Reynslan göfgar

Kjarninn birtir pistla eftir fulltrúa þeirra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi í lok ársins 2016. Bjarni Halldór er fulltrúi Viðreisnar.

Auglýsing

Við árs­lok lítum við gjarnan yfir far­inn veg og setjum okkur mark­mið fyrir næsta ár. Við lærum af reynslu frá­far­andi árs og nýtum til bóta hið næst­kom­andi ár. Þegar ég geri upp mitt eigið ár er það sam­ofið þeirri atburða­rás sem hófst þegar boðað var til kosn­inga með skömmum fyr­ir­vara.

Kosn­inga­skjálfti hófst og á þeim mikla óvissu­tíma voru fáir reiðu­búnir til að ganga til kosn­inga. Þá hófst upp­spretta nýrra flokka sem urðu til vegna óánægju með það hvernig sam­fé­lag­inu er hátt­að. Sjálfur var ég við­staddur og tók raunar virkan þátt í stofnun flokks sem kennir sig við betrumbætur og við­reisn sam­fé­lags­ins. Það er þrosk­andi fyrir ungan mann eins og mig að taka mín fyrstu skref á sviði stjórn­mála sam­hliða fæð­ingu nýs stjórn­mála­afls. Reynslan göfgar nefni­lega.

Mik­il­væg verk­efni framundan

Þetta á við um sam­fé­lagið jafn mikið og það á við um ein­stak­ling­inn og draga má lær­dóm af ýmsu sem átti sér stað á nýliðnu ári. Það hófst með við­burð­ar­ríkum hætti þegar fólk lýsti ítrekað yfir óánægju sinni með stöðu sam­fé­lags­ins, en það var kornið sem fyllti mæl­inn þegar ljósi var varpað á eigur íslenskra ráða­manna í svo­nefndum skatta­skjól­um. Til­finn­ing manna var sú að ekk­ert raun­veru­legt upp­gjör sið­ferðis hefði átt sér stað í kjöl­far íslenska efna­hags­hruns­ins.

Auglýsing

Reynsl­unni rík­ari geta stjórn­mála­menn næstu ára ein­beitt sér að því að leysa úr öllu slíku og efla sam­talið við þjóð­ina. Framundan eru erfið og brýn verk­efni og núver­andi staða stjórn­mála bætir þar ekki úr skák. Það ætti því að vera verk­efni allra að huga að stórum mark­miðum fram­tíð­ar­inn­ar, takast á við vanda­málin af fullum krafti og boða raun­hæfar lausnir í þeim málum sem við viljum leysa. Þetta þarf að gera í sam­ein­ingu og með sam­starfi allra.

Málin framundan

Í kjöl­far efna­hags­hruns­ins og sam­dráttar í hag­kerf­inu var inn­viða­upp­bygg­ing að mestu látin sitja á hak­an­um. Sam­hliða fjár­skorti og öldrun þjóð­ar­innar hefur álag og kostn­aður auk­ist mikið í heil­brigð­is­kerf­inu. Hvað fjár­veit­ingu til mennta­mála varðar er hætta á að und­ir­fjár­mögnun ógni stöðu háskól­anna all­veru­lega. Með auknum fjölda ferða­manna á síð­ustu árum er ljóst að styrkja þarf sam­göngu­kerfið umtals­vert. Stað­reyndin er sú að bæta þarf í grunn­þjón­ustu sam­fé­lags­ins.

Lít­ill ágrein­ingur er um það og allir flokkar eru sam­mála því að for­gangs­raða skuli fjár­munum rík­is­sjóðs í þágu grunn­stoða. Það er að vísu tvennt sem stendur þar í vegi. Í fyrsta lagi sú stað­reynd að afla þurfi tekna fyrir allri útgjalda­aukn­ingu til við­bótar við fyr­ir­hug­aða aukn­ingu, þar sem útgjöldin geta ekki verið umfram tekj­ur. Í öðru lagi sú stað­reynd að hætta er á að hag­kerfið ofhitni með miklum auknum útgjöldum og auk­inni fjár­fest­ingu rík­is­ins. Það er sér­stak­lega vara­samt þegar þensla er nú þegar eins mikil og raun ber vitni. Hér er fyrst og fremst tvennt í stöð­unni.

Einn val­kostur er mikil aukn­ing útgjalda og mikil hækkun skatta til að fjár­magna þá aukn­ingu. Að vísu þyrfti að afla svo mik­illa tekna að hækka þyrfti skatta á almenn­ing, auk þess sem skatt­leggja þyrfti einka­neyslu almenn­ings í auknum mæli til að halda aftur af þenslu­á­hrifum útgjalda­aukn­ing­ar­inn­ar. Við það má bæta að tekju­stofnar færu lækk­andi sam­hliða nið­ur­sveiflu í hag­kerf­inu. Vand­inn er þá að slík aukn­ing yrði varla sjálf­bær til lengri tíma lit­ið.

Annar val­kostur er hóf­leg aukn­ing útgjalda með því að end­ur­raða fjár­fest­ingum rík­is­ins í þágu grunn­stoða í auknum mæli. Spara má tölu­verða fjár­muni með því að nýta þá bet­ur, svo sem með auk­inni lækkun rík­is­skulda og þar með lækkun árlegra vaxta­út­gjalda rík­is­sjóðs, en sú upp­hæð nemur hátt í 80 millj­örðum kr. sam­kvæmt fjár­lögum næsta árs, sem er um 11% af heild­ar­út­gjöldum rík­is­sjóðs. Auk þessa væri hægt að leita til gjald­töku fyrir auð­linda­notkun í auknum mæli til að afla tekna. Þar ber helst að nefna árlega fyrn­ingu og upp­boð veiði­heim­ilda.

Stöð­ug­leiki og sátt

Skapa þarf hvort tveggja sátt og stöð­ug­leika í sam­fé­lag­inu. Þetta á sér­stak­lega við um efna­hags­mál­in, hvort sem það eru rík­is­fjár­mál eða pen­inga­mál. Varð­andi hið síð­ar­nefnda er stað­reynd máls­ins sú að núna er vaxta­stig er mjög hátt og ósjálf­bær styrk­ing krón­unnar mik­il. Það býður hætt­unni heim. Þess vegna þarf að eiga sér stað stefnu­breyt­ing í pen­inga­málum og huga þarf að breyttu geng­is­yf­ir­komu­lagi. Slíkt yrði öllum til hags­bóta og gæti jafn­vel orðið helsta kjara­bót íslenskra heim­ila.

Í atvinnu­málum þarf að taka vanda­málin föstum tök­um. Hvað ferða­þjón­ustu varðar þarf að koma skipu­lagi á straum ferða­manna og sjá til þess að inn­viðir séu nægi­lega sterkir til að taka á móti þeim. Í sjáv­ar­út­vegs­málum þarf að koma á sátt um gjald­töku, þar sem hún hefur nú verið í lægri kant­inum um nokk­urra ára skeið. Hún má þó ekki raska verð­mæta­skap­andi virð­is­keðju og fyr­ir­sjá­an­leika rekstrar í grein­inni. Í land­bún­að­ar­málum þarf að koma til móts við þann stóra hóp neyt­enda sem kallar eftir breyt­ingu og bættum kjörum neyt­enda. Það á ekki að líð­ast að tíu ára bind­andi búvöru­lög séu sam­þykkt án nokk­urs sam­ráðs við neyt­end­ur, þá sér­stak­lega þegar slíkur samn­ingur kemur til með að kosta rík­is­sjóð um 240-260 millj­arða kr. á tíma­bil­inu.

End­ur­vekja þarf traustið

Nauð­syn­legt er að end­ur­heimta það traust til stjórn­mála­manna sem glat­ast hefur á síð­ustu árum. Efna­hags­hrunið árið 2008 opin­ber­aði gjá milli þings og þjóð­ar, en vanda­málið var hvort tveggja af efna­hags­legum og sið­ferð­is­legum toga. Þó að ég hafi ekki verið nema 12 ára að aldri á þeim tíma, þá var auð­velt að sjá að mik­ill sið­ferð­is­brestur hefði átt sér stað. Reynsl­unni rík­ari þurfum við að læra af þessu og efla sam­tal og sam­ráð milli þings og þjóð­ar.

Einnig þarf að efla stjórn­ar­hætti. Það er eðli­legt að erfitt tak­ist að mynda star­hæfa rík­is­stjórn þegar flokkar eru jafn margir og ólíkir og raun ber vitni. Væru allir flokkar sam­mála um allt á þingi væri það ansi hug­mynda­s­nautt og eins­leitt. Þess vegna er fjöl­breytni og mál­efna­legur ágrein­ingur af hinu góða, en þá þarf ágrein­ing­ur­inn líka að vera á mál­efna­legum grunni, fremur en á per­sónu­legum grunni.

Að lokum

Þegar við lítum yfir far­inn veg liggur fyrir að leysa þurfi mik­il­væg mál á næst­unni. Það ger­ist ekki nema í sam­ein­ingu og með góðu sam­starfi. Huga þarf vel að góðu sið­ferði og stjórn­ar­háttum þegar mik­il­vægar ákvarð­anir eru tekn­ar, þar sem hags­munir almenn­ings eru hafðir í for­grunni. Flokkar þurfa að sam­ein­ast um að koma mik­il­vægum umbótum til almanna­heilla í gegn. Efla þarf þannig grunn­stoðir sam­fé­lags­ins, en um leið við­halda stöð­ug­leika. Þá fyrst er hægt að tryggja sátt í sam­fé­lag­inu. Þá fyrst lærum við af mis­tökum fyrri ára. Þá fyrst sjáum við fram á almenni­lega við­reisn sam­fé­lags­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skýringarmynd af brú á Bárðardalsvegi eystri yfir frárennslisskurð við Kálfborgará miðað við virkjunartilhögun B.
Ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauðsyn röskunar eldhrauns við Skjálfandafljót
Ljóst er að með tilkomu fyrirhugaðrar Einbúavirkjunar verður um að ræða inngrip í vatnafar Skjálfandafljóts sem hefur í för með sér neikvæð áhrif á fljótið á tilteknum kafla. Þetta kemur fram áliti Skipulagsstofnunar á matsskýrslu um virkjunina.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None