„Við erum gömul en ekki dauð“

Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni segir stjórnvöld verða sér til skammar með rangri forgangsröðun.

Auglýsing

Því er ekki að neita að það rak marga í rogastans, þegar birtar voru ákvarð­anir kjara­ráðs um hækk­anir launa hjá alþing­is­mönn­um, ráð­herrum, hæsta­rétt­ar­dóm­urum og öðrum vel laun­uðum starfs­mönnum hins opin­ber­a.  Skýr­ing­arnar á þessum launa­hækk­unum er rök­studdar á þeim for­sendum að hrunið hafi dregið úr launum þessa fólks og nú sé verið að bæta þeim launatap­ið.

Gott og vel. Ef ég man rétt, þá neydd­ust stjórn­völd að draga úr greiðslum til  eldri borg­ara, þegar hrunið skall á. En eldri borg­arar og þeirra kjör heyra ekki undir kjara­ráð og til­raunir til að hækka grunn­líf­eyri og kjara­bætur hafa hvorki fengið und­ir­tektir né stuðn­ing. Grunn­líf­eyrir meira segja felldur niður hjá fjöl­mörg­um.  

Kjör eldri borg­ara, sem búa við trygg­ing­ar­bæt­urnar ein­ar,  hafa versnað ef eitt­hvað er og enn eru hámarks­greiðslur tvö hund­ruð átta­tíu þús­und krónur á mán­uði. Fyrir skatt. Á sama tíma er staðan núna sú, að þeir þjóð­fé­lags­þegnar sem hafa hæstu launin og heyra undir kjara­ráð, fá hund­ruðir þús­und króna hækk­anir á mán­uði sem eru auk þess aft­ur­virk um marga mán­uði. Afgang­ur­inn er svo sá, að allir hinir eru settir i fjár­mála­á­ætl­anir og lok, lok og læs.Ein­hvers­staðar las ég: jú, við erum orðin gömul en ekki dauð.  

Auglýsing

Elsta kyn­slóðin í þessu landi er ekki ómagi upp á náð hins opin­bera. Eldri borg­arar eru enn á lífi og þeim verður ekki kennt um neitt hrun og þeir eiga þann rétt eins og hver ann­ar, að njóta þess trygg­ing­ar­kerf­is, sem sett var á lagg­irnar í þeim til­gangi að hjálpa fólki sem ald­urs vegna, dettur út af launa­listum og situr margt hvert í fátækt­ar­gildrum, sem kerfið býður upp á. Það ástand er ekki greipt í stein, það er mann­ana verk, það er sýn­is­horn þeirra gilda sem stjórn­mál­in, alþingi og rík­is­stjórnir hverju sinni, bjóða upp á. Því mið­ur.

Í raun og veru leyfi ég mér að segja, að ákvarð­anir kjara­ráðs og stjórn­valda eru til skammar í sam­fé­lagi, sem kennir sig við jafn­ræði, frelsi og sam­kennd. Hinum velefn­uðu er hyglað, meðan eldra fólk situr við sama hey­garðs­horn­ið. Mis­mun­ur­inn, bilið milli ríkra og fátækra leng­ist og er æpandi stað­festa þeirra sem fara með völdin og van­virða þá kyn­slóð sem hefur lagt sitt af mörkum til sam­fé­lags­ins, alla sína ævi. Það er sorg­leg stjórn­sýsla og ekki bjóð­andi.

Eldri borg­arar njóta ekki verk­falls­rétt­inda. Eldri borg­arar eru ekki betl­ar­ar,  eldri borg­arar eru mátt­ar­stólpar, feður og mæð­ur, ömmur og afar, fólkið sem hvorki vælir né kvartar og á sínar stundir í sögu, virð­ingu og fram­för­um. Við erum orðin gömul en ekki dauð. Við eig­um  ekki að vera horn­rek­ur, við erum ekki að gera annað en að miðla til sam­fé­lags­ins, reynslu okkar og fram­lag­i.  Við erum orðin göm­ul. En við erum ekki dauð. Bara svo það sé sagt.

Höf­undur er for­maður Félags eldri borg­ara í Reykja­vík og nágrenni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Heimsmarkmið SÞ um vernd hafsvæða nást ekki á Íslandi fyrir 2020
Samkvæmt umhverfis- og auðlindaráðherra verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um vernd hafsvæða ekki náð hér á landi fyrir lok árs 2020 og ekki heldur á heimsvísu.
Kjarninn 5. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“
Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.
Kjarninn 5. desember 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Stóra skattkerfisbreyting ríkisstjórnarinnar samþykkt
Nýtt þriggja þrepa skattkerfi ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í gær þrátt fyrir skiptar skoðanir. Skattalækkun nýja kerfisins á að gagnast þeim tekjulágu mest en lækkunin á þó að skila sér til allra tekjutíunda.
Kjarninn 5. desember 2019
Auður Önnu Magnúsdóttir
Annað hvort eða?
Kjarninn 5. desember 2019
Fá þrjá mánuði til að upplýsa um raunverulega eigendur
Árum saman hefur það verið látið viðgangast á Íslandi að yfirvöld hafa ekki fengið að vita hverjir séu raunverulegir eigendur félaga sem hér stunda atvinnustarfsemi. Nú stendur til að flýta breytingum á þeirri stöðu.
Kjarninn 5. desember 2019
Neysla stúlkna á framhaldsskólastigi á orkudrykkjum fjórfaldast
Neysla barna og ungmenna á orkudrykkjum hefur aukist gríðarlega á síðustu tveimur árum. Matvælastofnun hefur óskað eftir því að nýsett áhættunefnd um matvæli meti áhættu af koffínneyslu ungmenna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar