Pólitískar vetrarsólstöður

Helgi Már Friðgeirsson, sem tók virkan þátt í sögulegu starfi Pírata á árinu, fjallar um hvernig Píratar stilltu saman strengi í aðdraganda kosninga.

Auglýsing

Ég lít um öxl yfir ár sem gjör­vallt inter­netið virð­ist sam­mála um að sé eitt það versta á þess­ari öld, þótt þar sé full djúpt í árinni tek­ið.

Við misstum ótal hetjur á sviði tón- og leik­list­ar, stjórn­mál tóku skarpa öfga­hægri dýfu allt frá Amer­íku til Indónesíu, með stuttri við­komu í Aust­ur­ríki. Enn veit eng­inn hvað Bretar eru að spá í alvör­unni, síst af öllu Bretar sjálf­ir. Á Íslandi kom í ljós að þrír ráð­herr­ar, þar af for­sæt­is­ráð­herra sjálf­ur, ættu leyni­lega reikn­inga í gegnum lög­manns­stofur sem aðstoða við skatt­svik. Við þetta bæt­ast öfga­fullar aðgerðir Útlend­inga­stofn­un­ar, sem halda áfram sama hvað tautar eða raul­ar. Inn í þennan heim steig ég mín fyrstu skref í póli­tík.

Ég, líkt og aðr­ir, fékk alveg upp í kok í kringum Panama­skjöl­in. Með eld­móð og rétt­látri reiði fylgd­ist ég með Kast­ljósi og Reykja­vík Media, í sam­vinnu við stóran hóp blaða­manna víðs vegar að úr heim­in­um, fletta ofan af við­bjóðnum sem þrífst í skugga með­virks fjár­mála­kerfis og van­hæfra eft­ir­lits­stofn­ana. Nú var komið nóg, eitt­hvað varð að gera og mætti ég á mín fyrstu mót­mæli þetta ár. Ég hafði verið skráður í Pírata í um tvö ár og kosið þá síð­ast en þó aðal­lega vegna þess að ég þekkti til Helga Hrafns og vissi að hann væri ótrú­lega skarpur og vel gerður mað­ur. Eftir að hafa kynnt mér flokk­inn betur fann ég algeran sam­hljóm við stefnu þeirra um gegn­sæi og mann­rétt­indi sem styrkti álit mitt á þeim. Þegar stefndi í að þingi yrði slitið snemma og gengið til kosn­inga sló ég til og skráði mig í próf­kjör, hugs­andi að ég þyrfti að tryggja að þarna væri nú nóg af fólki með viti ef eitt­hvað ætti að gera.

Auglýsing

Ekki leist mér á blik­una þegar i ljós kom að um hund­rað manns hefðu skráð sig í fram­boð í próf­kjör­inu og hélt ég á fund sem ætl­aður var til að fram­bjóð­endur gætu kynnt sig og kynnst öðr­um. Ég hef aldrei verið eins ánægður með ofmat á eigin ágæti og á þessum fyrsta fundi. Í kringum mig stóð stór hópur af flinkara, greind­ara og fær­ara fólki en ég verð nokkurn tíma og ég sá að hér myndi verða til mjög góður listi. Sem varð svo raunin og vermdi ég á end­anum neðri part lista Pírata í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi -Suður í 15. sæti. Dag­inn eftir var ég kos­inn sem vara­maður í stjórn Pírata í Reykja­vík (PíR).

Þá byrj­aði ballið fyrir alvöru. Við í PíR stóðum fyrir “Póli­tískum Ómögu­leik­um”, þar sem fram­boðs­listar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins þreyttu kappi í ýmsum mis­gáfu­legum keppn­is­greinum og við hristum saman liðs­heild­ina með miklu fjöri um kvöld­ið. Ég var far­inn að sjá að þarna ætti ég heima, hlut­fallið milli snill­inga og hálf­vita tölu­vert betra en almennt ger­ist. Vinnan í kringum kosn­ing­arnar var mik­il. Við bárum út bæk­linga, héldum fundi svo að fram­bjóð­endur gætu kynnt sig í hverf­unum og ýmis­legt fleira. Þetta end­aði á rúm­lega tutt­ugu tíma vinnu­degi á kjör­dag þar sem ég sinnti eft­ir­liti með kosn­ing­unum ásamt hörku­dug­legum Svía að nafni Tomas Kron­vall, en hann kom ásamt fríðu föru­neyti frá bræðrum okkar í Sví­þjóð; alls voru Píratar frá um ell­efu þjóðum komnir til að leggja hönd á plóg í sjálf­boða­vinnu. Kvöldið end­aði á helj­ar­innar húll­um­hæi á Bryggjan Brugg­hús sem fór fram án mín og ann­ara eftirlits­manna, sem fylgdum taln­ingu atkvæða inn í nótt­ina.

Eftir kosn­ingar lít ég bara frekar björtum augum á líf­ið, þó nóttin sé vissu­lega löng. Þing­flokkur Pírata hefur rúm­lega þre­fald­ast og fram­ganga hans í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum hefur gert jarm aft­ur­halds­í­halds­seggja í eigu fjár­magnsafla um óstjórn­tækan eins mál­efnis flokk enn hjá­kát­legra en áður. Þó ekki hafi tek­ist að mynda fimm flokka stjórn í þess­ari lotu gengur þing­flokk­ur­inn keikur frá verk­inu. Sam­staða náð­ist á mörgum sviðum og það er margt sem þarf að gera inni á Alþingi þessa dag­ana, sem senn fara að lengj­ast. Sama hvort Píratar verða í rík­i­s­tjórn eða ekki þá munu þessar póli­tísku vetr­ar­sól­stöður brátt heyra sög­unni til og ég hef trú á að þá muni birta yfir Íslandi. Og kannski heim­in­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skýringarmynd af brú á Bárðardalsvegi eystri yfir frárennslisskurð við Kálfborgará miðað við virkjunartilhögun B.
Ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauðsyn röskunar eldhrauns við Skjálfandafljót
Ljóst er að með tilkomu fyrirhugaðrar Einbúavirkjunar verður um að ræða inngrip í vatnafar Skjálfandafljóts sem hefur í för með sér neikvæð áhrif á fljótið á tilteknum kafla. Þetta kemur fram áliti Skipulagsstofnunar á matsskýrslu um virkjunina.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None