Komdu fagnandi Sundabraut (Jón Gunnarsson, það er ekki eftir neinu að bíða!)

Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, skrifar um Sundabraut.

Auglýsing

Lagn­ing Sunda­brautar komst í hámæli á dög­unum þegar Jón Gunn­ars­son sam­göngu­ráð­herra tal­aði dig­ur­barka­lega um mögu­lega legu braut­ar­innar og kostnað vegna útfærsl­unn­ar. Ráð­herr­ann vill að Reyk­vík­ingar greiði að stórum hluta fyrir fram­kvæmd­ina vegna vilja borg­ar­yf­ir­valda að farin verði svokölluð ytri leið í stað innri leið­ar. Þetta segir Jón þrátt fyrir að starfs­hópur rík­is­ins hafi lagt til fyrir tveimur árum að við lagn­ingu Sunda­brautar verði áður­nefnd ytri leið farin líkt og borg­ar­stjórn og íbúar í Graf­ar­vogi og Voga­byggð hafa kallað eft­ir.

Talið er að um 27-35 þús­und bílar muni fara um Sunda­braut á hverjum sól­ar­hring og því er bygg­ing hennar mikið þjóð­þrifa­mál sem myndi hafa umtals­verð áhrif á umferð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ekki síst um Miklu­braut, Vest­ur­lands­veg og í Graf­ar­vog. Það er afar brýnt að áform rík­is­ins skýrist og hvort um raun­veru­legan áhuga á verk­efn­inu sé að ræða. Nóg er komið af upp­hróp­un­um.

Lengi talað um Sunda­braut

Sunda­braut hefur verið hluti af aðal­skipu­lagi Reykja­víkur í þrjá ára­tugi eða allt frá árinu 1984. Þá var Davíð Odds­son borg­ar­stjóri og ég sjálfur tveggja ára gam­all. Í tengslum við vega­á­ætlun rík­is­ins 1994-1995 hófst vinna við grein­ingu á mögu­legum val­kostum og legu Sunda­braut­ar. Síðan þá hafa verið gefnar út margar skýrslur m.a. um mis­mun­andi útfærsl­ur, umhverf­is­hrif og mögu­legan kostn­að. Hall­dór Blön­dal var sam­göngu­ráð­herra árið 1994 og allt til 1999. Síðan þá hafa sex aðrir gengt emb­ætti ráð­herra sam­göngu­mála.

Haustið 2005 til­kynnti rík­is­stjórn Hall­dórs Ásgríms­sonar að 43 millj­örðum af 66,7 millj­arða sölu­and­virði Sím­ans yrði varið til fram­kvæmda af ýmsu tagi fram til árs­ins 2012, þar af 8 millj­arðar sem áttu að renna til lagn­ingar Sunda­braut­ar. Ekk­ert varð af því og Síma­pen­ing­ur­inn hvarf.

­Síðan þá hefur Sunda­braut dúkkað reglu­lega upp í umræð­unni sem skilur lítið eftir sig og ein­kenn­ist á köflum af skot­grafa­hern­aði. Ráð­herrar sam­göngu­mála hafa komið hver á eftir öðrum og talað um nauð­syn þess að ráð­ast í þessa fram­kvæmd – nú síð­ast Jón Gunn­ars­son – en lítið hefur gerst á þessum 30 árum frá því að Sunda­braut kom fyrst fyrir í aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur. Nið­ur­stöður starfs­hóps sem Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, skip­aði eru þó um margt áhuga­verð­ar.

Afstaða Reykja­vík­ur­borgar

Afstaða Reykja­vík­ur­borgar til legu 1. áfanga Sunda­brautar hefur legið fyrir í um ára­tug. Í byrjun árs 2008 sam­þykkti borg­ar­ráð ein­róma að ytri leiðin yrði farin og að Sunda­braut yrði lögð í göngum frá Gufu­nesi í Laug­ar­nes með eðli­legum fyr­ir­vara um nið­ur­stöðu umhverf­is­mats. Borg­ar­full­trú­arnir Vil­hjálmur Þ. Vil­hjálms­son, Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, Björn Ingi Hrafns­son, Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, Björk Vil­helms­dótt­ir, Ólafur F. Magn­ús­son og Gísli Mart­einn Bald­urs­son sam­þykktu öll til­lögu þess efn­is.

Þverpóli­tísk sátt var um að fara þessa leið sem byggði meðal ann­ars á kröfu íbúa í Reykja­vík þar á meðal í Graf­ar­vogi og Voga­hverfi líkt og Gauti Krist­manns­son, stjórn­ar­maður í Íbúa­sam­tökum Laug­ar­dals, rakti í góðri grein hér á Kjarn­anum í síð­asta mán­uði.

Í Aðal­skipu­lagi Reykja­víkur sem gildir til árs­ins 2030 og var sam­þykkt í borg­ar­stjórn í nóv­em­ber 2013 er þessi afstaða borg­ar­innar stað­fest og innri leið­inni hafn­að. Aðal­skipu­lagið var unnið í um sex ár í góðri sátt full­trúa þeirra flokka sem sæti áttu í borg­ar­stjórn á þessum árum. Vilji borg­ar­innar er að 1. áfangi Sunda­brautar verði lagður með því að þvera Klepps­vík milli Gufu­ness og Holta­garða á Laug­ar­nesi norðan Sæbraut­ar. Því er haldið opnu hvort um göng eða brú verði að ræða.

Auglýsing

Sunda­braut í einka­fram­kvæmd

Það er öllum ljóst að mikil þörf er fyrir fjár­fest­ingu í sam­göngu­innviðum sam­fé­lags­ins. Sterkir inn­viðir eru ein und­ir­staða hag­vaxtar og vel­ferð­ar. Fjár­fest­ing rík­is­ins í vega­fram­kvæmdum hefur dreg­ist saman á und­an­förnum árum og fyrir vikið eru vegir víða að grotna nið­ur. Á sama tíma hefur umferðin auk­ist veru­lega ekki síst vegna mik­illar fjölg­unar á komu ferða­manna til Íslands. Á und­an­förnum árum hafa einka­að­ilar líst yfir áhuga að halda utan um til­teknar fram­kæmd­ir, þar á meðal lagn­ingu Sunda­braut­ar. Fram­kvæmda­stjóri Inn­viða fjár­fest­inga slhf. sagði nýlega í við­tali við Frétta­blaðið að ríkið hafi ekki bol­magn til að sinna allri fjár­fest­inga­þörf í innvið­um. Áður var upp­lýst að einka­að­ilar hafi sýnt lagn­ingu Sunda­brautar áhuga. Stjórn­ar­for­maður fjár­fest­ing­ar­sjóðs­ins Inn­viða sagði nýlega í Við­skipta­blað­inu upp­safn­aða fjár­fest­ing­ar­þörf á innviðum lands­ins nema 700 millj­örðum króna.

Í mars 2014 skip­aði Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra og ráð­herra sam­göngu­mála, starfs­hóp sem fékk það hlut­verk að kanna hvaða sam­göngu­mann­virki kæmu til álita fyrir aðkomu einka­að­ila annað hvort í formi einka­fram­kvæmdar eða í sam­vinnu einka­að­ila og hins opin­bera, svokölluð Public-Pri­vate-Partners­hip-verk­efni (PPP).

Í minn­is­blaði Vega­gerð­ar­innar sem starfs­hóp­ur­inn studd­ist við kemur fram að ef gengið er út frá þeim for­sendum að verk­efnin skuli vera arð­söm og veg­far­endur eigi kost á annarri gjald­frjálsri leið séu ekki mörg verk­efni sem koma til greina hér á landi í einka­fram­kvæmd.

Í skýrslu starfs­hóps­ins er að auki vísað í sam­an­tekt Rík­is­end­ur­skoð­unar frá 2006 um mat á kostum og göllum einka­fram­kvæmdar við stækkun Hval­fjarð­ar­ganga og við lagn­ingu Sunda­braut­ar. Þar segir að einka­fram­kvæmd geti verið hag­kvæm­ari kostur fyrir ríkið við til­teknar aðstæð­ur.

Ríkið sam­þykkir ytri leið­ina

Nið­ur­staðan er að fá verk­efni önnur en bygg­ing Sunda­brautar komi til greina þegar horft er til einka­fram­kvæmd­ar. Það sem stendur upp úr við lestur skýrsl­unnar er að þar felst ríkið á að farin verði ytri leiðin við bygg­ingu Sunda­brautar og þá leið sem mörkuð er í aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur. Ekki eru settir neinir fyr­ir­varar við það upp­legg.

„Að mati starfs­hóps­ins er leið I sú leið sem kemur til greina við þverun Klepps­víkur en hún er mörkuð í aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur. Starfs­hóp­ur­inn telur rétt að útboðs­rammi miði við bygg­ingu braut­ar­innar sem 2+2 vegar og hún verði byggð alla leið í einum áfanga. Þá telur starfs­hóp­ur­inn æski­legt að skoða brýr á öllum teng­ingum nema í Klepps­vík, þar sem ýmsar þver­anir koma til greina.“

Þessi afstaða skiptir miklu máli og ætti ef allt er eði­legt að flýta fyrir upp­bygg­ingu Sunda­braut­ar.

Þá er lagt til að ef af fram­kvæmdum verði á for­sendum PPP fjár­mögn­unar verði það látið í verka­hring þess sem býður í verk­efnið að velja þver­un­ar­að­ferð ytri leið­ar­innar fremur en að skil­greina aðgerð­ina fyr­ir­fram. Þannig sé lík­leg­ast að hag­kvæm­asta leiðin verði fyrir val­inu með til­liti til bygg­ing­ar­kostn­aðar sem og við­halds- og rekstr­ar­kostn­að­ar.

Ráð­herra leggi fram útboðs­ramma

Nið­ur­stöður grein­ingar sem starfs­hóp­ur­inn lét vinna á fýsi­leika þess fyrir einka­að­ila að byggja og reka Sunda­braut benda til að ef Sunda­braut sé skoðuð heild­stætt sé vænt­an­lega hægt að fjár­magna braut­ina að fullu með veggjöld­um. Sé hins vegar ein­göngu ráð­ist í bygg­ingu fyrsta áfanga (þverun Elliða­ár­vogs) megi ætla að lík­legt sé að hið opin­bera þurfi að koma til móts við einka­að­ila með fjár­fram­lagi.

Lagt er til að sam­göngu­ráð­herra láti útbúa útboðs­ramma þar sem verk­efn­inu, bygg­ingu og rekstri Sunda­braut­ar, er lýst og settar eru fram leik­reglur um fjár­mögnun sem byggja á reynslu ann­arra þjóða. Þar þurfi að koma fram lýs­ing á skipu­lags­þáttum og teng­ingu ann­arra vega og um það atriði þurfa að hafa sam­ráð við Reykja­vík­ur­borg.

Ekki eftir neinu að bíða

Borg­ar­stjórn sam­þykkti sam­hjóða í mars síð­ast­liðnum að hefja við­ræður við inn­an­rík­is­ráðu­neytið um Sunda­braut. Mark­mið við­ræðn­anna felst í því að vinna að arð­sem­is­mati og kostn­að­ar­grein­ingu, ákvarða end­an­lega útfærslu og legu braut­ar­innar og tíma­setja fram­kvæmd­ina. Borgin er með öðrum orðum að kalla eftir sam­tali við ríkið um þessa mik­il­vægu fram­kvæmd.

Jón Gunn­ars­son, sam­göngu­ráð­herra, kaus hins vegar að efna til ófriðar við borg­ar­yf­ir­völd og færa sam­talið í skot­graf­irnar með því að heimta að innri leiðin verði farin því ann­ars þurfi borgin að greiða 10 þús­und millj­ónir fyrir bygg­ingu Sunda­braut­ar. Þetta gerði Jón þrátt fyrir að ríkið hafi í raun sam­þykkt fyrir tveimur árum að fara ytri leið­ina.

Það liggur fyrir að ekki er gert ráð fyrir Sunda­braut í sam­göngu­á­ætl­un, fjár­lögum eða 5 ára fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Upp­hlaup Jóns skýrist eflaust af því að hann vildi beina athygl­inni frá þessum stað­reynd­um. En hafi hann raun­veru­legan og ein­lægan áhuga á Sunda­braut þá er óþarfi að dvelja lengi við fyrri yfir­lýs­ingar hans og horfa þess í stað til fram­tíð­ar. Jóni er nefni­lega í lófa lagt að hefja und­ir­bún­ing nú þegar á grunni þeirra til­lagna sem legið hafa fyrir frá 2015. Það er ekki eftir neinu að bíða.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar