Reynslan göfgar

Kjarninn birtir pistla eftir fulltrúa þeirra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi í lok ársins 2016. Bjarni Halldór er fulltrúi Viðreisnar.

Auglýsing

Við árs­lok lítum við gjarnan yfir far­inn veg og setjum okkur mark­mið fyrir næsta ár. Við lærum af reynslu frá­far­andi árs og nýtum til bóta hið næst­kom­andi ár. Þegar ég geri upp mitt eigið ár er það sam­ofið þeirri atburða­rás sem hófst þegar boðað var til kosn­inga með skömmum fyr­ir­vara.

Kosn­inga­skjálfti hófst og á þeim mikla óvissu­tíma voru fáir reiðu­búnir til að ganga til kosn­inga. Þá hófst upp­spretta nýrra flokka sem urðu til vegna óánægju með það hvernig sam­fé­lag­inu er hátt­að. Sjálfur var ég við­staddur og tók raunar virkan þátt í stofnun flokks sem kennir sig við betrumbætur og við­reisn sam­fé­lags­ins. Það er þrosk­andi fyrir ungan mann eins og mig að taka mín fyrstu skref á sviði stjórn­mála sam­hliða fæð­ingu nýs stjórn­mála­afls. Reynslan göfgar nefni­lega.

Mik­il­væg verk­efni framundan

Þetta á við um sam­fé­lagið jafn mikið og það á við um ein­stak­ling­inn og draga má lær­dóm af ýmsu sem átti sér stað á nýliðnu ári. Það hófst með við­burð­ar­ríkum hætti þegar fólk lýsti ítrekað yfir óánægju sinni með stöðu sam­fé­lags­ins, en það var kornið sem fyllti mæl­inn þegar ljósi var varpað á eigur íslenskra ráða­manna í svo­nefndum skatta­skjól­um. Til­finn­ing manna var sú að ekk­ert raun­veru­legt upp­gjör sið­ferðis hefði átt sér stað í kjöl­far íslenska efna­hags­hruns­ins.

Auglýsing

Reynsl­unni rík­ari geta stjórn­mála­menn næstu ára ein­beitt sér að því að leysa úr öllu slíku og efla sam­talið við þjóð­ina. Framundan eru erfið og brýn verk­efni og núver­andi staða stjórn­mála bætir þar ekki úr skák. Það ætti því að vera verk­efni allra að huga að stórum mark­miðum fram­tíð­ar­inn­ar, takast á við vanda­málin af fullum krafti og boða raun­hæfar lausnir í þeim málum sem við viljum leysa. Þetta þarf að gera í sam­ein­ingu og með sam­starfi allra.

Málin framundan

Í kjöl­far efna­hags­hruns­ins og sam­dráttar í hag­kerf­inu var inn­viða­upp­bygg­ing að mestu látin sitja á hak­an­um. Sam­hliða fjár­skorti og öldrun þjóð­ar­innar hefur álag og kostn­aður auk­ist mikið í heil­brigð­is­kerf­inu. Hvað fjár­veit­ingu til mennta­mála varðar er hætta á að und­ir­fjár­mögnun ógni stöðu háskól­anna all­veru­lega. Með auknum fjölda ferða­manna á síð­ustu árum er ljóst að styrkja þarf sam­göngu­kerfið umtals­vert. Stað­reyndin er sú að bæta þarf í grunn­þjón­ustu sam­fé­lags­ins.

Lít­ill ágrein­ingur er um það og allir flokkar eru sam­mála því að for­gangs­raða skuli fjár­munum rík­is­sjóðs í þágu grunn­stoða. Það er að vísu tvennt sem stendur þar í vegi. Í fyrsta lagi sú stað­reynd að afla þurfi tekna fyrir allri útgjalda­aukn­ingu til við­bótar við fyr­ir­hug­aða aukn­ingu, þar sem útgjöldin geta ekki verið umfram tekj­ur. Í öðru lagi sú stað­reynd að hætta er á að hag­kerfið ofhitni með miklum auknum útgjöldum og auk­inni fjár­fest­ingu rík­is­ins. Það er sér­stak­lega vara­samt þegar þensla er nú þegar eins mikil og raun ber vitni. Hér er fyrst og fremst tvennt í stöð­unni.

Einn val­kostur er mikil aukn­ing útgjalda og mikil hækkun skatta til að fjár­magna þá aukn­ingu. Að vísu þyrfti að afla svo mik­illa tekna að hækka þyrfti skatta á almenn­ing, auk þess sem skatt­leggja þyrfti einka­neyslu almenn­ings í auknum mæli til að halda aftur af þenslu­á­hrifum útgjalda­aukn­ing­ar­inn­ar. Við það má bæta að tekju­stofnar færu lækk­andi sam­hliða nið­ur­sveiflu í hag­kerf­inu. Vand­inn er þá að slík aukn­ing yrði varla sjálf­bær til lengri tíma lit­ið.

Annar val­kostur er hóf­leg aukn­ing útgjalda með því að end­ur­raða fjár­fest­ingum rík­is­ins í þágu grunn­stoða í auknum mæli. Spara má tölu­verða fjár­muni með því að nýta þá bet­ur, svo sem með auk­inni lækkun rík­is­skulda og þar með lækkun árlegra vaxta­út­gjalda rík­is­sjóðs, en sú upp­hæð nemur hátt í 80 millj­örðum kr. sam­kvæmt fjár­lögum næsta árs, sem er um 11% af heild­ar­út­gjöldum rík­is­sjóðs. Auk þessa væri hægt að leita til gjald­töku fyrir auð­linda­notkun í auknum mæli til að afla tekna. Þar ber helst að nefna árlega fyrn­ingu og upp­boð veiði­heim­ilda.

Stöð­ug­leiki og sátt

Skapa þarf hvort tveggja sátt og stöð­ug­leika í sam­fé­lag­inu. Þetta á sér­stak­lega við um efna­hags­mál­in, hvort sem það eru rík­is­fjár­mál eða pen­inga­mál. Varð­andi hið síð­ar­nefnda er stað­reynd máls­ins sú að núna er vaxta­stig er mjög hátt og ósjálf­bær styrk­ing krón­unnar mik­il. Það býður hætt­unni heim. Þess vegna þarf að eiga sér stað stefnu­breyt­ing í pen­inga­málum og huga þarf að breyttu geng­is­yf­ir­komu­lagi. Slíkt yrði öllum til hags­bóta og gæti jafn­vel orðið helsta kjara­bót íslenskra heim­ila.

Í atvinnu­málum þarf að taka vanda­málin föstum tök­um. Hvað ferða­þjón­ustu varðar þarf að koma skipu­lagi á straum ferða­manna og sjá til þess að inn­viðir séu nægi­lega sterkir til að taka á móti þeim. Í sjáv­ar­út­vegs­málum þarf að koma á sátt um gjald­töku, þar sem hún hefur nú verið í lægri kant­inum um nokk­urra ára skeið. Hún má þó ekki raska verð­mæta­skap­andi virð­is­keðju og fyr­ir­sjá­an­leika rekstrar í grein­inni. Í land­bún­að­ar­málum þarf að koma til móts við þann stóra hóp neyt­enda sem kallar eftir breyt­ingu og bættum kjörum neyt­enda. Það á ekki að líð­ast að tíu ára bind­andi búvöru­lög séu sam­þykkt án nokk­urs sam­ráðs við neyt­end­ur, þá sér­stak­lega þegar slíkur samn­ingur kemur til með að kosta rík­is­sjóð um 240-260 millj­arða kr. á tíma­bil­inu.

End­ur­vekja þarf traustið

Nauð­syn­legt er að end­ur­heimta það traust til stjórn­mála­manna sem glat­ast hefur á síð­ustu árum. Efna­hags­hrunið árið 2008 opin­ber­aði gjá milli þings og þjóð­ar, en vanda­málið var hvort tveggja af efna­hags­legum og sið­ferð­is­legum toga. Þó að ég hafi ekki verið nema 12 ára að aldri á þeim tíma, þá var auð­velt að sjá að mik­ill sið­ferð­is­brestur hefði átt sér stað. Reynsl­unni rík­ari þurfum við að læra af þessu og efla sam­tal og sam­ráð milli þings og þjóð­ar.

Einnig þarf að efla stjórn­ar­hætti. Það er eðli­legt að erfitt tak­ist að mynda star­hæfa rík­is­stjórn þegar flokkar eru jafn margir og ólíkir og raun ber vitni. Væru allir flokkar sam­mála um allt á þingi væri það ansi hug­mynda­s­nautt og eins­leitt. Þess vegna er fjöl­breytni og mál­efna­legur ágrein­ingur af hinu góða, en þá þarf ágrein­ing­ur­inn líka að vera á mál­efna­legum grunni, fremur en á per­sónu­legum grunni.

Að lokum

Þegar við lítum yfir far­inn veg liggur fyrir að leysa þurfi mik­il­væg mál á næst­unni. Það ger­ist ekki nema í sam­ein­ingu og með góðu sam­starfi. Huga þarf vel að góðu sið­ferði og stjórn­ar­háttum þegar mik­il­vægar ákvarð­anir eru tekn­ar, þar sem hags­munir almenn­ings eru hafðir í for­grunni. Flokkar þurfa að sam­ein­ast um að koma mik­il­vægum umbótum til almanna­heilla í gegn. Efla þarf þannig grunn­stoðir sam­fé­lags­ins, en um leið við­halda stöð­ug­leika. Þá fyrst er hægt að tryggja sátt í sam­fé­lag­inu. Þá fyrst lærum við af mis­tökum fyrri ára. Þá fyrst sjáum við fram á almenni­lega við­reisn sam­fé­lags­ins.

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None