Hip Hop vs. krúttkynslóðin

Katrín Helga Andrésdóttir segir nýja kynslóð hiphopmenningar í Reykjavík færa okkur alls kyns skemmtilega tónlist, en hún færi okkur líka marga áratugi aftur í tímann í stöðu kvenna í tónlist.

Auglýsing

Það eru mjög áþreif­an­leg umskipti í íslenskri tón­list­ar­menn­ingu um þessar mund­ir. Hip hop hefur her­tekið Reykja­vík og krútt­kyn­slóðin hörfar und­an. Eru þetta kyn­slóða­skipti? Eru allir sem kunna á hljóð­færi farnir að vinna á skrif­stofu til að sjá fyrir fjöl­skyld­um sínum á meðan ung­dóm­ur­inn fær útrás fyrir sýni­þörf sína með því að klæða sig úr að ofan, ýta á play á tölv­unni sinni og hoppa um sviðið með autotune á rödd­inni?

Ég hef mjög gaman að hip hoppi. (Ég hef meira að segja oft hoppað um ber ofan með autotune á rödd­inn­i). Mér finnst líka frá­bært að maður þurfi ekki endi­lega að hafa lært á hljóð­færi eða kunna að syngja til að geta tekið þátt. Að því leit­inu til er hip hop mjög opin tón­list­ar­stefna. Það sem truflar mig hins­vegar við þessa stefnu er við­horfið í kringum hana. Í íslensku hip hoppi þykir mjög kúl að skilja útundan og aðeins sér­valið lið fær að vera með í „crewinu“ eins og krist­all­ast í lögum á borð við Þér er ekki boðið með XXX Rottweiler hundum og Bara ég og strák­arnir með Emm­sjé Gauta. Þá er einum hópi umfram öðrum alls ekki boð­ið: stelp­um.

Auglýsing

Í frá­far­andi krútt­kyn­slóð voru stelpur mun sýni­legri: Emil­í­ana Torr­ini, múm, Ólöf Arn­alds, Sea­be­ar, Sól­ey, Pascal Pinon og fleiri. Stelpur voru í víg­lín­unni sem hæfi­leik­a­ríkir tón-og texta­smiðir sem höfðu eitt­hvað að segja. Krútt­kyn­slóðin bauð einnig nör­dum og þeim sem voru öðru­vísi opinn faðm­inn. Það var ómet­an­legt fyrir fimmtán ára, feimna stelpu sem pass­aði ekki inn í hóp­inn í grunn­skóla að eiga fyr­ir­myndir eins og þess­ar. En nú er öldin önn­ur. Í stað þess að klæð­ast furðu­legum heima­saum­uðum flíkum úr munstr­uðum gard­ínum eða ein­hverju sem þú fannst í Rauða­kross­búð­inni þá skulu allir gjöra svo vel og ganga í Adi­das.

Aftur að stelp­um. Smá töl­fræði. Af þeim 162 tón­list­ar­mönnum sem munu spila á hátíð­inni Secret Sol­stice í sumar eru sextán konur á móti hund­rað fjöru­tíu og fimm körl­um. Það eru rúm­lega níu sinnum fleiri karlar en kon­ur. Af þeim fjör­tíu og fimm sem komu fram á þjóð­há­tíð í fyrra voru aðeins þrjár kon­ur. Það eru fimmtán sinnum fleiri karlar en kon­ur. Á nýaf­stað­inni AK-Extreme hátíð á Akur­eyri var hljóm­sveit með stelpum að spila sama kvöld og fimm stráka­hljóm­sveit­ir. Emm­sjé Gauti end­aði svo kvöldið á því að bjóða öllum strák­unum sem höfðu spilað um kvöldið að koma upp á svið og taka þátt í lag­inu Bara ég og strák­arn­ir. Stelp­urnar sem höfðu spilað um kvöldið fengu að horfa á úr áhorf­enda­sk­ar­anum á meðan allir hinir fóru upp á svið að fagna. Þeim var ekki boð­ið.

Ný kyn­slóð hiphop­menn­ingar í Reykja­vík færir okkur allskyns skemmti­lega tón­list, en hún færir okkur líka marga ára­tugi aftur í tím­ann hvað varðar stöðu kvenna í tón­list. Iceland Airwa­ves á hrós skilið fyrir fjöl­breytt úrval hljóm­sveita á hátíð­inni en ég skora á aðra skipu­leggj­endur tón­list­ar­há­tíða að vera með­vit­aðri næst þegar verið er að bóka hljóm­sveitir á hátíð­ina. Ég skora á fjöl­miðla að fjalla meira um íslenskar tón­list­ar­kon­ur, fá þær í við­töl og spila þær oftar í útvarp­inu. Ég skora á almenn­ing að kynna sér­ ­ís­lenskar tón­list­ar­konur og mæta á tón­leika hjá þeim. Við eigum ótelj­andi hæfi­leik­a­rík­ar tón­list­ar­konur sem eru jafn­vel brjál­æð­is­lega frægar erlend­is, en það er varla talað um þær hér heima. 

Sunna Axels vin­kona mín benti mér á það nýverið að strák­arnir í íslensku sen­unni eru ­búnir að fatta að með því að styðja við bakið á hver öðrum mun þeim sjálfum ganga bet­ur. Getur verið að stelpur eigi það aftur á móti til að verða afbrýð­is­samar þeg­ar stöllum þeirra gengur vel? Og ef svo er, gæti það stafað af því að það sé ekki pláss fyr­ir­ ­jafn margar stelpur í brans­an­um? Að það sé bara pláss fyrir einn stóran kven­kyns ­plötu­snúð í einu, einn kven­kyns graf­ískan hönn­uð, einn kven­kyns rapp­ara o.s.frv? Ef svo er þá munum aldrei breyta því nema með því að standa sam­an. Ég hvet all­ar ­stelpur til að vera dug­legri að styðja við bakið á hvor annarri. Mæta á tón­leika hjá hver ann­arri, fara í sam­starf við hver aðra og peppa hver aðra á sam­fé­lags­miðl­um. Hjálp­um hver annarri að skapa tæki­færi. Og strákar þið megið líka vera með.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None