Ferðamannahagfræði fyrir byrjendur

Auglýsing

Um og ­upp úr 1970 var mokveiði á loðnu síð­vetrar ár hvert. Slíkur var atgang­ur­inn í veið­unum að verk­smiðjur höfðu ekki undan að vinna afl­ann. Loðn­unni var jafn­vel ekið á tún og í hraun­gjótur í Vest­manna­eyjum ( eins og frægar myndir Sig­ur­geirs Jón­as­sonar sýna glögg­t). ­Sjó­menn og útgerð­ar­menn gerðu sér smám saman grein fyrir að stór hluti hrá­efn­is­ins eyði­lagð­ist í atgang­inum og báðu stjórn­völd að hafa vit fyrir sér­. Loðnu­nefnd var sett á lagg­irn­ar, kall­aði til starfa fær­ustu stærð­fræð­inga þjóð­ar­innar og fékk vald til að ákveða hvenær skip héldu til veiða og hvar þau lönd­uð­u! Því er þetta rifjað upp að nú í des­em­ber ákvað ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál að fela sér­fræð­ingum stjórn­ar­ráðs­ins að fá hug­myndir ferða­þjón­ustu­að­ila um við­brögð við mokveiði á túrist­u­m. Fram til þessa hafa aðgerðir stjórn­valda fyrst og fremst falist í land­kynn­ingu (m.a. með nið­ur­greiðslu á Hollywood kvik­mynd­um!). ­Seðla­bank­inn hefur reynt að hamla gegn afleið­ingum gjald­eyr­is­inn­streymis með upp­kaupum gjald­eyris með ærnum til­kostn­að­i. Að öðru leyti virð­ist hið opin­bera ekki með á nót­un­um. Hér á eftir eru dregnar upp sviðs­myndir til að skýra þann vanda sem við er að etja.

Sviðs­mynd 1: Að­gerð­ar­leysi

Aðgerð­ar­leysi er áfram­hald núver­andi stefn­u. ­Seðla­bank­inn myndi vænt­an­lega verða að hætta upp­kaupum á gjald­eyr­i. ­Vegna geng­is­styrk­ingar myndu útflutn­ings­fyr­ir­tæki ýmist flytja úr landi (tölvu- og tækni­fyr­ir­tæki) eða hætta starf­semi alfarið (full­vinnsla sjáv­ar­af­urða og sum ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki). ­Mörg ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki myndu lækka kostnað með því að skipta við erlendar starfs­manna­leigur svipað og ger­ist í ræst­inga­geir­anum nú þeg­ar. Verð á hót­elgist­ingu og Air­BnB gist­ingu mun lækka í krónum talið. Hótel munu fækka stjörn­um, starfs­liði og þjón­ustu­stig­i. Um­svif í inn­flutn­ingi myndu aukast. At­vinnu­leysi meðal inn­fæddra gæti aukist, en jafn­vægi gæti smám saman kom­ast á við tals­vert hærra raun­gengi á mæli­kvarða verð­lags en nú er en með umtals­verðri lækkun launa í krónu­tölu vegna þrýst­ings frá fram­boði starfs­manna­leiga á erlendu skamm­tíma­vinnu­afli. Bil milli tekju­hárra og tekju­lágra gæti aukast mik­ið. Fram­boð á opin­berri þjón­ustu sem ekki teng­ist ferða­þjón­ustu mun lík­lega minnka. Skatt­pen­ingar inn­lendra skatt­greið­enda verða not­aðir til að greiða fyrir rekstur flug­valla, vega­við­hald og lög­gæslu. Heil­brig­iðis­kerfið og vel­ferð­ar­kerfið geta dreg­ist mikið saman frá því sem nú er. Lík­legt er að upp verði sett einka­sjúkra­hús sem sinni ferða­mönnum sem eru í við­skiptum við erlend heilsu­trygg­ing­ar­fyr­ir­tæki. Inn­lend­ingar munu njóta þess að inn­fluttur varn­ingur verður ódýr sam­an­borið við inn­lend­an.

Sviðs­mynd 2: Þenslu­letj­andi rík­is­sjóð­ur 

Þessi sviðs­mynd er mjög áþekk sviðs­mynd 1 nema að ekki verður aðeins flutt frá frá vel­ferð­ar- og heil­brigðis og mennta­mál­um, heldur verður heild­ar­um­fang hins opin­bera minnkað veru­lega. Mark­mið slíks nið­ur­skurðar væri að aðstoða Seðla­bank­ann við að halda aftur af geng­is­hækkun krón­unnar (að­halds­söm fjár­mála­stefna í bland við aðhalds­sama pen­inga­mála­stefn­u). Þess­ari stefnu gæti fylgt miklar upp­sagnir í heil­brigð­is- og mennta­geir­an­um, og mun meira atvinnu­leysi í upp­hafi en í sviðs­mynd 1. (Innan sviga má geta þess að margir stjórn­mála­menn virð­ast hrifnir af þess­ari sviðs­mynd ef marka má fréttir af stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­u­m). Að­lög­un­ar­ferlið sam­kvæmt þess­ari sviðs­mynd yrði svipað og sam­kvæmt sviðs­mynd 1, en tæki lík­lega skemmri tíma.

Auglýsing

Sviðs­mynd 3: “Loðnu­nefnd­ar­leið­in”, Norska leiðin

Fyrstu sviðs­mynd­irnar tvær eru fremur nöt­ur­legar og lík­lega ekki sjálf­bærar því það verður að telj­ast ólík­legt að það þjóð­fé­lag sem myndi byggj­ast upp á þeirra grunni yrði í færum til að veita ferða­mönnum þá þjón­ustu sem þeir sækj­ast eft­ir. ­Sömu­leiðis fela þessar leiðir báðar í sér umtals­verða rányrkju á þeim auð­lindum sem ferða­mennskan byggir til­veru sína á. ­Ferða­menn koma ekki til Íslands til að standa fyrst í bið­röð á Lög­bergi, svo við Geysi, svo við Gull­foss, svo við flug­vél­arflak á Skeið­ar­ár­sandi, svo í Vík­ur­fjöru, svo við Jök­ulsár­lón. ­Jafn­framt er lík­legt að brott­flutn­ingur fólks frá land­inu yrði umtals­verður þar sem launa­stig myndi ráð­ast af greiðslu­getu lág­fram­leið­inna ferða­þjón­ustu­starfa. En hvað er þá til ráða? Er hægt að fara “loðnu­nefnd­ar­leið­ina”? Að sjálf­sögðu er það mögu­leg­t. Vand­inn nú felst í því að við ríkj­andi verð­lag og skatt­heimtu þá þolir hluti af ferða­þjón­ust­unni miklu hærra gengi en afgang­ur­inn af útflutn­ings­grein­un­um. Auð­velt er að bæta úr því með því að hækka skatt­heimt­una gagn­vart þessum hluta ferða­þjón­ust­unnar (fyrst og fremst flug­fé­lögin og bíla­leig­urn­ar. Bíla­leig­urnar fá umtals­verðan stuðn­ing í formi nið­ur­felldra aðflutn­ings­gjalda!). ­Slá má tvær flugur í einu höggi með því að nota umtals­verðan hluta af þeim tekjum sem af slíkri skatt­heimtu feng­ist til að auka gjald­eyr­is­vara­sjóð­inn. Þessi aðferð er nákvæm­lega sú aðferð sem Norð­menn hafa farið und­an­farin 25 ár. Í stað þess að veita olíu­tekjum inn í hag­kerfið með til­heyr­andi geng­is­styrk­ingu hafa fjár­mun­irnir verið fjár­festir í erlendum eign­um. Að­eins vaxta­tekjur sjóðs­ins hafa komið til ráð­stöf­unar inn­an­lands. 

Nið­ur­staða: Grund­völlur ferða­þjón­ust­unnar eins og hún er rekin í dag er ekki sjálf­bær. ­Greinin gengur á þær auð­lindir sem eru und­ir­staða hennar rétt eins og til­fellið var með ofnýt­ingu auð­linda sjávar á seinni helm­ingi 20. ald­ar­inn­ar. Ef greinin á að vera sjálf­bær þarf að fækka ferða­mönnum svo hver og einn sem kemur eigi raun­veru­lega kost á þeirri upp­lifun sem sóst er eft­ir. ­Jafn­framt þarf að búa svo um hnút­ana að ferða­þjón­ustan greiði eðli­legt verð fyrir afnot af vega­kerf­inu, lög­gæslu­kerf­inu, björg­un­ar­þjón­ustu Land­helg­is­gæsl­unnar og heil­brigð­is­kerf­in­u. En þetta er ekki nóg því það þarf að tryggja að sam­búð ferða­þjón­ust­unnar og ann­arra útflutn­ings­greina sé í eðli­legu jafn­vægi. Til að finna það jafn­vægi ætti það að vera fyrsta verk ráð­herra­nefndar um efna­hags­mál að fá sér­fræð­inga norska olíu­sjóðs­ins til skrafs og ráða­gerða. Það er mik­il­væg­ara að læra af því sem vel er gert en að hlusta enn og aftur á kvein­stafa­kveð­skap inn­lendra hags­muna­að­ila. 

Höf­undur er pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None