Lausasölulyf í sjálfvali í apótekum? Að sjálfsögðu!

Davíð Ingason vill að lyf við smákvillum sem þjaka nútímamanninn verði færð fram fyrir búðarborðið í apótekum.

AuglýsingÞað er merki­leg upp­lifun að kaupa sér lausa­sölu­lyf í lyfja­verslun á Íslandi. Engu er lík­ara en að maður sé kom­inn marga ára­tugi aftur í tím­ann.

Að standa fyrir framan búð­ar­borðið og stynja upp hvaða teg­und af gyllinæð­ar­kremi, haus­verkja­töflum eða súr­maga­lyfjum maður vill fá að kaupa minnir auð­vitað mest á kram­búðir danskra kaup­manna hér­lendis á tímum ein­ok­un­ar­versl­un­ar. Að við séum ekki löngu búin að nútíma­væða þetta er með ólík­ind­um. 

Auglýsing

Nágranna­þjóðir okkar hafa fyrir mörgum ára­tugum síðan tekið þessi lyf og sett í hillur fram í búð­inni þar sem menn geta sjálfir valið að eigin geð­þótta í ró og næði án þess að þurfa að aug­lýsa það fyrir öðrum við­skipta­vinum versl­un­ar­innar að maður sé með súran maga eða ein­hvern annan þann smá­kvilla sem gjarnan þjakar nútíma­mann­inn. Lyf sem keypt eru sam­kvæmt lyf­seðli eru þó alla­vega í lok­uðum poka svo fólk sem við­kvæmt er fyrir hnýsni náung­ans þurfi ekki að aug­lýsa hvaða kvilla það sé hald­ið.

Meira að segja Svíar sem eru lík­lega heims­meist­arar í for­ræð­is­hyggju með sína „Soci­al­styrelse“ eru síðan fyrir fjölda­mörgum ára­tugum komnir með lausa­sölu­lyf í sjálf­val frammi í búð­inni. Þeir skilja að lág­marks versl­un­ar­frelsi eru mann­rétt­indi.

Sú umræða sem nú á sér stað í fjöl­miðlum og manna á meðal um hvort að lausa­sölu­lyf eigi að vera til sölu í almennum versl­unum er í sjálfu sér­ ­at­hygl­is­verð. Ýmsir finna þeirri hug­mynd til dæmis það til for­áttu að þar muni vanta leið­sögn lyfja­fræð­inga. Það er að sjálf­sögðu rétt, lyfja­fræð­ingar starfa í apó­tekum en ekki í mat­vöru­versl­un­um. Þó virð­ist það vera svo ef marka má fréttir að apó­tekin mættu taka sig á þegar kemur að upp­lýs­inga­miðlun til við­skipta­vin­anna.

Ég skora á for­svars­menn lyfja­búða að snúa vörn sinni í sókn og fá reglu­gerðum breytt svo hægt verði að kaupa lausa­sölu­lyf í sjálf­vali eins og hjá þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. Þeim er svo í lófa lagið að bæta ráð­gjöf­ina með sínu góða starfs­fólki úti á gólf­inu meðal við­skipta­vin­anna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None