2016 - Ár fjölmiðlanna

Kjarninn birtir pistla eftir fulltrúa þeirra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi í lok ársins 2016. Björn Valur Gíslason er varaformaður Vinstri grænna.

Auglýsing

Árið 2016 hefur ein­kennst að stórum hluta af póli­tískri óreiðu. Það hófst með ára­móta­ávarpi Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, þáver­andi for­seta Íslands, sem sagð­ist þá ætla að draga sig í hlé en þó samt ekki, í það minnsta ekki að fullu. Hann kvaðst myndu taka sér stöðu á hlið­ar­lín­unni sem þátt­tak­andi í stjórn­mál­um, háð hans eigin vilja og óbundið af þeim skorðum sem for­seta­emb­ættið setur hon­um, eins og það var orð­að. Það fór þó á end­anum þannig að Ólafur Ragnar gaf aftur kost á sér til emb­ætt­is­ins þar sem hann mat það sem svo að ekki væru þá komnir fram nægi­lega hæfir fram­bjóð­endar til að hann gæti afhent þeim keflið. Hann dró síðan fram­boð sitt til baka og hætti öðru sinni við að bjóða sig fram, ann­ars vegar vegna upp­lýs­inga sem hann varð­aði í Panama­skjöl­unum en ekki síður þegar ljóst var að Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, gaf kost á sér til emb­ættis for­seta Íslands. Framboð rit­stjór­ans sem áður hafði sett svo djúp og sár spor í sam­fé­lagið sem ráð­herra og Seðla­banka­stjóri varð síðan ekki til að auka hróður hans eða varpa ljóma á póli­tíska arf­leifð hans. Það má þó segja að í það sinn hafi þjóðin haft betur gegn úrsér­gengnum póli­tískum brellum hins gamla for­ingja sjálf­stæð­is­flokks­ins og hafn­aði honum með afger­andi hætti.

Rík­is­stjórn sjálf­stæð­is­flokks og fram­sókn­ar, sem tók við völdum vorið 2013 og bjó við góðan meiri­hluta á Alþingi, lið­að­ist svo í sundur og féll á vor­dögum 2016. Bana­mein hennar var spill­ing. Þrír af fjórum ráð­herrum evr­ópskra landa sem nefndir voru í Panama­skjöl­unum voru ráð­herrar þess­arar rík­is­stjórn­ar. Ný rík­is­stjórn var reist á rústum þeirrar sem féll eftir að einn þre­menn­ing­anna, sjálfur for­sæt­is­ráð­herra lands­ins, var neyddur af eigin flokks­mönnum til að segja af sér í kjöl­far stærstu mót­mæla sög­unnar framan við Alþing­is­hús­ið. Hinir tveir sitja enn. For­sæt­is­ráð­herr­ann fyrr­ver­andi var svo end­ur­kjör­inn á þing með nokkrum ágætum í kosn­ing­unum í haust.

Nið­ur­staða kosn­ing­anna í lok októ­ber varð svo enn til að auka á óreið­una sem þó var nokkur fyr­ir. Sam­kvæmt nið­ur­stöðum þeirra var úti­lokað að mynda rík­is­stjórn færri en þriggja flokka. Aðeins tveir mögu­leikar á meiri­hluta­stjórn voru í stöð­unni, rík­is­stjórn fimm flokka án sjálf­stæð­is­flokks­ins eða rík­is­stjórn með sjálf­stæð­is­flokki. For­maður Við­reisn­ar, stærð­fræð­ing­ur­inn Bene­dikt Jóhann­es­son, reikn­aði sig því strax í lyk­il­stöðu með því að merkja sér fjóra þing­menn Bjartrar fram­tíð­ar. Þannig varð vægi Við­reisnar í íslenskum stjórn­málum langt umfram fylgi og flokk­ur­inn hefur síðan flakkað á milli stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðna og virð­ist láta sig litlu varða hver við­mæl­and­inn er hverju sinni. Sam­kvæmt úrslitum kosn­ing­anna styrktu hægriöflin heldur stöðu sína, fengu 40 þing­menn kjörna á móti 10 þing­mönnum vinstri­manna. Aðrir eru svo að hálfu beggja vegna eftir því hvernig vind­arnir blása.

Auglýsing

Staðan á Alþingi, þegar þessi grein er skrif­uð, er þannig að fjár­mála­ráð­herra fall­innar rík­is­stjórnar hefur lagt fram fjár­laga­frum­varp sitt og tekju­öfl­un­ar­frum­vörp fyrir næsta ár. Málin eru til umfjöll­unar í tveimur þing­nefnd­um; fjár­laga­nefnd og efna­hags- og við­skipta­nefnd. Fyrri nefnd­inni er stýrt af þing­manni sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þeirri síð­ari stýrir hægri­mað­ur­inn og stærð­fræð­ing­ur­inn Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar. Í þessu ljósi er ekki að vænta mik­illa breyt­inga á fjár­laga­frum­varp­inu. Að öðru leyti starfar Alþingi ekki.

Framundan eru gríð­ar­lega krefj­andi tímar fyrir íslenska stjórn­mála­menn. Ákvarð­anir þeirra í efna­hags­málum á næstu dögum og vikum geta haft mikil áhrif á kjör lands­manna allra. Það er því mik­il­væg­ara nú en oft­ast áður að land­inu verði stjórnað af ábyrgð og festu í stað laus­ungar og ábyrgð­ar­leys­is. Því verður for­ystu­fólk okkar í stjórn­málum hvar í flokki sem það er að taka hlut­verk sitt alvar­lega og tryggja land­inu sem fyrst starf­hæf stjórn í stað stjórn­leysis og óreiðu. Enn mik­il­væg­ara er það þó að land­inu verði stjórnað af fólki sem ber almanna­hag sér fyrir brjósti í stað sér­hags­muna. Of margir stjórn­mála­menn láta sér þessi mál í léttu rúmi liggja og hafa helgað sig dæg­ur­þras­inu enda er það oft til meiri vin­sælda fall­ið. Það á samt ekki við um alla og á það fólk setjum við allt okkar traust.

Ráð­herrar og þing­menn frá­far­andi rík­is­stjórnar hafa gagn­rýnt fjöl­miðla mjög hart á und­an­förnum árum. Sumir þeirra hafa snið­gengið fjöl­miðla og grafið undan trú­verð­ug­leika þeirra með aðferðum sem ekki hafa tíðkast í vest­rænu lýð­ræð­is­ríki til þessa. Þetta hefur samt, og sem betur fer, ekki orðið til þess að draga mátt­inn úr óháðum fjöl­miðlum sem hafa fjallað um ólík sam­fé­lags­leg mál­efni með gagn­rýnum en um leið mál­efna­legum hætti. Þannig var það vegna margra mán­aða rann­sókn­ar­vinnu fjöl­miðla sem upp komst um aflands­fé­lög þriggja íslenskra ráð­herra og leiddi til falls rík­is­stjórn­ar­innar og kosn­inga. Fjöl­miðlar flettu síðan ítrekað ofan af stór­felldu svindli gegn neyt­endum í land­inu og ber mál­efni MS eða Brú­neggja­svind­lið þar hæst. Fjöl­miðlar hafa einnig kafað dýpra og fjallað með  gagn­rýnni hætti um stjórn­mál en oft áður að mínu mati og þannig upp­lýst okkur almenn­ing um mál­efni sem varðar okkur öll og við eigum að taka afstöðu til. Það væri verð­ugt verk­efni fyrir nýkjörið þing þegar það kemur saman að styrkja laga- og rekstr­ar­um­hverfi frjálsra fjöl­miðla. Það þarf að koma upp sér­stökum sjóði sem fjöl­miðlar geti sótt í til að sinna nauð­syn­legri rann­sókn­ar­vinnu og það verður að skapa þeim umhverfi sem styrkir fjár­hags­legt sjálf­stæði þeirra.

Árið 2016 var ár fjöl­miðl­anna.

Höf­undur er vara­for­maður Vinstri grænna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None