Auglýsing

Okkur er tíð­rætt um ábyrgð. Síð­asta vika bauð upp á hlað­borð af málum þar sem ábyrgð bar á góma og öllum sem með fylgd­ust bauðst að mynda sér skoðun á því hvort ábyrgð væri öxluð með þeim nið­ur­stöðum sem urðu eða leiðum sem ráð­ist var í. Í flestum til­vikum var nið­ur­staðan kostu­leg.

Ábyrgð við stjórn­ar­myndun

Nú er mikið talað um að stjórn­mála­menn verði að sýna ábyrgð og mynda rík­is­stjórn. Í þeirri ábyrgð felst að þeir verði að gera mála­miðl­an­ir, slá af kröfum sínum, og finna leið til að skapa starf­hæfa rík­is­stjórn fyrir lands­menn.

En stjórn­mála­menn bera líka ábyrgð á því að standa við það sem þeir sögðu við kjós­endur þegar þeir kusu þá. Það er ekki auð­hlaupið undan þeim lof­orð­um. Og það er auð­velt að skilja nýju flokk­anna þrjá, sem stofn­aðir voru eftir 2012 og hafa verið þátt­tak­endur í öllum þegar reyndum stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um, að telja sig ekki geta gefið eftir per­sónu­leika sinn fyrir sæti við rík­is­stjórn­ar­borð­ið. Sömu sögu er að segja með Vinstri græn, sem hafa sam­an­lagt setið fjögur ár í rík­is­stjórn á lýð­veld­is­tím­anum og því haft nán­ast engin var­an­leg áhrif á íslenska stjórn­kerf­ið. Þessir flokkar eiga mjög erfitt með að gera mála­miðl­anir í lyk­il­mál­um, vegna þess að þá tapa þeir. Þá hald­ast aðstæður sem flokk­arnir voru stofn­aðir til að breyta, alveg eins.

Auglýsing

Að sama skapi er skilj­an­legt að Sjálf­stæð­is­flokk­ur, sem hefur stýrt land­inu í ¾ hluta lýð­veld­is­tím­ans, og Fram­sókn­ar­flokk­ur, sem hefur stýrt því í ⅔ hluta hans, séu áfjáðir um að aðrir sýni ábyrgð, geri mála­miðl­anir og slái af stefnu­málum sín­um. Eðli­lega, því kerfið er algjör­lega mótað af þessum flokk­um. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn rak meira að segja alla kosn­inga­bar­átt­una sína á þeim grunni að það besta sem væri hægt að gera á Íslandi væri að breyta engu. Hver ein­asta mála­miðlun um óbreytt ástand er sigur fyrir þá og þeirra stefnu.

Tal um afslætti á stefnum vegna ábyrgðar á því að mynda rík­is­stjórn er þess vegna tal um að þegar inn­leidd stefnu­mál Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks hald­ist. Og þar af leið­andi sigur fyrir þessa tvo flokka.

Ábyrgð banka­manna

Banka­mönnum (þeir eru lang­flestir menn) er tíð­rætt um að þeir þurfi að fá jafn há laun og þeir þiggja vegna þess að svo mikil ábyrgð felist í störfum þeirra. Að jafn­aði eru laun þeirra sem starfa í fjár­mála­geir­anum þriðj­ungi hærri en almenn með­al­laun en í þeim sam­an­burði verður að taka til­lit til þess að almennir starfs­menn banka, þeir sem sinna þjón­ustu við venju­legt fólk, eru á mun lægri launum en stjórn­end­ur, miðl­arar og eigna­stýr­ing­ar­sér­fræð­ingar af ýmsum toga. Banka­stjór­arnir sjálfir – í kerfi sem er nán­ast allt beint eða óbeint í eigu rík­is­ins og á ábyrgð þess – eru síðan í sér­deild. Enda ábyrgð þeirra sér­stak­lega mik­il.

Fyrir viku var kynnt skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­unar um eigna­sölu Lands­bank­ans á árunum 2010 til 2016. Nið­ur­staðan var kolsvört, bank­inn hafði stefnt trausti og trú­verð­ug­leika sínum í hættu með verk­lagi við sölu á verð­mætum eignum á und­an­förnum árum. Farið hafði verið gegn reglum og eignir seldar með vafasömum hætti í lok­uðum útboð­um. Þá fékk rík­is­bank­inn að minnsta kosti 16 millj­örðum króna of lítið fyrir eign­irn­ar. Rík­is­end­ur­skoðun beindi því enn fremur til banka­ráðs Lands­bank­ans að gripið yrði til ráð­staf­ana til að end­ur­reisa orð­spor hans.

Nið­ur­staðan er í takt við skoðun allra ann­arra eft­ir­lits­að­ila á verk­lagi og ákvörð­unum Lands­bank­ans við eigna­sölu. Og í í fjár­mála­geir­anum er traust allt sem á að skipta máli. Banka­ráðið hefur ákveðið að læra af reynsl­unni. Hún styður samt sem áður banka­stjóra bank­ans og ætlar ekki að reka hann. Banka­stjór­inn sjálfur ætlar ekki að segja af sér. Það væri lík­lega ekki ábyrgt að hans mati.

Í sömu skýrslu kemur fram að Lands­bank­inn gekkst í skað­leys­is­á­byrgð vegna sölu á hlut sínum í Valitor til Arion banka í des­em­ber 2014. Í ein­földu máli þýðir það að ef ýmis skaða­bóta­mál sem höfðuð hafa verið gegn Valitor leiða til tjóns þá mun hluti þess tjóns lenda á Lands­bank­an­um, ekki Arion banka. Flest málin sem annað hvort hafa leitt til tjóns fyrir Valitor eða geta gert það í náinni fram­tíð eru vegna sam­keppn­islaga­brota fyr­ir­tæk­is­ins. Hæsti­réttur dæmdi Valitor, sem er nú að fullu í eigu Arion banka, til að greiða 500 millj­ónir króna í sektir vegna þess­ara sam­keppn­islaga­brota í apríl síð­ast­liðn­um. Sá sem stýrði Valitor þegar sam­keppn­islaga­brotin kostn­að­ar­sömu voru framin er nú banka­stjóri Arion banka, þess sem tryggt var skað­leysi gagn­vart skaða­bóta­kröf­unum vegna sam­keppn­islaga­brot­anna. Eftir dóm Hæsta­réttar lýsti stjórn Arion banka yfir fullu trausti á banka­stjór­ann sinn. Hún telur hann ekki þurfa að axla neina ábyrgð á að hafa kostað bank­ann hálfan millj­arð króna.

Ábyrgð á lög­brotum

Það féll líka hér­aðs­dómur gegn banka­mönnum á fimmtu­dag. Þar voru tveir slíkir dæmdir í fang­elsi fyrir að hafa gefið stærsta eig­anda bank­ans millj­arð króna. Sá, sam­kvæmt dómn­um, frekj­ast og djöfl­ast í banka­mönn­unum um að gefa sér millj­arð­inn, meðal ann­ars með hót­un­um, og þeir látið und­an. Nið­ur­staða dóms­ins var sú að banka­menn­irnir hefðu tekið léleg veð fyrir risa­láni og að þeir hefðu mátt vita að veðin væri lélegt. En sá sem græddi á öllu sam­an, frekju­hund­ur­inn sem fékk millj­arð­inn, hann þarf ekki að bera neina ábyrgð. Enda vann hann ekki í bank­anum heldur hirti bara ávinn­ing­inn af lög­brot­inu.

Fleiri dóms­mál voru á dag­skrá. End­ur­upp­töku­nefnd frestaði því enn einu sinni að taka fyrir Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­in. Mál þar sem fjöldi ung­menna sem hafði sveigt af leið í líf­inu voru pyntuð til að játa á sig morð sem ekki er einu sinni stað­fest að hafi verið fram­in. Lík mann­anna tveggja hafa aldrei fund­ist. Það þykir víst ekki tíma­bært að íslenskt rétt­ar­kerfi axli ábyrgð á þessum hild­ar­leik. Ekki einu sinni nú þegar sumir þeirra sem sviptir voru lífs­friðnum eru látnir og hafa verið það árum sam­an.

Ábyrgð á ein­hverju sem þú ert ekki hluti af

Í síð­ustu viku voru sagðar fjöldi frétta af upp­sögnum kenn­ara. Þær eru nú um 100 og stefnir í for­dæma­laust óefni í þeim mál­um. Ástæðan er sú að kenn­arar eru orðnir að lág­launa­stétt og hafa dreg­ist langt aftur úr í sam­an­burði við kollega sína í við­mið­un­ar­lönd­um. Sömu sögu má reyndar segja um annað háskóla­menntað starfs­fólk hið opin­bera.

Ástæðan er sú að í hag­sveiflu­stormum íslensks efna­hags­kerfi er launa­fólk alltaf látið axla byrð­arnar á nið­ur­sveiflum en í upp­sveiflum tekur eigna­fólk til sín ávinn­ing­inn. Þess vegna er Ísland ann­ars vegar lág­launa­land þar sem mik­ill jöfn­uður ríkir á milli lágu laun­anna. Hins vegar er Ísland stór­eigna­land, þar sem eign­irnar og pen­ing­arnir safn­ast sífellt á færri hend­ur.

Við­semj­endur kenn­ara hafa brugð­ist við með því að senda launa­töflur þeirra á fjöl­miðla og segja að það kæmi ekki til greina að hækka laun þeirra nema að annar kostn­aður við starf­sem­ina yrði skor­inn nið­ur. Kenn­arar þyrftu að sýna ábyrgð og brjóta ekki gegn til­gangi SALEK-­sam­komu­lags­ins um að halda launum lágum til að verja stöð­ug­leik­ann. Þótt margt gott megi segja um til­raunir aðila vinnu­mark­að­ar­ins til að koma á nor­rænu vinnu­mark­aðs­mód­eli þá ber að geta þess að kenn­arar neit­uðu að skrifa undir SALEK og eru því ekki aðilar að sam­komu­lag­inu, og þurfa því alls ekki að fylgja línum þess. Með því sýndu þeir ábyrgð og stóðu með þeirri afstöðu sinni að þessi mik­il­væga stétt myndi deyja út ef henni verði ekki kippt upp úr lág­launa­fen­inu.

Orðum og ásök­unum fylgir ábyrgð

Nýverið hélt Vig­dís Hauks­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­maður fjár­laga­nefnd­ar, erindi fyrir stjórn­mála­flokk. Þar setti hún fram ásak­anir um að fjöl­miðlar hefðu þegið mútur frá vog­un­ar­sjóðum í hópi erlendra kröfu­hafa föllnu bank­anna. Vig­dís ásak­aði reyndar líka Fjár­mála­eft­ir­lit­ið, umboðs­mann Alþing­is, Rík­is­end­ur­skoð­un, Seðla­banka Íslands og lög­fræð­inga­stétt­ina um að vera spillta eða þiggja mút­ur. Hún væri nátt­úru­lega ekki með neitt í hönd­unum um þessar ásak­an­ir, en þetta liti svona út í höfð­inu á henni. Til­finn­ing Vig­dís­ar, studd engum gögn­um, er sú að öll stjórn­sýslan sé spillt og að fjöl­miðlar þiggi mút­ur. Henni finnst ekki ábyrgð­ar­hluti að geta sýnt fram á þessar ávirð­ing­ar, enda stað­reyndir lík­ast til afstæðar í hennar huga.

Mál­flutn­ingur Vig­dís­ar, sér­stak­lega varð­andi mútu­þægni fjöl­miðla, er sam­bæri­legur þeim sem pró­fessor við Háskóla Íslands hefur ítrekað haldið fram án gagna. Þótt mál­flutn­ing­ur­inn hafi verið marg­hrak­inn og ómögu­legt sé að sanna hann – þar sem hann byggir á ósann­indum – þá hafa ávirð­ingar ekki verið dregnar til baka og háskól­inn hefur ekki séð ástæðu til að bregð­ast við skíta­dreif­ingum hátt­setts starfs­manns síns. Lík­lega telur skól­inn sig ekki bera neina ábyrgð á hon­um.

Ábyrgð gagn­vart lýð­ræð­is­legri umræðu

Árið 2011 var lagt fram frum­varp um lög um fjöl­miðla. Einn meg­in­til­gangur lag­anna var að tryggja gagn­sæi um eign­ar­hald fjöl­miðla. Í dag er staðan sú að stærsta einka­rekna fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins er í að mestu í eigu félaga í Lúx­em­borg sem ekki er hægt að sjá í gegnum og ekk­ert liggur fyrir hverjir stýra nema vil­yrði til­kynntra eig­enda. Engin gögn um félögin eru t.d. aðgengi­leg í íslenskri fyr­ir­tækja­skrá og ekki er mögu­legt að rekja hvaðan það fé sem dælt er inn í félagið kem­ur.

Þriðja stærsta einka­rekna fjöl­miðla­sam­steypa lands­ins, sem stefnir á að vera með yfir tvo millj­arða króna í veltu á næsta ári, hefur verið að gleypa hvern fjöl­mið­il­inn á fætur öðrum á und­an­förnum árum. Ekk­ert liggur fyrir hvaðan fjár­magn til þess kem­ur, eig­endur fyr­ir­tæk­is­ins neita að upp­lýsa um það og fjár­magnendur eru ekki til­greindir í opin­berum gögn­um.

Eft­ir­lits­stofnun fjöl­miðla, sem kostar á fimmta tug millj­óna króna á ári, telur sig ekki vera í færum til að nálg­ast frek­ari upp­lýs­ingar um raun­veru­lega eig­endur eða fjár­magnendur þess­ara fyr­ir­tækja umfram það sem þeir kjósa að upp­lýsa sjálfir um. Telur það lík­lega ekki vera sína ábyrgð.

Aðhald með ábyrgð

Ábyrgð virð­ist teygj­an­legt hug­tak í íslenskum sam­tíma. Hún er notuð sem vopn þegar ein­hver vill fá eitt­hvað frá öðr­um. Þá er sá hvattur til að sýna ábyrgð og láta af kröfum sínum um end­ur­gjald. Þegar kemur að því að axla ábyrg þá er hins vegar íslenskara en ýsa í raspi að hlaup­ast undan henni. Kenna öðrum um eða halda því fram að önnur verk trompi þau mis­tök hafa verið gerð eða brot sem hafa verið fram­in.

Það er hlut­verk almenn­ings, eft­ir­lits­stofn­ana og fjöl­miðla að veita aðhald gagn­vart ábyrgð­inni. Þegar flestir fjöl­miðlar eru keyptir upp af fólki sem hefur verið að forð­ast ábyrgð, og stjórn­völd hafa kerf­is­bundið unnið að veik­ingu fjöl­miðla með orð­ræðu og aðgerðum í kjöl­far upp­ljóstrana sem kalla á að ábyrgð sé öxl­uð, þá flæk­ist hins vegar málið og aðhaldið verður erf­ið­ara. Sömu sögu er að segja ef það er skoðun ráða­manna að það eigi að minnka umsvif eft­ir­lits­stofn­ana, vegna þess að eft­ir­litið sé orðið of mik­ið.

Þá stendur eftir almenn­ing­ur. Það er mik­il­vægt að hann myndi sér stað­fastar og rök­studdar skoð­anir á því sem fyrir augum ber og reyni að byggja þær sem mest á stað­reynd­um. Að fólk finni sjálft sína skoðun í stað þess að láta aðra segja sér hvað sé fyrir bestu. Þegar sú skoðun er mótuð þarf að nota hana til að veita aðhald, krefj­ast úrbóta, fram­fylgd laga og að ábyrgð sé öxluð þegar við á. 

Það er nefni­lega eng­inn annar að fara að gera þetta fyrir okk­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None