Jafnlaunastaðall og launamunur milli kynja

Elsa S. Þorkelsdóttir lögfræðingur kom að því að gera jafnlaunastaðalinn. Hún segir ýmsan misskilning í umræðunni um staðalinn, sem sé eitt stærsta skrefið í jafnréttismálum hérlendis undanfarin ár.

Auglýsing

Þau áform rík­is­stjórnar Íslands að inn­leiða í lög ÍST 85:2012, eða jafn­launa­stað­al­inn eins og hann er nefnd­ur, hafa kallað fram umfjöllun og efa­semd­ir. Þar sem öll umfjöllun er af hinu góða, langar mig að leggja orð í belg. Ég kom að samn­ingu texta stað­als­ins sem óháður sér­fræð­ingur fyrir vel­ferð­ar­ráðu­neytið og hef einnig kennt á nám­skeiði End­ur­mennt­unar Háskóla Íslands fyrir vott­un­ar­að­ila. Í umfjöllun síð­ast liðna daga um stað­al­inn hefur komið fram all­nokkur mis­skiln­ingur að mínu mati um til­gang stað­als­ins, launa­kann­anir og um launa­mun kynja. Notuð eru hug­tök eins og launa­mun­ur, kyn­bund­inn launa­munur og launa­mis­rétti eða launa­mis­mun­un. Mik­il­vægt er að við gerum okkur grein fyrir því hvað í þessum hug­tökum felst og hver til­gangur jafn­launa­stað­als­ins er. 

Ýmsar kann­anir sýna að hefð­bundnar starfs­greinar kvenna eru lægra laun­aðar en hefð­bundnar starfs­greinar karla. Þessar kann­anir sýna stöðu kynja á vinnu­mark­aði og vissu­lega má nota orðið launa­mun kynja þegar um þær er rætt. En þær segja á engan hátt til um mögu­lega kyn­bundna launa­mis­munun sem er óheimil sam­kv. lög­um. Helgi Tóm­as­son, pró­fessor í töl­fræði, hefur því mikið til síns máls í grein sinni í Frétta­blað­inu þann 15 febr­úar sl. þegar hann seg­ir:

„Töl­fræði­á­lykt­anir í könn­unum um kyn­bund­inn launa­mun byggja á því að unnt sé að skýra launa­myndun með mjög ein­földum breytum á borð við starfs­heiti og starfs­ald­ur. Því er síðan haldið fram að það sem ekki tekst að skýra með þessum ein­földu breyti­stærðum sé kynja­mis­mun­un. Það sem öllu máli skiptir er að í slíkum útreikn­ingum liggja ekki fyrir neinar upp­lýs­ingar um ástæður þess að starfs­fólk með sama starfs­heiti og starfs­aldur í mis­mun­andi fyr­ir­tækjum getur verið með mishá laun ….“ (let­ur­breyt­ing mín). Undir þetta get ég tek­ið.

Auglýsing

Í lögum nr. 10 frá 2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, jafn­rétt­islög­um, segir að konum og körlum er starfa hjá sama atvinnu­rek­anda skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn­verð­mæt störf. Þá segir að með jöfnum launum sé átt við að laun skuli ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla og að þau við­mið sem lögð séu til grund­vallar launa­á­kvörð­unum skuli ekki fela í sér kynja­mis­mun­un. Í lög­unum er hug­takið laun jafn­framt skil­greint þannig að um sé að ræða almennt end­ur­gjald fyrir störf og hvers konar frek­ari þókn­un, beina eða óbeina, hvort heldur með hlunn­inda­greiðslum eða með öðrum hætti sem atvinnu­rek­andi greiðir starfs­manni sínum fyrir vinnu hans. Í jafn­launa­staðl­inum eru hug­tökin laun, jafn­launa­við­mið og launa­jafn­rétti skil­greind með sama hætti. Þá eru í staðl­inum að finna aðrar mik­il­vægar skil­grein­ingar eins og á hug­tök­unum jafn­verð­mæt störf og flokkun starfa. 

Mik­il­vægt er að hafa í huga að bæði lögin og jafn­launa­stað­all­inn afmarkast við sér­hvern atvinnu­rek­anda og starfs­manna hans/henn­ar. Lög­unum er þannig ætlað útrýma launa­mis­munun innan sér­hvers fyr­ir­tæk­is. Honum er ekki ætlað að útrýma þeim mun sem kann­anir sýna að eru til staðar milli kvenna og karla almennt á vinnu­mark­aði þó svo vissu­lega sé það von mín að inn­leið­ing hans verði til þess að þar dragi sam­an.

Almennt er ekki vafi á hvaða störf telj­ist þau sömu. Það er hins vegar krafan um að sömu laun og kjör skuli gilda óháð kyn­ferði fyrir störf sem metin eru jafn­verð­mæt sem getur verið flókið í fram­kvæmd. Hvaða störf innan fyr­ir­tækis eru jafn­verð­mæt? Hvernig á að finna það út? Rétt er að nefna að bann við mis­munun vegna jafn­verð­mætra starfa er ekki sér­ís­lenskt fyr­ir­bæri heldur á sér stoð í sam­þykktum Alþjóða­vinnu­mála­stofn­unar og til­skip­unum Evr­ópu­sam­bands­ins og sam­bæri­leg ákvæði er að finna í lög­gjöf nágranna­ríkja okk­ar. En aftur að spurn­ing­unni um hvaða störf telj­ist jafn­verð­mæt. Í jafn­rétt­islög­unum segir að laun skuli ákveðin með sama hætti óháð kyn­ferði þeirra sem þeim gegna og að þau við­mið sem lögð eru til grund­vallar launa­á­kvörðun skuli ekki fela í sér kynja­mis­mun­un. 

Jafn­launa­stað­all­inn er mik­il­vægt tæki fyrir sér­hvern atvinnu­rek­anda til að tryggja þá laga­skyldu sínu að greiða sömu laun fyrir jafn­verð­mæt störf. Hann gefur fyr­ir­tækjum og stofn­unum tæki til að inn­leiða mark­vissar og fag­legar aðferðir við ákvörðun launa og þar með við­halda og bæta stjórnun jafn­launa­mála innan fyr­ir­tæk­is/­stofn­un­ar. For­senda inn­leið­ingar er m.a. að fram fari launa­grein­ing innan fyr­ir­tæk­is, að ákveða þau við­mið sem lögð skuli til grund­vallar flokkun starfa innan fyr­ir­tæk­is­ins og flokka störfin síðan á grund­velli þess­ara við­miða þannig að saman flokk­ist sömu eða jafn­verð­mæt störf. Jafn­launa­við­mið verða að vera mál­efna­leg og við­eig­andi og skulu ákveðin út frá þeim kröfum sem starf gerir til starfs­manns, óháð því hver sinnir því. Jafn­launa­stað­all­inn kemur ekki í veg fyrir að horft sé til ein­stak­lings­bund­inna þátta við launa­á­kvörðun en slíkir þættir verða einnig að eiga sér stoð í fyrir­fram ákveðnum jafn­launa­við­mið­um. Í ofan­greindri grein Helga Tóm­as­sonar eru tvenn jafn­launa­við­mið nefnd, menntun og starfs­reynsla. Önnur algeng við­mið eru ábyrgð, álag og ýmsir umhverf­is­þættir s.s. óhrein­indi og hávaði. Það er hins vegar sér­hvers atvinnu­rek­anda að ákveða sín jafn­launa­við­mið út frá inn­taki starf­anna í við­kom­andi fyr­ir­tæki/­stofn­un. Þá leggur jafn­launa­stað­all­inn mikla áherslu á skjala­stýr­ingu og reglu­bundna innri rýni svo nokkuð sé nefnt.

Við upp­bygg­ingu og efn­is­tök jafn­launa­stað­als­ins horfðum við sem að samn­ingu hans komu til ýmissa alþjóð­legra stjórn­un­ar­staðla sem margir hverjir eru mjög vel þekktir meðal atvinnu­rek­anda hér á landi. Má þar nefna bæði s.k. umhverf­is­stjórn­un­ar­staðal og gæða­stjórn­un­ar­stað­al. Þessi efn­is­tök ættu að auð­velda atvinnu­rek­endum inn­leið­ingu hans. Þá vil ég einnig nefna að eitt af því sem ein­kennir íslenskan vinnu­markað er að vinnu­staða­samn­ingar um kaup og kjör eru mun sjald­gæfari hér en í nágranna­ríkjum okk­ar. Þetta þýðir að á til­teknum vinnu­stað starfar fólk sem tekur laun sam­kvæmt mis­mun­andi kjara­samn­ing­um. Sér­hver kjara­samn­ingur mis­munar ekki en mis­mun­andi kjara­samn­ingar geta leitt til þess að tveir starf­menn/hópar starfs­manna sem taka laun sam­kvæmt sínum kjara­samn­ingi er mis­munað á grund­velli jafn­rétt­islaga. Það hefur verið marg stað­fest af dóm­stólum að mis­mun­andi kjara­samn­ingar geta ekki rétt­lætt launa­mun milli kvenna og karla. Atvinnu­rek­anda er hér oft vandi á hönd­um. Með inn­leið­ingu jafn­launa­stað­als­ins gefst tæki til að skoða ólík störf, flokka þau og þannig tryggja að saman flokk­ist störf sem á grund­velli mál­efna­legra sjón­ar­miða, jafn­launa­við­miða, hafa verið metin jafn­verð­mæt. 

Það er mín skoðun að samn­ing og útgáfa jafn­launa­stað­als­ins ÍST 85:2012 sé eitt af merk­ari skrefum sem stigin hafa verið á síð­ustu árum á sviði jafn­rétt­is­mála. Vanda þarf til verka við inn­leið­ingu hans og hún má aldrei verða til að gefa okkur falskt öryggi. Inn­leið­ing jafn­launa­stað­als­ins er mik­il­vægt tæki til að tryggja að á sér­hverjum vinnu­stað við­gang­ist ekki launa­munur milli kvenna og karla sem telst launa­mis­mun­un. Lög­fest­ing jafn­launa­stað­als­ins og fag­leg inn­leið­ing er liður að því mark­miði.

Höf­undur er lög­fræð­ing­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None