Tæki og tól til að láta ekki nauðga sér

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir skrifar um hugmyndina um límmiða sem stoppa nauðgun, sem hún segir í eðli sínu slæma.

hildur lillendahl.jpg mynd íris stefánsdóttir
Auglýsing

Í dag kom fram enn ein hugmyndin um tæknilega leið fyrir konur til að forðast það að karlar nauðgi þeim. Hún er vond, rétt eins og allar hinar. 


TL;DR

Það felst í því frelsi og ómetanleg lífsgæði að vera ekki hrædd þótt þú vitir af ógninni. Og með því að finna upp svona tæki og prómótera þau erum við að gera eftirfarandi:

  1. Veita falskt öryggi.
  2. Velta ábyrgðinni af gerendum yfir á þolendur.
  3. Segja konum að þær eigi að passa sig.
  4. Segja konum að þær beri ábyrgð á að vera ekki nauðgað.
  5. Segja konum að þær eigi að vera hræddar.
  6. Í hnotskurn að normalísera ofbeldi karla gegn konum; að segja að ofbeldið sé partur af menningunni og við getum ekki breytt því en við getum varið okkur.


Hugmyndin um límmiða sem stoppa nauðgun er í eðli sínu slæm. Alveg eins og allar hinar hugmyndirnar sem hafa sprottið upp eins og gorkúlur undanfarin ár um klaka og varaliti og naglalökk og allskonar. Við eigum ekki að senda konum þau skilaboð að þær geti komið í veg fyrir að vera beittar kynferðisofbeldi. Við eigum ekki heldur að senda konum þau skilaboð að það sé í þeirra verkahring að koma í veg fyrir að verða beittar kynferðisofbeldi.

Faraldurinn sem er ofbeldi karla gegn konum er samfélagslegt vandamál sem þarf að tækla með samfélagslegum úrræðum en ekki tæknilegum.

Markaðssetning á tækjum og tólum sem eru hugsuð til þess að konur geti varið sig fyrir kynferðisofbeldi er hættuleg. Framboðið eitt og sér á slíkum vörum er skaðlegt konum. Þegar markaðurinn er orðinn fullur af ísmolum, prikum, naglalökkum og límmiðum sem konur „mega“ nota og „geta“ notað, þá er orðið mjög stutt í að við förum að spyrja spurningarinnar: „af hverju notaði hún það ekki?“

Auglýsing

Það er ekki heilbrigt og það skerðir lífsgæði kvenna að vera í sífellu að gera ráðstafanir til að forðast kynferðisofbeldi. Ef slíkar ráðstafanir eru bara eðlilegar, hvar drögum við mörkin? Tennti smokkurinn, var hann góð hugmynd? Hvað með að vera bara alltaf heima? Sleppa því algjörlega að drekka áfengi?

Á persónulegum nótum: Ég geri mjög lítið af ráðstöfunum til að forðast kynferðisofbeldi miðað við margar kynsystur mínar. Ég skil glasið mitt eftir á allskonar stöðum, ég er stundum ein og drukkin úti eftir myrkur (þó aldrei óhrædd), ég klæði mig nákvæmlega eins og mér sýnist og ég haga mér nokkurn veginn nákvæmlega eins og mér sýnist. Því fylgir svo gríðarleg frelsistilfinning að átta sig á því að kona getur kosið að lifa lífinu án þess að vera sífellt að passa sig.

Þetta er eitthvað sem karlar þekkja venjulega ekki, enda þekkja þeir óttann við kynferðisofbeldi ekki eins og konur gera. En það er ótrúlega frelsandi þegar kona fattar að hún má og getur hagað sér eins og hún kýs og ótti og varúðarráðstafanir munu ekki koma í veg fyrir að hún verði beitt ofbeldi nema að vera tekin svo langt að það svipti hana öllum lífsgæðum.

Framboð á svona vörum gerir miklu miklu meiri skaða en gagn. Það sendir þau skilaboð til kvenna að þær eigi að vera að passa sig. Og það eykur á sjálfsásakanir og samviskubit kvenna sem passa sig ekki eða ekki nógu vel og verða fyrir ofbeldi. Jafnvel konurnar sem passa sig og verða samt fyrir ofbeldi upplifa endalausar sjálfsásakanir vegna þess að þær pössuðu sig greinilega ekki nóg. Þessar hugmyndir eru alveg nægilega háværar og útbreiddar í samfélaginu. Það er engin þörf á að bæta þar á.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar