„Við erum gömul en ekki dauð“

Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni segir stjórnvöld verða sér til skammar með rangri forgangsröðun.

Auglýsing

Því er ekki að neita að það rak marga í rogastans, þegar birtar voru ákvarð­anir kjara­ráðs um hækk­anir launa hjá alþing­is­mönn­um, ráð­herrum, hæsta­rétt­ar­dóm­urum og öðrum vel laun­uðum starfs­mönnum hins opin­ber­a.  Skýr­ing­arnar á þessum launa­hækk­unum er rök­studdar á þeim for­sendum að hrunið hafi dregið úr launum þessa fólks og nú sé verið að bæta þeim launatap­ið.

Gott og vel. Ef ég man rétt, þá neydd­ust stjórn­völd að draga úr greiðslum til  eldri borg­ara, þegar hrunið skall á. En eldri borg­arar og þeirra kjör heyra ekki undir kjara­ráð og til­raunir til að hækka grunn­líf­eyri og kjara­bætur hafa hvorki fengið und­ir­tektir né stuðn­ing. Grunn­líf­eyrir meira segja felldur niður hjá fjöl­mörg­um.  

Kjör eldri borg­ara, sem búa við trygg­ing­ar­bæt­urnar ein­ar,  hafa versnað ef eitt­hvað er og enn eru hámarks­greiðslur tvö hund­ruð átta­tíu þús­und krónur á mán­uði. Fyrir skatt. Á sama tíma er staðan núna sú, að þeir þjóð­fé­lags­þegnar sem hafa hæstu launin og heyra undir kjara­ráð, fá hund­ruðir þús­und króna hækk­anir á mán­uði sem eru auk þess aft­ur­virk um marga mán­uði. Afgang­ur­inn er svo sá, að allir hinir eru settir i fjár­mála­á­ætl­anir og lok, lok og læs.Ein­hvers­staðar las ég: jú, við erum orðin gömul en ekki dauð.  

Auglýsing

Elsta kyn­slóðin í þessu landi er ekki ómagi upp á náð hins opin­bera. Eldri borg­arar eru enn á lífi og þeim verður ekki kennt um neitt hrun og þeir eiga þann rétt eins og hver ann­ar, að njóta þess trygg­ing­ar­kerf­is, sem sett var á lagg­irnar í þeim til­gangi að hjálpa fólki sem ald­urs vegna, dettur út af launa­listum og situr margt hvert í fátækt­ar­gildrum, sem kerfið býður upp á. Það ástand er ekki greipt í stein, það er mann­ana verk, það er sýn­is­horn þeirra gilda sem stjórn­mál­in, alþingi og rík­is­stjórnir hverju sinni, bjóða upp á. Því mið­ur.

Í raun og veru leyfi ég mér að segja, að ákvarð­anir kjara­ráðs og stjórn­valda eru til skammar í sam­fé­lagi, sem kennir sig við jafn­ræði, frelsi og sam­kennd. Hinum velefn­uðu er hyglað, meðan eldra fólk situr við sama hey­garðs­horn­ið. Mis­mun­ur­inn, bilið milli ríkra og fátækra leng­ist og er æpandi stað­festa þeirra sem fara með völdin og van­virða þá kyn­slóð sem hefur lagt sitt af mörkum til sam­fé­lags­ins, alla sína ævi. Það er sorg­leg stjórn­sýsla og ekki bjóð­andi.

Eldri borg­arar njóta ekki verk­falls­rétt­inda. Eldri borg­arar eru ekki betl­ar­ar,  eldri borg­arar eru mátt­ar­stólpar, feður og mæð­ur, ömmur og afar, fólkið sem hvorki vælir né kvartar og á sínar stundir í sögu, virð­ingu og fram­för­um. Við erum orðin gömul en ekki dauð. Við eig­um  ekki að vera horn­rek­ur, við erum ekki að gera annað en að miðla til sam­fé­lags­ins, reynslu okkar og fram­lag­i.  Við erum orðin göm­ul. En við erum ekki dauð. Bara svo það sé sagt.

Höf­undur er for­maður Félags eldri borg­ara í Reykja­vík og nágrenni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar