skoð­aðir með það fyrir aug­um. Sér­kenn­arar og náms­ráð­gjafar eru t.d. ekki lengur með meiri menntun en nýút­skrif­aðir kenn­arar en eru engu að síður með hærri grunn­laun. Ekki að það muni miklu á launum en tíma­skekkja engu að síð­ur. 

Lausn­in? Laun kenn­ara verði fram­vegis reiknuð út frá þing­far­ar­kaupi eins og laun bæj­ar­stjórna. Ég vil launa­leið­rétt­ingu án skil­mála, taxta­leið­rétt­ingu og vinnurammann burt. Ungir spreng­mennt­aðir kenn­arar munu þá flykkj­ast í skól­ana, kenn­arar geta loks lifað af launum sínum og flótti úr stétt­inni verður afstýrð­ur. Krafan er ein­föld. Kenn­arar vilja laun í sam­ræmi við mennt­un, ábyrgð og vinnu­á­lag. 

Spáð hefur verið að næsta upp­reisn í sam­fé­lag­inu verði hjá lág­laun­uðu mennta­fólki. Við eigum svo margt sam­eig­in­legt. Vopnið okkar hefur alltaf verið orð­ið. Snúum bökum saman og látum í okkur heyra.

Bar­áttu­kveðj­ur.

Höf­undur er upp­eld­is­fræð­ingur og kenn­ari.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None