#lýðheilsa#fjölskylda

Fjölskyldufræðingar minna á mikilvægi fjölskyldumeðferðar

Þorleifur Kr. Níelsson skrifar um alþjóðlegan dag fjölskyldunnar 15. maí.

15. maí er merki­legri dagur en margan grun­ar, þetta er alþjóð­legur dagur fjöl­skyld­unn­ar. Til ham­ingju kæru fjöl­skyld­ur, þetta er dag­ur­inn ykk­ar. Það er allt of ­mikið um það í erli hvers­dags­ins að við gleymum því hvað það er nauð­syn­legt og mik­il­vægt að vera partur af fjöl­skyldu. Í dag skulum við hugsa til okkar nán­asta fólks og gleðj­ast yfir því að eiga ást­vini sem þykir vænt um okkur og bera hag okkar fyrir brjóst­i. 

Sál­fræði er ekki eina svarið

Á Íslandi hafa klínískir sál­fræð­ingar verið dug­legir að minna á ágæti sitt og þeirrar með­ferðar sem þeir veita. Oft heyr­ist í umræð­unni að hug­ræn atferl­is­með­ferð sé nán­ast eina við­tals­með­ferðin sem gerir eitt­hvað gagn. Slík umræða er vill­andi. Ekki má mis­skilja orð und­ir­rit­aðs á þann veg að honum sé illa við sál­fræði­lega með­ferð. Því fer fjarri enda hefur hún hjálpað mörgum með sinn vanda. Und­ir­rit­aður vill ein­ungis vekja athygli á því að til eru fleiri með­ferð­ar­form sem eru alveg jafn vel rann­sökuð og koma ekki síðu að góðum notum til að fást við ýmis vanda­mál sem koma fram. Hafa ber í huga að eitt þarf ekki að úti­loka annað og marg­vís­leg með­ferð­ar­form geta unnið vel saman í því að bæta hag þeirra sem þurfa á þjón­ust­unni að halda. 

Fjöl­skyldu­með­ferð er frá­bær

Fjöl­skyldu­með­ferð kann­ast margir við en því miður vita ekki allir út á hvað hún geng­ur. Fjöl­skyldu­með­ferð er gagn­reynt og árang­urs­ríkt með­ferð­ar­úr­ræði (Evidence-ba­sed pract­ice) þegar þarf að vinna með: lík­am­leg og and­leg veik­indi, áföll af ýmsum toga, sorg­ar­ferli, barna­upp­eldi, ágrein­ing af ýmsu tagi, kyn­lífs­vanda­mál og breytt fjöl­skyldu­mynstur í kjöl­far skiln­aðar svo dæmi séu tek­in. Það er algengur mis­skiln­ingur að það dugi að taka þann veika í fjöl­skyld­unni og veita honum ein­stak­lings­með­ferð. Þetta er ekki svona ein­falt. Oft­ast þarf líka að sinna þeim sem næst honum standa. 

Auglýsing

Félag fag­fólks í fjöl­skyldu­með­ferð – www.fjol­skyldu­med­fer­d.is

Félag fag­fólks í fjöl­skyldu­með­ferð (FFF) var stofnað 24. maí 1994. Síðan þá hef­ur FFF unnið að því að gera fjöl­skyldu­með­ferð meira gild­andi í íslensku sam­fé­lagi. Styrk­leiki þessa fags er sá að fjöl­skyldu­með­ferð er þver­fag­legt fag. Oft­ast klárar fólk grunn­nám í öðrum greinum en bætir svo við sig sér­hæf­ingu og fram­halds­menntun í fjöl­skyldu­með­ferð. Síðan 2009 hefur verið boðið upp á meist­ara­nám í fjöl­skyldu­með­ferð á Íslandi. Það hefur gert það að verkum að nú starfar fjöl­breyttur hópur fólk með þessa sér­menntun í margs­konar störf­um. Óhætt er að segja að nám í fjöl­skyldu­með­ferð komi sér víða vel þar sem unnið er með fólk. Nýlega setti FFF á fót nýja heima­síð­una www.fjol­skyldu­med­fer­d.is. Sú síða er bæði hugsuð fyrir fag­fólk og almenn­ing og mun með tíð og tíma bæt­ast inn á hana áhuga­vert efni sem vert er að fylgj­ast með 

Fjöl­skyldu­fræð­ingur – leggðu orðið á minn­ið!

FFF stefnir að því að sækja um lög­gild­ingu fyrir þá sem starfa á sviði fjöl­skyldu­með­ferð­ar. Sér­stakur lög­gild­ing­ar­hópur innan félags­ins er að vinna að því að senda umsókn um lög­gild­ingu til Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins. ­Partur af þessu ferli er að ákveða það fag­heiti sem á að fara með í áfram­hald­andi lög­gild­ar­ferli. Félagar í FFF kusu um fag­heitið á dög­unum og hlaut fjöl­skyldu­fræð­ingur nokkuð afger­andi kosn­ingu. Fjöl­skyldu­fræð­ingur er gott og þjált fag­heiti sem nær utan um víð­femt starfs­svið þeirra sem eru með fjöl­skyldu­með­ferð sem sér­mennt­un. Von­ir FFF standa til þess að almenn­ingur taki fag­heit­inu fjöl­skyldu­fræð­ingur fagn­andi og þyki þegar fram líða stundir ekk­ert sjálf­sagð­ara enn að leita sér hjálpar hjá fjöl­skyldu­fræð­ingi ef eitt­hvað bjátar á. 

Byrgjum brunn­inn áður en barnið dettur ofan í

Aðgengi almenn­ings að fjöl­skyldu­með­ferð er því miður tak­markað eins og staðan er í dag. Það er afar brýnt að hið opin­bera fari að opna augun fyrir nauð­syn þess að fjölga stöðu­gildum fjöl­skyldu­fræð­inga hjá opin­berum stofn­unum ásamt því að nið­ur­greiða fjöl­skyldu­með­ferð hjá sjálf­stætt starf­andi fjöl­skyldu­fræð­ing­um. Slík ákvörðun myndi hafa marg­vís­leg jákvæð áhrif í för með sér eins og að stuðla að því að fólk hafi val um hvert það leitar eftir þjón­ust­unni og ekki síst að fólk geti leita sér hjálpar áður en í algjört óefni er kom­ið. Það er því mið­ur­ allt of al­gengt í dag að ýmsar stofn­anir sem eiga að þjón­usta fjöl­skyldur bendi hvor á aðra. Það leiðir til þess að fjöl­skyldur koma oft að lok­uðum dyrum í kerf­inu og fá ekki þá hjálp sem þær þurfa. Þessu er hægt að breyta. Vilji hjá ráða­mönnum þjóð­ar­innar er allt sem þarf.  

Höf­undur er félags­ráð­gjafi og fjöl­skyldu­fræð­ing­ur.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar