Auglýsing

Það fór líkt og flesta grun­aði. Ágrein­ingi um lyk­il­for­sendu fjár­mála­á­ætl­un­ar, hækkun á virð­is­auka­skatti á ferða­þjón­ustu, var frestað fram á síð­ari hluta árs. Ekki vegna þess að vonir standi til þess að sátt náist um málið innan stjórn­ar­liðs­ins, heldur vegna þess að um er að ræða svo mikið vand­ræða­mál að ekki er víst að rík­is­stjórnin muni lifa það af.

And­staðan við hina boð­uðu hækkun kemur úr þing­flokki Sjálf­stæð­is­flokks. Að minnsta kosti fimm þing­menn flokks­ins eru á móti henni. Þótt sátt sé um að sam­þykkja fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar fyrir þing­lok þá liggur líka ljóst fyrir að fjöl­margir úr þeirra röðum muni gera slíkt með þeim fyr­ir­vara að þeir muni leggj­ast gegn sér­stöku frum­varpi um hækk­aðar álögur á ferða­þjón­ustu þegar sér­stakt frum­varp um slíkt verður lagt fram í haust.

Nokkrar stórar ástæður

Af hverju er þetta stór­mál? Fyrir því eru nokkrar ástæð­ur. Í fyrsta lagi er fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórnar algjört grund­vall­ar­mál sem býr til þann ramma sem hún starfar eftir út kjör­tíma­bil­ið. Þar skiptir hækkun á virð­is­auka­skatti á ferða­þjón­ustu aug­ljós­lega miklu máli á tekju­hlið­inni, enda meta stjórn­völd að sú skattaí­vilnun sem greinin nýtur i dag sé um 22 millj­arðar króna á ári. Auk þess er það gríð­ar­lega mik­il­vægt fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn sér­stak­lega að hann lækki skatta. Það er mark­mið í sjálfu sér í póli­tískri stefnu hans, þótt til­gang­ur­inn sé ekki alltaf aug­ljós og afleið­ing­arnar oft þær að skera þurfi niður í mik­il­vægum sam­fé­lags­legum verk­efn­um.

Auglýsing

Í öðru lagi hefur Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, staðið mjög fast á sínu, þrátt fyrir mikil mót­mæli frá ferða­þjón­ust­unni og harma­kvein þeirra stjórn­ar­þing­manna sem eru á móti hækk­un­inni. Hann hefur ítrekað sagt að þetta sé ákvörðun sem stend­ur. Frá henni verði ekki kvik­að, og þar með lagt sinn póli­tíska trú­verð­ug­leika und­ir.

Í þriðja lagi hefur Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra líka staðið að fullu á bak við ákvörð­un­ina. Hann kynnti áformin á árs­fundi Sam­taka atvinnu­lífs­ins seint í mars. Þar sagði hann: „Það er ekki sama ástæða og áður var til að ívilna ferða­þjón­ust­unni með því að hafa hana í lægra þrep­inu. Þess utan er það mik­il­vægt frá hag­stjórn­ar­legu sjón­ar­horni að bregð­ast við gríð­ar­legri aukn­ingu ferða­manna til lands­ins.“ Í við­tali á Bylgj­unni í lok apríl sagði Bjarni að með hækkun á virð­is­auka­skatti á ferða­þjón­ustu væru heild­ar­hags­munir almenn­ings teknir fram yfir sér­hags­muni. Þá hefur hann látið hafa eftir sér að það síð­asta sem vert sé að hafa áhyggjur af sé sam­keppn­is­staða íslenskrar ferða­þjón­ustu. Ekki komi til greina að draga í land með að hækka virð­is­auka­skatt á grein­ina. Trú­verð­ug­leiki hans sem for­sæt­is­ráð­herra og sem for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins er því að veði í mál­inu.

Illa dul­búin til­raun til geng­is­fell­ingar

Þá er auð­vitað eftir að telja upp þá ætlun rík­is­stjórn­ar­innar að vinna gegn styrk­ingu krón­unnar með því að hækka virð­is­auka­skatt á ferða­þjón­ustu. Það þýðir á ein­földu máli að rík­is­stjórnin vill hægja veru­lega á aukn­ingu ferða­manna með því að gera Ísland að dýr­ari áfanga­stað fyrir þá. Inn­flæði gjald­eyris vegna grein­ar­innar sé ein­fald­lega þegar of mik­ið.

Krónan hefur enda styrkst ævin­týra­lega á mjög skömmum tíma. A einu ári hefur hún styrkst um 29,05 pró­sent gagn­vart breska pund­inu, um 19,51 pró­sent gagn­vart Banda­ríkja­dal og 19,54 pró­sent gagn­vart evru.

Í þessum tölum er ekki tekið til­lit til þess að Seðla­banki Íslands keypti gríð­ar­lega mikið af gjald­eyri með inn­gripum í fyrra. Án þeirra væri krónan enn sterk­ari, en raun­gengi hennar hefur ekki verið sterkara frá því í kringum 1980.

Sterk króna er afleit fyrir þá geira sem eru í alþjóð­legri starf­semi. T.d. sjáv­ar­út­veg, iðn­að, sprota­fyr­ir­tæki og auð­vitað ferða­þjón­ust­una. Hún gerir það að verkum að Ísland verður miklu dýr­ara. Vinnu­afl verður dýr­ara, verð­lag verður hærra osfr. Og færri og færri krónur fást fyrir gjald­eyr­inn sem starf­semin afl­ar. Á móti nýtur launa­fólk á Íslandi auð­vitað ástands­ins, að minnsta kosti þar til að það þrýstir fyr­ir­tækjum úr landi. Það er ódýr­ara að fara í veg­leg sum­ar­frí og öll inn­flutt neyslu­vara er á mun skap­legra verði en hún hefur verið lengi, svo dæmi séu tek­in.

En rík­is­stjórnin ætlar sér koma á stöðugra efna­hags­lífi. Lyk­il­at­riði í því er að koma böndum á styrk­ingu krón­unn­ar. Það verður vart hægt að halda því fram að það meg­in­mark­mið náist ef sam­keppn­is­staða ann­arra greina en ferða­þjón­ustu fær að versna vegna áfram­hald­andi hömlu­lauss vaxta ferða­þjón­ustu.

Rík­is­stjórnin í hættu

Hveiti­brauðs­dagar rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar hafa ekki verið sér­stak­lega átaka­litl­ir. Varla hefur liðið sú vika að ekki hafi komið upp ágrein­ingur milli stjórn­ar­flokk­anna og hluti þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks virð­ast skæð­ari í and­stöðu en stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arn­ir.

Um er að ræða rík­is­stjórn sem eng­inn vildi sér­stak­lega, heldur var mynduð þegar ekk­ert annað mynstur gekk upp. Hún hefur minnsta mögu­lega meiri­hluta, nýtur sögu­lega lít­ils stuðn­ings á meðal almenn­ings og virð­ist vera saman sett af fólki og flokkum með afar mis­mun­andi nálgun og áherslur í stjórn­mál­um.

Nú þegar hefur stjórn­ar­liðum tek­ist að vera ósam­mála um Reykja­vík­ur­flug­völl, um hvernig ætti að leysa sjó­manna­verk­fall­ið, áfeng­is­frum­varp­ið, end­ur­skipun á nefnd um end­ur­skoðun búvöru­samn­inga, jafn­launa­vottun og um sölu á hlut í Arion banka til erlendra vog­un­ar­sjóða, einka­rekstur í heil­brigð­is- og mennta­kerf­um, svo fátt eitt sé nefnt.

Þrátt fyrir mesta góð­æri Íslands­sög­unnar er rík­is­stjórnin líka ein sú óvin­sælasta sem setið hef­ur. Kann­anir sýna að Björt fram­tíð næði ekki inn manni á þing ef kosið yrði í dag, að Við­reisn gæti átt á hættu að ná heldur ekki inn manni og að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fengi ein­ungis um 25 pró­sent atkvæða, sem yrði þá næst versta útreið hans í kosn­ingum í sög­unni. Það segj­ast ein­ungis 31,4 pró­sent lands­manna styðja rík­is­stjórn­ina.

Allt ofan­greint hefur stjórnin þó getað staðið af sér. Ef sú staða kemur upp að nokkrir áhrifa­miklir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins stöðva hækkun á virð­is­auka­skatti á ferða­þjón­ustu er nokkuð ljóst að það mun hafa afdrifa­rík­ari áhrif. Þeir væru þá á móti þeim grund­vall­arramma sem rík­is­stjórnin ætlar utan um verk sín á kjör­tíma­bil­inu. Þeir væru á móti einu stærsta máli fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem hann hefur hengt póli­tískan trú­verð­ug­leika sinn við. Og síð­ast en ekki síst eru þeir að rísa upp gegn eigin for­manni.

Mjög erfitt er að sjá rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar lifa slíkar aðstæður af.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari