Miklu fleiri ferðamenn – Falin loftlagsmál?

Greinin er byggð á ræðum við þingumræðu um fjárlög 2017.

Auglýsing

Ferða­þjón­ust­an, sem er stærst atvinnu­greina nú orðið og gildasta líf­lína íslensks hag­kerfis und­an­farin ár, stendur fyrir miklum tekj­um. Tekjur rík­is­ins munu vera metnar á 60–70 millj­arða kr. Hvort það er nákvæm­lega rétt veit ég ekki, en í Fram­kvæmda­sjóð ferða­manna­staða átti að setja u.þ.b. 2 millj­arða kr. sem er að mínu mati, og í hlut­falli við þessa upp­hæð, óeðli­lega lágt fram­lag. Gjaldið eða fram­lagið hefur verið lækkað um 600 millj­óna kr. en hefði þurft að hækka um a.m.k. 1 millj­arð kr. ofan á hinar tvær, ef vel væri. For­mað­ur­ fjár­laga­nefnd­ar ­kennir um mis­tökum og er eftir því beðið að leið­rétt­ing komi í ljós. Aukið fé í Fram­kvæmda­sjóð­inn frá 2016 hefur ekki nýst af mörgum ástæðum sem hafa þegar komið fram. Þar hefur t.d. víða staðið á fram­lögum sveit­ar­fé­laga sem eiga að leggja fram sinn skerf. Sum þeirra eru ekki það burðug að þau hafi í raun nægt fé til mót­fram­laga. Skipu­lags­mál hafa reynst flókin oft og tíðum og það fé sem var sett í sjóð­inn frá rík­is­inu kom seint fram. Hvað sem öllu þessu líður er alveg ljóst að mjög margir staðir utan þjóð­garða eru bók­staf­lega í sárum, sumir mjög miklum, og þar þarf að fram­kvæma bráða­við­gerðir og tryggja snar­bætt, stýrt aðgengi með t.d. stíg­um, útsýn­is­stöð­um, og stað­bundnum lok­unum innan svæða eða með ítölu.

Aukin fram­lög til þjóð­garða, en ónóg til land­vörslu 

Eitt og annað er jákvætt í fjár­laga­frum­varp­inu og því sem fylgir, t.d. fram­lög til þjóð­garðsmið­stöðva, og Vatna­jök­uls­þjóð­garð­ur, stærstur allra, fær þó nokkuð fé til fram­kvæmda. Hann hefur í heild þolað umferð betur á mörgum stöðum en minni þjóð­garð­arn­ir, eins þótt ein­staka staðir innan hans séu komnir að þol­mörk­um. Þjóð­garð­inn Snæ­fells­jökul og Þjóð­garð­inn á Þing­völlum eru miklu minni og orðnir mun skemmd­ari en sá stóri við Vatna­jök­ul. Báðir þurfa miklu meira fé, nokkur ár í röð, en látið er af hendi rakna. Eins þarf veru­lega aukið fé í land­vörslu í þjóð­görð­unum og á frið­uðum svæð­um. Í því sam­bandi er mjög brýnt að end­ur­skoða sem allra fyrst hlut­verk og vald­svið land­varða, bæði rík­is­ráð­inna og starfs­menn ferða­fé­laga. Við vitum að nú hafa land­verðir aðeins leyfi til þess að beina orðum til fólks og biðja um eitt og ann­að, en þeir hafa ekki vald­svið til að skipa fyrir eða vald­svið sem er í ætt við lög­reglu. Á því þarf auð­vitað að gera brag­ar­bót með umræð­um, lögum og reglu­gerð­um, auk þess að setja meira fé til land­vörslu á mjög mörgum stöð­u­m. 

Auglýsing

Sjálf­bærni og þol­mörk

Menn­ing­ar- og nátt­úr­u­nytjar geta ekki gengið upp án vernd­un­ar minja og alls umhverfis og til þess greina menn þol­mörk, jafnt félags­leg sem nátt­úru­leg, og jafnt fyrir afmark­aða staði sem svæði og loks fyrir landið í heild. Við viljum flest að atvinna sé fjöl­breytt en ekki að aðeins þrjár greinar beri upp lang­mest af henni, hvað þá ein atvinnu­grein; ferða­þjón­usta. Við viljum flest að sjálf­bærni sé við­mið í ferða­þjón­ust­unni og sú stefna hefur rétti­lega verið mörkuð í mörgum almennum atrið­um. Þá verðum við að muna að hug­takið nær yfir félags­lega og hag­ræna sjálf­bærni ekki síður en að nátt­úran verði nytjuð á þann hátt að hún standi jafn góð eftir eða betri. Þegar sumir stjórn­mála­menn eða framá­menn í ferða­þjón­ustu telja að við getum tekið við miklu fleiri ferða­mönn­um, eins og það er orð­að, vekur það margar spurn­ing­ar. Eru þá engin þol­mörk til? Hvað merkja orðin miklu fleiri? Engum dytti í hug að skipu­leggja fisk­veiðar með því að muldra eitt­hvað um miklu fleiri fiska. Til er áætlun sem kall­ast Lands­á­ætlun um upp­bygg­ingu inn­viða og var sam­þykkt sem lög frá Alþingi 2016. Hún er ekki hátt skrifuð í fjár­lögum og raun­veru­lega van­fjár­mögn­uð. Meðal fyrstu skrefa til úrbóta auk fjár­magns til þjóð­garða, fyrr­greindrar Lands­á­ætl­unar og til Fram­kvæmda­sjóðs ferða­manna­staða ber brýna nauð­syn til að auka rann­sóknir innan ferða­þjón­ust­unn­ar, ljúka skipu­lags­breyt­ingum í ferða­þjón­ustu og stofn­anaflór­unni og einnig end­ur­skoðun laga um ferða­þjón­ustu í land­inu. Ég hef talað fyrir nýju ráðu­neyti ferða­mála og ákvörðun þol­marka og það ætti vissu­lega að vera til mik­il­vægrar umræðu á næst­unni þegar fjöldi ferða­manna telst í millj­ónum og við­var­andi skortur á vinnu­afli er stað­reynd í grein­inni. Nýja meg­in­atvinnu­grein lands­ins ber að umgang­ast eins og þær sem áður voru það. Ég tel ekki að nýtt ráðu­neyti leysi fjölda verk­efna eitt og sér en það auð­veldar lausnir, miklu skil­virkar og hraðar en Stjórn­stöð ferða­mála sem auk þess starfar tíma­bund­ið.

Blessuð beinu gjöld­in 

Varla er unnt að leggj­ast á móti beinni fjár­mögnum ferða­fólks til úrbóta á því sem þeir not­ast við að hluta. Bíla­stæða­gjöld geta gert gagn, t.d. í þjóð­görðum en betur má ef duga skal. Gegn komu­gjöldum hafa komið fram við­bárur um að þau séu ekki leyfi­leg skv. jafn­ræð­is­regl­um. Hvort sem það stenst rýni eða ekki má haga inn­heimtu þannig að þau gangi upp, enda fyr­ir­myndir um þau ann­ars staðar í álf­unni. Sumir telja að þau muni bremsa ferða­manna­fjöld­ann til Íslands. Það væri svo sem ekki alvont en ég tel það ofmælt vegna þess að 1,5 millj­arður manna eru á far­alds­fæti um jörð­ina og við erum að taka hingað inn eins og 1 pró­mill, og þá lang­flesta í þeim hóp sem ráða myndu við lágt gjald. Þótt viku­kostn­aður við ferð á Íslandi, sem er sagður vera um 200 þús. kr., hækki um 1 eða 2 þús­und kr. (1 þús­und kr. var upp­hæðin í til­lögum Vinstri grænna sem felldar vor­u), er ég viss um að til er nægt ferðafólk sem kippir sér ekki upp við auka­kostn­að­inn. Hækkað gistin­átta­gjald úr 100 kr. í 300, sem ætti auð­vitað að vera hlut­fallstala af verði gist­ing­ar, truflar heldur ekki flæði ferða­manna hing­að. Og eitt er víst: Hvorki sú upp­hæð né komu­gjald er til þess fallið að koma í stað­inn fyrir þol­mörk eða annað þess kyns sem er nauð­syn­legt að við ákvörðum fyrr en síð­ar. Þessi beinu gjöld geta gefið af sér 2-3 millj­arða króna hið minnsta á hverju 12 mán­aða tíma­bili, frá og með miðju næsta ári.

Lág­sigldur mála­flokkur

Þegar stjórn­völd víða um heim sjá fram á æ alvar­legra ástand heima fyrir og í sam­skiptum þjóða, t.d. í Asíu þar sem gríð­ar­legur mann­fjöldi er háður jök­ul­vatni jafnt sem sjáv­ar­stöðu, er tvennt í stöð­unni á alþjóða­vísu. Við verðum í fyrsta lagi að vinna gegn mann­gerðum orsökum lofts­lags­breyt­inga. Það er orðið óum­deil­an­legt. Það merkir hraðan og mik­inn sam­drátt í losun gróð­ur­húsagasa og stór­fellt átak í land­vernd um allan heim, end­ur­heimt lággróð­urs og vot­lendis og ræktun skóga sem binda grösin á landi. Allt þetta snýr beint að Íslandi, jafn­vel á þann hátt að hafa áhrif á ferða­þjón­ust­una þegar fram í sæk­ir. Auð­veld og til­tölu­lega ódýr ferða­lög verða senni­lega ekki í boði ára­tugum sam­an. Í öðru lagi verður að lina og lág­marka áhrif veð­ur­fars­breyt­inga á sam­fé­lög þjóða. Það merkir mót­væg­is­að­gerðir og ákvarð­anir um hvernig sam­vinna þjóða, ekki bara um rann­sóknir og upp­lýs­ing­ar, getur hjálpað þeim sem harð­ast verða úti. Líka það bankar á okkar dyr og merkir að auka verður þró­un­ar­að­stoð, helst nærri þrefalt til að nálg­ast alþjóða­við­mið. Í plöggum fjár­laga þar af leita vel til að finna orð um lofts­lags­breyt­ing­ar, veru­lega aukin fram­lög og rök fyrir auknum fjár­fram­lögum breyt­ing­anna vegna, nema helst til skóg­rækt­ar.

Gerum miklu betur

Nógu margar ein­hlítar skýrslur liggja frammi og nægar rann­sókn­ar­nið­ur­stöður eru opin­berar til þess að hefj­ast megi handa fyrir alvöru við bæði fyrr­greind meg­in­verk­efni, Hingað til hafa hvorki orðið nægar fram­farir við að minnka los­un, allra síst á Íslandi, né heldur við að ákvarða við­brögð við rýrnun jökla, súrnun hafs­ins eða hækkun sjáv­ar­borðs á heims­vísu. Þetta allt merkir ekki að minnka skuli rann­sóknir eða fræðslu um stöðu og horf­ur, aðeins að rann­sóknir eru ekki lengur í fyrsta sæti og eiga ekki að hljóta mesta athygli stjórn­valda, ákvarð­enda, fyr­ir­tækja, sveit­ar­fé­laga og stofn­ana. Þar þurfa skjótar aðgerðir að koma í stað­inn. Við þurfum að koma mál­unum á þetta sér­ís­lenska redd­ing­ar­svið sem við erum fræg fyr­ir. Þar eiga Reykja­vík­ur­borg og ýmis fyr­ir­tæki og stofn­anir þakkir skildar fyrir frum­kvæði. Við skulum beina auk­inni athygli, nægum pen­ingum og heild­rænu skipu­lags­starfi að því að ná mark­miðum sem íslensk stjórn­völd sam­þykktu á Par­ís­ar­ráð­stefn­unni (og ríf­lega það!), með skil­merki­legri áætl­un, mark­miðs­settri hvert ár og full­fjár­magn­aðri. Við göngum ekki á bak orða okkar og skuld­bind­inga. Bæði sjálf­bær ferða­þjón­usta og lofts­lags­þró­unin eru risa­stór mál.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna.

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None