Félagslegur stöðugleiki – horft til framtíðar

Auglýsing

Það hefur engin logn­molla ríkt á íslenskum vinnu­mark­aði síð­ustu árin og er árið 2016 engin und­an­tekn­ing frá því. Skrifað var undir kjara­samn­ing í upp­hafi árs og var það annar samn­ing­ur­inn á innan við ári. Stór skref voru tekin í veg­ferð okkar að bættum lífs­kjörum launa­fólks og jafn­réttis á vinnu­mark­aði en við upp­lifðum einnig mikil von­brigði þegar ljóst var að ekki tæk­ist að ná sam­komu­lagi um nýtt samn­inga­lík­an. Þó flestar hag­tölur sýni sterka stöðu íslensks efna­hags­lífs og færi okkur von um bjart­ari tíma er ekki tíma­bært að slaka á klónni. Enn er óvissa á vinnu­mark­aði og staðan ótrygg. 

Nýtt samn­inga­líkan ekki í aug­sýn

Síð­ustu ár hafa ein­kennst af meiri ólgu á vinnu­mark­aði en við höfum lengi séð. Kjara­samn­ing­ur­inn í jan­úar var annar kjara­samn­ing­ur­inn á almennum vinnu­mark­aði á nokk­urra mán­aða tíma­bili og var und­ir­rit­aður í kjöl­far lang­vinnra átaka og for­sendu­brests. Mark­mið með þessum samn­ingi var að tryggja jafn­ræði í kjara­þróun og sam­ræm­ingu líf­eyr­is­rétt­inda milli almenna og opin­bera vinnu­mark­að­ar­ins. Vonir stóðu til þess að í kjöl­farið gætu aðilar á vinnu­mark­aði unnið saman að því að inn­leiða ný vinnu­brögð við kjara­samn­inga­gerð eins og lagt var upp með fyrir þremur árum þegar form­legt sam­starf okkar um nýtt kjara­samn­inga­líkan hófst. Með nýju samn­inga­lík­ani viljum við renna styrk­ari stoðum undir efna­hags­legan og félags­legan stöð­ug­leika á sama hátt og nágrönnum okkar á hinum Norð­ur­lönd­unum hefur tek­ist. 

For­senda þess að hægt sé að semja um nýjar leiðir í kjara­samn­inga­gerð er hins vegar jafn­ræði, bæði í launa­þróun og líf­eyr­is­mál­um. Kjara­samn­ing­ur­inn frá því í jan­úar fól í sér skuld­bind­ingu um hvoru tveggja, svo fremi að sátt næð­ist um líf­eyr­is­mál­in. Það gekk ekki eft­ir, því mið­ur. Ágrein­ingur stjórn­valda og sam­taka opin­berra starfs­manna um breyt­ingar á líf­eyr­is­málum varð til þess að við­ræður um nýtt samn­inga­líkan fóru út um þúf­ur. 

Auglýsing

Þegar þessi orð eru rituð er hins vegar nýbúið að sam­þykkja á Alþingi frum­varp um jöfnun líf­eyr­is­rétt­inda á vinnu­mark­aði. Þó ekki hafi ríkt ein­hugur um þetta frum­varp vona ég að það færi okkur tæki­færi til að taka upp þráð­inn á nýjan leik í við­ræðum um nýtt samn­inga­líkan á vinnu­mark­aði. En til þess að svo geti orð­ið, verða allir að koma að borð­inu. Samn­ingar eru í eðli sínu mála­miðl­un, eng­inn nær öllum sínum kröfum fram. Átök á vinnu­mark­aði og and­staða við nauð­syn­legar breyt­ingar eru ekki leiðin að því sam­fé­lagi sem við stefnum öll að. Okkar bar­átta í verka­lýðs­hreyf­ing­unni snýr fyrst og fremst að því að verja hags­muni okkar félags­manna – en við gerum það ekki í stríði við stjórn­völd eða hvert ann­að.

Stóru skrefin í hús­næð­is­málum

Hús­næð­is­málin hafa lengi verið ein af meg­in­á­herslum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar á Íslandi enda er öruggt og við­ráð­an­legt hús­næði ein grunn­for­senda mann­sæm­andi lífs. Á árinu náð­ust stórir áfangar í bar­áttu okkar fyrir örugg­ari hús­næði tekju­lægri, sam­þykktar voru breyt­ingar á lögum um hús­næð­is­mál og hið opin­bera skuld­batt sig til að leggja fjár­magn í bygg­ingu nýrra íbúða. Því ber að fagna, en það er deg­inum ljós­ara að meira þarf til.

Alþýðu­sam­bandið ákvað, á ald­ar­af­mæli sínu sem sam­bandið fagn­aði í ár, að standa fyrir stofnun almenns íbúða­fé­lags þar sem áhersla verður lögð á þá lægst laun­uðu. Fleiri í verka­lýðs­hreyf­ing­unni hafa síðan ákveðið að leggja okkur lið í þessu mik­il­væga verk­efni. Ljóst er að gríð­ar­leg eft­ir­spurn er eftir fjöl­breytt­ara búsetu­formi og við munum ekki láta staðar numið hér. Þörfin er brýn og okkur ekk­ert að van­bún­aði. En nú er bara að bretta upp ermarnar og koma vinn­unni af stað. 

Verjum rétt­indin – grunn­ur­inn að starf­inu

Svört atvinnu­starf­semi og brot gegn rétt­indum launa­fólks, bæði ítrekuð og alvar­leg, komu iðu­lega til umfjöll­unar á árinu 2016. Slík brot eru því miður fylgi­fiskar upp­sveiflu eins og við upp­lifum þessi miss­eri, ekki síst í ferða­þjón­ustu og bygg­inga­geir­an­um. Spáð er gríð­ar­legri fjölgun starfa á næstu árum og mik­il­vægt að standa vörð um grund­vall­ar­rétt­indi á vinnu­mark­aði. Rétt­indin sem við njótum í dag kost­uðu þá sem á undan okkur komu fórnir og okkur ber skylda til að verja þau með ráð og dáð. Kjarn­inn í bar­áttu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar er ein­fald­lega að tryggja öllum lág­marks­rétt­indi á vinnu­mark­aði - að tryggja að kjara­samn­ingar séu virtir og mann­rétt­indi í hávegum höfð. 

Erlendir starfs­menn og ungt fólk sem er að kynn­ast vinnu­mark­aðnum í fyrsta skipti er sér­stak­lega í hættu hvað þetta varð­ar. Laun undir lág­marks­kjörum, veik­inda­réttur ekki virt­ur, yfir­vinna ógreidd, jafn­að­ar­kaup, launa­laus vinna og sjálf­boða­vinna eru bara nokkur dæmi um það sem stétt­ar­fé­lögin hafa þurft að glíma við á síð­ustu miss­er­um. Einn rétt­ur, ekk­ert svindl er verk­efni sem ASÍ hefur lagt mikla áherslu á með góðum árangri. Vinnu­staða­eft­ir­lit hefur verið eflt og sam­starf aðila á vinnu­mark­aði tekur nú til fleiri þátta en áður. Þetta er rétta leiðin til að standa vörð um störfin okkar og rétt­ind­i. 

Hvað næst?

Ný störf og nýjar kröfur kalla á breyttar áherslur í verka­lýðs­hreyf­ing­unni. Á næstu árum verðum við að bregð­ast við, end­ur­skoða hvernig við gerum hlut­ina og á hvað við leggjum áherslu. Menntun mun spila stórt hlut­verk í þeim miklu þjóð­fé­lags­breyt­ingum sem við sjáum ger­ast. Þess vegna eru starf­mennta­málin okkur svona hug­leikin og þess vegna eru þau æ fyr­ir­ferð­ar­meiri í starf­semi stétt­ar­fé­laga. Þarna gefst okkur tæki­færi til að styrkja félags­menn okkar og opna fyrir þeim ný tæki­færi. Þetta er jákvæð þróun sem við eigum að vera í far­ar­broddi fyr­ir. 

En við sjáum einnig aðra þróun á vinnu­mark­aði sem er ekki eins jákvæð en kallar á virka þátt­töku verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar. Ég leyfi mér að full­yrða að sjúkra­jóðir flestra, ef ekki allra stétt­ar­fé­laga, hafi þurft að bregð­ast við fjölgun skjól­stæð­inga með stoð­kerf­is­vanda­mál eða geð­ræna rösk­un. Enn og aftur er það unga fólkið sem stendur höllum fæti. Hér verðum við að grípa í taumana, ekki bara verka­lýðs­hreyf­ingin heldur sam­fé­lagið allt. Þetta snýst allt um for­gangs­röð­un. 

Sýnum sam­hug í verki

Þær hag­tölur sem við lítum iðu­lega til gefa ástæðu til bjart­sýni á næsta ári. Atvinnu­leysi það sem af er þessu ári hefur að með­al­tali verið lið­lega 2%, kaup­máttur launa jókst um nær 8% á fyrstu níu mán­uðum árs­ins og hag­vöxtur um 6% á sama tíma­bili.

En svona mæl­ingar segja hins vegar ekki alla sög­una. Við getum hvorki slegið því föstu að við séum komin í var­an­legt skjól né að allir njóti góðs af þess­ari góðu stöðu. Tölur um lands­fram­leiðslu, kaup­mátt og atvinnu­leysi eru hvorki óskeikul né alhliða mæl­ing á vel­ferð, vellíðan launa­fólks eða stöðu hag­kerf­is­ins heldur ein­ungis vís­bend­ing. Nýleg rann­sókn Barna­heilla bendir til þess að 14% barna á Íslandi eigi í hættu á að búa við fátækt eða félags­lega ein­angr­un. Rauði kross­inn hefur einnig bent á að þús­undir líði efn­is­legan skort, börn og full­orðn­ir.  

Fátækt er ekki bara vandi for­tíðar eða eitt­hvað sem er vanda­mál í útlönd­um. Allt of margir glíma við efn­is­legan og félags­legan skort á íslandi í dag. Munum eftir þeim sem þurfa á aðstoð okkar að halda nú þegar við fögnum jól­u­m. 

Ég óska lands­mönnum öllum far­sældar á nýju ári.

Höf­undur er for­maður VR. 

Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Jafnframt vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða alls 18 prósent landsmanna.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None