Lausasölulyf í sjálfvali í apótekum? Að sjálfsögðu!

Davíð Ingason vill að lyf við smákvillum sem þjaka nútímamanninn verði færð fram fyrir búðarborðið í apótekum.

Auglýsing


Það er merkileg upplifun að kaupa sér lausasölulyf í lyfjaverslun á Íslandi. Engu er líkara en að maður sé kominn marga áratugi aftur í tímann.

Að standa fyrir framan búðarborðið og stynja upp hvaða tegund af gyllinæðarkremi, hausverkjatöflum eða súrmagalyfjum maður vill fá að kaupa minnir auðvitað mest á krambúðir danskra kaupmanna hérlendis á tímum einokunarverslunar. Að við séum ekki löngu búin að nútímavæða þetta er með ólíkindum. 

Auglýsing

Nágrannaþjóðir okkar hafa fyrir mörgum áratugum síðan tekið þessi lyf og sett í hillur fram í búðinni þar sem menn geta sjálfir valið að eigin geðþótta í ró og næði án þess að þurfa að auglýsa það fyrir öðrum viðskiptavinum verslunarinnar að maður sé með súran maga eða einhvern annan þann smákvilla sem gjarnan þjakar nútímamanninn. Lyf sem keypt eru samkvæmt lyfseðli eru þó allavega í lokuðum poka svo fólk sem viðkvæmt er fyrir hnýsni náungans þurfi ekki að auglýsa hvaða kvilla það sé haldið.

Meira að segja Svíar sem eru líklega heimsmeistarar í forræðishyggju með sína „Socialstyrelse“ eru síðan fyrir fjöldamörgum áratugum komnir með lausasölulyf í sjálfval frammi í búðinni. Þeir skilja að lágmarks verslunarfrelsi eru mannréttindi.

Sú umræða sem nú á sér stað í fjölmiðlum og manna á meðal um hvort að lausasölulyf eigi að vera til sölu í almennum verslunum er í sjálfu sér athyglisverð. Ýmsir finna þeirri hugmynd til dæmis það til foráttu að þar muni vanta leiðsögn lyfjafræðinga. Það er að sjálfsögðu rétt, lyfjafræðingar starfa í apótekum en ekki í matvöruverslunum. Þó virðist það vera svo ef marka má fréttir að apótekin mættu taka sig á þegar kemur að upplýsingamiðlun til viðskiptavinanna.

Ég skora á forsvarsmenn lyfjabúða að snúa vörn sinni í sókn og fá reglugerðum breytt svo hægt verði að kaupa lausasölulyf í sjálfvali eins og hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. Þeim er svo í lófa lagið að bæta ráðgjöfina með sínu góða starfsfólki úti á gólfinu meðal viðskiptavinanna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None