Auglýsing

Ný rík­is­stjórn er tekin við. Hún er lík­ast til ekki drauma rík­is­stjórn neins og stjórn­ar­sátt­máli hennar ber þess mjög keim að saman hafi endað flokkar með mjög ólíkar áherslur í lyk­il­mál­um. En hún hefur skýrt umboð til að sitja og er með meiri­hluta á þingi. Þá lýð­ræð­is­legu nið­ur­stöðu verða allir að virða.

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði í útvarps­við­tali í maí 2016 að fyrsta kosn­inga­mál hans og Sjálf­stæð­is­flokks væri að standa gegn kerf­is­breyt­ing­um. Vel má færa rök fyrir því að Bjarni hafi náð því mark­miði að mjög miklu leyti.

Auglýsing

Helstu kerf­is­breyt­ingar sem ýmsir flokkar stefndu að í aðdrag­anda kosn­inga voru breyt­ingar á sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­kerf­unum og umfangs­miklar breyt­ingar á stjórn­ar­skrá. Engar útfærðar breyt­ingar á sjáv­ar­út­vegs- eða land­bún­að­ar­kerfum röt­uðu í stjórn­ar­sátt­mál­ann. Ekki heldur á stjórn­ar­skránni. Þess í stað verða skip­aðar nefndir til að móta til­lögur að breyt­ingum án þess að nokk­urt fyrir liggi hvort rík­is­stjórnin muni öll standa á bak við sam­þykkt þeirra. Það er enda alþekkt leið til að svæfa erfið mál að planta þeim í flóknar og marg­mennar nefndir árum sam­an.

Í Evr­ópu­málum er eina skuld­bind­ingin sem er skjal­fest sú að Við­reisn og Björt fram­tíð, báðir Evr­ópu­sinn­aðir flokkar sem vilja þjóð­ar­at­kvæði um áfram­hald­andi við­ræð­ur, sam­þykkja að taka ekki afstöðu til þess máls komið það upp í þing­inu fyrr en undir lok kjör­tíma­bils­ins. Það er í algjörri and­stöðu við stefnu beggja flokka. Í grunn­stefnu Við­reisnar seg­ir: Þjóðin kjósi strax um hvort ljúka skuli við­ræðum um fulla aðild að Evr­ópu­sam­band­inu til þess að ná megi aðild­ar­samn­ingi sem bor­inn verði undir þjóð­ina.“ Í áherslum Bjartar fram­tíðar seg­ir: „Löndum góðum samn­ingi við ESB sem þjóðin getur eftir upp­lýsta umræðu sam­þykkt í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.“

For­dæma­laus rík­is­stjórn

Þótt Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi haft sitt fram í þessum veiga­miklu málum er ekki þar með sagt að engra breyt­inga sé að vænta með nýrri rík­is­stjórn.

Reyndar má búast við því að lítið verði um kúvend­ingar í þeim ráðu­neytum sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stýr­ir, enda kerfið sem er til staðar kerfið sem flokk­ur­inn hefur byggt upp með þaul­setu sinni í valda­stól­um. En í stjórn­ina eru að setj­ast tveir frjáls­lyndir miðju­flokkar sem stofn­aðir eru á síð­ustu fimm árum. Aldrei áður hafa slíkir flokkar skipað rík­is­stjórn og fengið jafn mikil áhrif í formi ráð­herra­emb­ætta sem fara með mjög stóra mála­flokka. Í rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar er því hið nýja að mæta hinu gamla.

Það skiptir til að mynda miklu máli að full­trúi flokks sem vill breyt­ingar á sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­kerf­unum sitji í ráðu­neyt­inu sem fer með mála­flokk­anna. Stefnu­mörkun mun þar af leið­andi öll taka mið af því að land­bún­að­ar­kerfið virki betur fyrir þá tvo hópa sem það á helst að vera til fyr­ir, bændur og neyt­end­ur. Milli­liðir verða ekki lengur í for­grunni við mótun kerf­is­ins. Í sjáv­ar­út­vegi segir í stjórn­ar­sátt­mála að tryggja eigi „betur að gjald fyrir aðgang að sam­eig­in­legri auð­lind verði í eðli­legu hlut­falli við afrakstur veið­anna.“ Það er merki­leg yfir­lýs­ing og því hlýtur það að vera for­gangs­verk­efni nýs ráð­herra að ráð­ast í vinnu við að tryggja þjóð­inni, eig­endum auð­lind­ar­inn­ar, sann­gjarnt og miklu hærra gjald fyrir nýt­ingu hennar sam­fé­lag­inu öllu til heilla.

Í umhverf­is­málum eru risa­stór fram­fara­skref stig­in, bæði með þeirri stefnu­mótun sem sett er fram í stjórn­ar­sátt­mála og ekki síður í því við­horfi sem nýr ráð­herra hefur sýnt á þeim dögum sem liðnir eru frá því að hún tók við emb­ætt­inu. Stór­iðju­tíma­bili Íslands­sög­unnar er form­lega lokið með því að skjal­fest er að engir fleiri íviln­andi samn­ingar verði gerðir við meng­andi stór­iðju, gera á aðgerð­ar­á­ætlun í loft­lags­málum í sam­ræmi við Par­ís­ar­sam­komu­lagið og koma á sam­ræmdu kerfi grænna skatta sem feli í sér eðli­legar álögur á megn­andi starf­semi. Skoða á mögu­leik­ann á sam­starfi við sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um gerð „Borg­ar­lín­u“, sem yrði ekki ein­ungis mesta almenn­ings­sam­göngu­úr­bót sem ráð­ist hefur í heldur líka risa­stórt skref í átt að draga úr notkun einka­bíla, og þar með meng­un. Þá verður unnin sér­stök áætlun um vernd mið­há­lend­is­ins.

Mörg rétt­inda­mál í píp­unum

Nýr félags- og jafn­rétt­is­ráð­herra fær nóg að gera við að fram­fylgja gríð­ar­lega mörgum úrbótum á sínu sviði sem stjórn­ar­sátt­mál­inn boð­ar. Þar ber til dæmis að nefna lög­bind­ingu jafn­launa­vott­unar til að laga ólíð­andi kyn­bundin launa­mun, aukin kraft í starfsend­ur­hæf­ingu, upp­taka starfs­getu­mats og hækkun á fæð­ing­ar­or­lofs­greiðslum þannig að í því felist ekki kerf­is­læg mis­munun milli kynja heldur hvatar til að auka fæð­ing­ar­tíðni, sem hefur ekki verið lægri frá því að mæl­ingar hófust um miðja 19. öld. Þess er þó saknað að ekki sé stað­fest í sátt­mála að orlofið verði lengt í 12 mán­uði, líkt og stefnt hefur verið á lengi. Þá á að gera þá löngu tíma­bæru rétt­ar­bót að börn geti átt lög­heim­ili hjá báðum for­eldrum búi þeir ekki sam­an.

Félags­mála­ráð­herr­ann fær líka í fangið neyð­ar­á­stand á hús­næð­is­mark­aði. Mik­ill skortur á fram­boði íbúð­ar­hús­næðis sam­hliða ótrú­legum upp­gangi í ferða­þjón­ustu og síauk­inni fjár­fest­ingu pils­fald­ar­kap­ít­alista í heim­ilum í þús­unda­tali hefur leitt til þess að hús­næð­is­verð hefur hækkað um 68 pró­sent frá miðju ári 2010. Leigu­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur hækkað um 60,1 pró­sent frá byrjun árs 2011. Þessar hækk­anir hafa gert það að verkum að sífellt stærri hópur glímir við bráða­hús­næð­is­vanda og mörg hund­ruð manns eru á biðlista eftir félags­legu hús­næði. Í þessum málum þarf að grípa til rót­tækra aðgerða, enda frum­for­senda í sið­uðu sam­fé­lagi að fólk hafi þak yfir höf­uðið fyrir við­ráð­an­legt verð.

Á sama tíma eru valdir hópar í sam­fé­lag­inu að hagn­ast mjög á þessu aðstæð­um, þ.e. þeir sem eiga hús­næði, sér­stak­lega eldra fólks. Í Efna­hags­yf­ir­liti VR, sem birt var í fyrra­dag, segir t.d. að á árunum 2007 til 2015 hafi eignir 67 ára og eldri auk­ist um tæp 58 pró­sent umfram eignir 30-34 ára. Eldri kyn­slóðir eru að eign­ast meira vegna aðstöðumunar gagn­vart hinum yngri, sem eru í miklum vand­ræðum með að eign­ast eitt­hvað. Þetta er afleið­ing af opin­berri stefnu og aðgerð­um, meðal ann­ars hinna fjar­stæðu­kenndu Leið­rétt­ingu.

Fjár­mála­ráð­herra mun hafa nóg að finna leiðir til að fjár­magna allt ofan­greint og hjálpa Óttarri Proppé við að ráð­ast í stór­sókn í heil­brigð­is­mál­um. Hann þarf að nota tæki­færið fyrst að Hag­stofa Íslands hefur verið færð undir hann til að stór­auka hag­tölu­gerð svo umræða geti byggt meira á stað­reyndum og grund­völlur ákvörð­un­ar­töku geti verið betri. Þess utan ætlar hann að breyta pen­inga­stefn­unni.

Von­andi verða þær breyt­ingar til að bæta þau gölnu láns­kjör og geng­is- og hag­sveiflur sem íslenskt launa­fólk þarf að búa við, en íslenskt stór­eigna­fólk með eignir í skatta­skjólum nýtir sér til að hagn­ast enn frekar á og sækja sér völd. Sá aðstöðu­munur sem er á milli þorra Íslend­inga sem tapar á gild­andi kerfi, og fámennar yfir­stéttar sem hagn­ast mjög á því, er eitt alvar­leg­asta þjóð­ar­meinið sem við glímum við. Rétt­inda­málin verða varla stærri.

Traust vinnst með aðgerðum

Þeir sem kusu Við­reisn og Bjarta fram­tíð krefj­ast breyt­inga til batn­að­ar, að unnið verði að stór­tækum úrbótum innan margra þeirra mála­flokka sem flokk­arnir tveir fara með og að almanna­hags­munir verði hafðir að leið­ar­ljósi við alla ákvörð­un­ar­töku. Það er ekki hægt að dæma flokk­anna af fyrri verkum vegna þess að þeir hafa aldrei áður starfað á þessum vett­vangi, þótt það megi gagn­rýna þá báða með sann­gjörnum hætti fyrir að hafa gefið óeðli­lega mikið eftir við gerð stjórn­ar­sátt­mála.

En fyrst og síð­ast krefj­ast þeir kjós­endur sem kusu ekki hefð­bundnu valda­flokk­anna að lögð verði áhersla á vönduð vinnu­brögð, sem oft hefur skort veru­lega á. Að barist verði gegn fúski og sér­hags­muna­gæslu og fyrir opn­ari og gegn­særri stjórn­sýslu þar sem réttur almenn­ings til að vita trompar rétt stjórn­mála­manna til þess að leyna.  

Í stjórn­ar­sátt­mála segir að unnið verði að því að byggja upp traust á grunn­stoðum sam­fé­lags­ins, meðal ann­ars Alþingi og dóm­stól­um. Þetta á meðal ann­ars að gera með því að bæta aðgengi að stjórn­sýslu, stíga mark­viss skref í átt að opnun bók­halds rík­is­ins og með því að efla upp­lýs­inga­skyldu opin­berra aðila gagn­vart almenn­ingi.

Sam­kvæmt stefnu­skrám eru Við­reisn og Björt fram­tíð mjög ólík Sjálf­stæð­is­flokki. Nú reynir á að þessir flokkar sýni það í verki og verði full­trúar þeirra sem vilja breyt­ingar og umbætur í rík­is­stjórn, á sama hátt og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er full­trúi þeirra sem vilja sem minnstu breyta. Þannig eiga lýð­ræð­is­leg sam­fé­lög að virka og ef fleiri upp­lifa að til­lit sé tekið til aðstæðna þeirra skap­ast meiri sátt í sam­fé­lag­inu.

Með fram­vind­unni verður fylgst mjög náið og fjöl­miðlar munu veita sterkt og eftir atvikum gagn­rýnið aðhald alla leið. Líkt og áður verður ekk­ert „fúsk“ lið­ið.

Yfir til ykk­ar. Gangi ykkur vel.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None