Hugleiðingar um samfélagsmiðla, glansmyndir og kvíðnar stúlkur

Auglýsing

Mikið hefur verið rætt um áreitið frá sam­fé­lags­miðlum og þá gjarnan ung­linga í sömu andrá. Ung­ling­arnir eru orðnir eins konar fangar snjall­tæk­is­ins, þykja vart við­ræðu­hæfir því þeir eru öllum stundum með höf­uðið ofan í sím­an­um. Öll sam­skipti þeirra á milli fara að mestu í gegnum Snapchat. Þá verður „rétta“ mómentið að nást á Snapchat, og „rétta“ myndin verður að birt­ast á  Face­book, á nákvæm­lega „réttu“ augna­bliki svo nógu mörg læk detti í hús. Ef lækin eru ekki nógu mörg, er myndin gjarnan fjar­lægð, því fá læk geta verið merki um að þú sért ekki nógu vina­mörg/margur og ekki nógu fal­leg/ur eða vin­sæl/l. 

Rann­sókn­irnar Ungt fólk sem unnar eru af Rann­sóknum og grein­ingu (R&G) sýna að kvíði meðal ung­lings­stúlkna í efri bekkjum grunn­skóla hefur auk­ist jafnt og þétt frá árinu 2000 og vaxið veru­lega frá árinu 2009. Í nýjum gögnum sem sýna stöðu ungs fólk í fram­halds­skóla (16-20 ára) og ein­stak­linga á sama aldri utan hans, má sjá sömu vís­bend­ing­ar. Ungt fólk sýnir aukin kvíða- og þung­lynd­is­ein­kenni og þá sér­stak­lega stúlk­ur.  

Það hefur verið sýnt fram á að auk­inn kvíði, teng­ist mik­illi notkun sam­fé­lags­miðla. Að sama skapi virð­ast stúlkur líka eyða meiri tíma á sam­fé­lags­miðlum en drengir, en þrjár af hverjum tíu stúlkum á ung­linga­stigi í grunn­skóla, verja fjórum klukku­stundum eða meira á sam­fé­lags­miðlum á dag. Drengirnir eru tvö­falt færri. Þá sýna rann­sóknir einnig að tengsl eru á milli mik­illar sam­fé­lags­miðla­notk­un­ar, lít­ils svefns og auk­inna kvíða- og þung­lynd­is­ein­kenna. Þeir sem eyða meira en sex klukku­stundum á dag á sam­fé­lags­miðl­um, sofa einnig minna. Þá sýna sömu rann­sóknir einnig að 40 pró­sent þeirra stúlkna sem sofa minna en sex klukku­stundir á sól­ar­hring eru tauga­ó­styrk­ar. Sam­kvæmt við­miðum frá emb­ætti land­lækn­is, þurfa ung­lingar um níu tíma (óraskað­an) svefn og það er vitað að lengd og gæði svefns hefur m.a. áhrif á náms­getu og minni. Það er því mik­il­vægt að fyr­ir­byggja langvar­andi svefnskuld hjá ung­ling­um, því það að leggja sig á dag­inn kemur ekki í stað­inn fyrir tap­aðan næt­ur­svefn.  

Auglýsing

En hvers vegna sýna þeir ein­stak­lingar sem eru mikið á sam­fé­lags­miðlum meiri ein­kenni kvíða en hinir sem eyða minni tíma þar? Gæti mögu­leg skýr­ing verið stans­laus félags­legur sam­an­burður við glans­líf og glans­myndir ann­arra þar sem verið er að bera sig saman við óraun­sæjar myndir sem segja aldrei nema hálfa sög­una um líf ein­stak­ling­anna, sem í hlut eiga? Þá er einnig pressan að eiga alla hluti mikil og við­ur­kenn­ingin (t.d. læk á mynd­ina) verður að koma strax! Eins er það per­sónu­leg móðgun og hreinn dóna­skapur að „seen-a“ fólk. Það er óskrifuð regla að svara skila­boðum Face­book og Snapchat um leið og þú sérð þau! Ung­lings­árin eru við­kvæmt tíma­bil, þar sem sjálfs­myndin er að mót­ast og horm­ónar taka gjarnan völd­in. Það getur því reynst erfitt og jafn­vel kvíð­væn­legt að lifa í stöð­ugum sam­an­burði við,  að því er virð­ist,  líf ann­arra. 

Ég er móðir tveggja stúlkna, önnur þeirra er ung­ling­ur. Af þeim ástæðum reyni ég að fylgj­ast með hvað er í gangi á sam­fé­lags­miðl­um. Ég við­ur­kenni að ég stundum hugsi yfir sumum mynd­birt­ingum ung­ling­anna. Á mynd­unum sem um ræðir eru fáklæddir ung­ling­ar, í ögrandi stell­ingum sem er í hróp­andi ósam­ræmi  við ungan aldur þeirra. Er til­gang­ur­inn sá að hafa mynd­ina nógu kyn­ferð­is­lega og vera nógu fáklæddur svo lækin verði fleiri? Öll speglum við okkur á ein­hvern hátt í umhverf­inu og sækj­umst líka flest eftir við­ur­kenn­ingu og hrósi. Von­brigðin geta orðið mikil ef lækin eru fá, jafn­vel svo mikil að sjálfs­myndin bíður hnekki. Viljum við að sjálfs­mynd ung­ling­anna okkar mót­ist að miklu leyti af því að fá hrós og við­ur­kenn­ingu á sam­fé­lags­miðlum og að þau gangi eins langt og þörf er á, til þess að upp­skera það? Eru þeir þá ekki að að byggja virði sitt og sjálf­mynd á röngum við­miðum og gild­um?  Viljum við sam­þykkja að þau séu með  lífið í beinni á sam­fé­lags­miðlum og að þau geri engan grein­ar­mun á því hvað er við­eig­andi og hvað ekki? En svo er alltaf spurn­ing, hvað hverjum og einum finnst yfir­höfuð við­eig­andi?  Það er ekki hollt fyrir nokkurn ein­stak­ling að eiga of mikið undir hrósi og athygli ann­arra komið og hvernig getur slík pressa og sam­an­burður valdið öðru en kvíða og óör­yggi?

Tæknin er ekki að fara neitt, enda er hún sem slík eng­inn óvinur og í henni fel­ast vissu­lega margir kost­ir. Margoft hefur verið bent á og ítrekað við for­eldra að fylgj­ast með net­notkun barna sinna, tím­anum sem eytt er á sam­fé­lags­miðl­u­m/á net­inu, mynd­birt­ingum og öðru þeim tengdu. Þá eru for­eldrar einnig hvattir til að fræða þau um það vafa­sama  sem leyn­ist í netheim­um. Á sama tíma höfum við sem eldri erum, líka þurft að læra að lifa með snjall­tækn­inni og sam­fé­lags­miðlum og ákveða hvernig við ætlum að bera okkur að þar. 

Af ein­hverjum ástæðum er aukin van­líðan hjá unga fólk­inu okk­ar. Auk­inn kvíði og van­líðan ungra stúlkna er veru­legt áhyggju­efni og við verðum að veita því athygli og bregð­ast við. Ástæðan er aldrei svo ein­föld að hægt sé að skella henni á eitt­hvað eitt umfram ann­að, en svona miklar breyt­ingar á stuttum tíma hljóta að benda til þess að eitt­hvað í umhverf­inu hafi breyst. Sem liður í slíkri vakn­ingu, þá gætum við for­eldrar kannski verið betri fyr­ir­myndir og eytt sjálf minni tíma á sam­fé­lags­miðlum að safna læk­um. Við ættum ef til vill að slökkva stundum á sím­anum og bara vera á staðn­um? 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None